Fyrirgefningin

Eitt af því sem ég á erfitt með að orða rétt og útskýra.

Fyrirgefningin.. ég hef verið að ganga í kringum hana ár eftir ár. Hvað það þýðir og hvernig ég eigi að fara að því að fyrirgefa.

Að fyrirgefa er ekki það sama og að samþykkja það sem gerðist heldur gangast við því. En hvað svo?

Ég hef verið föst í hringrás ár á eftir ári. Að leyfa mér að gangast við því sem gerðist, en um leið og ég gerði það opnaðist tómið og ég hrundi niður. Ég leitaði að staðfestingu frá öllum sem vildu gefa hana. Það var ekki öruggt fyrir mig að treysta sjálfri mér og ég neyddist til að leita utan mín.

Ég sagði öllum sem vildu heyra minn sannleika, því hann var ekki öruggur hjá mér. Ég fékk staðfestingu á því að mér mætti líða eins og mér leið í gegnum aðra. Ég hlúði að sjálfri mér í gegnum aðra. Svo vaknaði ég upp úr tóminu, sá hvernig ég hafði gefið frá mér minn sannleika, án þess að vita hvort þeim sem ljáði mér eyra væri treystandi og fylltist af hræðslu og reiði gagnvart sjálfri mér.

Hvernig datt mér í hug að segja frá? Afhverju gat ég ekki hætt að segja frá? Hvað væri eiginlega að mér?

Ég skildi ekki sjálfa mig. Ég vildi komast burt frá fortíðinni en ég var sjálf stöðugt að tala um hana og opna sárið. Þetta passaði ekki. Mér leið eins og ég væri í stríði við sjálfa mig.

Sannleikurinn var ekki öruggur hjá mér og í gegnum aðra fékk hann rými og sama hve oft ég sagði frá, þá breyttist ekkert. Margir urðu þreyttir á því að hlusta á mig tala um sömu hlutina aftur og aftur og aftur. Ég var meðvituð um það, en ég gat samt ekki hætt.

Ég var sú sem ég þurfti fyrst og fremst á að halda til þess að hlusta. Án sjálfrar minnar breyttist ekkert. Ekki neitt.

Ég setti plástra á sárin og gat haldið áfram. Þar til sárið opnaðist aftur og ég neyddist til að stóla á aðra til þess að staðfesta og treysta. En traustið sem ég þurfti fyrst og fremst var mitt eigið og ég gat ekki gefið mér það. Því þá hrundi ég ofan í tómið.

Tómið er það sem ég þarf að hlúa að. Ég þarf að veita því athygli, leiðbeina mér og sýna mér ást þar. Sýna mér að ég get fyllt það, alveg sjálf. Ég er sú eina sem get fyllt það. Allt annað virkar tímabundið og verður aldrei nóg. Ég verð að gera það.

Ég er að læra að gangast við því sem gerðist og færa ábyrgðina yfir á þá sem voru ábyrgir þegar ég var barn. Þannig get ég hlúið að innra barninu og sýnt því að það hefði ekkert getað gert og að það var ekki því að kenna.

Það er mikilvægt að taka þá ábyrgð af öxlunum mínum og þá trú að ég sé ekki nóg. Ég var alltaf nóg, aðstæður gerðu mér það einfaldlega hættulegt fyrir að trúa því sjálf. Það var mínum hag fyrir bestu á þeim tíma, í þeim aðstæðum að trúa því að ég væri ekki nóg.

Það er mikilvægt að ég viti að það er ekki eitthvað sem ég valdi meðvitað að trú heldur einungis eina leiðin sem líkami, hjarta, hugur og sál hafði til þess að sýna mér ást og halda mér öruggri.

Það er mikilvægt að ég viti það og viti að partar af mér halda ennþá fast í þá gömlu leið til þess að sýna ást. Þá leið sem allt sem ég var þá vissi ekki að gæti breyst, vissi ekki að það myndi læra aðra leið eftir því sem ég yrði eldri, til þess að elska mig.

Það er mikilvægt að ég fyrirgefi sjálfri mér fyrir að gera það eina sem var í stöðunni þá til þess að sýna mér ást. Það er mikilvægt.

Sú leið var að kenna sjálfri mér um, efast um sjálfa mig og hætta að treysta sjálfri mér og stóla alfarið á aðra til þess að vita hvað var mér fyrir bestu. Tilfinningar voru dæmdar, hugsanir, minningar, að ég gæti gert mistök, að ég þyrfti að setja mörk, allt þetta kveikti á efa og ég neyddist til þess að stóla á aðra til þess að vita hvað væri best fyrir mig.

Ég lifði eftir því mynstri og er ennþá að vinna úr því. En ég gerði mér ekki grein fyrir því á þeim tíma að ég var að gera ýmsa hluti sem héldu mynstrunum við.

Að leita alfarið að staðfestingu á mínum sannleika ytra var einn af þeim. Ég vissi að það var ekki gott fyrir mig og ég vissi hve mikið ég þráði að stoppa það, en ég vissi ekki hversu alvarlegt þetta var orðið.

Bara það að ég stólaði alfarið á staðfestingu annara á því hvað ég hafði upplifað og var að upplifa var skýr vísbending um það að ég var alfarið að stóla á aðra í gegnum lífið.

Með því að segja frá því sem gerðist án þess að vilja það og hugsa um það sem ástæður fyrir því afhverju ég væri eins og ég væri í dag, þá var ég að gefa frá mér allt vald yfir sjálfri mér. Því ég festist þarna.

Þetta var ekki þannig að ég tók ábyrgðina af sjálfri mér, gekkst við því sem var og hlúði að mínum eigin sárum. Ég tók ábyrgðina af mínum eigin herðum, færði hana yfir á fortíðina, efaðist, leitaði staðfestingar ytra og festist þar.

Ég taldi mig vera að fara í gegnum sársaukann með því að tala um hann aftur og aftur og aftur. En þetta er fín lína, að tala um hlutina til þess að vinna úr þeim og geta ekki hætt að tala um hlutina og leita staðfestingar ytra vegna vantrausts til sjálfrar minnar.

Ég var ómeðvitað að segja við sjálfa mig aftur og aftur og aftur „aðrir stjórna þér“ með því að leita að staðfestingu á því að mér mætti líða eins og mér leið frá öðrum og með því að tala um fortíðina sem ástæðu þess að mér leið eins og mér leið að þá var ég ómeðvitað að segja við sjálfa mig aftur og aftur „fortíðin stjórnar þér“.

Því með því að tala aftur og aftur um fortíðina sem ástæður fyrir því hvernig mér leið án þess að raunverulega vilja það og án þess að það hjálpaði mér á einhvern hátt að þá var ég í rauninni að gefa henni vald yfir mér og gefa frá mér mitt eigið vald yfir sjálfri mér.

Ég var komin langt yfir línuna yfir því hvað var hjálplegt fyrir mig að tala um þessa hluti. Hugsanirnar voru þráhyggjukenndar og mér leið eins og ég hefði enga stjórn.

Fyrst og fremst þurfti ég að búa sjálf til rými fyrir sannleikann innra með, ég varð sjálf að gangast við honum. Ég varð sjálf að læra að treysta sjálfri mér aftur. Aðrir gátu einungis staðið við bakið á mér á meðan ég lærði að treysta sjálfri mér.

Nú er ég alls ekki að stinga upp á því að það sé best að burðast með hlutina einn og ekki leita ytra fyrir aðstoð og yfirsýn. Ég er einungis að tala um fyrir mitt tilfelli að þá hafði þetta þróast í þráhyggju og sama hver staðfesti það sem ég hafði að segja, að þá var það aldrei nóg því ég treysti ekki sjálfri mér.

Flestir vilja ekki tala um erfiða hluti, ég gat ekki hætt. Allt líf mitt snerist um að tala um þessa hluti. Aftur og aftur og aftur og ég gat ekki fengið mig til þess að hætta því. Þetta var orðið eins og einhver fíkn sem ég gat ekki gengið í burtu frá.

Leiðin sem virkaði í barnæsku var ekki að virka núna, er ekki að virka núna. Ég lærði að það væri mér fyrir bestu að trúa því að ég væri ekki nóg og taldi mér trú um að ég væri ekki nóg. En ég er núna að læra að sýna sjálfri mér að ég er nóg og ég hef alltaf verið nóg, núna er ég bara fyrst að leyfa mér að sjá það.

