Áhrif þess að hræðast höfnun

Á hverjum degi fáum við bein eða óbein skilaboð um það hvernig við eigum ekki að vera.

Líkaminn á ekki að vera svona.

Okkur á ekki að ganga svona í skóla.

Okkur á ekki að ganga svona í vinnunni.

Andlega heilsan okkar á ekki að vera svona.

Við eigum ekki að bregðast svona við eigin innri sársauka.

Draumarnir okkar eiga ekki að vera svona.

Við eigum ekki að hugsa svona.

Okkur á ekki að líða svona.

Við megum ekki gera svona mistök (ótengd siðferði)

Við megum ekki viðurkenna að vita ekki svona

Við megum ekki hafa svona skoðun, með tækifæri til að kenna eða læra sjálf

Við eigum ekki gera hlutina svona

Við megum ekki njóta lífsins svona

Við megum ekki VERA svona

 

Við lærum að tileinka okkur þessi skilaboð allt í kringum okkur.

Það er bent á þennan og hinn og talað um viðkomandi í ljótu orðarlagi.

„Hvað er að honum“

„Vá hvað hann er asnalegur“

„Hann er bara heimskur“

„Djöfull er hún ógeðsleg“

„Þetta er bara frekja í henni“

„Hún er bara uppfull af sjálfri sér“

„Hvernig dettur viðkomandi þetta í hug“

„Þetta er bara letingjaskapur í viðkomandi“

 

Það er endalaust verið að dæma og flokka fólk í góða og vonda fólkið. Þá sem passa inn í kassann og þá sem gera það ekki.

Mannfólk er ekki gott eða vont. Ég vel allavegna að trúa því. Við erum öll á gráa svæðinu.

Við lærum öll að hlúa að því hver við erum á mismunandi hátt og það er held ég það, hvernig við hlúum að okkur sjálfum sem segir mest um þær ákvarðanir sem við tökum.

Manneskjur vilja tilheyra, svo við hlúum að okkur á þann hátt að við höldum áfram að tilheyra.

Öll þessi neikvæðu skilaboð sem við heyrum um aðra, við lærum að við megum ekki vera þannig.

Svo þegar okkur líður eins og er ekki samþykkt verðum við hrædd og berjumst á móti, af hræðslu við að verða hafnað, flokkuð í vonda kassann.

Sama þegar við erum í kringum aðra líkama og okkar eigin líkami „passar“ ekki.

Hugurinn rífur okkur niður til þess að vernda okkur og við trúum honum því við höfum séð þessi skilaboð rætast einhvers staðar annars staðar.

Við gerum mistök og rífum okkur niður í ræmur fyrir þau, eða felum þau af hræðslu við að vera dæmd. Jafnvel ganga sumir það langt að smækka einhvern annan af hræðslu við að verða smækkuð sjálf. Í þessa flokkun í það sem er vont.

Sama á við þegar illa gengur í skóla, vinnu og í lífinu sjálfu.

Hvað þá þegar við getum ekki stundað vinnu eða nám vegna andlegrar heilsu.

Ég upplifði það í mörg ár og er enn að vinna í því að leyfa mér að hafa skoðun á hlutunum. Því ég var svo hrædd við að vera dæmd.

Þetta er svo hlutgerandi. Að flokka fólk í kassa, í að VERA gott eða VONT og það færir okkur fjær hvoru öðru og það færir okkur fjær okkur sjálfum.

Við erum öll manneskjur og við erum hvorki meiri né minni en neinn annar. Við getum öll gert mistök og við þurfum öll að fá leyfi og skilning til þess að gangast við þeim og mega læra af þeim, í stað þess að vera stimpluð sem einhvað vont, bara fyrir að hafa gert mistök.

Við getum lært svo mikið af hvort öðru bara með því að hlusta og sýna skilning og gefa fólki tækifæri til að vaxa áfram, án þess að flokka og hlutgera hver viðkomandi ER.

