Skref til baka?

Leiđin er aldrei beint áfram. Viđ mætum alls konar hindrunum á veginum, hann getur veriđ hlykkjóttur, viđ villumst af leiđ, förum til baka, lendum á hringtorgi, förum upp á móti í brekku eđa rennum okkur niđur brekkuna líkt og á leikvelli.

Leiđin er flókin, erfiđ, einföld, ruglandi, skemmtileg, skrýtin, allt sem okkur gæti dottiđ í hug. Því leiđin er endalaus, fullkomlega ófullkomin, en hún er okkar eigin.

Viđ förum öll eftir mismunandi stígum í gegnum lífiđ, en hver og einn þeirra er einstakur, líkt og hvert og eitt okkar er einstakt.

Ég hef ekki skrifađ mikiđ ađ undanförnu.
Mér hefur ekki liđiđ eins og ég hafi getađ gefiđ mikiđ af mér uppi á síđkastiđ en í raun er þađ einnig partur af andlegri heilsu ađ hlúa ađ sjálfum sér og gefa til sjálfrar sín fyrst og fremst, til þess einmitt ađ geta veriđ betur til stađar fyrir ađra.

En þetta blogg skrifađi ég međ þađ í huga ađ gera þađ af fullri einlægni og frá hjartanu og þetta er bara allt partur af ferlinu. Allt minn sannleikur, þađ augnablik sem ég gef þađ frá mér, allt þađ erfiđa og yndislega. Allur pakkinn. Allt međ virđi, allt mikilvægt og allt hefur einhvern tilgang og lærdóm til ađ taka frá því.

Fyrstu mánuđir ársins einkenndust af því ađ vakna í vanlíđan sem varđ verri og verri međ hverjum degi sem leiđ. Ég stóđ frammi fyrir því ađ ég þurfti ađ byggja mig upp á nýtt. Allt í einu gat ég ekki lengur tengt viđ sjálfa mig.

Ég hef áđur sagt frá því ađ í lok seinasta árs opnuđust gömul sár á ný sem ég hafđi veriđ ađ binda hægt og rólega yfir. Þađ helltist yfir mig bylgja af vantrausti í minn eigin garđ, stöđugum efasemdum um sjálfa mig og einfaldlega bara rosalegt niđurbrot sjálfsmyndar.

Ég hélt fast í verkfærin mín en ég var bara ekki lengur ađ tengja viđ þau, en hélt áfram ađ skođa gömul skrif í von um ađ finna þá leiđ sem ég hafđi fariđ þá, því ég vissi ađ ég hafđi hjálpađ mér áđur og ađ ég gæti þađ þá aftur, ég var bara ekki viss hvar ég ætti ađ byrja.

Ég hafđi misst tenginguna og traustiđ til sjálfrar mín og var farin aftur í dómarasætiđ yfir tilfinningum mínum og hugsunum. Ég gat ekki leyft þeim ađ vera því ég taldi þær vera rangar og ég var orđin skíthrædd viđ þær því þeim fylgdi svo gríđarlegur sársauki.

Ég vildi ekki sitja međ þeim sársauka, ég vildi ekki horfast í augu viđ hann og ég reyndi ađ forđast hann eins og ég gat.

Ég vildi fá ađ velja hvađa tilfinningum ég myndi sitja hjá, fara í gegnum og gefa virđi. En þannig virka ekki tilfinningar, ég vissi þađ innst inni og hafđi fundiđ þađ hjá sjálfri mér. En þessi sársauki var eitthvađ annađ, svo yfirþyrmandi ađ hugurinn vildi bara yfirgefa líkamann og þannig sjálfa mig, sem gerđi bara illt í verra því sársaukinn var ekkert ađ fara neitt og var stöđugt ađ gera vart viđ sig.

Ég varđ ađ horfast í augu viđ hann, gangast viđ honum og leyfa honum ađ vera eins og hann er. En þađ mun taka tíma ađ fara í gegnum hann og ég þarf ađ sýna því skilning og leyfa því sem gerist bara ađ gerast á sínum tíma.