En aftur að fyrirgefningunni. Það er mikilvægt að ég gefi sjálfri mér rými fyrir allt sem ég upplifi vegna fortíðar og minninga hennar. Ef ég gengst við því sem gerðist þá þýðir það ekki að ég megi ekki vera reið yfir því þegar þær tilfinningar koma upp eða hvaða tilfinningar sem koma upp.

Það er mikilvægt að ég fyrirgefi sjálfri mér fyrir að halda áfram í gömul mynstur sem voru mótuð af ást en valda mér sársauka í dag. Það er mikilvægt að ég færi ábyrgðina á því sem gerðist þá þar sem hún á heima og í burtu frá sjálfri mér. Það er mikilvægt að ég færi ábyrgðina á því sem er yfir á mig því ég er sú eina sem get fyllt þetta tóm, með því að sýna mér meðvitað að ég er elskuð og ég er nóg.

Það er mikilvægt að ég sé meðvituð um að ef ég held ennþá of fast í að fortíðin stjórni því hvernig mér líður í dag, að þá er ég að gefa frá mér mitt eigið vald og gefa fortíðinni vald yfir mér. Þá er ég í raun að segja mér að ég sé að þóknast fortíðinni, að hún stýri mér.

Það sem stýrir því hvernig mér líður í dag er það sem ég er meðvituð um, þau verkfæri sem ég hef, hvernig ég hlúi að sárinu og hvernig ég leiðbeini mér þegar það opnast.

Sagan sem ég var að segja mér var að eitthvað gerðist í fortíðinni sem olli því að ég er eins og ég er.

Sagan sem ég er að segja mér er að eitthvað gerðist í fortíðinni sem skapaði sár sem skýldi mér fyrir því að sjá mig eins og ég er og að það er núna mitt hlutverk að hlúa að þessu sári. Ég er eins og ég er og ég er hægt og rólega að leyfa mér að sjá það.

 

Þetta er allt æfing. Endurtekning. Aftur og aftur og aftur ♡

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

 

– karen

 

Ef og aldrei

Ég er nóg. Setning sem viđ höfum öll heyrt aftur og aftur.

Umhverfi, samfélagsmiđlar og fyrri reynsla getur gefiđ okkur þau skilabođ um ađ viđ séum ekki nóg og ef viđ bara…. þá værum viđ nóg.

Orđ sem ég hef sjálf fariđ međ.

Nema međ örlítilli breytingu á orđalaginu. Ef ég bara… þá fæ ég ást. En þá hef ég ađ leitađ út fyrir sjálfa mig og tekiđ burtu frá því sem er.

Ef ég bara… þá fæ ég ást þróađist í þađ ađ vera ég mun aldrei fá þá ást sem ég þrái og þarfnast, sama hvađ ég geri.

Þegar ef var á undan þá hafđi ég allavegna stjórn og möguleika til ađ koma í veg fyrir ađ upplifa tilfinningar þess ađ fá ekki ást međ því ađ lagfæra og breyta hlutum viđ sjálfa mig og fá þannig samþykki, fá þannig tilfinningu fyrir því ađ allavegna þetta augnablik þá upplifđi ég mig elskađa. Skammtímalausn.

En þegar aldrei kom inn í spiliđ, þá upplifđi ég algjört stjórnleysi. Þegar sama hvađ ég gerđi þá fékk ég ekki þá ást sem ég þráđi og þarfnađist.

Þegar allt sem ég var og gerđi og breytti og lagađi viđ sjálfa mig, var ekki nóg til þess ađ fá þá ást sem ég þráđi og þarfnađist.

Þetta sár myndađist í bernsku en var áfram alltaf ađ koma upp á yfirborđiđ. Ég hélt því í skefjum međ því ađ reyna ađ fylla tómiđ međ þeirri ást sem ég fékk frá öđrum. En þađ var ekki nóg og þađ verđur aldrei nóg.

Því þetta er ást sem ekki er hægt ađ skipta út utan viđ sjálfa mig. Eina manneskjan sem getur fyllt í þetta skarđ er ég sjálf, enginn annar. Ekki einu sinni „öryggiđ“ sem ég þrái og þarfnast þess ađ fá ást frá.

Því minningin er áfram til stađar og hugurinn gerir ekki greinarmun á raunveruleika og minningum. Ég hef veriđ ađ eltast viđ samþykki einhvers sem er ekki einu sinni lengur til, ekki eins og „öryggiđ“ var þá.

Ekkert sem ég gerđi þá var nóg. Ekkert sem ég var þá gaf mér skilyrđislausa ást. Mér var hafnađ af „örygginu“ fyrir þađ ađ vera eins og ég var og sama hvađ ég gerđi breytti engu um þađ. Ég lærđi ađ tefja þađ međ því ađ þóknast en þađ var ekki nóg og kom alltaf aftur til baka.

Þannig þróađist þađ úr ef í aldrei. Úr því ađ upplifa ađ fá ekki ást en getađ lagađ þađ yfir í ađ fá ekki ást og getađ ekki gert neitt viđ því. Svo flakkađist þetta á milli. Frá því ađ geta komiđ í veg fyrir hlutina međ því ađ taka stjórn, ađ því ađ geta ekki komiđ í veg fyrir hlutina þrátt fyrir ađ taka sömu stjórn og hafđi virkađ fyrr.

Ég lærđi ađ ég gæti fyllt tómiđ međ ást frá öđrum međ því laga mig og breyta en einnig ađ tómiđ gæti ekki veriđ fyllt því sama hvađ ég gerđi þá fengi ég ekki ást, ég væri ó-elskanleg, ég væri ekki nokkurn tíman þess verđug ađ fá ást.

Mjög ruglingsleg skilabođ fyrir barn ađ ganga međ. Togstreita á milli tveggja skilabođa. Þú verđur elskuđ ef../Þú munt aldrei verđa elskuđ.

Ég upplifđi tómiđ ef ég gat ekki uppfyllt þađ ađ ég fengi ást frá öđrum og stundum var þađ nóg til þess ađ ég myndi hrynja ofan í þađ alveg. En ég hrundi ofan í tómiđ ef ég gat ekki uppfyllt þađ ađ ég fengi ást frá þeim sem voru mér mikilvægastir og ef ég taldi sjálfa mig vera mistök sem ekki væri hægt ađ laga á neinn hátt þ.e. þegar toxic skömm tók yfir mig.

Eins reiđ og sár ég er yfir því ađ „öryggi“ sem hafđi einungis þađ hlutverk ađ elska mig eins og ég er, gat ekki gert þađ og hvađ þađ hefur skapađ mikiđ tómarými innra međ mér og stöđugan ótta, þá er ég samt sem áđur međvituđ um þađ ađ orsakirnar liggja lengra en þangađ.

Allt sem gerist hefur allt međ færnikunnáttu, fyrri reynslu, ađstæđur, umhverfi, verkfærakistu o.s.frv. ađ gera.

Allt gerist af ástæđum. Lögmáliđ um orsök og afleiđingu.

Þađ tekur ekki frá minni eigin upplifun en þađ skýrir hana og þađ færir mig frá því ađ festa mig viđ „öryggiđ“.

Ég er reiđ og sár yfir ađstæđunum, reynslunni og sársaukanum en ég vel líka ađ trúa því ađ allt gerist af ástæđu og ađ þær kenna okkur eitthvađ sem viđ, af einhverjum ástæđum, þurftum ađ læra.

Ađrar reynslur tóku viđ í kjölfariđ, sumar ótengdar „örygginu“ en stækkuđu samt sem áđur tómiđ sem var þar þá nú þegar.

Nú þegar ég er ađ horfast í augu viđ þađ, taka ábyrgđ á þeirri óhjálplegu hegđun sem verndar mig frá því, þá á ég auđvelt međ ađ misstíga mig og detta ofan í þađ. En þađ er einmitt þađ sem ég þarf ađ gera. Kynnast því og fylla þađ međ sjálfsást. Leiđa mig sjálf í gegnum myrkriđ.

Þađ getur hjálpađ ađ minna mig á ađ sama hvađ ég geri til ađ þóknast þá verđi þađ aldrei nóg fyrir „öryggiđ“ og þess vegna breytir þađ engu hvađ ég geri til ađ þóknast öđrum, þađ mun aldrei fylla tómiđ. Ađrir geta ekki tekiđ stađ „öryggisins“, þađ er ekki hægt, breytir engu, forđar mér einungis frá því ađ horfast í augu viđ raunveruleikann og viđheldur því ađ ég þurfi fyrst og fremst alltaf ađ stóla á ađra.