Ég vel að trúa því að það er ljós innra með okkur öllum en að það er skyggt á það þegar við lærum ekki að hlúa að því með skilning, hlýju og kærleika og lærum frekar að kæfa og dæma það hver við ERUM af hræðslu við að vera hafnað, að vera smækkuð.

En ég geri mér fulla grein fyrir því að sumum er ekki hægt að hjálpa því við verðum alltaf að velja sjálf að þyggja hjálp og vilja hjálpa okkur sjálfum.

En þá er það einfaldlega fólk i sársauka sem hefur lært að hlúa að sínum eigin sársauka með því að kæfa og dæma allt það sem þeim gæti verið hafnað fyrir, og allt það sem kallar fram þá tilfinningu að VERA smá.

Það býr ljós í þeim en það hefur týnt því og það er enginn annar en þau sjálf sem geta fundið það aftur. Þetta verður alltaf að byrja á okkur sjálfum.

En þetta er svo flókið, því með þá sem særa, þeim þurfum við að setja mörk og jafnvel fjarlægja okkur alveg ef þeir virða ekki þau mörk.

En fólk sem er hrætt við að vera smækkað og hefur ekki lært eða hefur ekki vilja til þess að hlúa að sér sjálf með hlýju, skilning og kærleika, það smækkar aðra.

Það býr til höfnun innra með einhverjum öðrum, til þess að upplifa sjálft ekki höfnun. Svo er látið viðkomandi líða eins og hann tilheyri undir ákveðnum skilyrðum þess sem setur þau.

Sá sem hefur hafnað sjálfum sér í smækkun þess sem beitir henni gæti svo upplifað sig ekki tilheyra utan við þessi skilyrði, utan við þetta reipitog höfnunar og samþykkis. Sérstaklega þegar viðkomandi er allur út í sárum sem birtast á augnablikum sem „passa“ ekki og enginn skilur.

Söknuðurinn er t.d. einhvað sem fólk á oft erfitt með að skilja og þeir sem sakna þess sem særði þá, upplifa sig eina og misskilda í þessari hræðslu höfnunar.

En sá sem særði viðkomandi bjó einnig til tilfinningu þess að skilja viðkomandi, að hann tilheyrði hjá honum, svo það getur oft gert það að verkum að viðkomandi fer til baka, því hann upplifir sig misskildan og að hann tilheyri ekki neins staðar annars staðar.

Rökhugsun er ekki það sem stýrir ferðinni, heldur stríð rökhugsunnar (huga) og tilfinninga (hjarta) í stjórnleysi. Í því sem særði er stöðugleiki í því sem viðkomandi á von á, hann þekkir það og óvissan getur orðið yfirþyrmandi, sérstaklega þegar viðkomandi hefur verið kennt að treysta ekki sjálfum sér og öðrum í kringum sig.

Við þurfum að hlusta og tala um mikilvægi þess að það er ekki neikvætt eða hafnandi eða staðfesting á að maður tilheyri ekki, ef manni eru sett mörk og ef maður setur sjálfur mörk.

Við þurfum að tala um og búa til rými og skilning fyrir það sem við skiljum ekki í fari annara. Við þurfum að opna arminn fyrir það að leyfa fólki að gangast við mistökum og læra af þeim án þess að flokka fólk í vont/slæmt/minna fyrir vikið.

Við þurfum að hætta að dæma fólk fyrir það hver það ER og færa fókusinn á hegðunina sem hægt er að vinna með og setja mörk fyrir. Ef mörkin eru svo ekki virt þurfum við auka fræðslu þess að mörk eru ekki neikvæð og að fjarlægja sig úr aðstæðum sem eru sársaukafullar er ekki illska og er ekki gert til að meiða þann sem við þurfum að fara frá.

