Ef og aldrei

Ég er nóg. Setning sem viđ höfum öll heyrt aftur og aftur.

Umhverfi, samfélagsmiđlar og fyrri reynsla getur gefiđ okkur þau skilabođ um ađ viđ séum ekki nóg og ef viđ bara…. þá værum viđ nóg.

Orđ sem ég hef sjálf fariđ međ.

Nema međ örlítilli breytingu á orđalaginu. Ef ég bara… þá fæ ég ást. En þá hef ég ađ leitađ út fyrir sjálfa mig og tekiđ burtu frá því sem er.

Ef ég bara… þá fæ ég ást þróađist í þađ ađ vera ég mun aldrei fá þá ást sem ég þrái og þarfnast, sama hvađ ég geri.

Þegar ef var á undan þá hafđi ég allavegna stjórn og möguleika til ađ koma í veg fyrir ađ upplifa tilfinningar þess ađ fá ekki ást međ því ađ lagfæra og breyta hlutum viđ sjálfa mig og fá þannig samþykki, fá þannig tilfinningu fyrir því ađ allavegna þetta augnablik þá upplifđi ég mig elskađa. Skammtímalausn.

En þegar aldrei kom inn í spiliđ, þá upplifđi ég algjört stjórnleysi. Þegar sama hvađ ég gerđi þá fékk ég ekki þá ást sem ég þráđi og þarfnađist.

Þegar allt sem ég var og gerđi og breytti og lagađi viđ sjálfa mig, var ekki nóg til þess ađ fá þá ást sem ég þráđi og þarfnađist.

Þetta sár myndađist í bernsku en var áfram alltaf ađ koma upp á yfirborđiđ. Ég hélt því í skefjum međ því ađ reyna ađ fylla tómiđ međ þeirri ást sem ég fékk frá öđrum. En þađ var ekki nóg og þađ verđur aldrei nóg.

Því þetta er ást sem ekki er hægt ađ skipta út utan viđ sjálfa mig. Eina manneskjan sem getur fyllt í þetta skarđ er ég sjálf, enginn annar. Ekki einu sinni „öryggiđ“ sem ég þrái og þarfnast þess ađ fá ást frá.

Því minningin er áfram til stađar og hugurinn gerir ekki greinarmun á raunveruleika og minningum. Ég hef veriđ ađ eltast viđ samþykki einhvers sem er ekki einu sinni lengur til, ekki eins og „öryggiđ“ var þá.

Ekkert sem ég gerđi þá var nóg. Ekkert sem ég var þá gaf mér skilyrđislausa ást. Mér var hafnađ af „örygginu“ fyrir þađ ađ vera eins og ég var og sama hvađ ég gerđi breytti engu um þađ. Ég lærđi ađ tefja þađ međ því ađ þóknast en þađ var ekki nóg og kom alltaf aftur til baka.

Þannig þróađist þađ úr ef í aldrei. Úr því ađ upplifa ađ fá ekki ást en getađ lagađ þađ yfir í ađ fá ekki ást og getađ ekki gert neitt viđ því. Svo flakkađist þetta á milli. Frá því ađ geta komiđ í veg fyrir hlutina međ því ađ taka stjórn, ađ því ađ geta ekki komiđ í veg fyrir hlutina þrátt fyrir ađ taka sömu stjórn og hafđi virkađ fyrr.

Ég lærđi ađ ég gæti fyllt tómiđ međ ást frá öđrum međ því laga mig og breyta en einnig ađ tómiđ gæti ekki veriđ fyllt því sama hvađ ég gerđi þá fengi ég ekki ást, ég væri ó-elskanleg, ég væri ekki nokkurn tíman þess verđug ađ fá ást.

Mjög ruglingsleg skilabođ fyrir barn ađ ganga međ. Togstreita á milli tveggja skilabođa. Þú verđur elskuđ ef../Þú munt aldrei verđa elskuđ.

Ég upplifđi tómiđ ef ég gat ekki uppfyllt þađ ađ ég fengi ást frá öđrum og stundum var þađ nóg til þess ađ ég myndi hrynja ofan í þađ alveg. En ég hrundi ofan í tómiđ ef ég gat ekki uppfyllt þađ ađ ég fengi ást frá þeim sem voru mér mikilvægastir og ef ég taldi sjálfa mig vera mistök sem ekki væri hægt ađ laga á neinn hátt þ.e. þegar toxic skömm tók yfir mig.

Eins reiđ og sár ég er yfir því ađ „öryggi“ sem hafđi einungis þađ hlutverk ađ elska mig eins og ég er, gat ekki gert þađ og hvađ þađ hefur skapađ mikiđ tómarými innra međ mér og stöđugan ótta, þá er ég samt sem áđur međvituđ um þađ ađ orsakirnar liggja lengra en þangađ.

Allt sem gerist hefur allt međ færnikunnáttu, fyrri reynslu, ađstæđur, umhverfi, verkfærakistu o.s.frv. ađ gera.

Allt gerist af ástæđum. Lögmáliđ um orsök og afleiđingu.

Þađ tekur ekki frá minni eigin upplifun en þađ skýrir hana og þađ færir mig frá því ađ festa mig viđ „öryggiđ“.

Ég er reiđ og sár yfir ađstæđunum, reynslunni og sársaukanum en ég vel líka ađ trúa því ađ allt gerist af ástæđu og ađ þær kenna okkur eitthvađ sem viđ, af einhverjum ástæđum, þurftum ađ læra.

Ađrar reynslur tóku viđ í kjölfariđ, sumar ótengdar „örygginu“ en stækkuđu samt sem áđur tómiđ sem var þar þá nú þegar.

