Upptökur

Hvernig ég horfi á þađ þá er sú upplifun ađ líđa eins og mađur hafi veriđ yfirgefinn eđa muni verđa yfirgefinn, sú upplifun ađ hafa misst öryggiđ sitt (umhverfiđ sem viđ stólum á til þess ađ þörfum okkar sé mætt, til þess ađ lifa af) eđa muni missa öryggiđ sitt.

Ađ missa öryggiđ sitt eđa ađ eiga í hættu á ađ missa þađ getur gerst fyrir hvern sem er og hvenær sem er.

Ég held ađ eitt þađ mikilvægasta sem hefur áhrif á okkur eftir slíkt áfall, ađ hafa misst öryggiđ sitt eđa því ógnađ, sé þađ hvernig er tekiđ utan um okkur eftir ađ áfalliđ á sér stađ.

Ef viđ upplifum þađ ađ hafa misst öryggiđ okkar eđa því ógnađ er eitt þađ mikilvægasta eftir þađ, þađ ađ viđ finnum aftur fyrir öryggi, ađ viđ séum umkringd öryggi, svo trúin um ađ viđ séum ekki örugg eđa ađ viđ eigum í hættu á ađ vera ekki örugg í þessum heimi fái ekki jafn mikiđ hald á okkur.

En þađ er einungis einn partur af því ađ ná ađ vinna úr áfallinu og þetta er mun flóknara en þađ. Fortíđ eđa fyrri reynsla hefur t.d. einnig sitt ađ segja.

Þađ er oft talađ um áföll sem litla t áföll og svo stóra T áföll. Litla t áföll eru mun algengari en stóra T áföll. Eins og ég skil þađ eiga litla t áföll viđ þau áföll ađ upplifa þađ ađ telja sig eiga í mögulegri hættu á ađ missa öryggiđ sitt en stóra T áföll viđ þau áföll ađ upplifa þađ ađ raunverulega telja sig búinn ađ missa öryggiđ sitt.

Þađ er þannig sem ég skil þađ en þađ gæti einnig alveg veriđ rangt hjá mér.

Stóra T áföll og litla t áföll kveikja bæđi á varnarviđbrögđunum. En mér skilst ađ þau verđi meiri um sig viđ stóra T áföll, því þar ertu ekki í ótta um ađ missa öryggiđ þitt, þar ertu ađ upplifa þađ ađ hafa raunverulega veriđ búinn ađ fara í gegnum þađ ađ hafa misst allt öryggiđ þitt.

En þađ tekur alls ekki frá litla t áföllunum og áhrifunum sem þau hafa. Bæđi er hryllingur ađ fara í gegnum, bæđi er eđlileg viđbrögđ viđ óeđlilegum ađstæđum, bæđi skiptir máli og bæđi hefur virđi.

Oft virđist mađur detta nefninlega í þá gildru ađ leyfa sér ekki ađ líđa illa yfir sínum eigin sársauka, veita honum athygli og virđi, bara því mađur telur einhvern annan hafa þađ verra.

Sársauki annara mínusar ekki út þinn eigin.

Ég hef oft komiđ međ þetta dæmi: Ef kalli hefur fótbrotnađ 7 sinnum en Palla tekst ađ brjóta á sér fótinn og er í gríđarlegum sársauka. Má Palla þá ekki líđa illa og gefa sársauka sínum virđi? Bara því Kalli hefur brotnađ oftar en hann?

Nei, sársauki Palla skiptir máli og hefur virđi rétt eins og sársauki Kalla þegar hann fótbraut sig áđur fyrr.

Sársauki er ekki eitthvađ til þess ađ bera saman. Hann einfaldlega er og hann er einstaklingsbundinn fyrir hvern og einn. Hann hefur alltaf virđi, því hann er.

Međ því ađ skođa sjálfa mig betur og lesa mér endalaust til hef ég komist ađ því ađ allt sem ég er starfar undir ákveđnum reglum.

Viđ lærum reglur til þess ađ lifa af. Hvađ er hjálplegt og hvađ er óhjálplegt? Hvađ er gott og hvađ er vont?

En þegar viđ verđum fyrir áföllum þá mótast líka reglur, reglur til þess ađ hjálpa okkur ađ lifa af.

Reglurnar mínar hafa t.d. veriđ

– þađ er ekki öruggt fyrir mig ađ segja nei.

– þađ er ekki öruggt fyrir mig ađ verđa reiđ.

– þađ er ekki öruggt fyrir mig ađ VERA

– þađ er ekki öruggt fyrir mig ađ ná bata.

– þađ er ekki öruggt fyrir mig ađ minnka mig ekki.

Heill haugur af reglum sem hafa mótast í áföllum.

Hugurinn er lausnarmiđađur svo hvađ gerir hann til þess ađ viđhalda þessum reglum? Hvort er hjálplegra mér til þess ađ lifa af?

