Hegðun, tilfinning, þörf

Að baki hverrar hegðunar liggur tilfinning.

Að baki hverrar tilfinningar liggur þörf.

Þegar við mætum þeirri þörf í stað þess að einblína á hegðuna byrjum við að eiga við rótina, ekki einkennin.

-Ashleigh warner

Þegar ég hegðaði mér svona, þá fann ég fyrir þessari tilfinningu?

Þegar ég hegða mér svona þá finn ég fyrir þessari tilfinningu?

Þegar ég fann fyrir þessari tilfinningu þá þarfnaðist ég þess frá mér að?

Þegar ég finn þessa tilfinningu þá þarfnast ég þess frá mér að?

Hvað get ég gert til að gefa mér það sem ég þarfnast?

Hvers þarfnast rótin? Hver er þörfin? Hvað vantar? Hvað get ég gert til að hlúa að því? Hvað get ég gefið mér sjálf?

Hlýju?

Skilning?

Athygli?

Samkennd?

Uppbyggingu?

Virði?

Viðurkenningu?

Samveru?

Vernd?

Öryggi?

Huggun?

Ást?

Pláss?

Reynslu?

Tækifæri?

Hvatningu?

Styrk?

Traust?

Von?

Næringu?

Hvíld?

Svefn?

Slökun?

Ró?

Hreyfingu?

Andrúmsloft?

Náttúru?

Vatn?

Stuðning?

Hughreystingu?

Samþykki?

Falleg orð?

Tengingu?

Nærveru?

Félagsskap?

Rými til að skapa?

Afþreyingu?

Rými til að elta ástríðu?

Hlátur?

Æðruleysi?

Æfingu í að/frelsi til að setja mörk og segja nei?

Pláss til að einfaldlega VERA?

Hvers þarfnast ég núna?

 

Þetta er allt æfing. Endurtekning. Aftur og aftur og aftur ♡

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

 

– karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.