Ađ taka niđur grímuna

Þegar ég skrifa um ađ hafa veriđ hafnađ af þeim (ekki öllum sem betur fer) sem ég stólađi á fyrir öryggi, þá er sú höfnun frekar flókin ađ útskýra og einnig erfitt ađ skýra þær undirliggjandi ástæđur fyrir því hvernig þađ varđ „traumatic“. Ég er enn ađ reyna ađ skilja og púsla því saman. En eftir því sem ég best veit í dag þá á fyrst sér stađ þađ ferli sem býr til toxic skömm (hver þú ERT ert skömm, ekki þetta sem þú GERĐIR var skammarlegt) og svo höfnun í kjölfariđ. Hún getur faliđ í sér form af því ađ ást er dregin til baka, í formi þess ađ ég sé skilin eftir, ýtt til hliđar, horft á mig eins og ég sé viđurstyggđ og vonbrigđi, sársauka (t.d. andlegt eđa líkamlegt ofbeldi) beint ađ mér, ég yfirgefin, niđurlægđ og lítillækkuđ sem dæmi.

Ástin er svo ekki sýnd og/eđa gefin aftur nema ég ađlagist ađ þeirri hugmynd af mér sem öryggiđ mitt vildi ađ ég væri og hafni sjálf þeim pörtum af mér sem öryggiđ vill ekki, til þess ađ þörfum og vilja öryggisins yrđi mætt, í stađ mínum eigin eđilegu þörfum og vilja sem barn.

Sama hvernig önnur öryggi reyna ađ byggja mig upp sem barn, þá verđur alltaf þessi partur af mér sem finnst eitthvađ vanta og telur sig VERA skömm, vera mistök.

Tilfinningin skömm í sjálfri sér er eđlileg og nauđsynleg og kennir okkur mörkin okkar sem börn. Þađ ađ viđ höfum gert eitthvađ vitlaust og erum skömmuđ fyrir þađ getur vakiđ upp skömm, sem fær okkur til þess ađ hugsa okkur tvisvar um ađ gera þađ aftur. Skömm er held ég sirka svona „úps èg gerđi mistök og ađrir sáu þađ, ég hefđi ekki átt ađ gera þađ og nú er ég ansi ósátt međ ađ ég hafi gert þađ sem ég gerđi, þađ var ekki sniđugt“. Toxic skömm virkar ekki þannig. Toxic skömm segir „þađ ađ ég gerđi mistök sýnir ađ ég ER mistök og ađrir sjá þađ, ég á ekki ađ vera eins og ég er, þađ er eitthvađ ađ mér eins og ég er“.

Þađ er einhvern veginn sjálfsagt okkur ađ öryggi okkar endurspegli okkur sem eđlilegar, góđar manneskjur og horfi á þarfir og vilja okkar sem eđlilega hluti sem þurfa mörk rétt eins og allt annađ. Þađ býr til grunnstođir til þess ađ stóla á í þessum heimi.

En þegar þarfir og vilji okkar eru sagđir sýna ađ viđ ERUM skömm, þá verđur til flækja og viđ byrjum þess í stađ ađ reyna ađ eltast viđ þarfir og vilja annara í stađ okkar eigin. Því ekki viljum viđ VERA skömm og horfđ á sem skömm, sem mistök í augum annara. Þađ ađ vera á neikvæđan hátt öđruvísi en ađrir sem barn setur okkur í hættu á ađ vera ýtt til hliđar af hópnum, ađ vera hafnađ, ađ vera skilin eftir, ađ vera yfirgefin.

En úr því ađ hin öryggin endurspegluđu mig sem eđlilega og góđa manneskju, þá reyndi ég ađ berjast á móti þeirra skilgreiningu ađ ég væri skömm. En þær leiđir bjuggu bara til enn meiri skömm, enn meiri hættu, enn meiri sársauka svo ađ lokum neyddist ég til þess ađ hafna þeim pörtum af mér sem sýndu ađ ég VÆRI skömm og sem ást var dregin til baka fyrir ađ sýna. Èg neyddist til þess ađ ýkja þá parta af mér sem ég var samþykkt fyrir, sem èg fékk ást fyrir og þannig var ég búin ađ hafna mínum eigin þörfum og vilja og neyđast til þess ađ hlutgera mig, ađlagast vilja og þörfum annara. Í hvert sinn sem ég átti í hættu ađ mögulega rekast á þá parta af mér sem ég var SKÖMM fyrir, þá byrjuđu hættukerfin ađ fara í gang.

