Öryggi vs. Hætta

Þar sem ég er stöđugt ađ leita ađ því ađ skilja betur og leysa betur úr þessari flækju innra međ mér þá hef ég heilan haug af mögulegum tólum og tækjum til ađ nýta mér í því ađ leysa flækjuna, anda fríska loftinu og leyfa mér ađ vera.

En hugurinn er svo skemmtilega klár ađ hann reynir ađ afsanna hugmyndirnar sem ég gef honum til þess ađ komast betur í gegnum þetta.

En yfirleitt falla allar hugmyndirnar mínar undir sama hattinn, mismunandi nálganir og útskýringar á sömu lausninni, í rauninni hvađ hugurinn er sàttur viđ hverja stund.

Ég fór í endalausa hringi međ þá lausn ađ beita reiđi til þess ađ segja stopp viđ hugsanirnar sem rífa mig niđur og endurskrifađi part af greininni minni um þá lausn í kjölfariđ.

Ég hef upplifađ þađ sjálf, heyrt þađ frá fagađilum og lesiđ mér til um þađ ađ þađ getur veriđ óhjálplegt ađ ýta hugsunum og tilfinningum í burtu, sama hversu toxic þær eru.

Svo nýja leiđin sem ég prófađi mig áfram í var sú ađ leyfa toxic hugsununum og tilfinningunum ađ koma og svo þegar ég hefđi fariđ í gegnum bylgjuna, ađ þá kalla fram reiđi og styrk yfir því ađ þessar hugsanir (því engar niđurrifshugsanir um okkur sjálf koma frá okkur sjálfum, þær eru lærđar, þær eru mótteknar frá umhverfinu) hafi veriđ þau skilabođ sem umhverfiđ, á ákveđnum tímapunkti, gaf mér um sjálfa mig.

En tilfinningarnar og hugsanirnar voru yfirþyrmandi, eins og þær hafa alltaf veriđ, skilja mig eftir nakta, liggjandi í skömm, vonleysi, hræđslu, þunga, depurđ og dofa, ófær um standa upp, þetta augnablik er þetta ég, nema þetta augnablik líđur ekki hjá og ég get legiđ þarna í marga daga, vikur, mánuđi en á sama tíma horfi ég út um glugga augnanna og sé mig standa upp, sé mig borđa, sé mig tala, en ég er hér og þetta er ekki ég.

En þađ er einmitt máliđ, þetta er ekki ég. Ég veit ekki hversu mikiđ ég hef lesiđ um þetta, reynt ađ finna svörin, þráhyggjukenndar hugsanir um ađ reyna ađ finna svörin því ég neita ađ lifa lífinu mínu í þessum skugga án þess ađ hafa neitt um þađ ađ segja.

Ég hef leitađ lausna í rúmlega 10 ár, ef ekki meira. Sumt hefur skađađ mig, sumt ekki, en ég hef aldrei játađ mig sigrađa og þađ mun ég ekki gera núna.

Ég veit núna ađ þetta er ekki ég, þessar tilfinningar og hugsanir sem rífa mig niđur í smæstu agnir, ekki ég.

Ég ætla ađ reyna ađ útskýra hvernig ég sé þetta.

Einhvern tíman lærđi ég sem barn ađ ákveđnar tilfinningar mínar væru hættulegar þ.e. ađ þær settu mig í þá hættu ađ vera hafnađ af þeim sem ég stólađi á fyrir öryggi, sem ég þurfti ađ stóla á til ađ lifa af. Endurtekiđ nógu oft ađ ógnin viđ ađ verđa raunverulega hafnađ af þeim sem veitti mér öryggi varđ raunveruleg hætta sem ég gat sett sjálfa mig í. Ef mér yrđi hafnađ þá myndi ég ekki lifa af, svo hvađ gat ég gert? Hafnađ þessum tilfinningum og þar af hafnađ sjálfri mér fyrir ađ „láta“ sjálfa mig upplifa þessar tilfinningar, tekiđ „illgresiđ“ sjálf burt til þess geta haldiđ áfram ađ lifa af. En máliđ er ađ ég hafđi og hef enga stjórn à þvì hvađa tilfinningar ég upplifi.