Núna er ég ađ læra ađ verđa sjálfri mér nóg, ađ taka sjálf upp plássiđ sem ég hafđi áđur fyrst og fremst gefiđ öđru fólki til þess ađ gefa mér ást. Ég hlúi ađ mér fyrst og fremst, svo ađrir, ekki öfugt.

Aðrir geta einungis haldið í hendina á mér og veitt mér styrk ef þeir vilja og geta á meðan ég hlúi að sjálfri mér og minna mig á þegar ég missi sjónar af sjálfri mér. En þeir geta ekki grætt þetta sár á milli mín og mín, einungis staðið við bakið á mér, einungis minnt mig á sjálfa mig á meðan ég græði sjálf sárið.

Ég er međ fullt af óhjálplegum hegđunum sem ég ber á bakinu. Þar á međal sú hegđun ađ neita ađ gangast viđ „örygginu“ eins og þađ er, međ því ađ óska eftir því ađ þađ væri öđruvísi, fært um ađ elska mig eins og ég er. Þađ er líka óheilbrigt, því ég get ekki breytt því og međ því ađ reyna þađ er ég sjálf ađ neita ađ breytast. Þá er ég sjálf ađ neita ađ taka sjálf í taumana og gangast viđ því sem er.

Ég þarf sjálf ađ taka viđ stjórninni í stađ þess ađ reyna ađ stýra einhverjum í átt ađ mér. Ég þarf sjálf ađ stýra sjálfri mér í átt ađ mér.

Þađ er mín ábyrgđ. Þađ var þađ ekki sem barn, en þađ er þađ núna, og þađ eina sem er, er núna.

Ég get leyft mér ađ fara í gegnum allan tilfinningaskalann og unniđ mig áfram međ reiđi eins mikiđ og ég þarf en þađ er svo mikilvægt ađ færa svo aftur fókusinn á þađ sem ER og hvađ ég ætla ađ velja fyrir mig ađ gera.

Ég tek ábyrgđ međ því ađ segja: ég vel, ekki: ég þarf

Allt sem ég geri međvitađ er ég ađ velja og ég þarf ađ taka ábyrgđ á því og vera međvituđ um þađ fyrir mig.

Ég er ađ læra ađ gefa sjálfri mér samþykki, sjálfri mér skilning, sjálfri mér eyru, sjálfri mér skýrleika, sjálfri mér hlýju, sjálfri mér traust og sjálfri mér ást.

Hægt og rólega og ég minni mig á ađ þađ er ekkert: ef ég… þá fæ ég ást, því ástin sem ég leita ađ býr innra međ mér. Ég gef mér ást, ekkert ef, einungis eins mikiđ af ást og ég er fær um ađ gefa sjálfri mér, bara fyrir ađ vera til, bara fyrir ađ vera. Þannig brýt ég einnig niđur þau skilabođ um ađ ég verđi aldrei elskuđ, því allt sem ég er ađ gera sýnir mér ađ ég er elskuđ, af sjálfri mér og jafnvel áđur en ég byrjađi í sjálfvinnu þá hélt hugur, hjarta, líkami og sál í gamlar reglur til þess ađ halda mér á lífi, af ást.

Ég var aldrei ekki elskuđ, ég náđi bara ekki ađ sjá þađ.

Svo þađ er ekkert ef..

Og þađ er ekkert aldrei

Því allt sem ég þarfnast er hér innra međ, akkúrat núna og hefur alltaf veriđ.

Viđ erum öll nóg, viđ fáum bara ekki öll ađ sjá þađ.

Ef viđ fáum ekki ađ sjá þađ þá lærum viđ og reynum stöđugt ađ fylla upp í þađ tóm međ því sem er ytra.

Ef viđ fáum ađ sjá þađ þá getum viđ lært ađ fylla þađ sjálf innra međ okkur, hægt og rólega, á okkar eigin hrađa.

Fyrir mér hefur þađ orđiđ erfiđara og erfiđara núna þegar ég er ađ hlúa ađ sjálfri mér og fara á móti gömlum reglum, en ég veit ađ þađ verđur allt þess virđi, sama þó ég sjái þađ ekki núna.

Ég er ađ læra ađ elska sjálfa mig međvitađ, alveg eins og ég er, og međ því ađ velja ađ læra þađ, þá hef ég strax tekiđ fyrsta skrefiđ og byrjađ ađ elska sjálfa mig međvitađ.

Allt innra međ og undirmeđvitađ elskar mig, allt međvitađ er ennþá ađ læra ađ sjá þađ og byggja þađ upp sjálft, međvitađ.

Eitt skref í einu..

Þetta er allt æfing. Endurtekning. Aftur og aftur og aftur ♡

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

 

– karen

Upptökur

Hvernig ég horfi á þađ þá er sú upplifun ađ líđa eins og mađur hafi veriđ yfirgefinn eđa muni verđa yfirgefinn, sú upplifun ađ hafa misst öryggiđ sitt (umhverfiđ sem viđ stólum á til þess ađ þörfum okkar sé mætt, til þess ađ lifa af) eđa muni missa öryggiđ sitt.

Ađ missa öryggiđ sitt eđa ađ eiga í hættu á ađ missa þađ getur gerst fyrir hvern sem er og hvenær sem er.

Ég held ađ eitt þađ mikilvægasta sem hefur áhrif á okkur eftir slíkt áfall, ađ hafa misst öryggiđ sitt eđa því ógnađ, sé þađ hvernig er tekiđ utan um okkur eftir ađ áfalliđ á sér stađ.

Ef viđ upplifum þađ ađ hafa misst öryggiđ okkar eđa því ógnađ er eitt þađ mikilvægasta eftir þađ, þađ ađ viđ finnum aftur fyrir öryggi, ađ viđ séum umkringd öryggi, svo trúin um ađ viđ séum ekki örugg eđa ađ viđ eigum í hættu á ađ vera ekki örugg í þessum heimi fái ekki jafn mikiđ hald á okkur.

En þađ er einungis einn partur af því ađ ná ađ vinna úr áfallinu og þetta er mun flóknara en þađ. Fortíđ eđa fyrri reynsla hefur t.d. einnig sitt ađ segja.

Þađ er oft talađ um áföll sem litla t áföll og svo stóra T áföll. Litla t áföll eru mun algengari en stóra T áföll. Eins og ég skil þađ eiga litla t áföll viđ þau áföll ađ upplifa þađ ađ telja sig eiga í mögulegri hættu á ađ missa öryggiđ sitt en stóra T áföll viđ þau áföll ađ upplifa þađ ađ raunverulega telja sig búinn ađ missa öryggiđ sitt.

Þađ er þannig sem ég skil þađ en þađ gæti einnig alveg veriđ rangt hjá mér.

Stóra T áföll og litla t áföll kveikja bæđi á varnarviđbrögđunum. En mér skilst ađ þau verđi meiri um sig viđ stóra T áföll, því þar ertu ekki í ótta um ađ missa öryggiđ þitt, þar ertu ađ upplifa þađ ađ hafa raunverulega veriđ búinn ađ fara í gegnum þađ ađ hafa misst allt öryggiđ þitt.

En þađ tekur alls ekki frá litla t áföllunum og áhrifunum sem þau hafa. Bæđi er hryllingur ađ fara í gegnum, bæđi er eđlileg viđbrögđ viđ óeđlilegum ađstæđum, bæđi skiptir máli og bæđi hefur virđi.

Oft virđist mađur detta nefninlega í þá gildru ađ leyfa sér ekki ađ líđa illa yfir sínum eigin sársauka, veita honum athygli og virđi, bara því mađur telur einhvern annan hafa þađ verra.

Sársauki annara mínusar ekki út þinn eigin.

Ég hef oft komiđ međ þetta dæmi: Ef kalli hefur fótbrotnađ 7 sinnum en Palla tekst ađ brjóta á sér fótinn og er í gríđarlegum sársauka. Má Palla þá ekki líđa illa og gefa sársauka sínum virđi? Bara því Kalli hefur brotnađ oftar en hann?

Nei, sársauki Palla skiptir máli og hefur virđi rétt eins og sársauki Kalla þegar hann fótbraut sig áđur fyrr.

Sársauki er ekki eitthvađ til þess ađ bera saman. Hann einfaldlega er og hann er einstaklingsbundinn fyrir hvern og einn. Hann hefur alltaf virđi, því hann er.

