Allt sem ég þurfti ađ heyra

Skrifađ upprunalega frá mér til mín.

Ég var búin ađ átta mig á því ađ upptökurnar sem voru ađ spilast aftast í undirmeđvitundinni voru ađ meirihluta sársaukafullar neikvæđar stađhæfingar. Ég hef því lært ađ ég þarf í raun ađ drekkja þeim í jákvæđum stađhæfingum til þess ađ breyta því ađ lifa lífinu drifin af ótta og skömm, í þađ ađ lifa drifin af ást. Tærri og skilyrđislausri ást.

Ég þarf ađ gefa mér þessa ást, umvefja mig henni, þađ er enginn annar sem getur gert þađ. Alveg sama hversu oft fólkiđ sem elskar mig segir mér ađ þađ elski mig þá mun þađ aldrei vera nóg fyrr en ég geri þađ sjálf ađ fullu.

Því undirbjó ég þennan lista međ umhyggju og ást til sjálfrar mín ađ leiđarljósi.

Þessar stađhæfingar þarf ađ endurtaka aftur og aftur og best er ađ ímynda sér ađ í kringum okkur sé hár bjartur hjúpur fullur af ást og þessi orđ bergmáli þađan niđur til okkar sjálfra. Hjúpur sem kemur frá okkar eigin dýpstu hjartarótum. Fallega ljósiđ innra međ okkur sýnilegt okkur sjálfum, umvefur okkur í ást.

Þađ hljómar kannski skringilega en þetta hefur virkilega hjálpađ mér, ađ finna fyrir hlýjunni innra međ mér umvefja mig ađ utanverđu.

Svo segi ég þessi orđ, aftur og aftur. Hægt væri jafnvel ađ taka sig upp segja þau til sín, þađ gerđi ég. Hlýjan í hjúpnum kallar þessi orđ fram og tekur utan um mig, fyllir mig af öryggi. Hjúpurinn er stór og ég er smá. Hann er bjartur og hlýr. Hann kemur frá mér, undirmeđvitađ, utan međvitundar, svo þetta er ekki ég sem ég þekki međvitađ, heldur litla barniđ innra međ, litla hjartađ sem var alveg nóg þegar þađ fæddist í þennan heim. Áđur en ég lærđi ađ dæma. Eina sem þađ kann er ađ vera. Ađ lifa. Ađ halda mér á lífi. Ađ elska. Ađ vernda. Ađ upplifa. Alveg nóg. Tær, falleg, ófullkomin, björt hlýja.

Barniđ hefur ekki breyst, þađ hefur veriđ áhorfandi allan tíman, ađ fylgjast međ mér fara í gegnum lífiđ. Ađ fylgjast međ mér læra og upplifa nýja hluti, erfiđa og sársaukafulla sem og auđvelda og yndislega og allt þar á milli. Hlutverk barnsins er alltaf þađ sama. Skilyrđislaus ást.

Hér koma stađhæfingarnar frá mér til mín. Allt þađ sem ég þarf ađ heyra. Allt þađ sem ég hef þurft ađ heyra. Frá mér.

Þú eins og þú ert, ert alveg nóg

Þú mátt taka allt þađ pláss sem þú þarfnast, hvort sem þađ er hvernig þú talar, tjáir þig, hreyfir þig, andar, upplifir, hugsar. Allt er í lagi

Sama hvađ gerist þá er ég alltaf hér til ađ grípa þig

Ég elska þig alveg eins og þú ert

Ég vil ađ þú standir fyrst og fremst međ þér, þú mátt standa fyrst og fremst međ þér

Ég veit ađ þú getur þađ

Ég vil ađ þú hugsir fyrst og fremst um þig, þú mátt hugsa fyrst og fremst um þig

Ég veit ađ þú getur þađ

Ég vil ađ þú gefir öllum tilfinningum þínum rými, þú mátt gefa öllum tilfinningum þínum rými

Ég veit þú getur þađ

Ég vil ađ þú leyfir þér ađ vera þú sjálf, þú mátt vera þú sjálf

Ég veit þú getur þađ

Þađ eina sem ég þarfnast frá þér er ađ þú sért alveg eins og þú ert, alveg eins og þú ert óháđ því hvađ öđrum finnst

Ég veit þú getur þađ

Hlúđu ađ sjálfri þér, ađrir hlúa ađ sér, þú mátt hlúa ađ sjálfri þér

Ég er alltaf hér og ég mun alltaf elska þig

Ég passa ađ þú sért örugg, ég er alltaf hér

Ég er svo stolt af þeirri manneskju sem þú ert

Þú mátt hafa þínar skođanir, alveg sama þó viđ séum ósammála, þađ er allt í lagi

Þú mátt setja mörk, passa upp á þig ef einhver veldur þér sársauka, þađ er í lagi

Ég mun alltaf elska þig, alveg eins og þú ert

Tilfinningar eru eđlilegar, allar saman, allar hafa hlutverk, allir upplifa þær. Þær hafa allar tilgang, sama hversu sársaukafullar þær geta veriđ.

Tilfinningar segja ekkert um þig, þađ eina sem þær gera er ađ vinna úr umhverfinu, öllu því sem viđ upplifum, sjáum, heyrum, hugsum og skynjum. Orka sem viđ þurfum ađ fara í gegnum og hjálpar okkur međvitađ eđa ómeđvitađ ađ skilja heiminn og okkur sjálf betur, ef viđ leyfum henni ađ fara í gegn.

Þú mátt finna fyrir leiđi, finna fyrir reiđi, finna fyrir öllum tilfinningum sem þú upplifir. Sama hvernig þér líđur þá er ég alltaf hér

Viđ erum öll alltaf ađ æfa okkur og viđ lærum ekkert nema viđ gerum mistök.

Þú mátt gera mistök. Þađ eina sem viđ þurfum ađ gera þegar viđ gerum mistök er ađ gangast viđ þeim, læra af þeim og æfa okkur ađ breyta öđruvísi næst.

Mistök segja ekkert annađ um þig en ađ þú sért ennþá ađ læra, ennþá ađ æfa þig

Haltu bara áfram ađ æfa þig, leyfđu þér ađ gera mistök til þess ađ læra af þeim

Þetta er allt æfing og þađ er allt í lagi. Viđ erum öll stöđugt ađ æfa okkur

Leyfđu þér ađ setja mörk, þú mátt setja mörk, þú mátt passa upp á þig.

Ég veit þú getur þađ

Þú getur allt sem þú ætlar þér. Međ æfingu og mistökum þá lærum viđ. Þannig getum viđ gert þađ sem viđ ætlum okkur.

Þađ vantar ekkert innra međ þér, þú þarft ekki ađ minnka þig eđa stækka þig til ađ vera nóg, þú ert alveg nóg, alveg eins og þú ert.

Þú hefur alltaf veriđ nóg, alveg síđan þú varst til. Þú varst alltaf nóg.

Þú ert einstök og hefur þína styrkleika, alveg eins og allir ađrir

Þađ sem gerir okkur mismunandi gerir okkur einstök.

Þú getur stađiđ međ sjálfri þér og elt þađ sem þú vilt, þú mátt standa međ sjálfri þér og elta þađ sem þú vilt.

Ég veit þú getur þađ.

Ég verđ alltaf hér og mun alltaf styđja viđ bakiđ á þér.

Þú ert blíđ og góđ og fullkomlega ófullkomin og ég elska þig alveg nákvæmlega eins og þú ert, alltaf

Ég elska þig eins mikiđ og ég get, ekkert sem þú gætir gert gæti fengiđ mig til ađ elska þig meira eđa minna.

Ég er hér, alltaf

 

– karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.