Allar tilfinningar eru náttúrulegur, eđlilegur og lífsnauđsynlegur partur af því hver viđ erum sem manneskjur og međ því ađ hafna einum hluta af tilfinningunum þá var ég ađ neita mér ómeđvitađ um þađ ađ vera heil manneskja, því til þess ađ geta vitađ ađ fullu fyrir okkur sjálf hvađ ber ađ forđast og hvađ ber ađ nálgast þá þurfum viđ ađ hafa ađgang ađ öllum tilfinningaskalanum, öllu svörtu og öllu hvítu, annars sjáum viđ bara grátt og þegar viđ sjáum grátt verđur ansi þokótt fyrir því hvađ ber raunverulega ađ forđast og hvađ ađ nálgast. Þess vegna er erfiđara ađ taka ákvarđanir þegar viđ höfum ekki þessa innsýn í tilfinningarnar okkar, þessa lífsnauđsynlegu samskiptaleiđ alheimsins til okkar um hvađ er gott fyrir okkur og hvađ er vont fyrir okkur.

Þegar ég lærđi ađ hafna þessum tilfinningum sem mér hafđi nú þegar veriđ hafnađ fyrir, þá lærđi ég ađ tengja þær saman viđ hættu. Svo hvert skipti sem ég núna, enn þann dag í dag, byrja ađ upplifa þessar tilfinningar þá tekur toxic skammartilfinning yfir því ađ ég sé ađ „láta mig“ upplifa þær. Toxic skammartilfinningin kveikir svo á hættuviđbrögđunum sem reyna allt sem þau geta til þess ađ fá mig til ađ berjast á móti og fela tilfinningarnar mínar, til þess í rauninni ađ vernda mig frá þeim, því hún telur ennþá ađ þađ sé hættulegt fyrir mig ađ upplifa þær, ađ ég sé enn í hættu ađ vera hafnađ fyrir þær, af þeim sem ég stólađi á sem barn til þess ađ lifa af, til þess ađ fá öryggi í þessum heimi.

Í stađ þess ađ ég upplifi mínar eigin tilfinningar í nútíđinni þá upplifi ég toxic skömm í stađinn, til þess ađ fá mig til ađ vernda mig frá mínum eigin tilfinningum, því sú vernd hefur áđur hjálpađ mér ađ lifa af.

En máliđ er ađ ég upplifđi eitthvađ sem náttúrulega er hættulaust og eđlilegt sem eitthvađ sem væri hættulegt. Tilfinningar eru ekki þarna til ađ refsa okkur eđa verđlauna, þær eru þarna til þess ađ leiđbeina okkur, hafa samskipti viđ okkur međ því ađ fara í gegnum okkur, inn og aftur út þegar skilabođin eru móttekin.

En skilabođ tilfinninganna sem mér var hafnađ fyrir voru ekki móttekin, þau eru ennþá föst inn í mér ađ bíđa eftir ađ ég fari í gegnum þau. En máliđ er ađ afþví ađ þessi toxic skömm reynir allt sem hún getur til ađ fá mig til ađ verja mig og fela mig frá þeim, þá hef ég ekki greiđan ađgang ađ þeim.

Í hvert sinn sem ég byrja ađ upplifa þær þá kemur toxic skömm í stađinn og ég upplifi hana eins og hún sé mínar eigin tilfinningar (þú ert skömm -> ef þú kæfir ekki tilfinningar þínar þá ertu í hættu) og þá kviknar á hættuviđbrögđunum sem reyna ađ fá mig til ađ fela og verja mig frá tilfinningunum mínum, annars muni eitthvađ lífshættulegt gerast.

Þessi toxic skömm er þannig séđ í dulargervi sem mínar eigin tilfinningar (hvađ er ađ gerast) í nútíma, hún er bara svo ótrúlega lúmsk og sársaukafull, einnig er allt ađ gerast í undirmeđvitund, utan međvitundar og þess vegna er þađ svona ruglingslegt og ógnvekjandi, því ég, međvitađ skil ekkert hvađ er í gangi, því þađ er engin raunveruleg hætta sjáanleg en ég upplifi umhverfiđ, ađra og sjálfa mig samt sem áđur þannig.

Hiđ sama gerist međ hugsanir, upptaka gamalla toxic niđurrifs skilabođa (niđurrif fyrir sökum niđurrifs, án nokkurar uppbyggingar, um þađ hver ég er) spilast ennþá í dag og rífa mig niđur fyrir allt þađ sem mér var hafnađ fyrir, sem ég svo hafnađi mér sjálf fyrir, til þess ađ lifa af.

Þessar toxic niđurrifs upptökur upplifi ég sem mínar eigin hugsanir. Upptökur orđa einhvers annars í dulargervi sem mínar eigin hugsanir í nútíma sem meina mér ađgangi ađ mínum eigin hugsunum og telja mér trú um ađ ég þurfi ađ kæfa þær til þess ađ vernda mig.