Međ því ađ skođa sjálfa mig betur og lesa mér endalaust til hef ég komist ađ því ađ allt sem ég er starfar undir ákveđnum reglum.

Viđ lærum reglur til þess ađ lifa af. Hvađ er hjálplegt og hvađ er óhjálplegt? Hvađ er gott og hvađ er vont?

En þegar viđ verđum fyrir áföllum þá mótast líka reglur, reglur til þess ađ hjálpa okkur ađ lifa af.

Reglurnar mínar hafa t.d. veriđ

– þađ er ekki öruggt fyrir mig ađ segja nei.

– þađ er ekki öruggt fyrir mig ađ verđa reiđ.

– þađ er ekki öruggt fyrir mig ađ VERA

– þađ er ekki öruggt fyrir mig ađ ná bata.

– þađ er ekki öruggt fyrir mig ađ minnka mig ekki.

Heill haugur af reglum sem hafa mótast í áföllum.

Hugurinn er lausnarmiđađur svo hvađ gerir hann til þess ađ viđhalda þessum reglum? Hvort er hjálplegra mér til þess ađ lifa af?

A) ađ rífa mig niđur og efast órökrétt um sjálfa mig

B) ađ byggja mig upp

Hvort er hjálplegra til þess ađ viđhalda þessum reglum?

Hugurinn hoppar væntanlega strax á A) ađ rífa mig niđur og efast órökrétt um sjálfa mig.

Hvađ gerir hugurinn (undirmeđvitundin) þá?

Hún spilar allar upptökur sem hún finnur sem ég hef séđ, heyrt og upplifađ af niđurrifi og órökréttum efa um mig, um ađra eđa um heiminn.

Svo spilast þær aftur og aftur og aftur og þeirra markmiđ er ađ ég taki eftir þeim og trúi þeim.

Ef ég trúi þeim þá get ég međvitađ byrjađ ađ endurtaka þađ sem þær eru ađ segja, haldandi ađ þær séu mínar hugsanir og mínar tilfinningar gagnvart sjálfri mér, ađ þær séu sannleikur.

Þađ sem ég sé skýrt eru mínar međvituđu hugsanir. Á bakviđ þær eru upptökur. Á bakviđ þær eru trúir sem hjálpa mér ađ lifa af.

Þess vegna ef ég byrja ađ skora á međvituđu hugsanirnar þá byrja upptökurnar međ mótstöđu. Því hugurinn trúir ađ ef ég hlusta ekki á upptökurnar þá sé ég í hættu og þađ kveikir á hættuviđbrögđunum.

Þannig til þess ađ ná bata þarf fyrst međvitađ ađ aftengja sig viđ upptökurnar og breyta sjálftalinu aftur og aftur, sama hvađ upptökurnar segja.

Þađ mun kveikja á hættuviđbrögđunum og ég þarf ađ reyna ađ aftengja mig, fylgjast međ og halda áfram án þess ađ bregđast viđ međ fight/flight/freeze/fawn hegđun.

Ef mér tekst ađ gera þetta aftur og aftur og aftur og aftur og aftur án þess ađ bregđast viđ međ fight/flight/freeze/fawn og međ því ađ fara í gegnum hættutilfinninguna og áfram í gegnum ađstæđurnar, tilfinningarnar, hugsanirnar o.s.frv.  sem hugurinn og líkaminn telur hættulegar.

Ef mér tekst ađ gera þađ nógu oft þá mun hugur og lìkami sjá og upplifa ađ þetta er ekki hættulegt, ađ reglurnar eru ekki nauđsynlegar og þá mótast ný regla.

En reglurnar eru afskaplega margar og þetta er mjög yfirþyrmandi og þess vegna þarf ađ fara varlega. Eitt skref í einu.

Ef ein reglan er ađ ég sé í hættu ađ verđa reiđ þá byrja ég ađ æfa mig ađ verđa reiđ aftur og aftur og aftur án þess ađ fara í varnarviđbrögđin, međ því ađ aftengja mig viđ niđurrifiđ og órökrétta efann og held áfram, fer í gegn.

Ef mér tekst ađ gera þađ nógu oft og sýna huga og líkama ađ þađ er ekki hættulegt mér ađ verđa reiđ, tala međvitađ uppbyggilega til mín aftur og aftur, leiđbeini mér ađra leiđ, þá mótast ný regla:

Þađ er eđlilegt og þađ er nauđsynlegt og gott fyrir mig ađ leyfa mér ađ verđa reiđ.

Svo núna þegar ég verđ reiđ eđa byrja ađ upplifa reiđi, þá velur hugurinn undirmeđvitađ ađ spila uppbyggilegar upptökur sem ég hef heyrt, séđ eđa upplifađ gagnvart mér, öđrum eđa heiminum.

Þegar undirmeđvitund byrjar ađ spila uppbyggilegar upptökur sem ég upplifi sem mínar eigin hugsanir, þá byrja ég međvitađ ađ tala uppbyggilega til sjálfrar mín þegar ég finn fyrir reiđi.

Þannig leiđin í gegn er þá eitt skref í einu, ekki forđast hættutilfinninguna, fara í gegnum hana, aftengd viđ niđurrifs og órökréttar efa upptökur, aftengd viđ þörfina ađ bregđast viđ međ fight/flight/freeze/fawn hegđun, tala međvitađ uppbyggilega til mín, leiđbeini mér varlega í gegn og held áfram þá leiđ.

Aftur og aftur og aftur.

Mikilvægast er ađ henda mér ekki beint í djúpu laugina, èg þarf ađ taka þetta skref fyrir skref og forđast óþarfa áreiti.

Ég upplifi mig ekki örugga í heiminum og ég þarf ađ gefa mér rými til þess ađ læra ađ treysta honum aftur. Ég get ekki gert þađ nema ég fari varlega međ mig, taki þetta skref fyrir skref.

Þađ er mikilvægt ađ passa uppá ađ þetta verđi ekki yfirþyrmandi. Ég þarf ađ leyfa mér ađ hægt og rólega hækka þoliđ. Fyrst set ég tánna út í kalda vatniđ, svo hælinn, svo alveg upp ađ ökkla o.s.frv.

Eitt lítiđ skref í einu. Aftur og aftur og aftur. Því þetta er langt frá því ađ vera auđvelt og ég þarf ađ sýna því skilning, hlýju og þolinmæđi.

Einn hlutur á dag sem ég geri bara fyrir mig, engan annan. Þađ er hægt ađ byrja þar.

Hugleiđsla, núvitund, sundferđ, gönguferđ, sinna áhugamáli, passa upp á ađ drekka nóg vatn, borđa eitthvađ gott fyrir mig, lesa, skrifa, taka tìma til þess ađ tala fallega til mín, fara í heitt og gott bađ, vakna snemma, taka blund, knúsa sjálfa mig, tala viđ sjálfa mig, mála mig fínt, dansa ein í stofunni, hreyfa mig, leyfa mér ađ vera reiđ og lemja í kodda, sitja međ tilfinningum mínum, skrifa niđur tilfinningar mínar, baka, fara á fætur, klæđa mig, setja tærnar í grasiđ, stíga út fyrir heimiliđ og anda ađ mér frísku lofti, skipta um á rúminu, sitja undir teppi og hlýja mèr, hlusta á hljóđbók… bara eitthvađ.

Einn hlutur á dag sem ég geri bara fyrir mig, byrja þar.

Ef ég hlúi ađ mér þá er ég betur ì stakk búin til þess ađ hlúa ađ öđrum.

Allt uppbyggilegt sem ég geri fyrir mig, áhrif þess munu smitast á alla í kringum mig.

En ég veit ađ ef ég geri ekki þessa hluti og ef mér tekst ekki ađ komast í gegn án þess ađ fara í fight/flight/freeze/fawn hegđun, ađ þá mun niđurrifiđ og órökrétti efinn koma upp og þađ mun reyna ađ sannfæra mig um ađ ég hafi klúđrađ þessu og ađ þađ sé mér ađ kenna ađ þetta sé svona og afhverju geti ég ekki bara hugsađ uppbyggilega og áfram má telja.

En þađ er niđurrifiđ og óròkréttu efa upptökurnar ađ spilast, þetta er ekki ég og þetta er ekki satt.

Êg þarf ađ muna ađ hugur og lìkami vill ekki breytast, því hann er sannfærđur vegna reglanna um ađ ég sé í hættu ef þađ verđur einhver breyting.