Það er lærdómur fyrir þann sem við fjarlægjumst og okkur sjálf. Það gefur báðum aðilum tækifæri til að vaxa. Þ.e. ef það er tekið utan um fólk án þess að „enable-a“ hegðun sem er ekki hjálpleg okkur sjálfum eða öðrum og jafnvel meiðir okkur sjálf eða aðra.

Við erum öll verðug. Það er enginn minni eða meiri en neinn, sama hvað hver segir.

Virði okkar felst í því hver við ERUM, ekki hver við höldum að við eigum að vera, af hræðslu við að verða hafnað.

Það hjálpar engum að stimpla fólk í gott eða vont, það gerir okkur bara hræddari við að færast í einn flokk fremur en annan. Það gerir okkur bara hrædd við höfnun.

Þegar við stimplum einhvern annan sem einhvað vont erum við einfaldlega að hlutgera manneskju sem er miklu meira en það og jafnvel stækka okkur sjálf.

Við fjarlægjumst sem hópur og hættum að sjá hvað við eigum sameiginlegt og hvað við gætum lært og kennt hvoru öðru í kærkeika, hlýju og skilning.

Er það ekki það sem við erum flest hrædd við? Að tilheyra ekki? Að vera hafnað?

Ég hef allavegna tekið eftir þessu mynstri í sjálfri mér. Verstu köstin sem ég fæ eru þegar ég fæ ótta um það að mér sé alveg hafnað, af öllum og ég geti ekkert gert. Það er þá sem ég hreinlega hryn í jörðina eða frís og get mig hvergi hreyft og þrái ekkert annað en að renna ofan í jörðina. Því þetta er of mikið til þess að ráða við.

En með því að gefa sjálfri mér rými, virði og samþykki. Þannig hætti ég að hafna mér sjálf. En þetta er stöðugt ferli og ég er alltaf að æfa mig.

Hvað get ég gert til að hætta að hræðast þessa höfnun? Ég get sjálf hætt að flokka fólk í vont eða gott, sjálf æft mig í skilning í stað þess að dæma hver einhver ER, sjálf minnt mig á mikilvægi þess að setja mörk fyrir sjálfa mig sem og aðra og valið að fókusa á hegðun og hvað ég get lært og kennt útfrá henni. Hvað get ég byggt ofan á? Hverju get ég bætt við? Í stað þess að hafna hver viðkomandi ER.

Við megum gera mistök, gangast við þeim og læra af þeim.

Við megum setja mörk og standa við þau.

Við megum segja nei.

Við megum fjarlægja okkur sjálf frá þeim sem virða ekki okkar mörk.

Okkur má líða eins og okkur líður, þegar okkur líður þannig.

Við megum hafa sjálfstæða hugsun og við megum læra nýja hluti.

Við megum vita ekki neitt um einhvað sem öðrum þætti sjálfsagt að allir vissu og við megum læra það án þess að vera dæmd fyrir það. Að vita ekki einhvað felur í sér að hafa ekki verið kennt það, eða að hafa ekki getað tekið við því.

Við megum hafa mismunandi skoðanir og sjá sjónarhorn annara.

Við megum rökræða án þess að rífa hvort annað niður.

Við megum VERA við sjálf.

Okkur má dreyma.

Við megum gefa okkur tíma og þolinmæði og skilning.

Við megum VERA.

Við megum hlúa að okkur sjálfum.

Við megum hugsa út fyrir kassann, á okkar eigin hátt.

Við megum gera hlutina út fyrir kassann, á okkar eigin hátt.

 

Ég held að heimurinn yrði mun bjartari ef við myndum öll velja að sjá það sem er líkt með okkur öllum í stað þess að fjarlægjast hvort annað sem hópur og flokka hvort annað í gott eða vont fólk.

Við erum öll fólk. Við erum öll ljós og birta og hlýja og höfum öll virði. Við fáum bara ekki öll að sjá það.

Heimurinn er ekki svartur og hvítur. Hann er allir regnbogans litir þar á milli.

 

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

 

– karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.