Til ađ stytta þetta þá var ég neydd til þess ađ taka viđ öđrum tilfinningum og hugsunum framar mínum eigin til þess ađ lifa af. Í stađ þess ađ upplifa náttúrulegar tilfinningar og hugsanir mínar lærđi ég ađ vera hrædd viđ þær, reiđast mér fyrir þær, dæma mig fyrir þær, rífa mig niđur fyrir þær, skammast mín fyrir þær og upplifa þær sem hættulegar.

Èg lærđi ađ eitthvađ sem er náttúrulega öruggt væri hættulegt og ađ eitthvađ sem er raunverulega hættulegt væri öruggt. Þannig myndađist skekkjan.

Öryggi túlkađ sem hætta
Hætta túlkađ sem öryggi

Ekki alls stađar eđa í öllum ađstæđum en nóg til þess ađ hafa skađleg áhrif á mig.

En nú veit ég ađ þetta eru ekki mínar tilfinningar né mínar hugsanir.

Þetta voru tilfinningar og hugsanir sem ég var neydd til ađ taka viđ sem mínum eigin til þess ađ lifa af.

Þetta er ekki ég, þetta eru ekki mínar tilfinningar né mínar hugsanir.

Þađ er ekki raunverulega hægt ađ hafna tilfinningum og hugsunum, þađ eina sem gerist er innri barátta viđ þær, því þær eru orka sem þarf ađ fara í gegn, líkt og súrefni, og þær fara ekki þó viđ höfnum þeim, líkt og viđ getum ekki bannađ súrefni ađ fara í lungun okkar, þađ bara gerist, þađ bara er, þetta er allt orka sem fer inn og út, gerir sitt hlutverk, kveđur, kemur aftur, alltaf sama hringrásin, tilfinningarnar og hugsanirnar breytast en þær hætta aldrei ađ koma, heilsa og kveđja.

Ég sé þetta svona fyrir mér: ég upplifđi tilfinningu, umhverfiđ sagđi mèr aftur og aftur ađ hún sýndi fram á ađ ég væri skömm og mér var hafnađ fyrir ađ vera skömm. Þannig varđ tilfinningin mín tekin yfir af toxic skömm og toxic skömm setti mig í hættu ađ vera hafnađ af umhverfinu mínu sem ég stólađi á fyrir öryggi, svo ég varđ ađ hafna minni tilfinningu svo umhverfiđ myndi ekki sjá mig sem toxic skömm og hafna mér. Þađ hjálpađi mér ađ lifa af á þeim tíma, því ađ međ því ađ hafna sjálf mínum tilfinningum þá gat ég forđađ mér frá þeirri hættu ađ vera hafnađ af þeim sem veitti mèr öryggi og þess vegna heldur varnarkerfi líkamans ennþá fast í þá leiđ.

Þađ er ótrúlega erfitt ađ útskýra þetta svo ég ætla ađ prófa ađ taka dæmi.

1) Ég upplifi sorgartilfinningu

2) Mér er sagt ađ sorgartilfinningin sýni fram á ađ ég sé skömm og ég tek þá viđ toxic skömm í stađinn fyrir sorgartilfinninguna (toxic skömm: skömm fyrir þađ hver ég ER, ekki skömm fyrir eitthvađ sem ég GERI)

3) Mér er hafnađ og þađ er hættulegt ađ vera hafnađ af þeim sem er öryggiđ mitt, því þá mun ég ekki lifa af.

4) Þetta gerist aftur og aftur og aftur, mér er hafnađ aftur og aftur og aftur, ég upplifi hættu aftur og aftur.

Sem mannverur viljum viđ tilheyra og þađ ađ vera hafnađ aftur og aftur og aftur setur okkur í hættu. Sem börn höfum viđ ekkert annađ en þá sem viđ stólum á fyrir öryggi. Án þeirra er heimurinn ekki öruggur, án þeirra lifum viđ ekki af.

5) Ég upplifi sorgartilfinningu.

6) Toxic skömm tekur yfir, skömm yfir því ađ ég hafi „látiđ mig“ upplifa sorgartilfinninguna.

7) þađ ađ ég upplifđi sorgartilfinninguna setur mig í hættu, skömmin er innra međ mèr, ég er skömmin og ég þarf ađ fela hana og verja mig frá henni.

8) þađ kviknar á hættuviđbrögđunum „ég verđ ađ fela skömmina hvernig sem ég fer ađ því annars mun ég ekki lifa af“.

