Edit: Reiđi og innri gagnrýnandi cptsd

Ég hef oft talađ um mikilvægi þess ađ leyfa hugsunum og tilfinningum ađ vera eins og þær eru og án þess ađ dæma og dæma fyrir ađ dæma.

En ég hef hinsvegar lært ađ þegar þađ kemur ađ toxic skömm sem yfirtekur heilbrigđa gagnrýni og breytir henni í hreint niđurrif, ađ þá er ekki alltaf hjálplegt ađ leyfa því bara ađ koma, án þess ađ leiđbeina.

Því toxic skömm getur yfirtekiđ rökhugsun og reynir stöđugt ađ koma sér ađ aftur og þađ ađ hleypa henni ađ aftur og aftur þegar hún tekur yfir og hreinlega ræđst á okkur, án þess ađ leiđbeina okkur eftir ađ hún fellur yfir, þađ getur gert okkur úrvinda og getur gefiđ henni ennþá meira rými til ađ vinna međ, því viđ höfum ekki orku í ađ minna okkur á ađ hún kemur ekki frá okkur sjálfum og ađ litla barniđ innra međ okkur elskar okkur.

Ef gagnrýnin er heilbrigđ og skilur þig ekki eftir líđandi eins og þú sért yfirþyrmandi lítil/ll og varnarlaus, líkaminn fer í kerfi, kaffærđ/ur í skömm og hræđslu fyrir þađ hver þú ert, þá getum viđ hleypt henni ađ og leyft henni ađ vera og hlúiđ ađ henni án þess ađ dæma og án þess ađ dæma fyrir ađ dæma, því þá eru þetta einungis náttúrulegar leiđir hugans ađ leiđa þig frá eitthverju eđa ađ eitthverju.

Þegar hins vegar kemur ađ krónískum áföllum sem hafa búiđ til þá hugmynd ađ viđ séum viđurstyggđ, mistök, eitthvađ til ađ skammast sín fyrir, ađ allt þađ sem viđ sèum sé vont, þá mælir Pete Walker (complex ptsd from surviving to thriving) međ því ađ taka annađ skref fyrst.

Þegar skömmin, minnimáttarkenndin, vonbrigđin og allar þær yfirþyrmandi tilfinningar sem geta komiđ taka yfir og skilja okkur eftir í ótta og skömm, þá getur þađ orđiđ þađ mikiđ ađ viđ náum ekki ađ klóra okkur úr þeirri gryfju međ því einungis ađ sýna þeim niđurrifs hugsunum kærleika og skilja viđ þar.

Ekki fyrst um sinn þegar varnarkerfiđ fer í gang viđ hverja hugsun, telur okkur vera raunverulega í hættu.

Pete walker talar um ákveđiđ tól sem hann útskýrir sem „angering“, þar sem viđ segjum stopp viđ þær hugsanir (edit: þađ getur skapađ togstreitu ađ banna hugsanir og segja stopp viđ ađ þær komi, hjálplegri leiđ væri ađ leyfa þeim ađ koma og vera upplifađar og séđar EN staldra svo viđ eftir ađ bylgjan er fallin yfir og kalla þá fram reiđi yfir því ađ okkur hafi veriđ gefiđ þessi skilabođ og leyfa reiđinni ađ gefa okkur styrk til þess ađ færa reiđina frá okkur sjálfum og yfir á þá sem eiga raddirnar sem liggja á bakviđ toxic skilabođin sem endurspilast í huganum núna) sem bađa okkur í skömm, nýtum reiđina yfir því ađ þessar hugsanir koma ekki frá okkur sjàlfum og eru lærđar, voru lærđar á þeim tíma þar sem viđ gátum ekki variđ okkur og höfđum ekki annađ val en ađ trúa þeim til þess ađ lifa af.

Þær eru þarna því viđ neyddumst til ađ trúa þeim og koma ekki frá okkur sjálfum.

Þær eru ekki þađ sem viđ erum.

En þađ ađ þær séu ađ endurspilast núna er einhver leiđ til þess ađ vernda okkur, þađ er þađ sem hugurinn reynir stöđugt ađ gera. Einhvers stađar lærđi ég ađ vernda sjálfa mig međ því ađ beina reiđinni ađ sjálfri mér og endurspila þessi skilabođ til þess ađ halda henni viđ. Þetta er ákveđin vernd, sama hversu miklum sársauka þađ er ađ valda og ég þarf ađ æfa mig ađ sýna því skilning ađ svona valdi hugurinn ađ komast af á þeim tíma sem hann þurfti þess.