En međ tímanum varđ ég orđin góđ í því ađ ýta þessum pörtum niđur og ýkja hina partana sem ég var samþykkt fyrir. Þađ mótađist ákveđin gríma og þessi gríma reyndi ađ uppfylla vilja og þarfir annara til þess ađ lifa af. Ef hún gat þađ ekki hrundi hún niđur í skömm. En hún var orđin góđ í því ađ laga þađ ef hún gat ekki uppfyllt þarfir og vilja annara, orđin góđ í ađ afsaka sig fyrir þađ, bæta upp fyrir þađ og rífa sig sjálf niđur fyrir ađ VERA skömm fyrir þađ. Hùn lærđi ađ taka sjálf á sig þađ hlutverk ađ minna sig á ađ hún VÆRI skömm til þess ađ viđhalda grímunni, viđhalda hlutverkinu ađ uppfylla vilja og þarfir annara á því hver hún þyrfti/ætti ađ vera.

Ég lifđi undir þessari grímu lengi, leyfđi mér ekki ađ verđa reiđ eđa setja öđrum mörk, leyfđi mèr ekki ađ gera mistök án þess ađ kaffæra mér í hugsunum ađ ég VÆRI skömm og ađ ég ætti skiliđ ađ vera meidd eđa refsađ fyrir þađ, leyfđi mér ekki ađ gráta án þess ađ kaffæra mér í skömm og úr þvì ađ ég gat ekki leyft mèr ađ vera reiđ þá grét ég þegar ég þurfti ađ verja mig, svo þađ skapađi enn meiri skammarhringrás. Partarnir sem ég ýkti, þessir hjálplegu, þessir međvirku, ég var stolt af þeim, en þeir skildu mig eftir orkulausa, því ég gat ekki veriđ til stađar fyrir sjálfa mig.

En ég lifđi undir þessari grímu lengi og var samþykkt fyrir þađ. Hún veitti mér öryggi frá því ađ utanađkomandi einstaklingar gætu rifiđ mig niđur því ég var sjálf ađ standa mig í því hlutverki, passa ađ þóknast, ekki voga mér ađ hugsa um mig. Ef einhver særđi mig, þá undir yfirborđinu tók ég undir međ viđkomandi og reif mig niđur fyrir ađ geta ekki sinnt hlutverkinu, geta ekki passađ upp á grímuna.

Þađ var ekki fyrr en ég rak mig illa á sem allt breyttist. Ég var ađ reyna ađ „fullkomna“ þessa mynd af mér sem ég hélt ég ætti ađ vera, hélt ég þyrfti ađ vera. Ég rak mig á þegar ég hélt ég hefđi gert „nóg“ til þess ađ vera samþykkt af örygginu mínu, sama öryggi og sagđi mig VERA skömm. Þarna var ég komin, búin ađ ýkja allt sem gerđi mig ekki skömm og hafna því sem gerđi mig ađ skömm. En þađ var samt ekki „nóg“.

Þađ var þá sem ég uppgötvađi tilvist grímunnar, og þann möguleika ađ hún væri ađ skemma fyrir mér, halda mér frá því ađ vera ég sjálf, alveg eins og ég er.

Ég byrjađi ađ taka eftir henni koma upp og fyrst ég vissi af henni núna og vissi af því ađ hún var ekki ađ hjálpa mèr þá líkađi mér ekki lengur viđ hana. Èg vildi hana ekki lengur. Êg vildi vera ég.

Þađ var þarna sem andlega heilsan mín rakst á vegg. Þađ var þarna sem ég byrjađi ađ hrynja niđur. Allt sem ég hafđi stólađ á til þess ađ halda mèr öruggri var ađ skemma fyrir mér og halda mèr frá því ađ eltast viđ þađ sem ÉG þarfnađist og þađ sem ÉG vildi. Allt sem ég hafđi stólađ á til ađ halda mér öruggri var ađ halda mér frá mér.