Þetta er bara varnarkerfiđ mitt ađ streitast á móti til þess ađ reyna ađ vernda mig.

Ég þarf ađ muna þađ.

Ég þarf ađ gefa mér tíma og rými, þolinmæđi, samkennd og skilning.

Svo get ég reynt aftur. Ég mun þurfa ađ gera þetta aftur og aftur og aftur og þađ er allt í lagi ef þađ tekst ekki, ég get alltaf reynt aftur og aftur.

Eins og oft er sagt: þađ er ekki hversu oft þú fellur niđur sem telur, þađ er hversu oft þú stendur upp.

Ég þarf ađ gefa mér credit fyrir hvern litla sigur sem ég vinn fyrir sjálfa mig, sama hve smár. Því ég er ađ vinna ađ því ađ breyta trúm sem hafa veriđ til stađar í a.m.k. 20 ár. Þađ er ekki auđvelt, þađ er ekki notalegt og þađ er sársaukafullt, en þađ er hægt.

Sama hve langan tíma þađ virđist taka, þađ er samt hægt.

Ég þarf bara ađ halda áfram ađ velja fyrir sjálfa mig þessa nýju leiđ, fram yfir þá gömlu. Aftur og aftur og aftur.

Snùa til baka og finna verkfærin mín og nýta þau aftur og aftur og aftur.

Hlúa ađ mér aftur og aftur og aftur.

Í dag endurtek ég 4 setningar þegar ég byrja ađ taka eftir niđurrifs og órökréttu efa upptökunum.

Ég minni mig á ađ aftengja mig og einungis fylgjast međ.

Svo segi ég eftirfarandi viđ sjálfa mig:

1) ég er örugg

2) þetta er allt í lagi

3) þađ er eđlilegt ađ þetta komi

4) þetta er ekki ég

 

Þetta er allt æfing. Endurtekning. Aftur og aftur og aftur ♡

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

 

– karen

Tómiđ

Eina lýsingin sem ég hef fyrir því ađ hafa sem barn, upplifađ ađ vera yfirgefin, er hryllegt hjálparleysi, lìkt og ég sè ađ falla í lausu lofti međ ekkert til þess ađ grípa í, ég hef enga stjórn, ekkert grip, heimurinn fellur undan mér. Þađ er ekkert nema skelfing og tómleiki.

Í dag, ef ég hlúi ekki ađ þörfum og vilja annara upplifi ég þađ eins og ég sé ađ yfirgefa þá, skilja þá eftir í hjálparleysinu, tóminu, frjálsa fallinu og yfirþyrmandi þunganum sem ég upplifđi sjálf þegar ég upplifđi mig vera yfirgefna af þeim sem ég stólađi á fyrir öryggi, fyrir ást, sem barn.

Hugurinn og líkaminn segir mèr ađ ég sé skömm fyrir ađ valda þessari vanlíđan og ađ ég þurfi ađ laga þađ, en þađ sem raunverulega er ađ gerast er ađ ég er ađ fara í gegnum þessa vanlíđan, þessa minningu sem veldur því ađ ég upplifi mig hjálparlausa, í lífshættu, í þunga, í frjálsu falli, í tóminu og öllu þvî sem fylgir.

Tilfinningin er yfirþyrmandi og stjórnlaus og þess vegna færi ég stjórnina yfir á mig „ég er ađ valda þessu, ég er viđ stjórn“. Því ef ég er viđ stjórn þá get ég breytt þessu, lagađ þetta, tel mig vera ađ passa uppà ađ viđkomandi upplifi sig ekki yfirgefinn međ því ađ hlúa ađ vilja og þörfum hans, en er í raun ađ hlúa ađ vilja og þörfum hans til þess ađ verđa sjálf ekki yfirgefin.

Êg þarf ekki ađ horfast í augu viđ þá tilfinningu ađ vera yfirgefin ef ég passa í nútíđ, núna uppá þađ ađ ég verđi ekki yfirgefin.

En máliđ er ađ êg er í rauninni ekki hrædd viđ ađ vera yfirgefin af viđkomandi öđruvísi en ađ ef viđkomandi yfirgefur mig þá kveikir þađ á minningunni og ég neyđist til ađ fara í gegnum þá yfirþyrmandi og ógnvekjandi hrúgu af tilfinningum, hugsunum og minningum fortíđar. Ef ég forđast þađ ađ vera og passa uppá ađ verđa ekki yfirgefin međ fight/flight/freeze/fawn viđbrögđunum mínum, þá þarf ég ekki ađ fara í gegnum þâ sársaukafullu hrúgu.

Máliđ er ađ kerfiđ kveikti upprunalega â fight/flight/freeze/fawn viđbrögđunum því áfalliđ, þessar minningar, tilfinningar og hugsanir sem ég upplifđi þegar ég upplifđi ađ ég var yfirgefin sem barn, voru bara alltof mikiđ fyrir mig ađ ráđa viđ sem barn og kerfiđ telur þađ ennþá of mikiđ fyrir mig ađ ráđa viđ. Þess vegna gerir þađ hvađ sem er til þess ađ fâ mig til ađ forđast ađ vera yfirgefin.

Þegar ég upplifi ađ mín sé þarfnast þá verđ ég ađ vera til stađar, annars þarf ég ađ horfast í augu viđ þađ ađ hafa veriđ yfirgefin.

Þess vegna er svona erfitt og flókiđ ađ ná bata. Ég er međ undirmeđvitađar reglur um þađ ađ þađ er hættulegt ađ nâ bata, því ef ég leyfi mér ađ vera ég, þá veit ég ađ ég var yfirgefin fyrir þađ og þađ mun kveikja á þeirri hrúgu tilfinninga, hugsana og minninga um þađ.

Partur af þeim sem ég stólađi á fyrir öryggi þarfnađist þess frâ mér ađ ég hafnađi sjálfri mér. Ef ég gerđi ekki þađ sem var þarfnast frá mèr þá upplifđi ég þađ ađ vera yfirgefin. Ég hafđi stjórn „ef ég breyti sjálfri mér þá verđ ég ekki yfirgefin“ og þađ gekk upp. Mér tókst ađ forđast þađ ađ upplifa þađ ađ vera yfirgefin.

Sá partur þeirra sem ég stólađi á fyrir öryggi tel ég ómeđvitađ ađ þarfnist þess frá mér ađ ég nái ekki bata, ađ êg hafni áfram sjálfri mér, ađ ég horfi áfram á sjálfa mig sem skömm. Ef êg uppfylli ekki þær þarfir þá mun ég upplifa þađ ađ vera yfirgefin.

Ég er međ þá trú ađ ég sé skömm og svo lengi sem ég sé sammála því og iđrist þá verđi ég ekki yfirgefin.
Ef þađ vakna upp tilfinningar og hugsanir um ađ ég sé skömm og ég er kærulaus og aftengd gagnvart því, þađ má ekki, því ég tel ađ þađ færi mig nær því ađ valda öđrum þeim sársauka ađ verđa yfirgefin, en ég er í raun einungis nær því ađ upplifa minn eigin sársauka yfir því ađ hafa veriđ yfirgefin og reyna ađ taka stjórn á honum međ því ađ færa ábyrgđina fyrir sársaukanum yfir á mig.

En þetta er eitthvađ sem ég upplifđi, ekki eitthvađ sem ég olli sjálfri mér. Þetta var of mikiđ fyrir mig ađ ráđa viđ svo ég tók stjórn þar sem êg gat tekiđ stjórn.

Tvær trúir mótuđust:
– Ef ég yfirgef sjálfa mig mun öryggiđ ekki yfirgefa mig.
– Ef ég yfirgef ekki sjálfa mig mun öryggiđ yfirgefa mig.
Alltaf þegar ég upplifi þađ ađ eiga í hættu ađ vera yfirgefin þá kviknar á minningum, hugsunum og tilfinningum þess hvernig þađ var ađ upplifa ađ öryggiđ mitt sem barn hefđi yfirgefiđ mig. Þess vegna enda ég alltaf aftur í þessari hringrás.
Þegar ég neita ađ yfirgefa mig þá kemur þetta allt til baka.
Þađ verđur of yfirþyrmandi og stjórnleysiđ of mikiđ, svo ég reyni ađ taka stjórn međ því ađ yfirgefa sjálfa mig, ì von um ađ sársaukinn hætti.

