Rými

Til mín og til þeirra sem tengja ♡

Ég má taka pláss í þessum heimi. Ég má VERA. Ég má láta í ljós eigin þarfir og vilja. Ég má hlúa að eigin þörfum og vilja. Ég er velkomin í það pláss sem ég tek til að hlúa að eigin þörfum og vilja og því hver ég ER, með tilliti til annara.

Ég tek hvorki meira né minna pláss en ég hef fyrir það hver ég ER. Ég tek ekki pláss frá einhverjum öðrum til þess að stækka mitt eigið rými. Ég minnka heldur ekki eigið rými svo einhver annar geti tekið meira pláss á minn kostnað.

Ég hef val um að hleypa einhverjum inn í mitt rými og vera til staðar. Aðrir hafa val um að gera það fyrir mig, en rýmið stækkar ekki né minnkar, heldur er einungis hliðrað aðeins til svo það sé pláss fyrir fleyri.

Ef báðir aðilar búa til pláss geta tvö rými orðið sem eitt, í stundarkorn, en ekki á kostnað neins, hvorki annara, né á eigin kostnað.

Við megum öll taka pláss til að VERA eins og við ERUM. Við erum öll velkomin í það pláss. Ef einhver velur að hleypa mér ekki inn í sitt rými, þá get ég einfaldlega fært mitt rými einhvert annað, þar sem því er hleypt inn. Hið sama gengur fyrir aðra ♡

Að vera ekki boðið pláss er einfaldlega vísun á að fara aðra leið með eigið rými, ekki staðfesting á því að það sé ekki verðugt ♡

En eins og ég segi alltaf, þá er þetta allt æfing og ég er stöðugt sjálf að æfa mig og mun eflaust gera alla mína ævi.

Þetta er ævilangt ferli, að hlúa að því hver ég ER og passa upp á eigið rými með því að setja mörk og æfa samkennd og skilning á hverjum degi ♡

 

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin. ♡

Mikilvægasta sambandið sem við ræktum er sambandið við okkur sjálf. Það er erfiðara að búa til rými fyrir aðra þegar við búum ekki til rými fyrir okkur sjálf.

Við getum ekki hellt úr tómum bolla ♡

 

– Karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.