Ég er ekki lengur ég sjálf
Allt inn í mér vill ađ ég haldi því fyrir sjálfa mig, því ég skammast mín fyrir þessi orđ
En ég get þađ ekki lengur
Þađ er tími til komin ađ vera samkvæm sjálfri mér
Ég byrjađi ađ blogga međ þađ í huga ađ orđin mín gætu hjálpađ einhverjum öđrum ađ komast aftur til sín
Því ég var byrjuđ ađ sættast viđ sjálfa mig eins og ég er og sá þvílíkan mun á sjálfri mér
Ég mun aldrei taka þađ frá sjálfri mér
En varnarmynstrin sitja fast í undirmeđvitund og veggirnir byrjuđu ađ koma upp aftur
Veggirnir sem segja mér ađ ég sé ekki nóg, mistök, gölluđ, ađ þađ sé eitthvađ „ađ“ mér
Varnarviđbrögđin taka viđ og reyna ađ fela þađ hvernig mér líđur þegar mér líđur sem verst
Hrædd viđ hvađ öđrum gæti fundist um mig
Hvađ muni gerast þegar ég er ekki fullkomlega til stađar
Þegar brosiđ fer
Þegar hláturinn þagnar
Þegar ég get ekki talađ
Svarađ fyrir mig
Sagt hvađ mér finnst
Gefiđ neitt frá mér nema þvingađ bros og kinkađ kolli
Þegar ég missi röddina mína
Reyni bara ađ komast í gegnum samtaliđ án þess ađ fólk sjái ađ ég er ekki lengur á stađnum
Lömuđ af ótta eđa skömm
Reyni stöđugt ađ bæta upp fyrir þađ eđa afsaka mig fyrir ađ líđa þannig
Hrædd viđ ađ ég verđi ekki nóg án þess ađ vera međ varnarveggina uppi, án þess ađ biđjast afsökunar eđa reyna ađ finna fljótustu leiđina til þess ađ ég geti brosađ á ný, fyrir fólkiđ í kringum mig, því ég vil ekki valda fólki áhyggjum
En ég er ekki ég sjálf
Ég einangra mig þegar mér líđur ekki vel því ég tel mig ekki nógu góđa, líđa nógu vel til þess ađ færa einhverjum eitthvađ uppbyggilegt međ minni nærveru
Gef mér ekki leyfi til þess ađ vera ef ég er viss um ađ ég get ekki faliđ sársaukafullar tilfinningar því ég vil ekki valda neinum óþægindum
Tel mig bara mega taka pláss í þessum heimi svo lengi sem ég biđst afsökunar á því ef mér líđur ekki vel og ef ég hef ekkert ađ gefa nema nærveru, ekkert uppbyggilegt eđa hjálplegt
Stöđugt ađ reyna ađ útskýra afhverju ég er eins og ég er, því ég skammast mín svo fyrir þađ hver ég er og hvernig mèr líđur
Ég verđ aldrei sjálfri mér nóg međ því ađ reyna ađ bæta upp fyrir þađ ađ líđa illa
Ég hef áđur talađ um ađ þađ ađ dæma eđa reyna ađ breyta sársaukafullum tilfinningum þjónar mér ekki
En mér yfirsást líka hvernig ég var ađ reyna ađ bæta upp fyrir þær tilfinningar og biđjast afsökunar á þeim, einungis nærveru án nokkurra gjörđa
Ég leyfđi tilfinningunni ađ koma, var hjá henni, fór í gegnum hana án þess ađ reyna ađ breyta henni eđa dæma
En bađst svo afsökunar
Fannst ég skulda „betri“ tilfinningar, betri nærveru
En þannig er ég ekki ađ leyfa mér ađ vera nóg
Þannig er ég ekki ađ leyfa mér ađ vera ég sjálf
Ég er ađ kafna, kæfa mig, berjast á móti því ađ komast aftur til mín
Því ég er of hrædd viđ ađ leggja niđur varnirnar
Ég hef hlutgert sjálfa mig
Stöđugt labbandi á eggjaskurnum
Ríf mig í tætlur fyrir ađ vera ekki nógu góđ
Ef ég er ekki nógu glöđ reyni ég ađ bæta upp fyrir þađ og afsaka þađ
Ef ég græt of mikiđ reyni ég ađ bæta upp fyrir þađ og afsaka þađ
Allt sem ég geri, ef þađ er ekki nógu hjálplegt þá reyni ég ađ bæta upp fyrir þađ og afsaka þađ
Ég fór ađ vinna, fegin því ađ geta loksins laggt mitt af mörkum og gengiđ í burtu frá skömminni sem ég upplifđi fyrir ađ geta ekki unniđ
Þađ gekk vel þar til ég rakst á vegg og hrundi niđur í vanlíđan
Og hringrásin hélt áfram
Ég reyndi ađ bæta upp fyrir ađ vera í vanlíđan
Afsaka mig fyrir ađ vera í vanlíđan
Æfđi mig ađ leyfa henni ađ vera en fannst þađ ekki vera nóg
Mér fannst ég skulda heiminum ađ líđa betur
Svo ég reyndi ađ halda áfram eins og ég var ađ gera
En röddin aftast í hausnum á mér hélt áfram ađ segja mér ađ ég væri mistök og allt ljótt sem hún hefđi getađ sagt um mig
Og afþví ađ ég var í svo mikilli vanlíđan þá trúđi ég henni
Hrundi niđur
Fór sjálf upp á bráđamóttöku geđdeildar og sagđi upp vinnunni
Þađ var eitt þađ erfiđasta sem ég hef þurft ađ gera. Ađ horfast í augu viđ ađ ég gat ekki haldiđ svona àfram.
Ađ ég þurfti meiri hjálp en ég gat gefiđ sjálfri mér og međ þeim úrræđum sem ég hafđi
Ég hef ekki viljađ skrifa mikiđ upp á síđkastiđ
Því mér fannst ég ekki lengur geta sagt ađ ég væri í bata
En bati er ferđalagiđ, þađ er ekki lína sem ég stíg yfir
Og ef ég ætla ađ leyfa fólki ađ fylgjast međ minni batasögu þá get ég ekki bara sagt eina hliđ, reynt ađ fela sársaukann sem þetta felur í sér, allt þađ sem er ekki „fullkomiđ“
En í fullri einlægni eru þetta mynstur sem ég þarf hægt og rólega ađ brjóta niđur, því þau eru ađ valda mér gríđarlegum sársauka
Ég þarf ađ læra ađ leyfa mér ađ vera eins og ég er hvert augnablik, án þess ađ finnast ég knúin til ađ bæta upp fyrir þađ, afsaka þađ, dæma þađ, útskýra þađ, deifa þađ
Þađ er leiđin sem ég þarf ađ fara
Horfast í augun á skömminni sem kemur ekki frá mér, en ég upplifi hana samt sem áđur og hef veriđ ađ forđast hana eins og ég get.
Međ æfingu, þá vonandi læri ég ađ forđast hana ekki lengur.
Þá vonandi leyfi ég mér bara ađ vera ég, alveg eins og ég er, hvert augnablik.
– karen
Manstu söguna um snigilinn, Karen mín. Þessi sem reyndi að skríða upp á vegginn. Skreið 5 metra á daginn en seig svo 4 metra niður á nóttunni. Það var erfitt að byrja aftur á morgnana en það tókst og á endanum náði hann upp á vegginn. Þú ert snigillinn, þrautseigur. Það eruð þið bæði og það er gott. Þolinmæði þrautir vinnur allar.