Þessi texti kemur núna alltaf upp í símanum mínum kl 13:00 á hverjum degi

„Ég er nóg, og ég hef alltaf verið nóg“

Ég mæli með að hafa þennan texta fyrir framan þig á hverjum degi, hvort sem það er í minnismiðum eða á mynd inni í herbergi eða þú segir það einfaldlega við sjálfa/n þig 😊

við höfum öll gott af meiri hlýju til okkar sjálfra 

Þetta stendur fyrir það að þegar við fæddumst vorum við nóg. Litla sjálfið innst innra með okkur er nóg og það tekur ekki mið af árangri, fjárhagstöðu, færni og öllu því sem við söfnum utan um okkur um ævina. Litla barnið innra með okkur öllum er nóg.

Óskilyrðislaust 

(Takk Sigurbjörg hjá Lausinni fyrir að minna mig á þetta 💕)

Knús 💕

– Karen

Skilaboð Nanette

Ég grét, ég hló, ég klappađi međ áhorfendum ein međ sjálfri mér og þakkađi fyrir ađ fólk eins og Hannah Gadsby sé til.

Fólk sem þorir ađ stíga fram og segja sína sögu eins og hún gerđist, ekki međ lagfæringu þannig ađ hún passi inn í eitthvađ form. Ekki þannig ađ engum líđi óþæginlega því þađ er veriđ ađ rugga bátnum.

Raunverulegar sögur, eins og þær gerđust í von um ađ hún nái til þeirra sem tengja viđ hana. Í von um ađ viđ vitum, virkilega vitum og finnum þađ í hjartanu ađ viđ erum ekki ein.

Því lífiđ er ekki bara góđu tilfinningarnar, þađ er lìka vondu tilfinningarnar og viđ upplifum þađ öll. Enginn er undanskilinn og viđ megum hafa rödd.

Viđ eigum öll okkar sögu og hver og ein saga er full af visku og lærdóm sem kennir okkur eitthvađ.

Ég mæli međ ađ allir taki sér tíma til þess ađ horfa á Nanette. Þetta eru mikilvæg skilabođ til heimsins, viđ erum ekki ein.

Takk fyrir mig 

– Karen

Orð geta verið gjöf

Mörg okkar kannast viđ ađ líđa svona.. ef þessi orđ hjálpa einni manneskju… 
Þađ er mikilvægt

ég hvet alla mína vini og alla vini vina minna til þess ađ deila þessu. Mörg okkar segja ekki frá… mörg okkar þjást í hljóđi…
Hver sem þú ert og hvar sem þú ert…
Þú ert ekki ein/nn
Ég hugsa til þín

To the someone who needs to hear this today

This is how you feel right now. But our feelings aren’t always a reflection of truth. Depression clouds our vision of reality. There is always hope, even though it’s hard to believe right now.
Remember that if today is your worst day, then it can only get better from now on.
You are someone important. Subconsciously or consciously you make a difference in the world. Remember that you are not alone. You are a warrior.
Stay strong.
You are loved. 

– Karen

Andlegt ofbeldi og hvernig ég sagði frá

Ég hef aldrei verið jafn berskjölduð hér (upprunalega á facebook) en ég ætla samt sem áður að kasta þessum skilaboðum út í heiminn.

Ég veit hvernig þú raunverulega hugsar.
Ég veit hvernig þér raunverulega líður.
Getgátur sem hugur okkar telur sig vita.
Orð sem sögð, særa.
Valda misskilningi og ruglingi.

Það er einungis maður sjálfur sem veit hvernig manni raunverulega líður og hvernig maður raunverulega hugsar.
Við vitum kannski ekki afhverju eða hvaðan það kemur, en okkar raunverulega líðan og hugsanir eru ólesanlegar fyrr en við bregðumst við þeim eða segjum frá.

Ég hef oft gripið mig í því ferli að selja mér einhverja hugmynd að einhverjum líði svona gagnvart mér eða hugsi svona til mín.
En hver er ég að trúa því að það sé 100 % rétt? Ætla ég að selja mér hugsanir og líðanir annars einstaklings í stað þess einfaldlega að hlusta.

Hugmyndir mínar um hugsanir og líðanir annara eru ekki raunverulega staðfestar fyrr en þær eru sagðar eða sýndar mér.
Þar til það gerist, þá hef ég ekkert nema mína eigin hugmynd, sem ég hef selt sjálfri mér. Sú hugmynd gæti verið kolröng og byggð á óöryggi og vanþekkingu á viðkomandi.Ég hef oft haft kolrangt fyrir mér um fólk og fundið mig lesa kolrangt í aðstæður.
Það er bara mannlegt.
Við getum öll gert mistök.