Þađ byrjađi međ því ađ taka eftir kvíđa þegar gríman kom upp, ég reyndi ađ fela þađ, reyndi ađ þóknast þó ég vildi ekki þóknast og var komin í togstreitu viđ sjàlfa mig. Allt sem gríman reyndi ađ fà mig til ađ gera til þess ađ halda mèr öruggri vildi ég ekki gera, skammađist ég mìn fyrir ađ gera.

Kvíđinn breytist í yfirþyrmandi hræđslu, lìkt og einhver ósýnilegur væri stöđugt ađ ógna lífi mínu um leiđ og ég átti í hættu á ađ mögulega setja mörk, mögulega gera mistök, hugsa þađ sem ég „átti“ ekki ađ hugsa, muna þađ sem ég „átti“ ekki ađ muna og líđa eins og mér „átti“ ekki ađ líđa. Ég trúđi því ađ ég ætti skiliđ ađ vera meidd og refsađ fyrir þađ og líkaminn vildi bara hrynja í gólfiđ og gefast upp.

Ég fór ađ stama þegar fólk talađi viđ mig, hrædd um ađ segja eitthvađ vitlaust, byrjađi ađ hverfa frá augnablikinu og reyna eins og ég gat ađ leyfa engum ađ sjà ađ eg var ekki á stadnum lengur, reyndi ađ gefa viđeigandi svör og kinka kolli án þess ađ ná raunverulega ađ taka á móti neinu sem viđkomandi var ađ segja, of hrædd viđ ađ valda vonbrigđum og verđa mögulega dæmd (yfirleitt órökrétt) fyrir ađ vera ekki ađ hlusta, eđa fyrir ađ vita ekki svörin, hafa ekki rêttu svörin. Týnd í toxic skömm innra međ mér skíthrædd viđ ađ ytri ađstæđur myndu ýkja hana ennþá meir međ dómhörku, niđurlægingu, eđa einfaldlega niđurrifi (yfirleitt órökrétt).

Ég hætti ađ vilja vera í kringum fólk, skömmin innra međ mér reyndi einnig ađ sannfæra mig um ađ èg væri ađ gera fólki eitthvađ þegar ég gat ekki uppfyllt vilja og þarfir þess, en ég vildi aldrei ekki gera neinum illt og hræddist þađ.

Ég taldi mig ekki örugga sjálfri mér, mig ekki örugga öđrum, ađra ekki örugga mér og heiminn ekki öruggan fyrir neinn. Mér fannst ég hvergi örugg þegar þetta „ástand“ tók yfir. Ég hafđi engan samastađ. Þess vegna fór ég alltaf aftur til baka í þađ ađ reyna ađ uppfylla vilja og þarfir annara. Ég treysti mér ekki fyrir mínum eigin og taldi mig vera ađ valda öđrum sársauka ef ég myndi sinna mínum eigin þörfum og vilja og setja þađ í fyrsta sæti. En þađ er þađ sem þarf ađ gerast. Súrefnisgríman fyrst á mig, ég get ekki hellt úr tómri könnu.

Þađ er þađ sem þarf ađ gerast en þađ er nákvæmlega þađ sem varnarkerfiđ vill ekki. Þađ vill öryggiđ sem ég bjó til sem barn og virkađi áđur fyrr til þess ađ hjálpa mér ađ lifa af. Þađ er ekki ađ fara ađ gefast upp friđsællega þegar ég set allt kerfiđ í uppnám međ því ađ fara ađrar leiđir en áđur. Þetta er eins konar sjálfseyđilegging til þess ađ reyna ađ halda mér öruggri og èg hef séđ skýrt hvernig þađ gerist.

Þegar ég hef valiđ ađ fara „nýju leiđina“ í stađ „gömlu“ og er ađ ná árangri þà nânast alltaf eftir örfáa daga, getur veriđ vika, þá hryn ég niđur. Niđurrif og efi yfirtekur mig og ég verđ „overwhelmed“. Kerfiđ reynir ađ snúa mèr til baka, reynir ađ gera allt til þess ađ sannfæra mig um ađ ég sé skömm, býr til ljótar hugsanir, fær mig til ađ efast um minningar, hugsanir, tilfinningar, jafnvel efast um þá sem veita mér raunverulega öryggi, ást og hlýju í dag, sem verđur ótrúlega erfitt og sárt og kaffærir mér í vonleysi. Allt þetta til þess ađ vernda mig frá „nýju leiđinni“ því þađ telur ađ hún sé ekki öryggi og êg sé ađ setja mig î hættu, vegna fyrri reynslu. Allt til þess ađ sannfæra mig um ađ öryggi sé hætta og hætta sé öryggi, haldandi ađ þađ muni hjàlpa mér ađ lifa af.

