Fíkn Hvað getum við gert til þess að hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi, hvað varðar andleg veikindi? Þetta er eitthvað sem við gætum öll, einhvern tíman á lífsleiðinni, þurft að takast á við. Hvað getum við gert betur svo tilfellum fækki og/eða einstaklingar hafi þá færni og getu og vilja til þess að hjálpa sér … Lesa áfram „Þetta gæti verið þú“
Hvaða skilaboð er líkaminn að senda?
Þegar ég byrjaði að steypast út í útbrotum vegna kvíða, þá hélt ég að líkaminn minn væri að berjast á móti mér. Ég hélt að hugur og líkami væru í stríði og þrátt fyrir andlega sjálfvinnu, þá væri líkaminn að reyna að klekkja á mér. En þegar ég las um það að líkaminn er alltaf … Lesa áfram „Hvaða skilaboð er líkaminn að senda?“
Tilfinningar og togstreitan í kringum þær
Þetta er svo mikilvægt ❤ Við sem manneskjur upplifum tilfinningar, bæði vellíðunar og sársaukafullar. Þær eru leiðarvísar í lífinu. Þegar við höfnum tilfinningum okkar, jafnvel bara hluta þeirra, þá erum við í raun að hafna sjálfum okkur. Tilfinning er ekki það sama og hegðun. Tilfinning er eitthvað sem er náttúrulegt og þarf að vera samþykkt. Við … Lesa áfram „Tilfinningar og togstreitan í kringum þær“
Reglur sem þjóna mér ekki lengur
Þegar við erum lítil geta mótast mynstur eða ákveðnar reglur innra með okkur til þess að komast af. Það gæti verið t.d. Ég má ekki hafa skoðun, ég hef alltaf rangt fyrir mér Ég þarf að brosa þegar mér líður illa, svo öðrum líði ekki óþæginlega Ég má ekki gráta, það er ekkert til að … Lesa áfram „Reglur sem þjóna mér ekki lengur“
Lítil skref
Lítil skref.. eitthvað sem ég er sífellt að minna mig á. Samt sem áður hef ég verið stöðugt að fresta því að byrja að skrifa hér. Einhvern veginn fór ég að upplifa mikla hræðslu, en það var akkúrat ástæðan fyrir því að ég ákvað að byrja með þessa síðu í fyrsta lagi, svo það er … Lesa áfram „Lítil skref“
Upphafið
Ég er ekki enn búin að ákveða hversu fjölbreytt innihaldið verður inni á þessari síðu. Hér ætla ég bara að hoppa smá í djúpu laugina og sjá hvað úr verður. Boltinn byrjar að rúlla von bráðar, eða bara eftir því hvert ímyndunaraflið leiðir mig. Mbk. Karen!