Tómiđ

Eina lýsingin sem ég hef fyrir því ađ hafa sem barn, upplifađ ađ vera yfirgefin, er hryllegt hjálparleysi, lìkt og ég sè ađ falla í lausu lofti međ ekkert til þess ađ grípa í, ég hef enga stjórn, ekkert grip, heimurinn fellur undan mér. Þađ er ekkert nema skelfing og tómleiki.

Í dag, ef ég hlúi ekki ađ þörfum og vilja annara upplifi ég þađ eins og ég sé ađ yfirgefa þá, skilja þá eftir í hjálparleysinu, tóminu, frjálsa fallinu og yfirþyrmandi þunganum sem ég upplifđi sjálf þegar ég upplifđi mig vera yfirgefna af þeim sem ég stólađi á fyrir öryggi, fyrir ást, sem barn.

Hugurinn og líkaminn segir mèr ađ ég sé skömm fyrir ađ valda þessari vanlíđan og ađ ég þurfi ađ laga þađ, en þađ sem raunverulega er ađ gerast er ađ ég er ađ fara í gegnum þessa vanlíđan, þessa minningu sem veldur því ađ ég upplifi mig hjálparlausa, í lífshættu, í þunga, í frjálsu falli, í tóminu og öllu þvî sem fylgir.

Tilfinningin er yfirþyrmandi og stjórnlaus og þess vegna færi ég stjórnina yfir á mig „ég er ađ valda þessu, ég er viđ stjórn“. Því ef ég er viđ stjórn þá get ég breytt þessu, lagađ þetta, tel mig vera ađ passa uppà ađ viđkomandi upplifi sig ekki yfirgefinn međ því ađ hlúa ađ vilja og þörfum hans, en er í raun ađ hlúa ađ vilja og þörfum hans til þess ađ verđa sjálf ekki yfirgefin.

Êg þarf ekki ađ horfast í augu viđ þá tilfinningu ađ vera yfirgefin ef ég passa í nútíđ, núna uppá þađ ađ ég verđi ekki yfirgefin.

En máliđ er ađ êg er í rauninni ekki hrædd viđ ađ vera yfirgefin af viđkomandi öđruvísi en ađ ef viđkomandi yfirgefur mig þá kveikir þađ á minningunni og ég neyđist til ađ fara í gegnum þá yfirþyrmandi og ógnvekjandi hrúgu af tilfinningum, hugsunum og minningum fortíđar. Ef ég forđast þađ ađ vera og passa uppá ađ verđa ekki yfirgefin međ fight/flight/freeze/fawn viđbrögđunum mínum, þá þarf ég ekki ađ fara í gegnum þâ sársaukafullu hrúgu.

Máliđ er ađ kerfiđ kveikti upprunalega â fight/flight/freeze/fawn viđbrögđunum því áfalliđ, þessar minningar, tilfinningar og hugsanir sem ég upplifđi þegar ég upplifđi ađ ég var yfirgefin sem barn, voru bara alltof mikiđ fyrir mig ađ ráđa viđ sem barn og kerfiđ telur þađ ennþá of mikiđ fyrir mig ađ ráđa viđ. Þess vegna gerir þađ hvađ sem er til þess ađ fâ mig til ađ forđast ađ vera yfirgefin.

Þegar ég upplifi ađ mín sé þarfnast þá verđ ég ađ vera til stađar, annars þarf ég ađ horfast í augu viđ þađ ađ hafa veriđ yfirgefin.

Þess vegna er svona erfitt og flókiđ ađ ná bata. Ég er međ undirmeđvitađar reglur um þađ ađ þađ er hættulegt ađ nâ bata, því ef ég leyfi mér ađ vera ég, þá veit ég ađ ég var yfirgefin fyrir þađ og þađ mun kveikja á þeirri hrúgu tilfinninga, hugsana og minninga um þađ.

Partur af þeim sem ég stólađi á fyrir öryggi þarfnađist þess frâ mér ađ ég hafnađi sjálfri mér. Ef ég gerđi ekki þađ sem var þarfnast frá mèr þá upplifđi ég þađ ađ vera yfirgefin. Ég hafđi stjórn „ef ég breyti sjálfri mér þá verđ ég ekki yfirgefin“ og þađ gekk upp. Mér tókst ađ forđast þađ ađ upplifa þađ ađ vera yfirgefin.

Sá partur þeirra sem ég stólađi á fyrir öryggi tel ég ómeđvitađ ađ þarfnist þess frá mér ađ ég nái ekki bata, ađ êg hafni áfram sjálfri mér, ađ ég horfi áfram á sjálfa mig sem skömm. Ef êg uppfylli ekki þær þarfir þá mun ég upplifa þađ ađ vera yfirgefin.

Ég er međ þá trú ađ ég sé skömm og svo lengi sem ég sé sammála því og iđrist þá verđi ég ekki yfirgefin.
Ef þađ vakna upp tilfinningar og hugsanir um ađ ég sé skömm og ég er kærulaus og aftengd gagnvart því, þađ má ekki, því ég tel ađ þađ færi mig nær því ađ valda öđrum þeim sársauka ađ verđa yfirgefin, en ég er í raun einungis nær því ađ upplifa minn eigin sársauka yfir því ađ hafa veriđ yfirgefin og reyna ađ taka stjórn á honum međ því ađ færa ábyrgđina fyrir sársaukanum yfir á mig.

En þetta er eitthvađ sem ég upplifđi, ekki eitthvađ sem ég olli sjálfri mér. Þetta var of mikiđ fyrir mig ađ ráđa viđ svo ég tók stjórn þar sem êg gat tekiđ stjórn.

