Neikvæðar hugsanir

Eftir því sem ég best veit eru neikvæðar hugsanir gagnvart okkur sjálfum form af varnarháttum sem færa okkur frá einhverju sem undirmeðvitund telur vera sársaukafullt eða hættulegt.

Að við upplifum neikvæðar hugsanir er einfaldlega merki um það að varnarhættirnir eru að sinna sínu hlutverki. Það er eðlilegt og það er ekki eitthvað sem við köllum meðvitað fram.

Það er mikilvægt að við hlúum að þessum hugsunum og sýnum okkur skilning í stað þess að reiðast okkur sjálfum fyrir það að þær eru þarna (eða reiðast okkur fyrir að upplifa neikvæðar hugsanir yfir því að þær eru þarna), því við stjórnum því ekki.

Við getum einungis stjórnað því hvernig við hlúum að þeim meðvitað og reynum að gefa okkur rými til þess að vinna úr þeim tilfinningum sem þær vekja upp án þess að dæma og án þess að dæma fyrir að dæma.

Það er mikilvægt að vera meðvituð um það að þær segja ekkert um það hver við ERUM og þær eru ekki persónulegar, einungis leið huga og líkama til þess að vinna úr upplýsingum og vernda sig.

Hlutverk þeirra er að sannfæra okkur um trúverðugleika þeirra svo við hlustum og færum okkur fjær því sem undirmeðvitund telur að valdi okkur sársauka eða setji okkur í hættu.

Allt sem við ERUM elskar okkur á þann hátt sem það kann og er fært um. Það er hlutverk líkama og huga að vernda okkur og hlúa að okkur og hjálpa okkur að vaxa og dafna.

Ég reyni að hafa það í huga þegar neikvæðar hugsanir taka við. Þær eru ekki ég. Þær eru bara eitthvað sem ég er að upplifa núna og þær segja ekkert um það hver ég er.

Allt sem ég er elskar mig og er að sinna því hlutverki eftir bestu getu og færni.

Ef ég upplifi neikvæðar hugsanir þá er það sú orka sem ER, sú orka sem ég er að upplifa núna

Ef ég upplifi neikvæðar hugsanir yfir því að upplifa neikvæðar hugsanir þá er það sú orka sem ER, sú orka sem ég er að upplifa núna

Ef ég upplifi neikvæðar hugsanir yfir því að upplifa neikvæðar hugsanir yfir því að upplifa neikvæðar hugsanir þá er það sú orka sem ER, sú orka sem ég er að upplifa núna

Ef ég upplifi neikvæðar hugsanir yfir því að upplifa neikvæðar hugsanir yfir því að upplifa neikvæðar hugsanir yfir því að upplifa neikvæðar hugsanir þá er það sú orka sem ER, sú orka sem ég er að upplifa núna

Og svo áfram má telja.

Ég hef enga stjórn á því hvort og hvenær neikvæðar hugsanir koma. Það eina sem ég get gert, það eina sem ég hef stjórn á er hvernig ég hlúi meðvitað að því sem ER, þeirri orku sem ER, þeirri orku sem ég er að upplifa núna og hvernig ég meðvitað leiðbeini mér í gegnum þá orku sem ER. Hvernig ég hlúi meðvitað að því hvernig ég hlúi meðvitað að þeirri orku sem ER og hvernig ég meðvitað leiðbeini mér í gegnum hvernig ég meðvitað leiðbeini mér í gegnum þá orku sem ER… og svo áfram má telja ♡

Þetta er allt í lagi
Þetta er allt æfing
Þetta er allt bara það sem ER
Þetta hefur allt virði
Þetta er allt nóg
Ég er nóg.
Sama hvort mér líði ekki þannig.
Sama hvort ég trúi því ekki.
Sama hvort ég geti ekki sýnt mér það.
Sama hvort ég geti ekki sagt mér það.
Ég er samt nóg.
Ég hef alltaf verið nóg.

 

Þetta er allt æfing. Endurtekning. Aftur og aftur og aftur ♡

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

 

– karen

 

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.