Mótstaða og tilfinningasár

Um leið og ég finn mótstöðu yfir því að finna það sem ég finn, þá veit ég að það er sár sem ég þarf að vera hjá og anda mig í gegnum (í öruggu umhverfi) ♡

það gerist í alls konar lögum og skrefum og það verður verra áður en það verður betra, svo það er líka mikilvægt að leita sér hjálpar í svona vinnu ♡

Það hjálpar mér að vita að þegar mér líður verr, þá er ég nær sárinu og þegar ég er nær sárinu er akkúrat tækifærið til þess að hlúa að því. En hugurinn reynir að telja mér trú um að ég hafi klúðrað þessu og að það sem ég sé að gera sé ekki að virka.

Mótstaðan kemur því ég er að komast nær, ekki af gagnstæðari ástæðu. Hugurinn er hræddur við að ég sé heil. Það þýddi hætta.

Þess vegna streitist hann á móti þegar ég vel að sitja með sjálfri mér og anda ♡

 

 

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

– karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.