En ég veit núna ađ alltaf þegar þetta gerist, þessi sjálfseyđilegging, þá veit ég ađ ég er ađ gera eitthvađ rétt. Þá veit ég ađ ég er ađ stíga í burtu frá falska örygginu. Því varnarkerfiđ heldur ađ ég sé í hættu (í eđlilegum ađstæđum).

Ađ komast í gegnum sjálfseyđilegginguna er viđbjóđur, ég get ekki orđađ þađ öđruvîsi. Hún hefur sannfært mig um ađ ég SÊ versta manneskja á plánetunni og ađ ég sé fær um ađ gera verstu hluti sem ég get ímyndađ mér. Hún er mjög kraftmikil og hennar markmiđ er eitt:

Þađ er hættulegt fyrir mig ađ ná bata. Þađ er hættulegt fyrir mig ađ vera eins og ég er.

Þegar sjálfseyđileggingin tekur viđ þá er þađ eins og þađ sê sett hóla á veginn. Ég þarf ađ labba yfir þá, sama hvađa skrímsli mæta mér á leiđinni, èg þarf ađ komast yfir.

Nú veit ég ađ sjálfaeyđileggingin er ekki ég og er einungis upptökur af minningum þess að vera hafnað og þau skilaboð sem mér var gefið á þeim tíma, beint eða óbeint, síendurtekið. Þetta eru minningar um niđurrif og ég veit ađ niđurrif er ekki beitt ađ mér til þess ađ byggja mig upp. Þetta eru minningar um skilaboð sem brutu mig niđur því þađ þjónađi viđkomandi betur í þeim ađstæđum á þeim tíma. Þetta er ekki það sem mér raunverulega finnst um sjálfa mig heldur skilaboð sem mér var gefin um sjálfa mig er mér var hafnað af einhverjum sem ég réði ekki við að vera hafnað af sem barn.

Til þess ađ forđast áframhaldandi höfnun/sársauka/ađ vera yfirgefin af viđkomandi í þeim ađstæđum neyddist ég til þess ađ taka viđ þessum skilaboðum sem sannleika þess sem ég ætti að upplifa og hugsa um sjálfa mig.

Þetta niđurrif og þessi efi er ekki ég ađ tala um mig. Þetta er eitthvađ sem ég lærđi ađ skilgreina mig sem, útfrá einhverjum öđrum, en þetta kom aldrei frá mér og þetta er ekki ég. Fólk sem hefur hag hvors annars fyrir brjósti byggir hvort annađ upp međ hjálplegri gagnrýni og leiđbeiningu, þađ rífur ekki hvort annađ niđur. Ég hef sjálf minn hag fyrir brjósti og þess vegna veit ég ađ þetta er ekki það sem mér raunverulega finnst um sjálfa mig.

Þessar hugsanir eru lærđar, einhvað sem ég hef tekið inn á mig til þess að vernda mig frá frekari höfnun og niðurrifi. Allt sem ég lærđi ađ skilgreina mig sem, eru skilaboð lærđ frá umhverfinu og kemur ytra. Þađ sem er endurspeglað til mín, bæđi þađ góđa og slæma. Allt sem ég er, einfaldlega ER. Orka sem kemur, fer í gegn og aftur út.

Ég held ađ viđ lærum líka ađ taka inn á okkur niđurrif þegar viđ sjáum því beint ađ einhverjum öđrum, ekki einungis okkur sjálfum. Viđ lærum ađ forđast ađ VERA eins og viđkomandi ER, sem er hafnað og niđurrifinu er beint ađ. Viđ lærum ađ forđast þá parta af okkur sjálfum sem eru eins og eđa líkir pörtunum sem viđkomandi er hafnað fyrir.

