„Næs“

Það er mikill munur á því að upplifa sig gefa alla orkuna sína frá sér og að gefa hana viljug/ur með sér.

Að eltast við að fá leyfi frá öllum til þess að taka pláss með því að vera „næs“ og gefa frá sér alla þá orku sem maður hefur til þess að viðhalda þeirri reglu að þurfa alltaf að vera „næs“ við alla og í öllum kringumstæðum.. upp að þeim mörkum að leyfa sér ekki að setja mörk því það geti verið mistúlkað sem ekki „næs“ og leyfa sér ekki að hafa rödd undir neinum kringumstæðum því þú gætir óvart sagt einhvað einhvern tíman við einhvern sem gæti mögulega ekki verið „næs“ eða einfaldlega hræðist að lenda í ágreiningi og þér fynnst þú kannski ekki vera „næs“ ef þú svarar fyrir þig.

Svo fór öll orkan sem þú áttir eftir af deginum í það að rifja upp hvort þú hefðir ekki alveg verið 100 % alltaf næs við allt og alla.

En svo mundir þú eftir konunni sem þú mættir á bílaplaninu og þú gleymdir að brosa til hennar og ert allt í einu handviss um að þú hafir eyðilaggt daginn hennar og rífur þig niður fyrir það að hafa vogað þér að vera ekki „næs“, óháð því að þú mannst ekki einu sinni hvort konan brosti til þín sjálf eða jafnvel tók eftir þér.

Óháð því að við erum ekki skyldug til þess að brosa til neins, og að það að hafa sleppt því gerir þig ekki að hræðilegri manneskju.

Þetta var hvernig ég hlúði að sjálfri mér
Ég reyndi að hlutgera mig sem manneskju. Gaf óumbeðin frá mér alla mína orku, átti svo ekkert eftir fyrir sjálfa mig. Upp og niður í öllu og hrundi svo.
Súperhress og til í að tala við alla í að molna, einangra mig og þora ekkert að segja, líða eins og ég væri að horfa á líf mitt gerast, eins og áhorfandi og ég hafði ekki orku í að koma með input í það sjálf.

Ég var búin að flokka mig í annaðhvort er ég góð eða vond manneskja og ef ég passaði ekki 100 % í að vera góð eftir mínum extreme mælikvarða þá lokaði ég mig af, vildi engum gera það að vera í kringum þig þegar ég væri ekki góð.

Ég hafði ekki pláss fyrir sjálfa mig, hver ég ER og líkami, hjarta, hugur og sál voru komin með nóg af því. Eina lýsingin sem ég hef er að mér byrjaði bara að blæða. Sárin innra með mér fóru bara að leka út og ég missti alla stjórn… allt innra með mér var að grátbiðja mig um að gefa því pláss, ást, virði, skilning, athygli… og ég vaknaði loksins… loksins… loksins..

Í dag æfi ég mig að gefa sjálfri mér allt sem ég þarfnaðist innst innra með til að hlúa að þessum sárum og hjálpa mér að vaxa og dafna í gegnum ást.

Það er þessi ást innst innra með sem við þurfum að veita athygli og rými og síendurtaka þau hlýju skilaboð innra með sem færa okkur áfram og gefa okkur virði eins og við ERUM.

Með allri þessari æfingu þá einfaldlega yfirfærist þetta.
Ég leyfi mér að vera „næs“ við sjálfa mig og gef orkuna mína þangað og þá hef ég einnig pláss og orku til þess að meðvitað gefa frá mér hlýju til þeirra sem eru í kringum mig, án þess að upplifa mig þvingaða til þess.

Því núna er ég ekki orkulaus hvern einasta dag (en dagar eru mismunandi og þetta er allt æfing) og ég hef orku til þess að kasta frá mér, því ég skil líka eftir orku hjá sjálfri mér.

Ég gef mér virði sjálf og eltist ekki við að sjá það í augum annara.

Við erum öll verðugar manneskjur, það þarf enginn að gefa okkur leyfi til þess að sjá það nema við sjálf ♡

 

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

 

– karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.