Svo ótrúlega mikilvægt að hafa í huga ❤
Það sést ekki utan á fólki hvernig því líður og hvað það er að ganga í gegnum og við höfum mismunandi orku fyrir það hvernig við hlúum að okkur sjálfum hvern dag ❤
Ég held að margir geti tengt við þessa hræðslu að vera:
A) dæmd í neikvæðu/niðurbrjótandi ljósi fyrir það að gera of mikið úr andlegum/líkamlegum erfiðleikum ef maður getur þó gert þetta eða hitt þennan dag/þessa daga.
B) dæmd í neikvæðu/niðurbrjótandi ljósi fyrir það að maður geti ekki gert/á erfitt með að gera þetta eða hitt þennan dag/þessa daga vegna andlegra/líkamlegra erfiðleika.
Í báðum tilfellum hrædd við að vera dæmd. Hrædd við að taka of lítið pláss. Hrædd við að taka of mikið pláss.
Hver dagur er mismunandi, það þýðir ekki að það sem viðkomandi er að ganga í gegnum hafi ekki sama virði og þarfnist ekki sama stuðnings, skilnings, samkenndar og hlýju ❤
Bataferlið er ekki bein lína. Það fer í allar áttir og hvert skref er mikilvægt, hvort sem það leiðir í u-beygju, skref til baka, stopp, áfram, hægri, vinstri, upp og niður… ❤
Ef einhver segir okkur að hann sé að ganga í gegnum erfiðleika, jafnvel þó það sjáist ekki… trúum þeim. Hvernig sem birtingamyndin er fyrir okkur sjálfum. Það tekur hugrekki að sýna berskjöldun og viðurkenna að maður er ekki fullkominn, að vera séður.
Það sést ekki utan á fólki allt það sem það er að hlúa að eða vinna úr. Það gerir það ekki.
Leyfum fólki að þora að taka pláss á sínum eigin hraða og tökum dómhörkuna út úr myndinni ❤
Við byrjum ekki að þora að taka pláss þegar við erum undir smásjá fyrir hvernig hvert skref lítur út. Það gerist þegar við finnum fyrir öryggi, innra og ytra ❤
Öryggi vex í ást, kærleika, skilning og samkennd. Munum það ❤
– karen
Knúsið ykkur fast og njótið dagsins ❤