Þolinmæði

Mikilvæg áminning ♡ Að dæma mig til að hraða bataferlinu, það hraðar ekki bataferlinu heldur lítilsvirðir einungis sársaukann sem ég upplifi/upplifði og eykur skömm innra með. – Sharon Martin Ég get oft orðið sár og óþolinmóð út í sjálfa mig og reynt að ýta á eftir bataferlinu þegar ég finn fyrir yfirþyrmingu af því að … Lesa áfram „Þolinmæði“

Hvað býr bakvið sársaukann?

Hvað býr bakvið tilfinningarnar? Hvað býr bakvið það hvernig ég túlka þær? Hvað býr bakvið það hvað ég tel þær segja um mitt virði? Hver er rótin? Hvaða tilfinning er sterkust? Ég veit ég þarf að hlúa að þessum tilfinningum, horfast í augu við þær og vera með þeim.. en hvernig? Ég upplifi ótta þegar … Lesa áfram „Hvað býr bakvið sársaukann?“

Tilfinningaleiðir

Ég er stöðugt að reyna að leita að leiðum til að brjóta niður flókin og djúp og sársaukafull sár sem þarf að heila, niður í einfaldari brot til þess að hlúa að í litlum skrefum á viðráðanlegri og minna yfirþyrmandi hátt. En þetta er afar flókið og alls ekki einfalt að reyna að einfalda eitthvað … Lesa áfram „Tilfinningaleiðir“

Neikvæðar hugsanir

Eftir því sem ég best veit eru neikvæðar hugsanir gagnvart okkur sjálfum form af varnarháttum sem færa okkur frá einhverju sem undirmeðvitund telur vera sársaukafullt eða hættulegt. Að við upplifum neikvæðar hugsanir er einfaldlega merki um það að varnarhættirnir eru að sinna sínu hlutverki. Það er eðlilegt og það er ekki eitthvað sem við köllum … Lesa áfram „Neikvæðar hugsanir“