9) Vítahringurinn heldur áfram (sorgartilfinning kveikir á toxic skömm – toxic skömmin þykist skilgreina mig – ég þarf ađ fela toxic skömmina, fela mig, til þess ađ lifa af)

En tilfinningar eru ekki hættulegar einar og sér, þær vekja athygli okkar á hættu í umhverfinu, og þegar ég neyddist til þess ađ hafna mínu eigin tilfinningakerfi sem skynjar hvađ er raunverulega hættulegt, þá neyddist ég til ađ stóla á í miklum meirihluta á þađ hvađ væri hættulegt, frá þeim sem hafnađi tilfinningum mínum sem fullstarfandi fullri heild. Í framhaldinu lærđi ég ađ stóla í miklum meirihluta á ađra til þess ađ segja mér hvađ væri hættulegt og hætti nánast alfariđ ađ stóla á sjálfa mig. Nú var kerfiđ mitt ekki fullstarfandi og einungis partar af því voru í lagi og því var því ekki fulltreystandi, þannig mèr var í rauninni ekki treystandi til þess ađ vita hvađ væri mér fyrir bestu.

En nú veit ég ađ þessar hugsanir og þessar tilfinningar sem virđast ætla ađ drekkja mér í niđurrifi og yfirþyrmandi toxic skömm og öllum þeim hrærigraut sem kemur međ því, nú veit ég ađ þessar hugsanir eru ekki hugsanir, þær eru upptökur af rödd einhvers annars, jafnvel mörgum röddum, sem eru ađ endurspilast í huganum mínum núna, í dulargervi sem núverandi hugsanirnar mínar og hiđ sama á viđ um tilfinningarnar, þær eru ekki mínar, þær voru aldrei mínar, þær eru tilfinningar einhvers annars gagnvart mínum tilfinningum, settar yfir mínar tilfinningar, dulbúnar sem mínar eigin.

En þessar hugsanir og þessar tilfinningar voru aldrei og eru ekki mínar.

Þađ er þađ mikilvægasta sem ég hef lært, ađ þetta eru ekki mínar hugsanir og tilfinningar og ađ þær tengjast mèr í rauninni bara ekki neitt. Ég upplifi þađ bara þannig, ég upplifi þær sem sannleika, sem eitthvađ sem skilgreinir mig, en þær hafa ekkert međ mig ađ gera, ekki neitt. Ég neyddist til þess ađ samþykkja þær sem mínar eigin en þær voru þađ aldrei og þær eru þađ ekki núna.

Svo þegar þetta tekur yfir, þetta toxic „hættu“ ástand, þá er ég ađ æfa mig ađ minna mig stöđugt á ađ „þetta er ekki ég, þetta eru ekki mínar tilfinningar, þetta eru ekki mínar hugsanir“.

Svo ég ætla bara ađ fylgjast međ eins og áhorfandi, aftengd viđ þær og finna þannig ađ ég þarf ekki ađ verja mig, þarf ekki ađ fela mig, þarf ekki ađ afsaka mig, þarf ekki ađ deifa mig, þarf ekki ađ biđja um leyfi fyrir því ađ þađ sé í lagi ađ ég sé svona, því þetta er ekki ég, ekkert af þessu. Ég finn hvađ tilfinningin verđur sterkari og hugurinn reynir ađ sannfæra mig um ađ ég hljóti ađ hafa gert hana sterkari, en ég veit núna ađ þetta er ekki ég, þađ sem hugurinn segir þetta augnablik tengist mér ekki neitt, þetta er ekki ég. Ég leyfi öllu ađ gerast, en ég er aftengd og einungis áhorfandi og er međvituđ um ađ þetta er ekki ég. Þetta er eitthvađ utanađkomandi dulbúiđ sem mínar hugsanir og tilfinningar en ég tek ekki mark á því sem þađ segir, því þetta er ekki ég. Þetta geri ég þar til bylgjan er liđin hjá og ég get hugsađ skýrt aftur. Um leiđ og ég tek eftir einhverju niđurrifi ađ spilast í huganum, hvort sem þađ á viđ um sjàlfa mig, hver ég er, ađra, eđa bara heiminn, þá minni ég mig á ađ þetta er ekki ég, jafnvel þó ég finni ekki fyrir toxic skömm. Þessar hugsanir eđa upptökur sem ég upplifi sem hugsanir eru ekki mínar og eru nóg til þess ađ kveikja á hættuviđbrögđunum og setja allt heila klabbiđ í gang, eins konar „trigger“.