En um leið og einhver reynir að SELJA þér og SANNFÆRA þig um þá hugmynd að hann viti betur en þú sjálf/ur hverjar þínar hugsanir og líðanir eru.
Það er ekki ok.
Það er ekki í lagi að reyna að breyta því hvernig einstaklingur upplifir sinn eiginn veruleika.
Það er ekki í lagi að nota sektarkennd, hræðslu, lítillækkun, hótanir, ógnun, kúgun eða ofbeldi, til þess að stjórna öðrum einstakling og fá hann til þess að gera eitthvað eða segja eitthvað gegn sínum eigin vilja.

Þegar einstaklingur með brotna sjálfsmynd heyrir orðin „ég veit hvernig þér raunverulega líður, ég hvernig þú hugsar eða ég þekki þig betur en þú gerir sjálf/ur“ þá gæti hann í sínu viðkvæma ástandi farið að trúa því og hætt að treysta sjálfum sér.

Til margra ára hef ég borið erfiða fortíð á baki mér og alveg frá því ég fæddist var ég óvenjulega viðkvæm. Allt var persónulegt, alveg frá minnsta atriði. Það þurfti mjög lítið til þess að ég færi að hágráta og það gerði mig að mjög auðveldu fórnarlambi fyrir stríðni.

Ég skammaðist mín svo mikið og átti svo erfitt með að skilja að það er ekki allt persónulegt, að ég byrjaði hægt og rólega að fyllast af andstyggð gagnvart sjálfri mér.
Ég þoldi ekki litlu og viðkvæmu Karen, og eftir að ég hafði byggt veggi í kringum mig þá notaði ég húmor til þess að rakka niður þá manneskju sem ég var.

Ég tók sjálf þátt í því að rakka mig niður, því ég var með óbeit gagnvart þessari viðkvæmu stúlku sem ég var.
Þetta skapaði mikla togstreitu innra með mér og olli því að ég átti erfitt með að setja mörk.
Það var næstum hægt að sparka mér í vegg, berja mig í klessu og hrækja á mig og ég hefði samt komið til baka og grátbeðið um fyrirgefningu.
Ég var stútfull af skömm og sektarkennd og mjög brothætt.

Þessi orð hafa verið sögð við mig aftur og aftur.
„Ég veit hvernig þú ert, ég þekki þig betur en þú sjálf, ég veit hvernig þú hugsar og ég veit hvernig þér líður“.
Í brothættu ástandi mínu trúði ég því, aftur og aftur og það efldi sjálfshatrið með hverjum degi.

Ég skammaðist mín og var svo skíthrædd við að vera yfirgefin (sama hver það væri) að ég grátbað um fyrirgefningu.
Ég hataði sjálfa mig svo mikið að ég fór að segja öllum sem vildu hlusta frá minni fortíð, því mér fannst ég svo ógeðsleg og hræðileg manneskja að ég reyndi að útskýra og verja mig með því að gefa upp ástæður fyrir því að ég væri eins og ég er. Jafnvel þegar það var ekkert til að verja mig fyrir.

Svo hataði ég mig fyrir að tjá mig og þaggaði niður í sjálfri mér með því að gera grín af mér eða bara einfaldlega þegja.
Ég var annaðhvort sú manneskja sem sagði of mikið eða sagði ekkert.
Of opin, of lokuð.

Ég trúði því að hugmyndin sem hafði bólfest sig í höfðinu mínu væri sönn.
Sama hvað þau sem mér væru mér næst sögðu.
Þá sérstaklega mamma mín, yndislega fallega, klára og hjartahlýja mamma mín.
“ ég vildi að þú sæjir þig eins og ég sé þig“
Aftur og aftur..
En ég vildi ekki trúa því.

Í dag hef ég farið í mikla vinnu í sjálfri mér og ætla loksins að rífa þessa hugmynd úr hausnum á mér.
Ég ætla ekki lengur að hlusta á þá sem telja sig geta farið inn í hausinn á mér og sagt mér hver ég raunverulega er.
Ég veit hver ég er.

