Það er pláss

“ Stundum þurfum við að heyra: Það er pláss fyrir að tala um það sem þú finnur og það sem liggur þér á hjarta.“

Fyrir sumum er það sjálfsagt að tala um tilfinningar, hugsanir og aðrar upplifanir.
En oft gleymist það.
Við förum mörg beint í autopilot „allt fínt“ af ótta við höfnun eða aðrar óþæginlegar tilfinningar.
Stundum hugsum við „ef það er einhvað sem hann/hún/þau þurfa að segja mér, þá mun hann/hún/þau gera það“. En það er ekki alltaf þannig.

Mörg okkar hræðumst að vera berskjölduð, viljum ekki vera með vesen, búa til áhyggjur, hugsum „þetta er ekki svona slæmt“ svo við gleymum að gefa okkur rými fyrir að vera mannleg. Við teljum jafnvel að aðrir hugsi eða hugsum jafnvel sjálf að það sé einhvað „að okkur“ fyrir að líða ekki vel.

Þess vegna er svo mikilvægt að opna fyrir þann möguleika að það sé hægt að ræða þessa hluti, að það sé pláss fyrir ófullkomnun, hráleika, mennsku og berskjöldun.
Því oft þorir fólk ekki að stíga skrefið sjálft. Það er risastórt skref að taka.

En það er pláss fyrir allt sem við erum.
Æfum okkur að opna fyrir það rými ef við getum ♡

Rými opnar fyrir meira rými ♡
Þegar við sýnum að það sé pláss, þá fer fólk að þora meira að taka pláss ♡

 

 

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

– karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.