Angering er tól til þess ađ bera kennsl á ađ þetta var ekki í lagi, tól til þess ađ taka eftir skilabođunum, leyfa þeim ađ koma en ađ leiđbeina reiđinni sem snýr ađ okkur sjálfum fyrir ađ þessi skilabođ séu viđvarandi yfir á þá sem gáfu okkur þessi skilabođ í fyrsta lagi. Reiđin fer frá því ađ vera gagnvart okkur sjálfum fyrir ađ hafa fengiđ þessi skilabođ yfir á þá sem gáfu þessi skilabođ þegar viđ vorum ófær um annađ en ađ taka þeim sem sannleika.

Hlusta, fara í gegnum, leiđbeina í ađra átt.

Þessi skömm skilgreinir mig ekki, ég lærđi ađ skilgreina mig þannig utan mín.

Vera reiđ yfir því ađ þessi skilabođ hafi veriđ gefin án þess ađ beina reiđinni ađ mér fyrir ađ þau séu þarna, því þau koma ekki frà mér.

Vera reiđ yfir ađ hafa fengiđ þessi skilabođ frá ytra umhverfi.

Vera reiđ yfir þvì ađ þađ hafi fengiđ ađ stjórna mér og leiđbeina reiđinni frá sjálfri mér og ađ því ađ þessi skilabođ hafi veriđ gefin.

Beina reiđinni ađ toxic gagnrýnandanum sem hefur tekiđ yfir (þetta tiltekna augnablik sem ég tel mig vera í hættu) heilbrigđa gagnrýnandann og er samblanda þeirra sem gáfu þessi skilabođ

Vera reiđ og beina reiđinni þangađ, ekki út á viđ, ekki ađ sjálfri mér, heldur ađ því ađ endurteknu skilabođin hafi veriđ gefin í fyrsta lagi, skilabođ sem segja mèr ađ ég sé ekki örugg í því ađ vera ég sjálf, sem bađa mig í skömm og hræđslu fyrir þađ ađ vera ég sjálf, sem reyna ađ fá mig til ađ vera human- doing, ekki human- being.

Vera reiđ og beina reiđinni ađ því sem reyndi á þeim tíma og endurspilast núna, ađ sannfæra mig um ađ ég hafi ekki leyfi til ađ anda, vera.

Vera reiđ og fara í gegnum reiđina, æfa mig ađ leiđbeina skömminni sem reynir ađ taka yfir mig.

Þetta er gert til þess ađ minnka valdiđ sem toxic gagnrýnandinn hefur međ því ađ bađa mig í skömm

Þetta er gert til þess ađ ég læri ađ svara fyrir mig gagnvart toxic gagnrýnandanum sem endurspilast innra međ mér og hætti ađ leyfa honum ađ skilgreina mig án þess ađ ég hafi neitt um þađ ađ segja.

Þegar valdiđ hans minnkar yfir mér, þá getur heilbrigđ gagnrýni fengiđ meira rými og líkaminn fengiđ meiri ró í burtu frá því ađ vera stöđugt ađ nema hættur, stöđugt á varđbergi

Ég er ađ æfa mig ađ segja viđ hann: Ég sé þig, ég skil þig, en þessi reiđi á ekki heima gagnvart mér og ég ætla ađ hjálpa þér ađ beina henni þar sem hún á heima.

Þegar valdiđ hans minnkar get ég fariđ í gegnum gagnrýnis hugsanirnar, sýna þeim athygli, vera hjá þeim, sýna þeim skilning án þess ađ þurfa ađ leiđbeina þeim eftir þađ.

Ég veit ađ valdiđ er ekki ađ taka yfir þegar líkaminn fer ekki í hættuviđbrögđ þegar gagnrýnis hugsanirnar koma.

En þađ er mikilvægt ađ èg minni mig á ađ þetta er stöđugt ferli og toxic gagnrýnandinn mun koma aftur.

Ef ég tek eftir ađ viđbrögđin í líkama og huga eru hættuviđbrögđ vegna gagnrýnis hugsaninnar, þá veit ég ađ þetta er toxic og þarf ađ leiđbeina reiđinni frá sjálfri mèr.

Ef viđbrögđin í huga og líkama eru mild og ekki yfirþyrmandi, þá leyfi ég þeim bara ađ vera.

Èg þarf ađ æfa mig ađ skynja muninn og þađ get ég æft mig ađ gera međ því ađ bera kennsl á þađ hvernig varnarviđbrögđin mín birtast.

