Hvernig leyfum við okkur að finna?

Ath:

Passið uppá að vera í öruggu umhverfi og með það hugarfar að hugurinn reynir allt til þess að ýta okkur frá því að finna og upplifa ákveðnar tilfinningar sem við höfum lært að hafna, flýja, forðast og deifa.

Hvað sem kemur upp í hugann verður háværara og háværara til þess að reyna að ýta okkur í burtu, því hugurinn er svo hræddur við að finna það sem hann lærði að setti okkur í hættu fyrir að vera minna virði í ákveðnum aðstæðum áður fyrr (sem var aldrei raunverulega satt, því virði okkar er alltaf). Þetta verður verra áður en þetta verður betra og það er mikilvægt að muna að hugurinn reynir ALLT til að fá okkur til að færa fókus á sökudólg fyrir „óvelkomnu“ tilfinningunum sem koma.

Tilfinningarnar magnast upp og þá verðum við hrædd. En það er gömul minning um það hvað gæti gerst ef við myndum finna tilfinninguna. Núna er það öruggt. Nú er pláss fyrir hana. Hugurinn veit það ekki enn, svo við þurfum að sýna honum það, aftur og aftur, með því að faðma það sem kemur, í burtu frá skilgreiningum um það hvað tilfinningarnar þýða um okkur sjálf, líkamann okkar, aðra eða heiminn. Hafið það í huga ♡ og knús ♡

„Hvernig leyfum við tilfinningum að koma?

Um leið og við finnum fyrir óþæginlegum tilfinningar í líkamanum eigum við það oft til að fara í sögu-mode. Þar sem við þyljum upp ákveðna sögu um það sem er að gerast. Oft beinist hún að okkur sjálfum „það er einhvað að mér“, sem dæmi.

Þegar það gerist þá erum við að hugsa tilfinningarnar okkar, ekki að finna þær. Þá þurfum við að færa fókusinn yfir á það sem við erum að finna í líkamanum „þrengsli í brjóstkassa, kökkur í hálsi“ sem dæmi. Færa fókus á svæðin sem eru að kalla á athygli okkar.

Hugurinn mun leitast við það að færa okkur aftur í story-mode, en þá þurfum við að velja aftur og aftur að færa fókusinn í líkamann, anda inn í svæðin sem eru að kalla á okkur og velja að vera hér, núna, bara að finna, hleypa því sem kemur út (grátur, sviti, kuldi, hiti, skjálfti, doði, sem dæmi) og velja að vera hjá því, halda áfram að finna, taka eftir því að aldan stækkar, minnkar, breytist eða fellur. Taka eftir því að við erum örugg og að við komumst í gegnum þetta.“

– Emily Mcdowell

Við ERUM alltaf heil, en við lærum hins vegar ekki öll að sjá okkur heil. Við þurfum ekki að taka skref í átt að því að verða meira heil, heldur eru skrefin í átt að því að leyfa okkur að SJÁ okkur aftur heil ♡

Það eina sem tilfinningarnar okkar þurfa frá okkur er athygli og virði, að við viðurkennum að þær séu þarna. Þær hafa þann tilgang að sýna okkur hvort einhvað sé gott fyrir okkur eða vont fyrir okkur, hjálplegt eða óhjálplegt, sársaukafullt eða þæginlegt.

Þessi skilaboð vilja þær að séu séð og þær hrópa þau þartil við tökum eftir þeim og veljum að finna þau og faðma. Tilfinningar hverfa ekki þegar við viljum ekki finna þær, þær stækka, því þær þurfa að hafa hærra svo við tökum eftir þeim.

Þegar við lærum að við megum ekki finna þær, þá byrjum við ómeðvitað að kenna okkur sjálfum um það að þær séu þarna og reynum að taka stjórn á einhverju sem við höfum enga stjórn á hvort við upplifum í fyrsta lagi. Hugurinn reynir að finna aðra lausn á vandanum en að finna tilfinningarnar og það eina sem hann kann er að ýta okkur í þá átt að reyna að finna sökudólg á því að þær séu þarna og fá okkur til að forðast sökudólginn.

Ef við sjálf eða líkaminn okkar erum sökudólgurinn samkvæmt huganum, þá reynir hugurinn að ýta okkur frá okkur sjálfum eða líkamanum okkar og þá finnum við tómið, að við séum ekki nóg, því við lærum að hafna okkur sjálfum þegar við upplifum ákveðnar tilfinningar (leyfum okkur ómeðvitað ekki að sjá okkur heil og líkamanum að starfa frjálst án þess að berjast á móti og búa til spennu og stíflur) og reynum að bæta upp fyrir það með því að reyna að vera fullkomin til að forðast „ekki nógið“ tilfinninguna og/eða reynum að flýja raunveruleikann á hvaða hátt sem við finnum til að þurfa ekki að horfast í augu við „ekki nógið“, láta eins og það sé ekki til. Hugarjórtur fellur inní sama flokk, truflun frá raunveruleikanum, hyperfókus á vandamál sem hugurinn hefur borið kennsl á sem orsök á því að óvelkomna tilfinningin sé að koma. Sérstaklega þegar við færumst nær henni. Þá berst hugurinn ennþá meira á móti og reynir að hræða okkur frá henni.

Ef við finnum „ekki nógið“ (tilfinningin sem kemur þegar við hræðumst og reynum ómeðvitað að stoppa ákveðna tilfinningu), þá förum við í mótstöðu, því það að við upplifum tilfinningar hefur verið dæmt sem vandamál í huganum og að við megum ekki finna þær.

En það er skekkjan því leiðin að því að vinna úr tilfinningalegum sársauka er að finna hann, í burtu frá hugmyndum um okkur sjálf, heiminn eða aðra, heldur bara finna og faðma og elska allt sem er. Þannig leyfum við okkur aftur að finna og sjá okkur heil. Alveg eins og við erum, hvert augnablik. Sama hvað við finnum.

En það tekur tíma, svo við þurfum að passa okkur að sýna ferlinu skilning og samkennd og æfa okkur að velja að dæma það ekki og ekki dæma okkur fyrir að dæma ♡ Gefa okkur rými fyrir að vaxa nákvæmlega eins og við erum að vaxa ♡ Á þeim tíma sem það þarf ♡ Á þann hátt sem það þarf ♡ Hvernig sem það lítur út ♡

 

 

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

– karen

 

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.