Að halda í mér andanum

Ég fór að taka eftir því að ég átti það til að halda í mér andanum í óþæginlegum aðstæðum. Það ýtti undir ennþá meiri kvíða og tilfinningu um aftengingu frá umhverfinu mínu. Það var eins og líkaminn væri að reyna að vernda mig frá því að finna fyrir sér, frá því að taka pláss, frá … Lesa áfram „Að halda í mér andanum“

Að taka eftir og knúsa það sem kemur

Ég hef svo oft farið yfir í pælingar um innri gagnrýnandann, hvernig sé hjálplegast að vinna með honum samtímis þess að passa uppá að endurtaka ekki skilaboðin aftur og aftur sem hann hefur að segja. Ég tengi sjálf við innri gagnrýnandann sem innra barnið sem er ennþá hrætt og hafa margir talað um hann á … Lesa áfram „Að taka eftir og knúsa það sem kemur“

Að segja of mikið

Að segja of mikið, eða að ofdeila er einhvað sem ég hef átt erfitt með síðan ég veit ekki hvenær. Ég leitaði út um allt að ráðum, fór á lyf, prófaði alls konar leiðir og leitaði útskýringa á því afhverju þetta gerðist. Í hvert skipti sem ég deildi út fyrir mörkin mín á því hverju … Lesa áfram „Að segja of mikið“

Allt er á hreyfingu

Ég veit ekki hvort þessi skrif gagnast einhverjum öðrum, en þessi áminning er að hjálpa mér að vingast við það að geta staldrað við í líkamanum þegar ég er að upplifa mikla spennu eða sársauka. Innra með mér er allt á hreyfingu, taugakerfið, blóðið, meltingakerfið… o.s.frv. en samt hefur mér svo oft liðið eins og … Lesa áfram „Allt er á hreyfingu“

Ég er ennþá hrædd

Mér finnst oft erfitt að opinbera hvernig mér líður hér, en ég finn það samt að ég þarf að gera það fyrir mig. Ég vil ekki skammast mín fyrir það að líða. Það má. Það má upplifa sársauka og eiga erfiða tíma, það þýðir ekki að ég sjálf sé einhverskonar sársauki eða erfiður einstaklingur. Það … Lesa áfram „Ég er ennþá hrædd“

Tímabil innra barnsins og orðin sem færa hlýju

Við höfum öll innra barn innra með okkur sem þráir að vera elskað og öruggt. Það sem ég hef lært aftur og aftur er hversu mikilvægt það er að vingast við þetta innra barn, svo það fái að vera partur af okkar lífi núna þegar við erum orðin fullorðin. Innra barnið er það sem lærir … Lesa áfram „Tímabil innra barnsins og orðin sem færa hlýju“

Aftur að innri gagnrýnandanum

Ég er enn ekki viss hvora leiðina er hjálplegra fyrir mig að fara, að segja nei við niðurrifshugsanir eða að taka þeim með hlýju og mildi. Þetta er endalaus hringrás sem ég virðist stöðugt taka skref inní og í burtu frá til skiptis. Það allra mikilvægasta fyrir mér er að ég brjóti sjálfa mig ekki … Lesa áfram „Aftur að innri gagnrýnandanum“

Markaleysi gagnvart hugsunum

Ég er nýbúin að átta mig á því að ég hef þróað með mér ákveðið innra markaleysi gagnvart eigin hugsunum. 
Sem barn þá leið mér innst innra með mér eins og ég þyrfti að laga mig til þess að verða nóg. Þrátt fyrir að þau skilaboð kæmu ekki alls staðar frá. En í kjölfar þess … Lesa áfram „Markaleysi gagnvart hugsunum“

Hvernig góðu dagarnir geta verið dæmdir

Svo ótrúlega mikilvægt að hafa í huga ❤ Það sést ekki utan á fólki hvernig því líður og hvað það er að ganga í gegnum og við höfum mismunandi orku fyrir það hvernig við hlúum að okkur sjálfum hvern dag ❤ Ég held að margir geti tengt við þessa hræðslu að vera: A) dæmd í … Lesa áfram „Hvernig góðu dagarnir geta verið dæmdir“