Ef það er einhver þarna úti sem tengir við þessa sögu, þá vil ég að þú vitir þetta

„Það hefur enginn rétt á því að segjast vita betur en þú sjálf/ur hvað þú ert að hugsa eða hvernig þér líður. Það hefur enginn rétt á að reyna að breyta því hvernig þú sérð þinn eiginn raunveruleika. Þú veist hvað gerðist. Þú veist hver þinn sannleikur er. Það hefur enginn rétt á því að reyna að fylla höfuðið þitt af neikvæðum hugmyndum eða hugsunum um sjálfa/sjálfan þig. Þú mátt setja mörk. Það getur látið fólki líða óþæginlega en það er mikilvægt.
Það að reyna að kúga, ógna, hóta, lítillækka, niðurlægja, hræða eða fylla þig af sektarkennd til þess að reyna að fá þig til að gera eitthvað sem þú vilt ekki gera er ekkert annað en tegund af andlegu ofbeldi. Það er þinn réttur og þín ábyrgð að segja stopp. Nú er komið nóg. Það mun enginn vernda hug þinn ef þú gerir það ekki“.

Ég er ekki að segja að ég sé fullkomin, við getum öll gert mistök. Það besta sem við getum gert er að læra af þeim og halda áfram að styrkja okkur og halda áfram að reyna að verða betri maður í dag en í gær. Tölum saman á einlægan og uppbyggjandi hátt.

Takk fyrir að lesa 

– Karen

Ljóð sem rímar ekki

Að tilheyra
Þráin að tilheyra
Til þess þurfum við hvort annað
Til þess þurfum við ást
Og eiginleikan til þess að elska

Svo þá má segja
Að hvert mannsbarn
Fæðist með þá færni að elska
Og til þess að lifa af
Þá elskum við okkur sjálf

Í gegnum lífið
Lærum við af öðrum
Hvernig við eigum að elska okkur
Hvað það felur í sér
Og hvort við séum þess virði.

Margir hverjir gleyma
Því að við fæðumst
Sem sjálfið
Sem elskar sig

Og þess vegna
Veistu í raun
Að hver einasta rödd
Sem þú heyrir í þínum huga

Sem segir þér
Að þú sért ekki verðug/ur
Því að vera elskuð/aður
Kemur ekki frá þér

Þú, þinn innri kjarni og sjálf
Elskar þig

Allt hitt eru bara lærð skilaboð
Sem koma ekki frá þér

Aldrei gleyma því 
Knús 

– Karen

Self love deficit disoder og auðmýkt

Fyrir alla þá sem hafa barist við meðvirkni eða vilja einfaldlega fræðast um hana. Þá er þessi bók fyrir þig: The Human Magnet Syndrome, eftir Ross Rosenberg.

Ég las hana sjálf og þótti innihald hennar of mikilvægt til þess að deila því ekki 

Codependency -> self love deficit disorder

Ég ætla sjálf að skora á mína eigin meðvirkni hér og einfaldlega segja hversu þakklát ég er fyrir það að hafa aldrei hætt að vinna í sjálfri mér. Aldrei hætt að nálgast og nýta mér fróðleik um andlega heilsu.

Ég hef gert fullt af mistökum og tekið fullt af röngum ákvörðunum í gegnum árin, en það er það sem ég hef getað nýtt mér í því að gera betur og lært af. Það er oft erfitt að setja jafnvægi milli auðmýktar og þess að standa við sín eigin mörk.

Ég mun halda áfram að gera mistök, það er bara partur af því að lifa og læra. En það mikilvægasta er að við göngumst við þeim, og því að við erum ekki fullkomin, það er gjörsamlega ógerlegt. Við gerum mistök, við fyrirgefum, við höldum áfram.. það er mannlegt.

En við lærum aldrei neitt ef við tökum ekki skref í burtu frá þægindahringnum og tökum stökkið í það óþekkta.

Svo ég er stolt af því, að hafa aldrei gefið upp vonina á sjálfri mér.

Mín eina von er, að með því að segja frá, að það hjálpi ef það væri ekki nema einum einstaklingi, sem tengir við það sem ég hef að segja. Það er nóg.

Það eru svo margir sem segja ekki/ geta ekki sagt frá sinni eigin vanlíðan og ef það ert þú, sem ert að lesa þetta. Þá vil ég að þú vitir að þú ert mikilvæg/ur. Þú skiptir máli. Þú ert nóg. 

