Reiđi og innri gagnrýnandi cptsd

Ég hef oft talađ um mikilvægi þess ađ leyfa hugsunum og tilfinningum ađ vera eins og þær eru og án þess ađ dæma og dæma fyrir ađ dæma.

En ég hef hinsvegar lært ađ þegar þađ kemur ađ toxic skömm sem yfirtekur heilbrigđa gagnrýni og breytir henni í hreint niđurrif, ađ þá er ekki alltaf hjálplegt ađ leyfa því bara ađ koma.

Því toxic skömm getur yfirtekiđ rökhugsun og reynir stöđugt ađ koma sér ađ aftur og þađ ađ hleypa henni ađ aftur og aftur þegar hún tekur yfir og hreinlega ræđst á okkur, þađ getur gert okkur úrvinda og getur gefiđ henni ennþá meira rými til ađ vinna međ, því viđ höfum ekki orku í ađ minna okkur á ađ hún kemur ekki frá okkur sjálfum og ađ litla barniđ innra međ okkur elskar okkur.

Ef gagnrýnin er heilbrigđ og skilur þig ekki eftir líđandi eins og þú sért yfirþyrmandi lítil/ll og varnarlaus, líkaminn fer í kerfi, kaffærđ/ur í skömm og hræđslu fyrir þađ hver þú ert, þá getum viđ hleypt henni ađ og leyft henni ađ vera og hlúiđ ađ henni án þess ađ dæma og án þess ađ dæma fyrir ađ dæma, því þá eru þetta einungis náttúrulegar leiđir hugans ađ leiđa þig frá eitthverju eđa ađ eitthverju.

Þegar hins vegar kemur ađ krónískum áföllum sem hafa búiđ til þá hugmynd ađ viđ séum viđurstyggđ, mistök, eitthvađ til ađ skammast sín fyrir, ađ allt þađ sem viđ sèum sé vont, þá mælir Pete Walker (complex ptsd from surviving to thriving) međ því ađ taka annađ skref fyrst.

Þegar skömmin, minnimáttarkenndin, vonbrigđin og allar þær yfirþyrmandi tilfinningar sem geta komiđ taka yfir og skilja okkur eftir í ótta og skömm, þá getur þađ orđiđ þađ mikiđ ađ viđ náum ekki ađ klóra okkur úr þeirri gryfju međ því einungis ađ sýna þeim niđurrifs hugsunum kærleika.

Ekki fyrst um sinn þegar varnarkerfiđ fer í gang viđ hverja hugsun, telur okkur vera raunverulega í hættu.

Pete walker talar um ákveđiđ tól sem hann útskýrir sem „angering“, þar sem viđ segjum stopp viđ þær hugsanir sem bađa okkur í skömm, nýtum reiđina yfir því ađ þessar hugsanir koma ekki frá okkur sjàlfum og eru lærđar, voru lærđar á þeim tíma þar sem viđ gátum ekki variđ okkur og höfđum ekki annađ val en ađ trúa þeim til þess ađ lifa af.

Þær eru þarna því viđ neyddumst til ađ trúa þeim og koma ekki frá okkur sjálfum.

Þær eru ekki þađ sem viđ erum.

Angering er tól til þess ađ segja stopp, vera reiđ yfir því ađ viđ höfum fengiđ þessi skilabođ  og skila af okkur skömminni.

Þessi skömm skilgreinir mig ekki, ég lærđi ađ skilgreina mig þannig utan mín.

Vera reiđ yfir því ađ þessi hugsun sé til stađar án þess ađ beina reiđinni ađ mér fyrir ađ hún sé þarna, því hún kemur ekki frà mér.

Vera reiđ yfir ađ hafa fengiđ þessi skilabođ frá ytra umhverfi.

Vera reiđ yfir þvì ađ þađ hafi fengiđ ađ stjórna mér og segja STOPP! Ekki lengur.

Beina reiđinni ađ toxic gagnrýnandanum sem hefur tekiđ yfir (þetta tiltekna augnablik sem ég tel mig vera í hættu) heilbrigđa gagnrýnandann og er samblanda þeirra sem gáfu þessi skilabođ

Vera reiđ og beina reiđinni þangađ, ekki út á viđ, ekki ađ sjálfri mér, heldur ađ þessum endurteknu skilabođum sem segja mèr ađ ég sé ekki örugg í því ađ vera ég sjálf, sem bađa mig í skömm og hræđslu fyrir þađ ađ vera ég sjálf, sem reyna ađ fá mig til ađ vera human- doing, ekki human- being.

Vera reiđ og beina reiđinni ađ því sem reynir ađ sannfæra mig um ađ ég hafi ekki leyfi til ađ anda, vera.

Vera reiđ og fara í gegnum reiđina, æfa mig ađ stoppa skömmina sem reynir ađ taka yfir mig.

Þetta er gert til þess ađ minnka valdiđ sem toxic gagnrýnandinn hefur međ því ađ bađa mig í skömm

Þetta er gert til þess ađ ég læri ađ standa upp á móti toxic gagnrýnandanum innra međ mér og hætti ađ leyfa honum ađ skilgreina mig.

Þegar valdiđ hans minnkar yfir mér, þá getur heilbrigđ gagnrýni fengiđ meira rými og líkaminn fengiđ meiri ró í burtu frá því ađ vera stöđugt ađ nema hættur, stöđugt á varđbergi

Ég er ađ æfa mig ađ segja viđ hann: Stopp! Ég má taka pláss

Þegar valdiđ hans minnkar get ég fariđ í gegnum gagnrýnis hugsanirnar án þess ađ þær taki yfir mig, sýna þeim athygli, vera hjá þeim, sýna þeim skilning

Ég veit ađ valdiđ er ekki ađ taka yfir þegar líkaminn fer ekki í hættuviđbrögđ þegar gagnrýnis hugsanirnar koma.

En þađ er mikilvægt ađ èg minni mig á ađ þetta er stöđugt ferli og toxic gagnrýnandinn mun koma aftur.

Ef ég tek eftir ađ viđbrögđin í líkama og huga eru hættuviđbrögđ vegna gagnrýnis hugsaninnar, þá veit ég ađ þetta er toxic og þarf ađ stoppa hann af

Ef viđbrögđin í huga og líkama eru mild og ekki yfirþyrmandi, þá leyfi ég þeim bara ađ vera.

Èg þarf ađ æfa mig ađ skynja muninn og þađ get ég æft mig ađ gera međ því ađ bera kennsl á þađ hvernig varnarviđbrögđin mín birtast.

Fight/flight/freeze/fawn (hægt ađ lesa betur um þau á vefsíđunni hjá Pete Walker)

Þegar ég er orđin betri í ađ bera kennsl á þau, þá get ég lært ađ vera međvituđ um þađ hvenær þađ kviknar à þeim og brugđist viđ í framhaldinu í samræmi viđ þađ.

Þetta er allt æfing. Endurtekning. Aftur og aftur og aftur ♡

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

 

– Karen

 

Vefsíđan hjá Pete Walker:

http://www.pete-walker.com/

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.