Ég elska þig

Oft geta hlutir sem virka einfaldir gleymst þegar það kemur að okkur sjálfum. Það er allavegna eitthvað sem hefur átt við mig sjálfa.

Hversu oft segjum við „ég elska þig“ við okkur sjálf án þess að fyllast af kjánahrolli eða klígju? Ég hafði ekki hugmynd um það hversu mikið ég þarfnaðist að heyra þessi orð komandi frá sjálfri mér. Ég sagði þau við þá sem ég elskaði en þegar það kom að sjálfri mér þá gat ég ekki sagt þau.
Sjálfselska hefur oft verið máluð sem einhver ljót og eigingjörn mynd. En það er samt svo skrítið því við þörfnumst þess öll að vera elskuð og alls ekki síst af okkur sjálfum. Sjálfsást er falleg, að elska okkur sjálf er fallegt. Sjálf nýt ég þess í dag að finna hvaða áhrif það hefur á líkama, hug, hjarta og sál að heyra þessi orð, ekkert endilega upphátt, bara taka við þeim og leyfa þeim að fljóta um líkamann. Það er magnað hversu áhrifamikið það getur verið. Sjálfsást er nefninlega svo náttúruleg og eðlileg því við upplifum hana öll, meðvitað eða ómeðvitað, því allt sem við erum vill halda okkur á lífi og gerir það með því formi af ást sem það þekkir eða hefur áður þekkt í gegnum tíðina. Hvað sem er til þess að vernda okkur og hlúa að okkur ♡

Í mínu bataferli legg ég megináherslu á það hjá sjálfri mér að ég er ekki að reyna að taka neitt í burtu eða eyða einhverju, heldur að leiðbeina mér í gegnum það sem ER og áfram. Svo byggi ég ofan á það.

Stundum er það það eina sem ég get gert fyrir sjálfa mig að loka augunum, færa fókusinn inn í líkamann og beina þessum örfáu og áhrifamiku orðum að sjálfri mér og leyfa þeim að veita mér hlýju. Stundum trúi ég þeim ekki, stundum er sársaukafullt að heyra þau. Oft endurtek ég þau aftur og aftur þar til ég finn að þau eru móttekin, jafnvel í fleyri mínútur, þrátt fyrir mótbárur.

Það getur verið óþæginlegt og vont en einnig svo afskaplega mikilvægt og hefur hjálpað mér ólýsanlega ♡

 

Þetta er allt æfing. Endurtekning. Aftur og aftur og aftur ♡

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

 

– karen

 

 

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.