Þú lærðir eitthvers staðar á lífsleiðinni að hugsa illa til sjálfrar/sjálfs þíns. Það er ekki manneskjan sem þú ert. Við fæðumst til þess að lifa af. Við fæðumst, stútfull af sjálfsást, og það er það sem býr í þínum innri kjarna. Innst innra með þér er lítið barn sem elskar þig.. og það er nóg.. þú ert nóg. Þú þarft bara að finna það sjálf/ur. 

-Karen

Þetta gæti verið þú

„Getur þú hjálpað mér?“ Spurði maðurinn mig er hann álpaðist niður göngustíginn. Ég sá örvæntinguna í augunum hans og ég fann hvað ég fann til með honum. Ég sá að hann var drukkinn, með aggressíva framkomu og ég þorði ekki að nálgast hann. Hjartað mitt syrgði þann sársauka sem maðurinn þurfti að upplifa og það að ég gat ekkert gert fyrir hann.
Hann hélt áfram að öskra að hann þurfti hjálp.
Einstaklingur í sárri neyð vegna andlegrar vanlíðan. Einstaklingur eins og ég og þú.

Hvað getum við gert til þess að hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi, hvað varðar andleg veikindi? Þetta er eitthvað sem við gætum öll, einhvern tíman á lífsleiðinni, þurft að takast á við.
Hvað getum við gert betur svo tilfellum fækki og/eða einstaklingar hafi þá færni og getu og vilja til þess að hjálpa sér sjálfir? Svo viðkomandi upplifi ekki króníska vanlíðan, heldur tímabundna. Hvernig getum við hjálpað fólki að hjálpa sér?

Það er eitthvað sem vantar hættulega mikið uppá.
Maðurinn sem ég mætti í dag gæti verið hvert og eitt okkar. Ef færni okkar væri minni. Ef aðstæður væru verri. Og svo lengi má telja.

Að drekkja sorgum sínum með áfengi eða fíkniefnum er ekkert annað en örvæntingarfull leið til þess að lina sársaukann, akkúrat þetta tiltekna augnablik. Það er eitthvað í undirmeðvitundinni sem kallar á það. Þetta er sársauki. Þetta er vanlíðan. Þetta er ekki heimska eða eigingyrni eða aðrir neikvæðir stymplar sem eru settir á alkóhólista eða fíkniefnaneytendur.

Við upplifum öll sársauka á lífsleiðinni, mismikinn og mislítinn. En við höfum samt sem áður mismunandi færni til þess að vinna úr því. Færni eru þær leiðbeiningar sem okkur er gefið um okkar nánasta umhverfi. Færni eru þau verkfæri sem okkur er gefið í gegnum okkar nánasta umhverfi. Færni er sá eiginleiki að vita það að við erum nóg. Færni er að fá rými til þess að upplifa og samþykkja tilfinningar okkar. Færni er að vita að við megum vera til og við megum taka pláss. Færni er að læra að við erum ekki tilfinningarnar okkar og þær skilgreina okkur ekki. Færni er… svo lengi má telja.

Þetta snýst allt um það hvenær, hvar, hvort og hvernig viðkomandi er sýnt og kennt þá færni sem þarf til að geta tekist rétt á við þetta tiltekna augnablik, horft til langtíma.

Það besta sem hægt er að gera er að fræða fólk. En viðkomandi þarf líka að hafa uppgötvað/fengið/lært þá færni til þess að geta tekið á móti og nýtt þá færni sem hann kynnist.

Þetta atvik stakk mig og ég varð að skrifa. Við sem samfélag hljótum að geta gert betur..
Ég leyfi mér að trúa því.

Knús 

– Karen

Hvaða skilaboð er líkaminn að senda?

Þegar ég byrjaði að steypast út í útbrotum vegna kvíða, þá hélt ég að líkaminn minn væri að berjast á móti mér. Ég hélt að hugur og líkami væru í stríði og þrátt fyrir andlega sjálfvinnu, þá væri líkaminn að reyna að klekkja á mér.

En þegar ég las um það að líkaminn er alltaf að reyna að senda okkur skilaboð, til þess að hjálpa okkur að komast af. Þá breyttist eitthvað.

Líkaminn var að kalla á hjálp. Það var eitthvað sem ég var að gera vitlaust. Hvort sem það var hugsun, hegðun, meðhöndlun o.s.frv. vissi ég ekki, en ég vildi reyna að komast að því. Ég vildi skilja hvað undirmeðvitund mín væri að reyna að segja mér.

Í dag tel ég mig vita að það sem hann var að reyna að segja mér, væri einmitt það að óttast ekki hvernig líkaminn brást við í hverjum aðstæðum. Hvert viðbragð og hver tilfinning, væri að reyna að segja mér eitthvað. Það var eitthvað sem ég væri ekki að ná.