Viđ viljum tilheyra sem manneskjur og ef viđ sjáum einhvern sem virđist ekki passa inn í fyrir „eitthvađ“, þá viljum viđ ekki ađ þetta „eitthvađ“ sé tekiđ eftir í okkur sjálfum. En hvert okkar er mismunandi og èg held ađ svona hlutir séu bæđi međvitađur og ómeđvitađir en ég held einnig ađ þađ þurfi ađ vera einhverjir ađrir þættir til stađar til þess ađ viđ tökum niđurrif inn á okkur. Hvort sem þađ tengist ađstæđum, einstaklingum, atburđum, sársaukaskala o.s.frv. viđ erum öll mismunandi, međ mismunandi bakgrunn, upplifanir, hugsanir, tilfinningar og allt þađ sem gerir okkur einstök.

Mikilvægasti parturinn er ađ niđurrif og eigin höfnun gagnvart okkur sjálfum kemur aldrei upprunalega frá okkur sjàlfum, þađ eru alltaf ytri þættir ađ baki sem hafa þau áhrif ađ viđ lærum ađ taka þau skilaboð inn á okkur, lærum ađ gefa því sannleiksgildi fyrir okkur sjálf, en þađ kom aldrei upprunalega frá okkur sjálfum.

Nú veit ég ađ þessar toxic niđurrifshugsanir koma ekki frá mér, þetta eru minningar um skilaboð sem mér var gefið um það hver ég er, er mér var hafnað. Þær segja ekkert um þađ hver ég er. Þetta eru bara skođanir, ekki hver ég er, og nú veit ég ađ þessi skilaboð vori ekki gefin međ minn raunverulega hag fyrir brjósti.

Þetta er ekki hver ég er, þetta eru skilaboð sem ég hef tekið inn á mig frá einstaklingum sem vilja ađ ég setji upp grímuna því þađ þjónar þeim betur.

En þetta er mitt líf og ég hef valiđ ađ taka niđur grímuna og leyfa mér ađ vera ég. Þađ er ég.

Ég er því ađ læra ađ aftengja mig viđ þessi skilaboð, því þau segja ekkert um það hver ég er. Þetta er eitthvađ sem ég neyddist til þess ađ trúa ađ væri sannleikur, því þađ hjálpađi mér ađ gera þađ á þeim tíma. En þetta var aldrei sannleikur, þetta endurspeglađi aldrei mínar eigin hugsanir og tilfinningar gagnvart sjálfri mér. Þetta er ekki hver ég ER.

Þađ er þađ sem ég þarf ađ muna þegar ég stíg yfir hólana, þetta er ekki ég, þetta kemur mér ekki viđ, ég horfi, ég hlusta, ég sé, en ég er aftengd, því þetta er ekki hver ég er. Þetta er eitthvađ utanađkomandi sem er ađ reyna ađ sameinast mér, skilgreina mig, en þetta er ekki ég, ég er aftengd þessu. Leyfum þessu bara ađ koma, leyfum þessu bara ađ fljóta yfir mér, en þetta er ekki ég.

Svo þegar ég stíg yfir hólana og er komin aftur af stađ í átt ađ „nýju leiđinni“ þá kalla ég fram styrk og heilbrigđa reiđi yfir því ađ ég hafi fengiđ þessi skilabođ og þessar tilfinningar um sjálfa mig frá umhverfi sem hafði það hlutverk að styrkja mig, ekki brjóta mig. Ég leyfi reiđinni ađ koma yfir mig, tek á móti henni eins og gömlum vin, heyri hvađ hún hefur ađ segja, þar til hún er tilbúin ađ kveđja.

Í hvert sinn sem ég fer í gegnum þetta ferli, þá brotnar gríman meira og meira, aftur og aftur og aftur og aftur geri ég þetta þar til ekkert situr eftir nema ég, alveg eins og ég er, nakin, einlæg, bara ég, örugg í því ađ vera ég, örugg í því ađ vernda mig, örugg í því ađ gera mistök, gangast viđ þeim og læra af þeim, örugg í því ađ læra af öđrum og biđja um hjálp.

Örugg í því ađ VERA. Þetta er markmiđiđ. Eitt skref í einu.

Þetta er allt æfing. Endurtekning. Aftur og aftur og aftur ♡

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

 

– karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.