A) ađ rífa mig niđur og efast órökrétt um sjálfa mig

B) ađ byggja mig upp

Hvort er hjálplegra til þess ađ viđhalda þessum reglum?

Hugurinn hoppar væntanlega strax á A) ađ rífa mig niđur og efast órökrétt um sjálfa mig.

Hvađ gerir hugurinn (undirmeđvitundin) þá?

Hún spilar allar upptökur sem hún finnur sem ég hef séđ, heyrt og upplifađ af höfnun, niđurrifi og órökréttum efa um sjálfa mig, um ađra eđa um heiminn.

Svo spilast þær aftur og aftur og aftur og þeirra markmiđ er ađ ég taki eftir þeim og trúi þeim.

Ef ég trúi þeim þá get ég međvitađ byrjađ ađ endurtaka þađ sem þær eru ađ segja, haldandi ađ þær séu mínar hugsanir og mínar tilfinningar gagnvart sjálfri mér, ađ þær séu sannleikur.

Þađ sem ég sé skýrt eru mínar međvituđu hugsanir. Á bakviđ þær eru upptökur af minningum. Á bakviđ þær eru trúir sem hjálpa mér ađ lifa af.

Þess vegna ef ég byrja ađ skora á međvituđu hugsanirnar þá byrja upptökurnar međ mótstöđu. Því hugurinn trúir ađ ef ég hlusta ekki á upptökurnar þá sé ég í hættu og þađ kveikir á hættuviđbrögđunum.

Þannig til þess ađ ná bata þarf fyrst međvitađ ađ aftengja sig viđ upptökurnar og breyta sjálftalinu aftur og aftur, sama hvađ upptökurnar segja.

Þađ mun kveikja á hættuviđbrögđunum og ég þarf ađ reyna ađ aftengja mig, fylgjast međ og halda áfram án þess ađ bregđast viđ međ fight/flight/freeze/fawn hegđun.

Ef mér tekst ađ gera þetta aftur og aftur og aftur og aftur og aftur án þess ađ bregđast viđ međ fight/flight/freeze/fawn og međ því ađ fara í gegnum hættutilfinninguna og áfram í gegnum ađstæđurnar, tilfinningarnar, hugsanirnar o.s.frv.  sem hugurinn og líkaminn telur hættulegar.

Ef mér tekst ađ gera þađ nógu oft þá mun hugur og lìkami sjá og upplifa ađ þetta er ekki hættulegt, ađ reglurnar eru ekki nauđsynlegar og þá mótast ný regla.

En reglurnar eru afskaplega margar og þetta er mjög yfirþyrmandi og þess vegna þarf ađ fara varlega. Eitt skref í einu.

Ef ein reglan er ađ ég sé í hættu ađ verđa reiđ þá byrja ég ađ æfa mig ađ verđa reiđ aftur og aftur og aftur án þess ađ fara í varnarviđbrögđin, međ því ađ aftengja mig viđ höfnunartilfinninguna, niđurrifiđ og órökrétta efann og held áfram, fer í gegn.

Ef mér tekst ađ gera þađ nógu oft og sýna huga og líkama ađ þađ er ekki hættulegt mér ađ verđa reiđ, tala međvitađ uppbyggilega til mín aftur og aftur, leiđbeini mér ađra leiđ, þá mótast ný regla:

Þađ er eđlilegt og þađ er nauđsynlegt og gott fyrir mig ađ leyfa mér ađ verđa reiđ.

Svo núna þegar ég verđ reiđ eđa byrja ađ upplifa reiđi, þá velur hugurinn undirmeđvitađ ađ spila upptökur af uppbyggilegum minningum  þess sem ég hef heyrt, séđ eđa upplifađ gagnvart mér, öđrum eđa heiminum.

Þegar undirmeđvitund byrjar ađ spila upptökur af uppbyggilegum minningum sem ég upplifi sem mínar eigin hugsanir, þá byrja ég međvitađ ađ tala uppbyggilega til sjálfrar mín þegar ég finn fyrir reiđi.

Þannig leiđin í gegn er þá eitt skref í einu, ekki forđast hættutilfinninguna, fara í gegnum hana, aftengd viđ upptökur minninga niđurrifs og órökrétts efa, aftengd viđ þörfina ađ bregđast viđ međ fight/flight/freeze/fawn hegđun, tala međvitađ uppbyggilega til mín, leiđbeini mér varlega í gegn og held áfram þá leiđ.

Aftur og aftur og aftur.

Mikilvægast er ađ henda mér ekki beint í djúpu laugina, èg þarf ađ taka þetta skref fyrir skref og forđast óþarfa áreiti.

Ég upplifi mig ekki örugga í heiminum og ég þarf ađ gefa mér rými til þess ađ læra ađ treysta honum aftur. Ég get ekki gert þađ nema ég fari varlega međ mig, taki þetta skref fyrir skref.