Hvernig ég var að lifa lífinu mínu, það var eitthvað sem ég var að gera vitlaust.

Þegar ég áttaði mig á þessu, þá tók við upphafið af því að komast að því hvaðan þessar tilfinningar og hugsanir kæmu. Hvað væri að viðhalda því?

Ég fór til baka, langt í fortíð og grenndist fyrir um svör og útskýringar. Eftir langan tíma þá fann ég svörin.

Allt það neikvæða sem ég held um mín eigin viðbrögð og eigin hugsanir er lærð hegðun. Mitt innra barn fæddist í þennan heim stútfullt af sjálfsást og tilbúið að læra hvernig það átti að skilgreina sjálft sig, aðra og heiminn. Einhvers staðar lærði ég að skilgreyna mig nær alfarið á neikvæðan hátt í undirmeðvitundinni. Þegar ég lærði að það væri ekki sú sem ég væri, alveg innst að kjarna. Þá skildi ég sjálfa mig betur. Þetta er allt byggt á þeim skilaboðum sem við fáum um okkur sjálf, aðra og heiminn frá umhverfinu. Sterkar tilfinningar tiltekins atburðar/skilgreyningar.. þeim sterkari tenging myndast við „alhæfinguna“.

Ég var ekki skömm. Ég þarf að vinna úr þeirri sjálfmerkingu sem innra barnið hefur tengt svo sterkt við.

Hvað viðhélt henni? Umhverfið. Það voru eitthverjar breytingar sem ég þurfti að gera.

Takk líkami, fyrir að minna mig á mitt eigið virði.

Ég mun ná að vinna úr þessu með þinni hjálp og ferlið heldur áfram … 

– Karen

Tilfinningar og togstreitan í kringum þær

Þetta er svo mikilvægt 

Við sem manneskjur upplifum tilfinningar, bæði vellíðunar og sársaukafullar. Þær eru leiðarvísar í lífinu.

Þegar við höfnum tilfinningum okkar, jafnvel bara hluta þeirra, þá erum við í raun að hafna sjálfum okkur.

Tilfinning er ekki það sama og hegðun.
Tilfinning er eitthvað sem er náttúrulegt og þarf að vera samþykkt.
Við getum ekki stjórnað tilfinningum okkar með því að reyna að kæfa, hafna eða deifa þær. Þær munu alltaf finna leið til að koma aftur, því þær eru náttúrulegur partur af því að vera til.
Við getum stjórnað því hvort og/eða hvernig við bregðumst við þeim.

Þegar sársaukafullar tilfinningar koma upp eigum við það oft til að reyna að stoppa þær, kæfa þær, breyta þeim, hafna þeim, deifa þær o.s.frv. Það getur verið vegna ýmislegra ástæðna t.d. það að við tengjum tilfinningu við neikvæða hegðun (sú skekkja að trúa því að hegðun sé tilfinning), viðbrögð annara, hræðsla við að ráða ekki við hana o.s.frv.

En sársaukafullar tilfinningar verða að fá rými líkt og vellíðunar tilfinningar. Við getum ekki valið og hafnað tilfinningum. Þær einfaldlega eru.

Leyfðu tilfinningum að koma. Taktu eftir þeim. Hvar finnur þú fyrir þeim. Hvernig líður þér? Hvað hugsar þú? Hvernig líður þér með það?

Markmiðið er að taka eftir án þess að dæma. Markmiðið er að taka öllum hugsunum fagnandi, sama hvort þær séu neikvæðar eða jákvæðar. Taktu eftir þeim.

Hugur og hjarta þurfa að fá að lifa í sátt, þó svo þau séu ekki alltaf sammála. Það er mikilvægt að gefa þeim báðum rými.

Við þurfum að gefa okkur sjálfum rými til þess að upplifa allt sem við upplifum frá náttúrunnar hendi.

Þegar við leyfum okkur ekki að upplifa tilfinningar festist sú spenna innan í líkamanum og veldur okkur vandræðum/erfiðleikum seinna meir. Við þurfum að leyfa þessari orku að koma….og fara. Þannig lifum við í sátt.

-Karen

Reglur sem þjóna mér ekki lengur

Þegar við erum lítil geta mótast mynstur eða ákveðnar reglur innra með okkur til þess að komast af.