Tvær trúir mótuđust:
– Ef ég yfirgef sjálfa mig mun öryggiđ ekki yfirgefa mig.
– Ef ég yfirgef ekki sjálfa mig mun öryggiđ yfirgefa mig.
Alltaf þegar ég upplifi þađ ađ eiga í hættu ađ vera yfirgefin þá kviknar á minningum, hugsunum og tilfinningum þess hvernig þađ var ađ upplifa ađ öryggiđ mitt sem barn hefđi yfirgefiđ mig. Þess vegna enda ég alltaf aftur í þessari hringrás.
Þegar ég neita ađ yfirgefa mig þá kemur þetta allt til baka.
Þađ verđur of yfirþyrmandi og stjórnleysiđ of mikiđ, svo ég reyni ađ taka stjórn međ því ađ yfirgefa sjálfa mig, ì von um ađ sársaukinn hætti.

En þegar ég yfirgef sjálfa mig þá geng ég um á glerbrotum því hvađ sem er gæti ýtt undir þađ ađ upplifa aftur þennan gríđarlega sársauka. Ég reyni ađ bæla þađ allt, held mér frá því ađ lifa og er einungis ađ reyna ađ lifa af.
Þegar ég yfirgef sjálfa mig tel ég mig hafa stjórnina à því hvort sársaukinn komi.

Ef ég næ í nútíđ ađ koma í veg fyrir ađ ég verđi yfirgefin þá þarf ég ekki ađ fara í gegnum sársauka fortíđar, en á sama tíma lifi ég í vanlíđan því ég fæ ekki ađ vera ég sjálf.

Þegar ég fæ nóg og neita ađ yfirgefa mig þá upplifi ég stjórnleysiđ.

En þess vegna gerist þetta líka aftur og aftur og aftur þegar ég byrja ađ ná árangri. Ég get ekki horfst í augu viđ allan sársaukann í einu, þađ væri bara yfirþyrmandi fyrir kerfiđ. Þess vegna þegar èg aftengi mig og næ ađ komast í gegn án þess ađ skilgreina mig eftir skömminni, þá þarf ég ađ gera þađ aftur og aftur og aftur, því ég er alltaf ađ komast nær í hvert skipti sem ég geri þađ, en ég verđ ađ halda áfram.

Skömmin er ì rauninni ađ hjálpa mèr međ því ađ reyna ađ taka stjórn á þessu stjórnleysi, en ég þarf ađ æfa mig ađ bregđast ekki viđ þeirri þörf ađ taka stjórn, einungis fylgjast međ, vera, fara î gegnum sársaukann, aftengjast.

Ég er ađ æfa mig ađ sýna sjálfri mér ađ ég er hèr og êg er til stađar, ég mun hlusta, ég mun sjá, èg mun skilja og svo lengi sem ég hef mig, þá verđi ég aldrei raunverulega yfirgefin. Því ég er ađ hlúa ađ þessum sársauka sjálf, ég mun ekki yfirgefa mig og þá þarf ég ekki ađ neyđast til ađ setja alla ađra fyrir framan mig til þess ađ verđa ekki yfirgefin.

Þeir sem vilja vera til stađar á međan ég hlúi ađ mér sjálf, þeir verđa til stađar.
Þađ var aldrei þeirra hlutverk ađ hlúa ađ mér eins og ég hefđi átt ađ læra ađ hlúa ađ mér sjálf.
Þađ var aldrei mitt hlutverk ađ hlúa ađ þeim, því þađ er þeirra eigiđ hlutverk ađ hlúa ađ þeim sjálfum.

Ég er mitt eigiđ sjálf. Ég hef mínar eigin þarfir og minn eigin vilja og þađ er mitt hlutverk ađ hlúa ađ því fyrst og fremst og svo öđrum.
Ađrir eru sitt eigiđ sjálf. Þeir hafa sínar eigin þarfir og sinn eigin vilja og þađ er þeirra hlutverk ađ hlúa ađ því fyrst og fremst og svo öđrum.

En þetta var skekkja hjá mér.
Ég hélt ađ ég þyrfti ađ hlúa fyrst og fremst ađ vilja og þörfum annara til þess ađ forđast ađ vera yfirgefin.
Ég hélt enn fremur ađ ađrir þyrftu ađ hlúa ađ mínum vilja og mínum þörfum, (því ég hafđi sjálf yfirgefiđ mig) til þess ađ mér myndi ekki líđa eins og ég hafi veriđ yfirgefin af þeim og neyđst til þess ađ fara í gegnum sársaukan sem fylgdi því.

Ég neita ađ lifa svona.
Ég neita ađ leyfa mér ekki ađ vera ég sjálf og telja mig ófæra um ađ hlúa um ađ sjálfri mér.
Þess vegna er ég ađ gera þessa vinnu.

Èg veit ađ um leiđ og ég finn fyrir og byrja ađ hugsa ađ ég sé skömm, ađ þá er èg ađ fara à móti kerfinu og þađ er þađ sem ég vil.
Èg aftengi mig og held áfram. Ég geri þađ aftur og aftur og aftur.

Þannig held ég ađ ég komist aftur til mín.

Međ því ađ horfast í augu viđ þađ ađ hafa upplifađ þađ ađ vera yfirgefin og allan þann sársauka sem fylgdi því.

Í hvert sinn sem ég geri þađ, þeim mun nær er ég ađ komast til baka.

Þađ er minn réttur ađ ná bata.
Þađ er minn réttur ađ fá ađ VERA ég, alveg eins og ég er.
Ég er ađ læra ađ yfirgefa ekki sjálfa mig.
Ég er ađ læra ađ VERA.

Ég er ađ læra ađ hægt og rólega, horfast í augu viđ tómiđ og fylla þađ upp međ sjálfsást.

 

Þetta er allt æfing. Endurtekning. Aftur og aftur og aftur ♡

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

 

– karen

 

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.