Þađ er mikilvægt ađ passa uppá ađ þetta verđi ekki yfirþyrmandi. Ég þarf ađ leyfa mér ađ hægt og rólega hækka þoliđ. Fyrst set ég tánna út í kalda vatniđ, svo hælinn, svo alveg upp ađ ökkla o.s.frv.

Eitt lítiđ skref í einu. Aftur og aftur og aftur. Því þetta er langt frá því ađ vera auđvelt og ég þarf ađ sýna því skilning, hlýju og þolinmæđi.

Einn hlutur á dag sem ég geri bara fyrir mig, engan annan. Þađ er hægt ađ byrja þar.

Hugleiđsla, núvitund, sundferđ, gönguferđ, sinna áhugamáli, passa upp á ađ drekka nóg vatn, borđa eitthvađ gott fyrir mig, lesa, skrifa, taka tìma til þess ađ tala fallega til mín, fara í heitt og gott bađ, vakna snemma, taka blund, knúsa sjálfa mig, tala viđ sjálfa mig, mála mig fínt, dansa ein í stofunni, hreyfa mig, leyfa mér ađ vera reiđ og lemja í kodda, sitja međ tilfinningum mínum, skrifa niđur tilfinningar mínar, baka, fara á fætur, klæđa mig, setja tærnar í grasiđ, stíga út fyrir heimiliđ og anda ađ mér frísku lofti, skipta um á rúminu, sitja undir teppi og hlýja mèr, hlusta á hljóđbók… bara eitthvađ.

Einn hlutur á dag sem ég geri bara fyrir mig, byrja þar.

Ef ég hlúi ađ mér þá er ég betur ì stakk búin til þess ađ hlúa ađ öđrum.

Allt uppbyggilegt sem ég geri fyrir mig, áhrif þess munu smitast á alla í kringum mig.

En ég veit ađ ef ég geri ekki þessa hluti og ef mér tekst ekki ađ komast í gegn án þess ađ fara í fight/flight/freeze/fawn hegđun, ađ þá munu upptökur af minningum um höfnun, niđurrif og órökréttan efa koma aftur upp og þađ mun reyna ađ sannfæra mig um ađ ég hafi klúđrađ þessu og ađ þađ sé mér ađ kenna ađ þetta sé svona og afhverju geti ég ekki bara hugsađ uppbyggilega og áfram má telja.

En þađ eru upptökur af minningum um höfnun, niđurrif og óròkréttan efa ađ spilast, þetta er ekki hver ég er og hvernig ég raunverulega hugsa til mín og þetta er ekki satt.

Êg þarf ađ muna ađ hugur og lìkami vill ekki breytast, því hann er sannfærđur vegna reglanna um ađ ég sé í hættu ef þađ verđur einhver breyting.

Þetta er bara varnarkerfiđ mitt ađ streitast á móti til þess ađ reyna ađ vernda mig.

Ég þarf ađ muna þađ.

Ég þarf ađ gefa mér tíma og rými, þolinmæđi, samkennd og skilning.

Svo get ég reynt aftur. Ég mun þurfa ađ gera þetta aftur og aftur og aftur og þađ er allt í lagi ef þađ tekst ekki, ég get alltaf reynt aftur og aftur.

Eins og oft er sagt: þađ er ekki hversu oft þú fellur niđur sem telur, þađ er hversu oft þú stendur upp.

Ég þarf ađ gefa mér credit fyrir hvern litla sigur sem ég vinn fyrir sjálfa mig, sama hve smár. Því ég er ađ vinna ađ því ađ breyta trúm sem hafa veriđ til stađar í a.m.k. 20 ár. Þađ er ekki auđvelt, þađ er ekki notalegt og þađ er sársaukafullt, en þađ er hægt.

Sama hve langan tíma þađ virđist taka, þađ er samt hægt.

Ég þarf bara ađ halda áfram ađ velja fyrir sjálfa mig þessa nýju leiđ, fram yfir þá gömlu. Aftur og aftur og aftur.

Snùa til baka og finna verkfærin mín og nýta þau aftur og aftur og aftur.

Hlúa ađ mér aftur og aftur og aftur.

Í dag endurtek ég 4 setningar þegar ég byrja ađ taka eftir því að minningar um höfnun, niđurrif og órökréttan efa byrja að gera vart við sig.

Ég minni mig á ađ aftengja mig og einungis fylgjast međ.

Svo segi ég eftirfarandi viđ sjálfa mig:

1) ég er örugg

2) þetta er allt í lagi

3) þađ er eđlilegt ađ þetta komi

4) þetta er ekki hver ég ER.

 

Þetta er allt æfing. Endurtekning. Aftur og aftur og aftur ♡

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

 

– karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.