Ég reyni stöđugt ađ minna mig á ađ setja fókusinn aftur á líkamann þegar hugurinn vill flýja augnablikiđ og þetta er æfing sem ég þarf ađ gera aftur og aftur.

Þađ er eins og líkaminn sé hræddur viđ ađ slaka á, líkt og eitthvađ hræđilegt gerist ef ég leyfi mér bara ađ vera. En ég hef gert þetta áđur og ég get þađ aftur og þarf ađ gefa líkama, hug, hjarta og sál þađ rými sem þađ þarf til ađ vinna úr þessu.

Í millitíđinni þarf ég ađ minna mig á ađ vera þolinmóđ, sýna þessu skilning og umhyggju, vera hér, hjá mér, segja já viđ öllu sem gerist innra međ og leyfa því ađ vera eins og þađ er.

Fókusinn í líkamann þegar hugurinn týnist í ytra áreiti eđa ađstæđum og jafnvel bara þegar ég vil sýna mínum innra heimi fulla athygli, ást og hlýju, hlusta á líkamann, hvađ hefur hann ađ segja? Hugleiđa, vera hjá mér um stund, bara hér.

Æfa mig ađ taka fókusinn af því sem hefur gerst og því sem ég hef upplifađ og hvernig mér hefur liđiđ og færa hann á þađ sem er ađ gerast núna, hvernig líđur mér núna? Hvađ upplifi ég núna? Akkúrat núna, þetta augnablik, hvađ finn ég? Taka eftir því, gefa því virđi, skilning, athygli, hlýju, rými.

Því þetta augnablik er nóg. Þađ sem er þetta augnablik er nóg,
ég eins og ég er, þetta augnablik er nóg, hvernig mér líđur þetta augnablik er nóg.

Ég ætla ađ bæta viđ þessari setningu sem mamma sagđi mér um daginn.

„Alheimurinn gefur okkur orku fyrir hvern dag, orkan sem þú færđ í dag er fyrir daginn í dag, orkan sem þú færđ á morgun er fyrir morgundaginn, viđ tökum þetta bara einn dag í einu“.

Orkan sem ég fæ þetta augnablik, er orkan sem ég fæ fyrir þetta augnablik og þađ er nóg.

Ég er nóg, akkúrat núna, alveg eins og ég er, þar sem ég er og hvernig mér líđur.
Ég er nóg.

Ég þarf ađ æfa mig ađ sýna mér þađ aftur og aftur og aftur. Međ því ađ gefa öllu sem ég er rými, öllu sem ég er virđi, athygli, umhyggju, skilning, ást.

Þannig sýni ég mér ađ ég sé nóg, međ því ađ taka á móti öllu sem ég er í stađ þess ađ hafna pörtum af mér. Ég einfaldlega leyfi þeim öllum ađ vera.

Allir skipta máli, allir hafa virđi, hlutverk, skilabođ, lærdóm.

Allir partarnir eru nóg, enginn partur af mér hvert augnablik er mikilvægari en annar, því þeir þurfa allir ađ fá ađ vera, öđruvísi kemst ég ekki áfram, öđruvísi fer ég ekki í gegnum orkuna sem þeir gefa frá sér, öđruvísi heldur hún mér fastri og mun stöđugt minna á sig, því þađ er þađ eina sem hún vill, ađ hún sé séđ, viđurkennd og upplifuđ, eins og hún er.

Ég get gefiđ henni þađ, veriđ hjá henni, séđ hana eins og hún er, hlustađ á hana, leyft henni ađ vera, bara taka eftir. Ég geri þađ aftur og aftur, kynnist henni betur, leyfi henni ađ segja þađ sem hún þarf ađ segja og svo kveđjumst viđ þegar hún er sjálf tilbúin ađ sleppa, þegar ég hef veitt henni öryggi til ađ fara  í gegn.

Sama hvađ gerist, þá reyni ég ađ minna mig á ađ vera hér, bara hér, hjá mér, þetta augnablik, alveg eins og þađ er, alveg eins og ég er.

 

– karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.