Fight/flight/freeze/fawn (hægt ađ lesa betur um þau á vefsíđunni hjá Pete Walker)

Þegar ég er orđin betri í ađ bera kennsl á þau, þá get ég lært ađ vera međvituđ um þađ hvenær þađ kviknar à þeim og brugđist viđ í framhaldinu í samræmi viđ þađ.

Þetta er allt æfing. Endurtekning. Aftur og aftur og aftur ♡

 

-Allt sem ég skrifa hèr ađ ofan eru ráđleggingar og úrræđi sem ég er ađ nýta mér í mínum eigin bata. Mikilvægt er ađ vekja athygli á því ađ hvert bataferli er einstakt og mismunandi úrræđi virka fyrir mismunandi einstaklinga.

Leiđin er flókin, erfiđ, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.

 

– Karen

 

Vefsíđan hjá Pete Walker:

http://www.pete-walker.com/

Ég er ekki lengur ég sjálf

Ég er ekki lengur ég sjálf

Allt inn í mér vill ađ ég haldi því fyrir sjálfa mig, því ég skammast mín fyrir þessi orđ

En ég get þađ ekki lengur

Þađ er tími til komin ađ vera samkvæm sjálfri mér

Ég byrjađi ađ blogga međ þađ í huga ađ orđin mín gætu hjálpađ einhverjum öđrum ađ komast aftur til sín

Því ég var byrjuđ ađ sættast viđ sjálfa mig eins og ég er og sá þvílíkan mun á sjálfri mér

Ég mun aldrei taka þađ frá sjálfri mér

En varnarmynstrin sitja fast í undirmeđvitund og veggirnir byrjuđu ađ koma upp aftur

Veggirnir sem segja mér ađ ég sé ekki nóg, mistök, gölluđ, ađ þađ sé eitthvađ „ađ“ mér

Varnarviđbrögđin taka viđ og reyna ađ fela þađ hvernig mér líđur þegar mér líđur sem verst

Hrædd viđ hvađ öđrum gæti fundist um mig

Hvađ muni gerast þegar ég er ekki fullkomlega til stađar

Þegar brosiđ fer

Þegar hláturinn þagnar

Þegar ég get ekki talađ

Svarađ fyrir mig

Sagt hvađ mér finnst

Gefiđ neitt frá mér nema þvingađ bros og kinkađ kolli

Þegar ég missi röddina mína

Reyni bara ađ komast í gegnum samtaliđ án þess ađ fólk sjái ađ ég er ekki lengur á stađnum

Lömuđ af ótta eđa skömm

Reyni stöđugt ađ bæta upp fyrir þađ eđa afsaka mig fyrir ađ líđa þannig

Hrædd viđ ađ ég verđi ekki nóg án þess ađ vera međ varnarveggina uppi, án þess ađ biđjast afsökunar eđa reyna ađ finna fljótustu leiđina til þess ađ ég geti brosađ á ný, fyrir fólkiđ í kringum mig, því ég vil ekki valda fólki áhyggjum

En ég er ekki ég sjálf

Ég einangra mig þegar mér líđur ekki vel því ég tel mig ekki nógu góđa, líđa nógu vel til þess ađ færa einhverjum eitthvađ uppbyggilegt međ minni nærveru

Gef mér ekki leyfi til þess ađ vera ef ég er viss um ađ ég get ekki faliđ sársaukafullar tilfinningar því ég vil ekki valda neinum óþægindum

Tel mig bara mega taka pláss í þessum heimi svo lengi sem ég biđst afsökunar á því ef mér líđur ekki vel og ef ég hef ekkert ađ gefa nema nærveru, ekkert uppbyggilegt eđa hjálplegt

Stöđugt ađ reyna ađ útskýra afhverju ég er eins og ég er, því ég skammast mín svo fyrir þađ hver ég er og hvernig mèr líđur

Ég verđ aldrei sjálfri mér nóg međ því ađ reyna ađ bæta upp fyrir þađ ađ líđa illa

Ég hef áđur talađ um ađ þađ ađ dæma eđa reyna ađ breyta sársaukafullum tilfinningum þjónar mér ekki

En mér yfirsást líka hvernig ég var ađ reyna ađ bæta upp fyrir þær tilfinningar og biđjast afsökunar á þeim, einungis nærveru án nokkurra gjörđa

Ég leyfđi tilfinningunni ađ koma, var hjá henni, fór í gegnum hana án þess ađ reyna ađ breyta henni eđa dæma