En þegar ég yfirgef sjálfa mig þá geng ég um á glerbrotum því hvađ sem er gæti ýtt undir þađ ađ upplifa aftur þennan gríđarlega sársauka. Ég reyni ađ bæla þađ allt, held mér frá því ađ lifa og er einungis ađ reyna ađ lifa af.
Þegar ég yfirgef sjálfa mig tel ég mig hafa stjórnina à því hvort sársaukinn komi.

Ef ég næ í nútíđ ađ koma í veg fyrir ađ ég verđi yfirgefin þá þarf ég ekki ađ fara í gegnum sársauka fortíđar, en á sama tíma lifi ég í vanlíđan því ég fæ ekki ađ vera ég sjálf.

Þegar ég fæ nóg og neita ađ yfirgefa mig þá upplifi ég stjórnleysiđ.

En þess vegna gerist þetta líka aftur og aftur og aftur þegar ég byrja ađ ná árangri. Ég get ekki horfst í augu viđ allan sársaukann í einu, þađ væri bara yfirþyrmandi fyrir kerfiđ. Þess vegna þegar èg aftengi mig og næ ađ komast í gegn án þess ađ skilgreina mig eftir skömminni, þá þarf ég ađ gera þađ aftur og aftur og aftur, því ég er alltaf ađ komast nær í hvert skipti sem ég geri þađ, en ég verđ ađ halda áfram.

Skömmin er ì rauninni ađ hjálpa mèr međ því ađ reyna ađ taka stjórn á þessu stjórnleysi, en ég þarf ađ æfa mig ađ bregđast ekki viđ þeirri þörf ađ taka stjórn, einungis fylgjast međ, vera, fara î gegnum sársaukann, aftengjast.

Ég er ađ æfa mig ađ sýna sjálfri mér ađ ég er hèr og êg er til stađar, ég mun hlusta, ég mun sjá, èg mun skilja og svo lengi sem ég hef mig, þá verđi ég aldrei raunverulega yfirgefin. Því ég er ađ hlúa ađ þessum sársauka sjálf, ég mun ekki yfirgefa mig og þá þarf ég ekki ađ neyđast til ađ setja alla ađra fyrir framan mig til þess ađ verđa ekki yfirgefin.

Þeir sem vilja vera til stađar á međan ég hlúi ađ mér sjálf, þeir verđa til stađar.
Þađ var aldrei þeirra hlutverk ađ hlúa ađ mér eins og ég hefđi átt ađ læra ađ hlúa ađ mér sjálf.
Þađ var aldrei mitt hlutverk ađ hlúa ađ þeim, því þađ er þeirra eigiđ hlutverk ađ hlúa ađ þeim sjálfum.

Ég er mitt eigiđ sjálf. Ég hef mínar eigin þarfir og minn eigin vilja og þađ er mitt hlutverk ađ hlúa ađ því fyrst og fremst og svo öđrum.
Ađrir eru sitt eigiđ sjálf. Þeir hafa sínar eigin þarfir og sinn eigin vilja og þađ er þeirra hlutverk ađ hlúa ađ því fyrst og fremst og svo öđrum.

En þetta var skekkja hjá mér.
Ég hélt ađ ég þyrfti ađ hlúa fyrst og fremst ađ vilja og þörfum annara til þess ađ forđast ađ vera yfirgefin.
Ég hélt enn fremur ađ ađrir þyrftu ađ hlúa ađ mínum vilja og mínum þörfum, (því ég hafđi sjálf yfirgefiđ mig) til þess ađ mér myndi ekki líđa eins og ég hafi veriđ yfirgefin af þeim og neyđst til þess ađ fara í gegnum sársaukan sem fylgdi því.

Ég neita ađ lifa svona.
Ég neita ađ leyfa mér ekki ađ vera ég sjálf og telja mig ófæra um ađ hlúa um ađ sjálfri mér.
Þess vegna er ég ađ gera þessa vinnu.

Èg veit ađ um leiđ og ég finn fyrir og byrja ađ hugsa ađ ég sé skömm, ađ þá er èg ađ fara à móti kerfinu og þađ er þađ sem ég vil.
Èg aftengi mig og held áfram. Ég geri þađ aftur og aftur og aftur.

Þannig held ég ađ ég komist aftur til mín.

Međ því ađ horfast í augu viđ þađ ađ hafa upplifađ þađ ađ vera yfirgefin og allan þann sársauka sem fylgdi því.

Í hvert sinn sem ég geri þađ, þeim mun nær er ég ađ komast til baka.

Þađ er minn réttur ađ ná bata.
Þađ er minn réttur ađ fá ađ VERA ég, alveg eins og ég er.
Ég er ađ læra ađ yfirgefa ekki sjálfa mig.
Ég er ađ læra ađ VERA.

Ég er ađ læra ađ hægt og rólega, horfast í augu viđ tómiđ og fylla þađ upp međ sjálfsást.

 

Þetta er allt æfing. Endurtekning. Aftur og aftur og aftur ♡

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

 

– karen

 

Ađ taka niđur grímuna

Þegar ég skrifa um ađ hafa veriđ hafnađ af þeim (ekki öllum sem betur fer) sem ég stólađi á fyrir öryggi, þá er sú höfnun frekar flókin ađ útskýra og einnig erfitt ađ skýra þær undirliggjandi ástæđur fyrir því hvernig þađ varđ „traumatic“. Ég er enn ađ reyna ađ skilja og púsla því saman. En eftir því sem ég best veit í dag þá á fyrst sér stađ þađ ferli sem býr til toxic skömm (hver þú ERT ert skömm, ekki þetta sem þú GERĐIR var skammarlegt) og svo höfnun í kjölfariđ. Hún getur faliđ í sér form af því ađ ást er dregin til baka, í formi þess ađ ég sé skilin eftir, ýtt til hliđar, horft á mig eins og ég sé viđurstyggđ og vonbrigđi, sársauka (t.d. andlegt eđa líkamlegt ofbeldi) beint ađ mér, ég yfirgefin, niđurlægđ og lítillækkuđ sem dæmi.

Ástin er svo ekki sýnd og/eđa gefin aftur nema ég ađlagist ađ þeirri hugmynd af mér sem öryggiđ mitt vildi ađ ég væri og hafni sjálf þeim pörtum af mér sem öryggiđ vill ekki, til þess ađ þörfum og vilja öryggisins yrđi mætt, í stađ mínum eigin eđilegu þörfum og vilja sem barn.

Sama hvernig önnur öryggi reyna ađ byggja mig upp sem barn, þá verđur alltaf þessi partur af mér sem finnst eitthvađ vanta og telur sig VERA skömm, vera mistök.

Tilfinningin skömm í sjálfri sér er eđlileg og nauđsynleg og kennir okkur mörkin okkar sem börn. Þađ ađ viđ höfum gert eitthvađ vitlaust og erum skömmuđ fyrir þađ getur vakiđ upp skömm, sem fær okkur til þess ađ hugsa okkur tvisvar um ađ gera þađ aftur. Skömm er held ég sirka svona „úps èg gerđi mistök og ađrir sáu þađ, ég hefđi ekki átt ađ gera þađ og nú er ég ansi ósátt međ ađ ég hafi gert þađ sem ég gerđi, þađ var ekki sniđugt“. Toxic skömm virkar ekki þannig. Toxic skömm segir „þađ ađ ég gerđi mistök sýnir ađ ég ER mistök og ađrir sjá þađ, ég á ekki ađ vera eins og ég er, þađ er eitthvađ ađ mér eins og ég er“.

Þađ er einhvern veginn sjálfsagt okkur ađ öryggi okkar endurspegli okkur sem eđlilegar, góđar manneskjur og horfi á þarfir og vilja okkar sem eđlilega hluti sem þurfa mörk rétt eins og allt annađ. Þađ býr til grunnstođir til þess ađ stóla á í þessum heimi.

En þegar þarfir og vilji okkar eru sagđir sýna ađ viđ ERUM skömm, þá verđur til flækja og viđ byrjum þess í stađ ađ reyna ađ eltast viđ þarfir og vilja annara í stađ okkar eigin. Því ekki viljum viđ VERA skömm og horfđ á sem skömm, sem mistök í augum annara. Þađ ađ vera á neikvæđan hátt öđruvísi en ađrir sem barn setur okkur í hættu á ađ vera ýtt til hliđar af hópnum, ađ vera hafnađ, ađ vera skilin eftir, ađ vera yfirgefin.

