Áfram

♡♡♡

Áfram, yndislega og fallega sál
Leiðin er ekki bein. Við stígum í allar áttir, hrösum, hlaupum, rennum okkur niður brekkurnar.
Hvar sem þú ert á þinni vegferð, það er nóg.
Við gerum eins vel og við getum og við erum öll nóg.
Við höfum öll virði, búum öll yfir ljósi og skilyrðislausri ást og hlýju til okkar sjálfra. Stundum er bara erfitt að sjá það.. nær ómögulegt..

En hvað sem þau skilaboð sem við erum að senda okkur sjálfum segja okkur um okkar virði, að þá eru það varnarviðbrögð. Leið til að vernda okkur frá meiri sársauka. Þau skilaboð endurspegla ekki okkar virði.
Þau skilaboð benda einungis til þess að það býr sársauki innra með okkur sem þarfnast þess að vera séður, gefið virði og að það sé hlúið að honum.

Hvers þarfnast sárið? Hvað vill það? Hvernig get ég gefið sjálfri mér það sem ég þarfnast til að hlúa að mér sjálfri og því sári sem býr innra með mér?

Þetta er sársaukafullt ferli, sem felur í sér að horfast í augu við allt það sem blæður innra með og hefur jafnvel óvart án þess að viljinn væri að það myndi gerast, blætt yfir á þá sem okkur þykir vænt um.

Að horfast í augu við það sem við viljum gleyma, fela, forðast, grafa niður.. allt sem við viljum ekki upplifa.. allar tilfinningarnar og sársaukinn sem fylgir þeim.

Að lifa með þessu er alveg nógu mikill sársauki og tekur allan þann styrk sem við höfum..
Að opna dyrnar og vera með því sem var og er.. er enn eitt skref til að taka.. og það tekur mislangan tíma fyrir hvert og eitt okkar að ná að byggja okkur upp nóg til þess að geta tekist á við það… það gerist með tíma og réttum verkfærum og færninni til þess að geta nýtt sér þau.. en þessir tveir hlutir koma ekki alltaf á sama tíma… allt gerist á sínum eigin tíma, eina stundina meikar verkfærið engan sens, aðra er þetta eitthvað sem hægt er að grípa í til að komast í gegnum verstu öldurnar… þetta tekur allt þann tíma sem það þarf..

Hvar sem við erum á þessari vegferð..
Það er nóg.

„Hey, it’s okay if the only thing you did today was breath because it doesn’t matter how slowly you go as long as you don’t stop.” – Sanvello community

Hugrakka, yndislega og fallega sál.

 

Þetta er allt æfing. Endurtekning. Aftur og aftur og aftur ♡

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

 

– karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.