Örfá orð um að sleppa

Let that shit go

Endurorðað

„Be with that shit.

Deal with that shit.

Heal from that shit.

And then when you are ready

Let that shit go“

Sár hverfa ekki bara því við byðjum þau um það eða látum sem þau hafi ekki átt sér stað.
Það þarf að hlúa að þeim.

Að hlúa að þeim getur verið að taka dag til að hvíla sig, það getur verið göngutúr, það getur verið að sofa lengur, bara einfaldlega það að gefa sjálfum sér það sem maður þarfnast, þetta augnablik þegar líkami, hugur, hjarta og sál eru í sárum, meðvitað hlýtt sjálftal.. Þetta er mismunandi fyrir hvern og einn.

Eitt skref í einu. Þetta tekur allt tíma.

Við þurfum að veita sársaukanum athygli til þess að hlúa að honum. Nefna hann og horfast í augu við tilvist hans með skilning, hlýju og ást.

En það getur líka verið ótrúlega erfitt og ógnvekjandi og við þurfum líka að sýna því skilning. Það er fullkomlega eðlilegt.

Markmiðið er að hjálpa hug og líkama að vingast við hvort annað, með því að læra að sýna skilning í báðar áttir og hlúa að þeim báðum. Því allur sársauki á sér uppruna og það að hann sé ennþá til staðar þýðir einfaldlega að það er einhvað sem hann þarfnast sem hann hefur ekki fengið.

Því lengur sem sársaukinn hefur ekki fengið það sem hann þarfnast frá okkur sjálfum, þeim mun oftar þurfum við að gefa okkur það, til þess að byggja upp þá trú að við getum gert það.

Hvað kallar líkaminn á? Öryggi? Athygli? Ást? Skilning? Vernd?

Hvað kallar hugurinn á? Öryggi? Athygli? Ást? Skilning? Vernd?

Hvað er það og hvernig getum við gefið okkur það sjálf?

Með því að svara þessum spurningum og gefa mér sjálf það sem ég þarfnast. Þannig hef ég náð að hlúa sárin, en það ferli heldur áfram aftur og aftur og aftur…

Ég þarf að hlúa að þessum sárum, vera með öllum þessum tilfinningum og byggja mig upp.

Lokaskrefið er að sleppa, því ég þarf að fara í gegnum allt hitt. Ég get ekki bara sleppt, lokað hurðinni, þegar sársaukinn er ennþá til staðar og ég hef ekki náð að hlúa að honum. Því hann hverfur ekki þó ég láti eins og hann sé ekki þarna eða segi honum að ég þurfi ekki á honum að halda lengur, það virkar ekki þannig

Hann þarf pláss. Hann þarf athygli. Hann þarf virði. Hann er einhvað sem ég upplifði og geymdist innra með mér því hann fékk aldrei pláss til að komast út og gefa skilaboðin sem hann bar með sér og fá það sem hann þarfnaðist svo hann gæti fengið úrvinnslu.

Þegar hlutverk hans fær virði og skilning og þarfir hans aftur og aftur uppfylltar, þá getur hann smám saman farið að kveðja. En jafnvel þó hann kveðji kannski aldrei alveg, þá verður samt sem áður vonandi auðveldara og auðveldara að hlúa að honum. Líkami og hugur í ró og sátt og samlyndi. Í öryggi. Í ást. Í skilning. Í skilyrðislausu virði.

En núna tek ég eitt skref í einu og ég er að læra að gefa mér pláss. Í allri líðan. Alveg eins og ég mér líður akkúrat núna. Í sársauka. Í vellíðan. Ég er nóg.

Ég get æft mig í því, aftur og aftur, að sleppa taki á þeirri hugmynd að ég þurfi alltaf að hafa fullkomna stjórn yfir sjálfri mér og leyfa mér einfaldlega að VERA. Yfirleitt kallar viðkvæmni og berskjöldun fram tilfinningu þess að verða hafnað og þá ríf ég strax aftur í taumana.  En ég er að velja að halda áfram að æfa mig.

Mér er ekki hafnað. Því ég hafna mér ekki. Ég elska mig. Ég er hjá mér. Ég er hér. Ég vel að hlúa að mér. Öllu sem ég er. Öllu sem ég upplifi. Því sársaukinn er ekki einhvað sem líkaminn og hugurinn valdi. En er samt sem áður einhvað sem hann er enn að upplifa.

Að spyrja mig hvernig mér líður akkúrat núna og hvernig það lætur mér líða um sjálfa mig og mitt virði, það eitt er stórt skref til að taka.

Þegar ég hugsa um fortíðina að þá er ég að æfa mig að færa fókusinn frá því að einblína á hvað gerðist og hver gerði hvað, að því að skoða hvernig leið mér með það sem gerðist? Hvað taldi ég það segja um mig? Hvernig horfði ég á sjálfa mig á þeim tíma? Hvers þarfnaðist ég? Hvað missti ég? Hvað get ég nú gefið mér?

Ég er verðug, við höfum öll virði og með því að skoða orsakirnar og það hvað ég taldi þær segja um mig sjálfa lærði ég að þetta hafði aldrei neitt með mig sjálfa að gera og að þetta sagði ekkert um mitt virði.

Virði mitt var endurspeglað til mín á þennan hátt í þessum aðstæðum, á þessum tíma, en ég veit núna að það einfaldlega ER. Allt sem segir mér að ég sé ekki verðug eru einfaldlega skilaboð, bein eða óbein, sem ég lærði að taka til mín og trúa sem sannleika.

En þau eru lærð og ég get aflært þau. Ég er verðug, ég hef virði. Ég er hvorki stærri né minni en neinn annar. Við höfum öll virði og innst innra með okkur öllum er ljós, við höfum bara ekki öll fengið að sjá það.

Mörg okkar hafa þurft að byggja í kringum það, til að vernda það, en við sjáum glitta í það, aðrir hafa misst allar sjónar á því. En ég trúi því heitt að við getum öll fundið það aftur, en við þurfum að velja það sjálf og leita að leiðum til þess að hjálpa okkur að því, til þess að hjálpa okkur að komast aftur til baka til okkar sjálfra. Til líkama, hugs, hjarta og sálar.

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

 

– karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.