Listi: Innblástur, hugmyndir, verkfæri

Ég hef alltaf verið þrjósk á þann hátt að ég vil finna lausnir, fleyri aðferðir, fleyri verkfæri til þess að hlúa að sjálfri mér.

Ég byrjaði að finna fyrir nauðsynlegri þörf fyrir að finna svör við því sem var að gerast innra með mér í u.þ.b. áttunda bekk (ég bar ekki kennsl á það fyrr, hélt það væri bara einhvað að mér, að ég væri bara „svona“) og hef verið stöðugt að leita nánast uppá hvern einasta dag síðan.

En það var ekki fyrr en fyrir örfáum árum sem ég sá að ég var ekki að leita eftir svörum af réttum ástæðum. Ég var að reyna að fullkomna sjálfa mig, sem er ekki hægt og er allt of mikið álag að setja á sig.

Það getur enginn verið fullkominn og hvað þá fyrir alla sem hann hittir á lífsleiðinni. Við erum öll svo ólík og það er ekkert persónulegt við það hvort við pössum saman eða ekki. Það ER eða það ER ekki, en við erum öll nóg, hvert og eitt okkar.

Ég vildi ná á þann stað að mér leið aldrei illa, að ég hefði aldrei neikvæða orku, að engum liði nokkurn tíman óþæginlega í kringum mig og ég hefði aldrei nein neikvæð áhrif á neinn. Ég var að lifa fyrir alla aðra en sjálfa mig.

Þetta var svo ósýnilegt sjálfri mér en samt svo sýnilegt, forgangsröðunin var kolröng. Í stað þess að hlúa að því sem þarfnaðist hjálpar innra með mér reyndi ég að útrýma því og dæmdi mig fyrir það að það var ennþá þarna.

En sem betur fer hélt ég áfram og komst loksins að því hver rótin var og hvernig ég var að viðhalda henni. Ég hef gleymt mörgum af þeim sem ég fann lausnir hjá en ég ætla að reyna að rifja upp þá sem ég leita oftast til, þá þegar ég er ein með sjálfri mér og í þeim tilgangi að leita lausna sjálf og finna verkfæri til þess að tileinka mér í mínu eigin lífi.

Ég mun eflaust koma til með að bæta við listann:

Brené Brown: Bækur, viðtöl, youtube, á Netflix, podcöst sem hún hefur verið gestur hjá.

Richard Grannon: spartanlifecoach.com, ég keypti prógram hjá honum sem heitir heal the inner critic sem hjálpaði mér virkilega í sumar hvað varðar að hlúa að áfallastreitueinkennum, hann er á youtube með alls konar upplýsandi og hjálpleg myndbönd. En auðvitað vel ég og hafna því sem á við og á ekki við. Hann hefur hjálpað mér held ég hvað mest.

Pete walker: Bækur, sérstaklega complex ptsd from surviving to thriving, en hún skýrir einkenni áfallastreitu vel og opnaði augun mín, en hún er mjög þung og mikið af upplýsingum í einu. Hann er einnig með heimasíðu: pete-walker.com

Eitt sem ég vil koma á framfæri því hann nefnir það ekki í bókinni sinni er að complex ptsd þarf ekki einungis að gerast í barnæsku, það getur einnig gerst ef við erum smækkuð niður í barnslegt varnarleysi, öryggisleysi og stjórnleysi með valdi á fullorðinsárum. Einnig þarf ekki að vera að öll öryggi sem við stólum á hafni okkur á einhvern hátt (vanræksla, ofbeldi), það getur einnig verið einungis eitt mikilvægt öryggi, sem veldur okkur þeim sársauka og reynir að snúa okkur gegn öðrum öryggjum sem meina okkur vel. Það skapar einnig þetta stjórnleysi, þessa vanmáttarkennd og öryggisleysi. En þetta er líka flókið og mismunandi fyrir hvern og einn, hvort og hvernig þetta gerist. En það sem við getum gert er að leita verkfæra og læra með tíma, þolinmæði og samkennd að gefa okkur sjálfum það sem við þörfnuðumst þá. Það er eitt það mikilvægasta sem ég hef lært.

Candace Van Dell: Hún er á youtube og er einnig með síðu: candacevandell.com

Lisa A Romano: Hún er með bækur, facebook hópa, prógröm (hef ekki prófað) og youtube myndbönd.

Ross Rosenberg: Hann er með bók, youtube myndbönd og síðu: selfloverecovery.com

John Bradshaw: það eru myndbönd á youtube og svo er hann með bækur.

Þau eiga það öll sameiginlegt að fjalla um skömm, meðvirkni, innra barnið, andlegt ofbeldi og mikilvægi þess að hlúa að sjálfum sér.

Ég mæli hiklaust með þeim öllum ef þú hefur áhuga á að fara ítarlegra yfir hlutina og skilja betur. Svo er það bara að velja og hafna hvað virkar og hvað ekki, hvað er hjálplegt og hvað ekki.

Svo eru líka alls konar podcöst sem ég hlusta á: Oprah’s Supersoul Conversations, On purpose with Jay Shetty, Yoga girl: Conversations from the heart ofl… mun bæta við síðar

Sjálfsást og aðhlynning að því innra:

Alex elle: bækur og podcast: hey girl

Yung Pueplo: bók (Inward)

Najwa zebian: bækur og svo er hún á youtube

Sylvester Mcnutt: bækur og podcast: Free your energy

Ofl…

 

Bestu hjartans kveðjur.

Knús ♡

 

Þetta er allt æfing. Endurtekning. Aftur og aftur og aftur ♡

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

 

– karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.