En úr því ađ hin öryggin endurspegluđu mig sem eđlilega og góđa manneskju, þá reyndi ég ađ berjast á móti þeirra skilgreiningu ađ ég væri skömm. En þær leiđir bjuggu bara til enn meiri skömm, enn meiri hættu, enn meiri sársauka svo ađ lokum neyddist ég til þess ađ hafna þeim pörtum af mér sem sýndu ađ ég VÆRI skömm og sem ást var dregin til baka fyrir ađ sýna. Èg neyddist til þess ađ ýkja þá parta af mér sem ég var samþykkt fyrir, sem èg fékk ást fyrir og þannig var ég búin ađ hafna mínum eigin þörfum og vilja og neyđast til þess ađ hlutgera mig, ađlagast vilja og þörfum annara. Í hvert sinn sem ég átti í hættu ađ mögulega rekast á þá parta af mér sem ég var SKÖMM fyrir, þá byrjuđu hættukerfin ađ fara í gang.

En međ tímanum varđ ég orđin góđ í því ađ ýta þessum pörtum niđur og ýkja hina partana sem ég var samþykkt fyrir. Þađ mótađist ákveđin gríma og þessi gríma reyndi ađ uppfylla vilja og þarfir annara til þess ađ lifa af. Ef hún gat þađ ekki hrundi hún niđur í skömm. En hún var orđin góđ í því ađ laga þađ ef hún gat ekki uppfyllt þarfir og vilja annara, orđin góđ í ađ afsaka sig fyrir þađ, bæta upp fyrir þađ og rífa sig sjálf niđur fyrir ađ VERA skömm fyrir þađ. Hùn lærđi ađ taka sjálf á sig þađ hlutverk ađ minna sig á ađ hún VÆRI skömm til þess ađ viđhalda grímunni, viđhalda hlutverkinu ađ uppfylla vilja og þarfir annara á því hver hún þyrfti/ætti ađ vera.

Ég lifđi undir þessari grímu lengi, leyfđi mér ekki ađ verđa reiđ eđa setja öđrum mörk, leyfđi mèr ekki ađ gera mistök án þess ađ kaffæra mér í hugsunum ađ ég VÆRI skömm og ađ ég ætti skiliđ ađ vera meidd eđa refsađ fyrir þađ, leyfđi mér ekki ađ gráta án þess ađ kaffæra mér í skömm og úr þvì ađ ég gat ekki leyft mèr ađ vera reiđ þá grét ég þegar ég þurfti ađ verja mig, svo þađ skapađi enn meiri skammarhringrás. Partarnir sem ég ýkti, þessir hjálplegu, þessir međvirku, ég var stolt af þeim, en þeir skildu mig eftir orkulausa, því ég gat ekki veriđ til stađar fyrir sjálfa mig.

En ég lifđi undir þessari grímu lengi og var samþykkt fyrir þađ. Hún veitti mér öryggi frá því ađ utanađkomandi einstaklingar gætu rifiđ mig niđur því ég var sjálf ađ standa mig í því hlutverki, passa ađ þóknast, ekki voga mér ađ hugsa um mig. Ef einhver særđi mig, þá undir yfirborđinu tók ég undir međ viđkomandi og reif mig niđur fyrir ađ geta ekki sinnt hlutverkinu, geta ekki passađ upp á grímuna.

Þađ var ekki fyrr en ég rak mig illa á sem allt breyttist. Ég var ađ reyna ađ „fullkomna“ þessa mynd af mér sem ég hélt ég ætti ađ vera, hélt ég þyrfti ađ vera. Ég rak mig á þegar ég hélt ég hefđi gert „nóg“ til þess ađ vera samþykkt af örygginu mínu, sama öryggi og sagđi mig VERA skömm. Þarna var ég komin, búin ađ ýkja allt sem gerđi mig ekki skömm og hafna því sem gerđi mig ađ skömm. En þađ var samt ekki „nóg“.

Þađ var þá sem ég uppgötvađi tilvist grímunnar, og þann möguleika ađ hún væri ađ skemma fyrir mér, halda mér frá því ađ vera ég sjálf, alveg eins og ég er.

Ég byrjađi ađ taka eftir henni koma upp og fyrst ég vissi af henni núna og vissi af því ađ hún var ekki ađ hjálpa mèr þá líkađi mér ekki lengur viđ hana. Èg vildi hana ekki lengur. Êg vildi vera ég.

Þađ var þarna sem andlega heilsan mín rakst á vegg. Þađ var þarna sem ég byrjađi ađ hrynja niđur. Allt sem ég hafđi stólađ á til þess ađ halda mèr öruggri var ađ skemma fyrir mér og halda mèr frá því ađ eltast viđ þađ sem ÉG þarfnađist og þađ sem ÉG vildi. Allt sem ég hafđi stólađ á til ađ halda mér öruggri var ađ halda mér frá mér.

Þađ byrjađi međ því ađ taka eftir kvíđa þegar gríman kom upp, ég reyndi ađ fela þađ, reyndi ađ þóknast þó ég vildi ekki þóknast og var komin í togstreitu viđ sjàlfa mig. Allt sem gríman reyndi ađ fà mig til ađ gera til þess ađ halda mèr öruggri vildi ég ekki gera, skammađist ég mìn fyrir ađ gera.

Kvíđinn breytist í yfirþyrmandi hræđslu, lìkt og einhver ósýnilegur væri stöđugt ađ ógna lífi mínu um leiđ og ég átti í hættu á ađ mögulega setja mörk, mögulega gera mistök, hugsa þađ sem ég „átti“ ekki ađ hugsa, muna þađ sem ég „átti“ ekki ađ muna og líđa eins og mér „átti“ ekki ađ líđa. Ég trúđi því ađ ég ætti skiliđ ađ vera meidd og refsađ fyrir þađ og líkaminn vildi bara hrynja í gólfiđ og gefast upp.

Ég fór ađ stama þegar fólk talađi viđ mig, hrædd um ađ segja eitthvađ vitlaust, byrjađi ađ hverfa frá augnablikinu og reyna eins og ég gat ađ leyfa engum ađ sjà ađ eg var ekki á stadnum lengur, reyndi ađ gefa viđeigandi svör og kinka kolli án þess ađ ná raunverulega ađ taka á móti neinu sem viđkomandi var ađ segja, of hrædd viđ ađ valda vonbrigđum og verđa mögulega dæmd (yfirleitt órökrétt) fyrir ađ vera ekki ađ hlusta, eđa fyrir ađ vita ekki svörin, hafa ekki rêttu svörin. Týnd í toxic skömm innra međ mér skíthrædd viđ ađ ytri ađstæđur myndu ýkja hana ennþá meir međ dómhörku, niđurlægingu, eđa einfaldlega niđurrifi (yfirleitt órökrétt).

Ég hætti ađ vilja vera í kringum fólk, skömmin innra međ mér reyndi einnig ađ sannfæra mig um ađ èg væri ađ gera fólki eitthvađ þegar ég gat ekki uppfyllt vilja og þarfir þess, en ég vildi aldrei ekki gera neinum illt og hræddist þađ.

Ég taldi mig ekki örugga sjálfri mér, mig ekki örugga öđrum, ađra ekki örugga mér og heiminn ekki öruggan fyrir neinn. Mér fannst ég hvergi örugg þegar þetta „ástand“ tók yfir. Ég hafđi engan samastađ. Þess vegna fór ég alltaf aftur til baka í þađ ađ reyna ađ uppfylla vilja og þarfir annara. Ég treysti mér ekki fyrir mínum eigin og taldi mig vera ađ valda öđrum sársauka ef ég myndi sinna mínum eigin þörfum og vilja og setja þađ í fyrsta sæti. En þađ er þađ sem þarf ađ gerast. Súrefnisgríman fyrst á mig, ég get ekki hellt úr tómri könnu.

Þađ er þađ sem þarf ađ gerast en þađ er nákvæmlega þađ sem varnarkerfiđ vill ekki. Þađ vill öryggiđ sem ég bjó til sem barn og virkađi áđur fyrr til þess ađ hjálpa mér ađ lifa af. Þađ er ekki ađ fara ađ gefast upp friđsællega þegar ég set allt kerfiđ í uppnám međ því ađ fara ađrar leiđir en áđur. Þetta er eins konar sjálfseyđilegging til þess ađ reyna ađ halda mér öruggri og èg hef séđ skýrt hvernig þađ gerist.

