Við getum ekki breytt því sem gerðist. En við getum hægt og rólega og með æfingu lært að breyta því hvernig við tölum við okkur sjálf um það sem gerðist, gefið sársaukanum virði og sýnt okkur sjálfum skilning, samkennd og umhyggju yfir því hvernig við brugðumst við, hvernig við upplifðum okkur sjálf, hverju við trúðum … Lesa áfram „Að breyta sjálftalinu“
Mánuður: október 2019
Hegðun, tilfinning, þörf
Að baki hverrar hegðunar liggur tilfinning. Að baki hverrar tilfinningar liggur þörf. Þegar við mætum þeirri þörf í stað þess að einblína á hegðuna byrjum við að eiga við rótina, ekki einkennin. -Ashleigh warner Þegar ég hegðaði mér svona, þá fann ég fyrir þessari tilfinningu? Þegar ég hegða mér svona þá finn ég fyrir þessari … Lesa áfram „Hegðun, tilfinning, þörf“
Ítarlegra, tilfinningalæsisæfing
Fyrir þá sem vilja skilja sínar eigin tilfinningar betur mæli ég með að skoða þetta 🙂 //www.instagram.com/richardgrannon/ Ég fylgist mikið með Richard Grannon, en ég vel og hafna því sem á við fyrir mig og það sem á ekki við. Hann fjallar mikið um mikilvægi þess að þekkja inná eigin tilfinningar og hvernig það hjálpar … Lesa áfram „Ítarlegra, tilfinningalæsisæfing“
Listi: Innblástur, hugmyndir, verkfæri
Ég hef alltaf verið þrjósk á þann hátt að ég vil finna lausnir, fleyri aðferðir, fleyri verkfæri til þess að hlúa að sjálfri mér. Ég byrjaði að finna fyrir nauðsynlegri þörf fyrir að finna svör við því sem var að gerast innra með mér í u.þ.b. áttunda bekk (ég bar ekki kennsl á það fyrr, … Lesa áfram „Listi: Innblástur, hugmyndir, verkfæri“
Forgangsröðun
Að breyta sjálftalinu úr því að vera: ég þarf að gera þetta, yfir í: ég vel að gera þetta/ég get gert þetta/ég fæ að gera þetta, hjálpaði mér að taka ábyrgð á því hvað ég geri við tímann minn og því hvort ég sé að nýta hann hjálplega í því að byggja mig upp og … Lesa áfram „Forgangsröðun“
Þolinmæði
Mikilvæg áminning ♡ Að dæma mig til að hraða bataferlinu, það hraðar ekki bataferlinu heldur lítilsvirðir einungis sársaukann sem ég upplifi/upplifði og eykur skömm innra með. – Sharon Martin Ég get oft orðið sár og óþolinmóð út í sjálfa mig og reynt að ýta á eftir bataferlinu þegar ég finn fyrir yfirþyrmingu af því að … Lesa áfram „Þolinmæði“
Áfram
♡♡♡ Áfram, yndislega og fallega sál Leiðin er ekki bein. Við stígum í allar áttir, hrösum, hlaupum, rennum okkur niður brekkurnar. Hvar sem þú ert á þinni vegferð, það er nóg. Við gerum eins vel og við getum og við erum öll nóg. Við höfum öll virði, búum öll yfir ljósi og skilyrðislausri ást og … Lesa áfram „Áfram“