Það „má“

Ég veit ekki hversu oft ég finn mig í þeim sporum að reyna ómeðvitað að koma í veg fyrir að vera séð þegar ég upplifi mig smáa og varnarlausa í hvers konar aðstæðum. Ég byrja að þilja upp setningar til þess að róa mig og halda mér örlítið á jörðinni. Ég næ að komast í gegnum augnablikið óséð. En því fylgir samt „hvað ef?“ Hvað ef ég hefði verið séð? Hvað þá?
Það býr innra með mér ákveðið yin og yang varðandi það að vera séð svona hrá. Ég þrái það en ég hræðist það eitt hvað mest og ég hef aldrei vitað það 100 % afhverju. Ég tel mig samt hafa ákveðnar tilgátur. Margar hverjar sem ég hef áður skrifað um hér.
Fyrir mér þá „má“ það ekki gerast. Ég „má“ ekki vera mannleg. Svo mikil togstreita og oft yfirþyrmandi að hlusta á tvö tog sem leiðast í sitthvora átt.
En ég er að æfa mig að sýna mér að það má. Að ég mun ekki yfirgefa mig fyrir neitt. Sama hversu miklar og erfiðar tilfinningar ég er að fara í gegnum á hverjum tíma. Sama hvaða hugsanir og tilfinningar koma varðandi mistök sem ég geri og hvernig ég er séð.  Ég veit að hugsanirnar eru að reyna að trufla mig frá tilfinningunni af ótta við að að einhvað slæmt gerist ef ég upplifi hana.
Það má, það sem er að gerast inní mér og svo tekst ég á við það ytra. Tek ábyrgð, læri, gengst við því, æfi mig að gera betur og hvernig það ferli er og verður, það má vera alveg eins og það er og verður.
Ég mun ekki yfirgefa mig. Ég er að kenna mér það. Svo hvað sem ég hugsa og upplifi. Það má og ég segi það við mig „það má“, til að milda hræðsluna við innri höfnunina og heila vinasambandið á milli mín og innra sjálfsins. Það má og ég mun ekki yfirgefa mig.
Því þegar hugurinn segir „ef ég er séð í þessari tilfinningu/hugsun mun einhvað slæmt gerast“ og ef ég svara honum „neinei, það mun ekki gerast“, þá er ég strax að segja mér að það sé neikvætt ef að það gerist svo að lokum, í stað þess að það megi þá bara gerast og gef mér þá það traust að það verði allt í lagi ef það gerist og ég verði hér sama hvað.
Svo ég er að æfa mig að segja mér aftur og aftur „það má“. Þegar ég er mannleg. Það „má“.

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

– karen

 

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.