Það gæti verið t.d.
Ég má ekki hafa skoðun, ég hef alltaf rangt fyrir mér
Ég þarf að brosa þegar mér líður illa, svo öðrum líði ekki óþæginlega
Ég má ekki gráta, það er ekkert til að gráta yfir.. þetta er bara ég.. það er eitthvað að mér
Ég þarf að fórna minni líðan fyrir líðan annara
Ég má ekki segja nei, ef ég geri það er ég vond
Ég mun alltaf klúðra öllu, svo best að ég láti aðra um að gera þá frekar
Ef ég bið um eitthvað þá er eg vond, svo best að þegja

O.s.frv.

Undirmeðvitundin mótar okkur í kjölfarið eftir þessum reglum. Allt bendir til þess að við séum eitthvað til að skammast okkar fyrir. Svo við reynum að vera fullkomin…eða við gefumst upp því kröfurnar eru of miklar. Megum aldrei gera mistök eða gerum ekkert annað en mistök.

Ég held að besta lýsingin á því hvernig undirmeðvitund treður sér inn í meðvitund sé hvernig gollum birtist í Lord of the rings. Meðvitundin, smeaogle, reynir að berjast og berjast á móti, en einhvern veginn nær gollum að sannfæra hann.

Gollum sannfærir Smeaogle um að hann sé skömm. Smeaogle bregst við í kjölfarið og fer í þá átt sem leiðir hann að vanlíðan, þó svo meðvitundin sé bara að reyna að gera gott eða viti af því að það sé í rauninni ekki gott.

Dæmi: ástarsamband sem býr til enn meiri skömm, vinasamband sem býr til enn meiri skömm, of mikið sjónvarpsgláp, símafíkn, óeðlilega mikil hjálpsemi drifin áfram af skömm, átraskanir, drykkja, fíkniefnaneysla, sykurfíkn, of mikill svefn, þráhyggjuhugsanir, mikil neikvæðni, hugrof, kynlífsfíkn, sjálfskaði… allt eitthvað sem deifir þetta augnablik, allt eitthvað sem veldur vellíðan þetta augnablik en veldur vanlíðan til langtíma. Meðvitund vill vellíðan en hún er ómeðvitað drifin áfram af þrá undirmeðvitundar í vanlíðan. Því hún lærði fyrir löngu
að það að upplifa vanlíðan = að fá ást.
Að upplifa vanlíðan = mitt virði.
Að upplifa vanlíðan = að tilheyra.

Við þurfum að vinna með undirmeðvitundina fyrst og fremst. Skora á allar þessar reglur sem nýtast okkur ekki lengur og leyfa okkur að upplifa hugsanir og tilfinningar okkar án þess að dæma. Og án þess að dæma fyrir að dæma o.s.frv.
Hvernig líður mér? Hugsun. Og hvernig líður mér eftir að þessi hugsun kom upp? Tilfinning. Hvernig líður mér eftir þessa tilfinningu? O.s.frv. leyfa öllu að koma. Taka eftir og upplifa. Leyfa okkur að vera mannleg. Allar hugsanir og tilfinningar í lagi. Allt bara partur af ferlinu.

Oft reynum við nefninlega strax að bregðast við, þegar við ættum í rauninni bara að leyfa okkur að taka eftir. Leyfa því sem kemur að vera. Leyfa því að líða hjá. Leyfa orkunni að fara í gegnum okkur og aftur út.

Það steikta í þessu er einmitt það að undirmeðvitundin telur sig vera að vernda okkur vegna fyrri reynslu af því að tilheyra ekki, svo hún reynir að draga okkur í átt að því sem leyfir okkur að líða eins og við tilheyrum.

Hvernig líður þér er ein besta spurning sem þú getur spurt þig, til þess að komast nær sjálfri/sjálfum þér í dag. Með því að gefa okkur rými, gefum við okkur virði. Með því að gefa okkur sjálf virði, þá gefum við okkur ást.

Þú ert nóg 
Allt sem segir þér að þú sért það ekki, er ekkert annað en ytra áreiti og þær upplýsingar sem þér hefur verið beint eða óbeint gefið þegar þú varst að læra hvers virði þú varst. Það er ekkert annað en það, upplýsingar, sem koma utan þín. Jafnvel endurvarp á meðvitaðri/ómeðvitaðri skömm einhvers annars.

Þær eru ekki það sem þú ert 

Með því að huga að okkur sjálfum, þá finnum við sjálfvirði. 

I am my own superhero 💪