Þolinmæði

Mikilvæg áminning ♡

Að dæma mig til að hraða bataferlinu, það hraðar ekki bataferlinu heldur lítilsvirðir einungis sársaukann sem ég upplifi/upplifði og eykur skömm innra með.

– Sharon Martin

Ég get oft orðið sár og óþolinmóð út í sjálfa mig og reynt að ýta á eftir bataferlinu þegar ég finn fyrir yfirþyrmingu af því að hlúa að sárunum aftur og aftur og aftur og þá get ég farið að brjóta mig niður, en það er ekki það sem ég þarfnast..

Ég þarfnast hlýju, skilnings, þolinmæði, athygli og samkennd frá sjálfri mér. En á sama tíma þarf ég einnig að sýna því skilning, samkennd, hlýju, athygli og þolinmæði að þetta er sárt og erfitt ferli og að það er allt í lagi að stundum sé það yfirþyrmandi að ráða við.

Ég get ekki breytt því að mér líði svona og ég get ekki breytt því að mér líði svona yfir því að mér líði svona. En ég get breytt því hvernig ég hlúi að því.

En það er stöðug æfing ♡

Sárið valdi ekki að koma, sárið valdi ekki að ná ekki að gróa, það þarfnast þess að ég hlúi að því ♡

Hvert einasta skref, hver einasta tilfinning, þær þurfa allar pláss og það þarf að hlúa að þeim öllum.

 

Þetta er allt æfing. Endurtekning. Aftur og aftur og aftur ♡

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

 

– karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.