3. janúar 2018

Árið 2017 var líklegast erfiðasta ár sem ég hef upplifað hingað til. Vegna rangra greininga og lyfjanotkunar í kjölfarið hrundi andlega hliðin alveg niður. Minningar úr fortíðinni litu ljós og í kjölfarið stóð ég frammi fyrir því að horfa í augun á óttanum hvern einasta dag. Ég varð að hætta að vinna og gat ekki … Lesa áfram „3. janúar 2018“

Einlægni á facebook

Persónulegt og nálægt hjartanu. Deilt í von um að þeir sem þekkja þetta upplifi sig ekki eina.. því ég veit það hefur hjálpað mér ❤ (Skrifað 5. apríl 2018-tekið frá facebookinu mínu) Svo hér kemur það.. Í byrjun seinasta árs upplifði ég í fyrsta sinn geðrof. Ég var sett á sterk lyf með lítilli eftirfylgd og … Lesa áfram „Einlægni á facebook“

Þessi texti kemur núna alltaf upp í símanum mínum kl 13:00 á hverjum degi

„Ég er nóg, og ég hef alltaf verið nóg“ Ég mæli með að hafa þennan texta fyrir framan þig á hverjum degi, hvort sem það er í minnismiðum eða á mynd inni í herbergi eða þú segir það einfaldlega við sjálfa/n þig 😊 við höfum öll gott af meiri hlýju til okkar sjálfra ❤ Þetta stendur fyrir … Lesa áfram „Þessi texti kemur núna alltaf upp í símanum mínum kl 13:00 á hverjum degi“

Andlegt ofbeldi og hvernig ég sagði frá

Ég hef aldrei verið jafn berskjölduð hér (upprunalega á facebook) en ég ætla samt sem áður að kasta þessum skilaboðum út í heiminn. Ég veit hvernig þú raunverulega hugsar. Ég veit hvernig þér raunverulega líður. Getgátur sem hugur okkar telur sig vita. Orð sem sögð, særa. Valda misskilningi og ruglingi. Það er einungis maður sjálfur … Lesa áfram „Andlegt ofbeldi og hvernig ég sagði frá“

Ljóð sem rímar ekki

Að tilheyra Þráin að tilheyra Til þess þurfum við hvort annað Til þess þurfum við ást Og eiginleikan til þess að elska Svo þá má segja Að hvert mannsbarn Fæðist með þá færni að elska Og til þess að lifa af Þá elskum við okkur sjálf Í gegnum lífið Lærum við af öðrum Hvernig við … Lesa áfram „Ljóð sem rímar ekki“

Self love deficit disoder og auðmýkt

Fyrir alla þá sem hafa barist við meðvirkni eða vilja einfaldlega fræðast um hana. Þá er þessi bók fyrir þig: The Human Magnet Syndrome, eftir Ross Rosenberg. Ég las hana sjálf og þótti innihald hennar of mikilvægt til þess að deila því ekki ❤ Codependency -> self love deficit disorder Ég ætla sjálf að skora á … Lesa áfram „Self love deficit disoder og auðmýkt“

Þetta gæti verið þú

Fíkn Hvað getum við gert til þess að hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi, hvað varðar andleg veikindi? Þetta er eitthvað sem við gætum öll, einhvern tíman á lífsleiðinni, þurft að takast á við. Hvað getum við gert betur svo tilfellum fækki og/eða einstaklingar hafi þá færni og getu og vilja til þess að hjálpa sér … Lesa áfram „Þetta gæti verið þú“