Ég er að læra…

Ef það er yfirþyrmandi að segja við mig „ég elska þig“ til að róa huga og hjarta, þá finnst mér gott að breyta því yfir í „ég er að læra að elska mig“.
Vegna þess að hugurinn upplifir mig ekkert endilega örugga þegar ég tala uppbyggilega til mín, þá getur niðurrifið orðið meira þegar ég reyni að breyta sjálfstalinu svona augljóslega.
Ég er að læra er mun opnara, því það getur átt við allt og er því auðveldara fyrir hugann að taka við því og mótmæla ekki.
Svo er hægt að fara ennþá varlegra og segja „ég get lært að elska mig“.
Þetta hjálpar mér að breyta sjálstalinu í smáum pörtum. Ég er ekki með skýr mótrök fyrir neikvæðu hugsunina, heldur opna hugmynd.
Hið sama gæti átt við hvað sem er sem ég hugsa svarthvítt um.
„ég kann ekki“ verður „ég er að læra“ eða „ég get lært“
og þegar mér líður bókstaflega eins og ég sé aldrei að fara að ná einhverju get ég sagt „ég hef ekki lært þetta enn“ eða „ég er ennþá að læra“
Litlar breytingar í sjálfstalinu geta orðið stórar breytingar á því hvernig við horfum á okkur sjálf.
„þetta er allt í lagi“ verður „ég er að læra að finnast þetta allt í lagi“ eða „ég get lært að finnast þetta í lagi“
„ég er örugg“ verður „ég er að læra að treysta því að ég sé örugg“ eða „ég get lært að finna öryggi“
Svona prófa ég mig áfram í því að búa sjálf til ást, öryggi, traust og kyrrð innra með mér ❤️
Ég lærði þetta eins og svo margt hjá einum Richard Grannon sem er snillingur. En eins og með allt þá tek ég til mín það sem passar fyrir mig og skil restina eftir ❤️ þetta var eitt af því sem ég tók með mér og vonandi gagnast það einhverjum ❤️

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

– karen

 

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.