Hættukerfiđ fer í gang því þađ telur ađ ég sé mér hættuleg, ađrir séu mér hættulegir eđa einfaldlega heimurinn, en ég er međvituđ um ađ þetta er ekki ég og ađ ég þarf ekki ađ gera neitt af því sem ég geri vanalega til þess ađ verja mig. Hvort sem þađ er fight/flight/freeze eđa fawn viđbragđ. Ég er aftengd því sem er ađ gerast í líkamanum mínum og èg er aftengd því sem hugurinn er ađ segja mér. Fókusinn minn er á þessum orđum: þetta er ekki ég, sama hversu yfirþyrmandi og raunverulegt þetta verđur, þetta er ekki ég, þetta eru ekki mínar hugsanir né tilfinningar.

Í dag er þetta leiđin og hún virkar fyrir mig, í skrifum virkar þetta einfalt en þađ er þađ ekki, því þetta getur tekiđ á sig mjög raunverulega mynd, ég geri þađ samt og fókusinn er færđur varlega ađ því ađ þetta er ekki ég og þannig aftengi ég mig.

Í fyrstu verđur erfiđara ađ bera kennsl á ađ eitthvađ annađ er ađ taka yfir sem er ekki ég, en međ æfingunni og reynslunni verđur auđveldara međ tíma ađ þekkja þegar þađ tekur yfir, í millitíđinni aftengi ég mig viđ allt sem er á gràu svæđi, bara til ađ vera alveg viss.

Svo ég vísi einnig í þađ sem ég sagđi um reiđi þá tel ég reiđi sem er beint ađ sjálfri mèr vera part af þessari flækju, þessum upptökum, þessum utanađkomandi tilfinningum og þess vegna finnst mér mikilvægt ađ þegar allt er liđiđ hjá, ađ leyfa mér ađ kalla fram reiđi í sjálfri mér gagnvart þeim sára sannleik ađ ég hafi fengiđ þessi skilabođ um sjálfa mig, tilfinningar mínar og hugsanir, leyfa mér ađ vera reiđ yfir því, færa reiđina frá því ađ vera gegn sjálfri mér. Án reiđi þá mun ég ekki ná ađ syrgja þađ ađ þetta gerđist og ég hef ekki leyft mér ađ vera reiđ, næstum veriđ bara stolt af því ađ ég verđi ekki reiđ, en reiđi er partur af tilfinningaskalanum og hann þarf ađ fá ađ púslast saman í eina heild. Svo lengi sem ég nota ekki reiđina til þess ađ rífa einhvern niđur þá er allt í lagi ađ leyfa mèr ađ fara í gegnum reiđina, í öruggu umhverfi. Međ því ađ æfa þađ mun ég međ tímanum ná ađgengi ađ heilbrigđu reiđinni minni, reiđinni sem verndar mig frá raunverulegri hættu og er mér lífsnauđsynleg.

Þađ mikilvægasta sem ég get gert fyrir sjálfa mig í dag er ađ muna og minna mig á þessi orđ:

Taka eftir, aftengjast, fylgjast međ.

Þessi rödd sem segir mér ađ tilfinningar mínar og hugsanir séu eitthvađ sem ég þarf ađ fela og verja mig frá, þessi rödd er ekki mín eigin.

Hugsanir og tilfinningar geta ekki skađađ mig, þær eru ekkert til þess ađ verja mig fyrir og fela mig frá. Ég þarf ađ fara í gegnum þær, þær munu alltaf koma og ég hef enga stjórn á því hvenær þær koma. Ég get einungis stjórnađ því hvernig ég tek á móti þeim.

Mér var taliđ trú um ađ tilfinningar og hugsanir væru eitthvađ sem ég gæti stjórnađ og ađ ég ætti ađ skammast mín fyrir þađ, hafna mér fyrir þađ. Ađ ég væri međvitađ sjálf ađ velja ađ setja mig í hættu međ því ađ upplifa tilfinningar og hugsanir mínar.

En þetta var aldrei val, ég hafđi aldrei stjórn. Þetta var aldrei ég, þetta var bara orka sem var ađ fara í gegnum mig og mér var hafnađ fyrir þađ, böđuđ í toxic skömm fyrir þađ, taldi mig vera í hættu fyrir þađ.

En þetta eru og voru alltaf tilfinningar einhvers annars gagnvart mínum tilfinningum og hugsunum.

Þetta eru og voru alltaf hugsanir einhvers annars um tilfinningar mínar og hugsanir.

Þær eru og voru aldrei mínar eigin og endurspegluđu aldrei hver ég er.

„Í dag er ég örugg.
Þetta er ekki ég“.

 

Þetta er allt æfing. Endurtekning. Aftur og aftur og aftur ♡

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

 

– karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.