Tilfinning passar ekki?

Þegar tilfinningar virðast ekki eiga við augnablikið er einhvað gamalt að koma upp. Þetta er eitt það mikilvægasta sem ég hef nokkurn tíman lært.

Ég get verið heima hjá mér í stofunni að horfa á sjónvarpið og allt virkar eðlilegt en líkaminn er að fríka út.

Áður fyrr leið mér eins og það væri einhvað að mér, að ég væri að missa vitið, að ég meikaði ekki sens, að nú yrði ég hreinlega að horfast í augu við það að ég væri bara of viðkvæm. En ég veit betur í dag. Sárin eru djúp og þau eru ekki búin að gróa.

Í hættulegum aðstæðum (hættulegar aðstæður eru ekki alltaf augljósar eða ýktar) höfum við ekki pláss fyrir að vinna úr tilfinningunum, svo líkaminn fær ekki þá úrvinnslu sem hann þarf.

Þess í stað geymir hann allt í líkamanum til þess að hjálpa okkur að lifa af. Í trámatengdum aðstæðum er ekki rými fyrir það, ekki í miðju trámanu, ekki í öldunni sjálfri.

Þegar aldan hefur fallið á spegilsléttan sjó og við erum loksins komin í ró. Þá vill líkaminn fá að vinna úr öllu saman. Þegar hann fær loksins rými til að anda, þá kemur allt upp á yfirborðið því hann vill hjálpa okkur að vinna úr sársaukanum, öllu því sem var geymt.

Eftir áföll er svo mikilvægt að sýna skilning. Því fólk situr uppi með sárin og alla úrvinnsluna.

Hún kemur upp í ró og öryggi, hún kemur líka upp í berskjöldun, sem þýðir að lítill svefn gefur líkamanum glufu því þá eru varnarkerfin sem berjast gegn tilfinningunni örlítið veikari. Þetta er tækifæri til að finna og heila.

Lítill svefn, svengd, þorsti, þreyta, veikindi, meiðsli, mikið koffín o.s.frv. sem ýta undir tilfinningar eru ekki orsakavaldir fyrir tilfinningunum, heldur leið líkamans til þess að sýna okkur það sem er nú þegar til staðar og er óheilað.

Það er svo mikilvægt að skilja það ❤

Það eina sem þarf að gerast til að vera til staðar eftir áföll er að hlusta, velja að sjá manneskjuna og þær tilfinningar sem koma upp án þess að dæma, sýna skilning, umhyggju og bara vera hér ❤

 

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

– karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.