Þegar ég hef valiđ ađ fara „nýju leiđina“ í stađ „gömlu“ og er ađ ná árangri þà nânast alltaf eftir örfáa daga, getur veriđ vika, þá hryn ég niđur. Niđurrif og efi yfirtekur mig og ég verđ „overwhelmed“. Kerfiđ reynir ađ snúa mèr til baka, reynir ađ gera allt til þess ađ sannfæra mig um ađ ég sé skömm, býr til ljótar hugsanir, fær mig til ađ efast um minningar, hugsanir, tilfinningar, jafnvel efast um þá sem veita mér raunverulega öryggi, ást og hlýju í dag, sem verđur ótrúlega erfitt og sárt og kaffærir mér í vonleysi. Allt þetta til þess ađ vernda mig frá „nýju leiđinni“ því þađ telur ađ hún sé ekki öryggi og êg sé ađ setja mig î hættu, vegna fyrri reynslu. Allt til þess ađ sannfæra mig um ađ öryggi sé hætta og hætta sé öryggi, haldandi ađ þađ muni hjàlpa mér ađ lifa af.

En ég veit núna ađ alltaf þegar þetta gerist, þessi sjálfseyđilegging, þá veit ég ađ ég er ađ gera eitthvađ rétt. Þá veit ég ađ ég er ađ stíga í burtu frá falska örygginu. Því varnarkerfiđ heldur ađ ég sé í hættu (í eđlilegum ađstæđum).

Ađ komast í gegnum sjálfseyđilegginguna er viđbjóđur, ég get ekki orđađ þađ öđruvîsi. Hún hefur sannfært mig um ađ ég SÊ versta manneskja á plánetunni og ađ ég sé fær um ađ gera verstu hluti sem ég get ímyndađ mér. Hún er mjög kraftmikil og hennar markmiđ er eitt:

Þađ er hættulegt fyrir mig ađ ná bata. Þađ er hættulegt fyrir mig ađ vera eins og ég er.

Þegar sjálfseyđileggingin tekur viđ þá er þađ eins og þađ sê sett hóla á veginn. Ég þarf ađ labba yfir þá, sama hvađa skrímsli mæta mér á leiđinni, èg þarf ađ komast yfir.

Nú veit ég ađ sjálfaeyđileggingin er ekki êg og er einungis upptökur af röddum einhverra annara, hugsanir þeirra um mig, tilfinningar þeirra um mig, ekki mínar eigin. En þetta er niđurrif og ég veit ađ niđurrif er ekki beitt ađ mér til þess ađ byggja mig upp. Svo þetta eru upptökur af hugsunum og tilfinningum einhvers gagnvart mér sem hafđi þađ markmiđ ađ rífa mig niđur því þađ þjónađi viđkomandi betur í þeim ađstæđum á þeim tíma.

Til þess ađ forđast höfnun/sársauka/ađ vera yfirgefin af viđkomandi í þeim ađstæđum neyddist ég til þess ađ taka viđ þeim sem mínum eigin hugsunum og mínum eigin tilfinningum gagnvart mér.

Þetta niđurrif og þessi efi er ekki ég ađ tala um mig. Þetta er eitthvađ sem ég lærđi ađ skilgreina mig sem, útfrá öđrum, en þetta kom aldrei frá mér og þetta er ekki ég. Fólk sem hefur hag hvors annars fyrir brjósti byggir hvort annađ upp međ hjálplegri gagnrýni og leiđbeiningu, þađ rífur ekki hvort annađ niđur. Êg hef sjálf minn hag fyrir brjósti og þess vegna veit ég ađ þetta er ekki ég. Allt sem ég er vill halda mér á lífi sama hvađ og þessar hugsanir stangast á viđ þađ og geta því ekki komiđ upprunalega frá mér.

Þær eru lærđar. Allt sem ég lærđi ađ skilgreina mig sem er lært frá umhverfinu, kemur ytra. Þađ kemur ekki frá mér. Bæđi þađ góđa og slæma. Allt sem ég er, einfaldlega ER. Orka sem kemur, fer í gegn og aftur út.

Ég held ađ viđ lærum líka ađ taka inn á okkur niđurrif þegar viđ sjáum því beint ađ einhverjum öđrum, ekki einungis okkur sjálfum. Viđ lærum ađ forđast ađ VERA eins og viđkomandi ER, sem niđurrifinu er beint ađ. Viđ lærum ađ forđast þá parta af okkur sjálfum sem eru eins og eđa líkir pörtunum sem viđkomandi er beittur niđurrifi fyrir.

Viđ viljum tilheyra sem manneskjur og ef viđ sjáum einhvern sem virđist ekki passa inn í fyrir „eitthvađ“, þá viljum viđ ekki ađ þetta „eitthvađ“ sé tekiđ eftir í okkur sjálfum. En hvert okkar er mismunandi og èg held ađ svona hlutir séu bæđi međvitađur og ómeđvitađir en ég held einnig ađ þađ þurfi ađ vera einhverjir ađrir þættir til stađar til þess ađ viđ tökum niđurrif inn á okkur. Hvort sem þađ tengist ađstæđum, einstaklingum, atburđum, sársaukaskala o.s.frv. viđ erum öll mismunandi, međ mismunandi bakgrunn, upplifanir, hugsanir, tilfinningar og allt þađ sem gerir okkur einstök.

Mikilvægasti parturinn er ađ niđurrif gagnvart okkur sjálfum kemur aldrei upprunalega frá okkur sjàlfum, þađ eru alltaf ytri þættir ađ baki sem hafa þau áhrif ađ viđ lærum ađ taka þađ inn á okkur, lærum ađ gefa því sannleiksgildi fyrir okkur sjálf, en þađ kom aldrei upprunalega frá okkur sjálfum.

Nú veit ég ađ þessar toxic niđurrifshugsanir koma ekki frá mér, þetta eru upptökur af orđum og tilfinningum einhvers/einhverra annara gagnvart mér. Þær segja ekkert um þađ hver ég er. Þetta eru bara skođanir, ekki hver ég er, og nú veit ég ađ þessar skođanir voru ekki sagđar og sýndar međ minn hag fyrir brjósti.

Þetta er ekki ég, þetta var ekki ég, þetta eru raddir sem vilja ađ ég setji upp grímuna því þađ þjónar þeim betur.

En þetta er mitt líf og ég hef valiđ ađ taka niđur grímuna og leyfa mér ađ vera ég. Þađ er ég.

Ég er því ađ læra ađ aftengja mig viđ þessar raddir og þessar tilfinningar sem reyna ađ rífa mig niđur, því þær eru ekki ég. Þær eru eitthvađ sem ég neyddist til þess ađ trúa ađ væri sannleikur, því þađ hjálpađi mér ađ gera þađ á þeim tíma. En þetta var aldrei sannleikur, þetta endurspeglađi aldrei mínar eigin hugsanir og tilfinningar gagnvart mér. Þetta er ekki ég.

Þađ er þađ sem ég þarf ađ muna þegar ég stíg yfir hólana, þetta er ekki ég, þetta kemur mér ekki viđ, ég horfi, ég hlusta, ég sé, en ég er aftengd, því þetta er ekki ég. Þetta er eitthvađ utanađkomandi sem er ađ reyna ađ sameinast mér, en þetta er ekki ég, ég er aftengd þessu. Leyfum þessu bara ađ koma, leyfum þessu bara ađ fljóta yfir mér, en þetta er ekki ég.

Svo þegar ég stíg yfir hólana og er komin aftur af stađ í átt ađ „nýju leiđinni“ þá kalla ég fram styrk og heilbrigđa reiđi yfir því ađ ég hafi fengiđ þessi skilabođ og þessar tilfinningar um sjálfa mig. Ég leyfi reiđinni ađ koma yfir mig, tek á móti henni eins og gömlum vin, heyri hvađ hún hefur ađ segja, þar til hún er tilbúin ađ kveđja.

Í hvert sinn sem ég fer í gegnum þetta ferli, þá brotnar gríman meira og meira, aftur og aftur og aftur og aftur geri ég þetta þar til ekkert situr eftir nema ég, alveg eins og ég er, nakin, einlæg, bara ég, örugg í því ađ vera ég, örugg í því ađ vernda mig, örugg í því ađ gera mistök, gangast viđ þeim og læra af þeim, örugg í því ađ læra af öđrum og biđja um hjálp.

Örugg í því ađ VERA. Þetta er markmiđiđ. Eitt skref í einu.

Þetta er allt æfing. Endurtekning. Aftur og aftur og aftur ♡

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

 

– karen