Nú þegar ég er ađ horfast í augu viđ þađ, taka ábyrgđ á þeirri óhjálplegu hegđun sem verndar mig frá því, þá á ég auđvelt međ ađ misstíga mig og detta ofan í þađ. En þađ er einmitt þađ sem ég þarf ađ gera. Kynnast því og fylla þađ međ sjálfsást. Leiđa mig sjálf í gegnum myrkriđ.

Þađ getur hjálpađ ađ minna mig á ađ sama hvađ ég geri til ađ þóknast þá verđi þađ aldrei nóg fyrir „öryggiđ“ og þess vegna breytir þađ engu hvađ ég geri til ađ þóknast öđrum, þađ mun aldrei fylla tómiđ. Ađrir geta ekki tekiđ stađ „öryggisins“, þađ er ekki hægt, breytir engu, forđar mér einungis frá því ađ horfast í augu viđ raunveruleikann og viđheldur því ađ ég þurfi fyrst og fremst alltaf ađ stóla á ađra.

Núna er ég ađ læra ađ verđa sjálfri mér nóg, ađ taka sjálf upp plássiđ sem ég hafđi áđur fyrst og fremst gefiđ öđru fólki til þess ađ gefa mér ást. Ég hlúi ađ mér fyrst og fremst, svo ađrir, ekki öfugt.

Aðrir geta einungis haldið í hendina á mér og veitt mér styrk ef þeir vilja og geta á meðan ég hlúi að sjálfri mér og minna mig á þegar ég missi sjónar af sjálfri mér. En þeir geta ekki grætt þetta sár á milli mín og mín, einungis staðið við bakið á mér, einungis minnt mig á sjálfa mig á meðan ég græði sjálf sárið.

Ég er međ fullt af óhjálplegum hegđunum sem ég ber á bakinu. Þar á međal sú hegđun ađ neita ađ gangast viđ „örygginu“ eins og þađ er, međ því ađ óska eftir því ađ þađ væri öđruvísi, fært um ađ elska mig eins og ég er. Þađ er líka óheilbrigt, því ég get ekki breytt því og međ því ađ reyna þađ er ég sjálf ađ neita ađ breytast. Þá er ég sjálf ađ neita ađ taka sjálf í taumana og gangast viđ því sem er.

Ég þarf sjálf ađ taka viđ stjórninni í stađ þess ađ reyna ađ stýra einhverjum í átt ađ mér. Ég þarf sjálf ađ stýra sjálfri mér í átt ađ mér.

Þađ er mín ábyrgđ. Þađ var þađ ekki sem barn, en þađ er þađ núna, og þađ eina sem er, er núna.

Ég get leyft mér ađ fara í gegnum allan tilfinningaskalann og unniđ mig áfram međ reiđi eins mikiđ og ég þarf en þađ er svo mikilvægt ađ færa svo aftur fókusinn á þađ sem ER og hvađ ég ætla ađ velja fyrir mig ađ gera.

Ég tek ábyrgđ međ því ađ segja: ég vel, ekki: ég þarf

Allt sem ég geri međvitađ er ég ađ velja og ég þarf ađ taka ábyrgđ á því og vera međvituđ um þađ fyrir mig.

Ég er ađ læra ađ gefa sjálfri mér samþykki, sjálfri mér skilning, sjálfri mér eyru, sjálfri mér skýrleika, sjálfri mér hlýju, sjálfri mér traust og sjálfri mér ást.

Hægt og rólega og ég minni mig á ađ þađ er ekkert: ef ég… þá fæ ég ást, því ástin sem ég leita ađ býr innra međ mér. Ég gef mér ást, ekkert ef, einungis eins mikiđ af ást og ég er fær um ađ gefa sjálfri mér, bara fyrir ađ vera til, bara fyrir ađ vera. Þannig brýt ég einnig niđur þau skilabođ um ađ ég verđi aldrei elskuđ, því allt sem ég er ađ gera sýnir mér ađ ég er elskuđ, af sjálfri mér og jafnvel áđur en ég byrjađi í sjálfvinnu þá hélt hugur, hjarta, líkami og sál í gamlar reglur til þess ađ halda mér á lífi, af ást.

Ég var aldrei ekki elskuđ, ég náđi bara ekki ađ sjá þađ.

Svo þađ er ekkert ef..

Og þađ er ekkert aldrei

Því allt sem ég þarfnast er hér innra međ, akkúrat núna og hefur alltaf veriđ.

Viđ erum öll nóg, viđ fáum bara ekki öll ađ sjá þađ.

Ef viđ fáum ekki ađ sjá þađ þá lærum viđ og reynum stöđugt ađ fylla upp í þađ tóm međ því sem er ytra.

Ef viđ fáum ađ sjá þađ þá getum viđ lært ađ fylla þađ sjálf innra međ okkur, hægt og rólega, á okkar eigin hrađa.

Fyrir mér hefur þađ orđiđ erfiđara og erfiđara núna þegar ég er ađ hlúa ađ sjálfri mér og fara á móti gömlum reglum, en ég veit ađ þađ verđur allt þess virđi, sama þó ég sjái þađ ekki núna.

Ég er ađ læra ađ elska sjálfa mig međvitađ, alveg eins og ég er, og međ því ađ velja ađ læra þađ, þá hef ég strax tekiđ fyrsta skrefiđ og byrjađ ađ elska sjálfa mig međvitađ.

Allt innra međ og undirmeđvitađ elskar mig, allt međvitađ er ennþá ađ læra ađ sjá þađ og byggja þađ upp sjálft, međvitađ.

Eitt skref í einu..

Þetta er allt æfing. Endurtekning. Aftur og aftur og aftur ♡

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

 

– karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.