Vegna fyrri reynslu

Ég lærđi sem barn ađ vera hrædd viđ hugsanir mínar, tilfinningar mínar, minningar mínar, þađ ađ geta gert mistök og þađ ađ setja mörk og það undirbjó líkama og huga til þess ađ verđa viđkvæmari fyrir áreiti.

Eđlilegir hlutir sem eru partar af því ađ lifa í þessum heimi urđu hættulegir, kerfiđ komst í uppnám viđ eđlilegustu hluti og í öruggum ađstæđum.

Partur af sjálfri mér skynjar hættur fyrir þađ ađ leyfa mér ađ VERA eins og ég ER og ýtir á takka sem spilar gamlar upptökur sem ég neyddist áđur til þess ađ taka viđ og ég upplifi þær núna sem hugsanirnar mínar. Hann ýtir á annan takka sem kveikir á gömlum tilfinningum sem ég neyddist áđur til þess ađ taka viđ og ég upplifi þær núna sem mínar eigin tilfinningar.

Þađ ađ leyfa mér ađ VERA eins og ég ER setti mig áđur í hættu aftur og aftur og aftur, þađ er upplifun sem ég hef nú þegar fariđ í gegnum og er ekki viđ þađ sem gæti gerst. Þađ sem ég óttast ađ gæti gerst hefur nú þegar gerst, ég hef þegar lifađ þann veruleika og hugurinn mun ekki samþykkja ađ ég segi mér ađ þađ muni ekki gerast, því þađ hefur þegar áđur gerst.

Þegar líkami og hugur er orđinn næmari fyrir áreiti og viđkvæmari fyrir því ađ upplifa sig í hættu vegna fyrri reynslu, þá á hann auđveldara međ ađ festast áfram í áföllum.

Öll hætta í nútíma magnast upp. Fyrri reynsla um hættu er upplifuđ í líkama og huga á sama tíma og hann upplifir hættu í líkama og huga fyrir þađ sem er ađ gerast núna.

Allt sem ég er, líkami, hugur, hjarta og sál reyna öll ađ halda mér öruggri.

Áföll setja þađ öryggi í hættu. Hvađ getur líkami, hugur, hjarta og sál gert til þess ađ vernda mig fyrir því ađ verđa aftur fyrir áföllum? Endurspilađ gömul áföll um leiđ og ég fer á slóđir sem settu mig í hættu áđur fyrr. Allt sem minnir mig á áföllin, hvort sem þađ er sjón, lykt, heyrn, bragđ, snerting, minning, hugsun, tilfinning, hegđun, þađ kveikir á upptökunum á fyrri reynslu þess ađ vera í hættu.

Allt gert til þess ađ vernda mig frá því ađ verđa fyrir fleyri áföllum, sama hversu sársaukafullt, hamlandi og óhjálplegt þađ er mínu ferli þess ađ þroskast, læra, vaxa, dafna, einfaldlega því ađ lifa hér og nú, ekki einfaldlega lifa af.

Þetta er svo flókiđ ađ útskýra og upplifa, ég reyni alltaf ađ taka miđ af því hvenær ég fæ „köstin“, viđ hvađa ađstæđur, hverjir voru í kringum mig, hvađ var ég ađ upplifa, hugsa, hvađ var ađ gerast, allt þetta reyni ég ađ taka miđ af til þess ađ skilja betur og til þess ađ búa til betri mynd af þessu fyrir sjálfa mig, púsla þessu saman.

Ég held ég hafi náđ ađ fígúra út tilfinningalega og huglæga þáttinn þegar kemur ađ öryggi sem ég upplifi sem hættu og hættu sem ég upplifi sem öryggi og því ađ hugsanirnar komu aldrei frá mér og tilfinningarnar komu aldrei frá mér. Hættan fyrir því ađ vera eins og ég er.

En ađstæđur sem eru öllum hættulegar, líkt og ofbeldi, slys, náttúruhamfarir, stríđ og svo áfram má telja, ég á erfiđara međ ađ skilja hvernig er best fyrir mig ađ tækla þær.

Í þeim ađstæđum var ég ekki í hættu fyrir ađ vera eins og ég er og tilfinningarnar voru ekki tilfinningar sem voru settar yfir á mínar eigin, hugsanirnar voru ekki hugsanir settar yfir á mínar eigin. Tilfinningarnar og hugsanirnar voru mínar eigin og voru samkvæmar því ađ ég var í hættuađstæđum. Upptökurnar sem spila þær minningar og kveikja á þeim tilfinningum, þær eru mínar og ég veit ekki hvernig ég get aftengt mig viđ þær.

Þegar minningarnar spilast (flashback) þá eru þađ mínar minningar um þađ sem ég hef þegar upplifađ og þegar þær taka yfir líđur mér eins og ég sé ađ endurupplifa þađ sem gerđist og fyrir mér er þađ ađ gerast akkúrat núna. Ég er þar, ekki hér.

Ég á ennþá eftir ađ finna leiđ til þess ađ vinna međ þađ, en byrjunin er allavegna þađ ađ ég veit ađ ég var viđkvæmari fyrir því ađ taka áföllin inn á mig vegna þess hvernig ég upplifđi áföll, raunverulega hættu fyrir þađ ađ VERA eins og ég ER, sem barn.

Þađ er eitt skref, ađ vita hvers vegna, nú er þađ bara leitin ađ því hvernig ég get unniđ úr því.

Þađ er spurning hvort ađ þađ hvernig ég aftengi mig viđ upptökurnar sem eru ekki mínar og tilfinningarnar sem eru ekki mínar, um þađ hver ég ER muni hjálpa mér ađ ráđa betur viđ upptökurnar af mínum eigin minningum og tilfinningum af áföllunum sem ég hef þegar lifađ í gegnum.

Þađ verđur ađ koma í ljós síđar, en ég get byrjađ á því ađ aftengja mig viđ upptökurnar og tilfinningarnar um þađ ađ þađ væri hættulegt sjálfri mér ađ VERA eins og ég ER, sem ég var neydd til ađ taka viđ sem mínar eigin hugsanir og tilfinningar, til þess ađ lifa af.

Ég get byrjađ ađ aftengja mig viđ allt niđurrif og þær tilfinningar sem fylgja međ því.

Þessar upptökur voru aldrei mínar, þessar tilfinningar voru aldrei mínar, þessi toxic skömm yfir því hver ég ER var aldrei mín.

Eitt skref í einu.

Þetta er allt æfing. Endurtekning. Aftur og aftur og aftur ♡

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

 

– karen

 

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.