Forgangsröðun

Að breyta sjálftalinu úr því að vera: ég þarf að gera þetta, yfir í: ég vel að gera þetta/ég get gert þetta/ég fæ að gera þetta, hjálpaði mér að taka ábyrgð á því hvað ég geri við tímann minn og því hvort ég sé að nýta hann hjálplega í því að byggja mig upp og hlúa að sjálfri mér, til þess að geta einnig betur hlúið að þeim sem mér þykir vænt um.

Enn ein hugarfarsbreytingin var að yfirfæra þennan frasa í myndina: þetta er ekki í forgangi hjá mér, þegar ég hef val um að gera einhvað hjálplegt eða óhjálplegt.

Ég hef oft sagt „Ég geri þetta bara á eftir, þetta getur beðið, ég hef ekki tíma“ þegar ég get gert það núna, þegar ég hef tíma, þegar þetta þarf ekki að bíða og ég er fær um að gera það, sérstaklega þegar kemur að því að hlúa að sjálfri mér.

Ég vel hvað ég set í forgang hjá sjálfri mér en hann breytist auðvitað eftir líðan, aðstæðum og ýmsu öðru.

Sambandið við sjálfa mig er einhvað sem ég er að rækta á hverjum degi, ég hef val um að gera það, að setja það í forgang.

En þetta er erfitt og stundum þarf maður bara pásu og það er allt í lagi, það er frábært, því þá er það það sem ég þarf á þeim tíma og ég hlúi að því með því að fylgja eftir þörfinni fyrir hvíld og ró.

Þannig set ég það í forgang.
En þetta er allt æfing og felur í sér samkennd og kærleika, því með því að hlúa að forgangsröðinni í mínu eigin lífi, þannig hlúi ég að sjálfri mér.

 

Þetta er allt æfing. Endurtekning. Aftur og aftur og aftur ♡

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

 

– karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.