Að breyta sjálftalinu

Við getum ekki breytt því sem gerðist.
En við getum hægt og rólega og með æfingu lært að breyta því hvernig við tölum við okkur sjálf um það sem gerðist, gefið sársaukanum virði og sýnt okkur sjálfum skilning, samkennd og umhyggju yfir því hvernig við brugðumst við, hvernig við upplifðum okkur sjálf, hverju við trúðum um okkar eigið virði í framhaldinu og þau hegðunar- og sjálfstalsmynstur og viðhorf sem mynduðust í kjölfarið.

Við getum gengist við þeim, horft á þau í allri sinni mynd með skilning, samkennd og umhyggju yfir því að allt þetta óx innra með okkur til þess að vernda okkur frá meiri ytri sársauka.

Óháð því hvort það þýddi að við þyrftum ómeðvitað að upplifa innri sársauka til að forða okkur frá frekari berskjöldun og opnun fyrir það að verða aftur særð ytra.

Við getum lært að horfa á þetta form af vernd með hlýju, en ásamt því að setja henni mörk og segja: Ég skil að þú ert að vernda mig, en þessi skilaboð sem þú ert að gefa mér um það hver ég ER og hvert mitt virði ER eru ekki sönn og eru ekki að hjálpa mér lengur. Ég skil og ég þakka fyrir það að þú hafir verndað mig, en ég er að læra að vernda mig sjálf/ur og besta leiðin til þess að gera það er að byggja mig upp og sýna sjálfri/sjálfum mér það að ég er þess verðug/ur að vernda, að ég er nóg, alveg eins og ég ER. Ég sýni mér sjálfri/sjálfum mitt eigið virði með því að gefa mér pláss, að hlúa að öllu sem ég ER en með því að viðhalda þessum skilaboðum þá gef ég mér ekki leyfi til þess að taka pláss, leyfi til að VERA, alveg eins og ég ER akkúrat núna.

Svo ég er að læra hlýlega og með skilning og samkennd að segja nei takk við þessum skilaboðum um mitt virði, því þau eru ekki sönn og þau eru ekki að vernda mig lengur.

Ég er ekki á sama stað og þegar þetta gerðist og ég er að læra að vernda mig sjálf/ur með því að hlúa að sjálfri/sjálfum mér eftir minni bestu getu á hverjum degi ♡

Ég er að læra að ég er nóg
Að ég er elskuð/elskaður
Að ég elska sjálfa/n mig
Að ég má taka pláss í þessum heimi
Að ég er velkomin í það pláss sem ég hef til að VERA
Að það býr ljós innra með mér og hlýja sem ég er að læra að senda og yfirfæra inn í allan líkamann til að hjálpa mér að vaxa og dafna í það fullkomlega ófullkomlega kraftaverks einstaka mannverk sem ég ER og hef alltaf verið og ég er loksins, hægt og rólega að leyfa mér að sjá það. Eitt skref í einu ♡

Ég er verðug/ur og ég er að læra að hlúa að þeim skilaboðum innra með mér sem endurspegla það ekki. Það eru sár sem þarfnast hlýju, ástar, skilnings, samkenndar, athygli, virði, alls þess sem skorti þegar þau mynduðust og ég er að læra að gefa þeim það ♡

 

*Æfing: á hverjum degi reyni ég að taka augnablik þar sem ég hugsa um einhvað sem mér þykir fallegt, yfirleitt hugsa ég um birtu og bros, það gæti verið falleg sól, umhverfi, listaverk, manneskja, tónlist, hljóð, orð, bara hvað sem mér dettur í hug. Ég kalla fram þessa orku og dvel í henni í augnablik. Svo reyni ég að yfirfæra alla þessa orku inn í líkamann og yfir á mig, senda sjálfri mér alla þessa orku, þessa hlýju, þessa fegurð. Hún er heilandi ♡

 

Þetta er allt æfing. Endurtekning. Aftur og aftur og aftur ♡

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

 

– karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.