En bađst svo afsökunar

Fannst ég skulda „betri“ tilfinningar, betri nærveru

En þannig er ég ekki ađ leyfa mér ađ vera nóg

Þannig er ég ekki ađ leyfa mér ađ vera ég sjálf

Ég er ađ kafna, kæfa mig, berjast á móti því ađ komast aftur til mín

Því ég er of hrædd viđ ađ leggja niđur varnirnar

Ég hef hlutgert sjálfa mig

Stöđugt labbandi á eggjaskurnum

Ríf mig í tætlur fyrir ađ vera ekki nógu góđ

Ef ég er ekki nógu glöđ reyni ég ađ bæta upp fyrir þađ og afsaka þađ

Ef ég græt of mikiđ reyni ég ađ bæta upp fyrir þađ og afsaka þađ

Allt sem ég geri, ef þađ er ekki nógu hjálplegt þá reyni ég ađ bæta upp fyrir þađ og afsaka þađ

Ég fór ađ vinna, fegin því ađ geta loksins laggt mitt af mörkum og gengiđ í burtu frá skömminni sem ég upplifđi fyrir ađ geta ekki unniđ

Þađ gekk vel þar til ég rakst á vegg og hrundi niđur í vanlíđan

Og hringrásin hélt áfram

Ég reyndi ađ bæta upp fyrir ađ vera í vanlíđan

Afsaka mig fyrir ađ vera í vanlíđan

Æfđi mig ađ leyfa henni ađ vera en fannst þađ ekki vera nóg

Mér fannst ég skulda heiminum ađ líđa betur

Svo ég reyndi ađ halda áfram eins og ég var ađ gera

En röddin aftast í hausnum á mér hélt áfram ađ segja mér ađ ég væri mistök og allt ljótt sem hún hefđi getađ sagt um mig

Og afþví ađ ég var í svo mikilli vanlíđan þá trúđi ég henni

Hrundi niđur

Fór sjálf upp á bráđamóttöku geđdeildar og sagđi upp vinnunni

Þađ var eitt þađ erfiđasta sem ég hef þurft ađ gera. Ađ horfast í augu viđ ađ ég gat ekki haldiđ svona àfram.

Ađ ég þurfti meiri hjálp en ég gat gefiđ sjálfri mér og međ þeim úrræđum sem ég hafđi

Ég hef ekki viljađ skrifa mikiđ upp á síđkastiđ

Því mér fannst ég ekki lengur geta sagt ađ ég væri í bata

En bati er ferđalagiđ, þađ er ekki lína sem ég stíg yfir

Og ef ég ætla ađ leyfa fólki ađ fylgjast međ minni batasögu þá get ég ekki bara sagt eina hliđ, reynt ađ fela sársaukann sem þetta felur í sér, allt þađ sem er ekki „fullkomiđ“

En í fullri einlægni eru þetta mynstur sem ég þarf hægt og rólega ađ brjóta niđur, því þau eru ađ valda mér gríđarlegum sársauka

Ég þarf ađ læra ađ leyfa mér ađ vera eins og ég er hvert augnablik, án þess ađ finnast ég knúin til ađ bæta upp fyrir þađ, afsaka þađ, dæma þađ, útskýra þađ, deifa þađ

Þađ er leiđin sem ég þarf ađ fara

Horfast í augun á skömminni sem kemur ekki frá mér, en ég upplifi hana samt sem áđur og  hef veriđ ađ forđast hana eins og ég get.

Međ æfingu, þá vonandi læri ég ađ forđast hana ekki lengur.

Þá vonandi leyfi ég mér bara ađ vera ég, alveg eins og ég er, hvert augnablik.

 

– karen

 

Skref til baka?

Leiđin er aldrei beint áfram. Viđ mætum alls konar hindrunum á veginum, hann getur veriđ hlykkjóttur, viđ villumst af leiđ, förum til baka, lendum á hringtorgi, förum upp á móti í brekku eđa rennum okkur niđur brekkuna líkt og á leikvelli.

Leiđin er flókin, erfiđ, einföld, ruglandi, skemmtileg, skrýtin, allt sem okkur gæti dottiđ í hug. Því leiđin er endalaus, fullkomlega ófullkomin, en hún er okkar eigin.

Viđ förum öll eftir mismunandi stígum í gegnum lífiđ, en hver og einn þeirra er einstakur, líkt og hvert og eitt okkar er einstakt.

Ég hef ekki skrifađ mikiđ ađ undanförnu.
Mér hefur ekki liđiđ eins og ég hafi getađ gefiđ mikiđ af mér uppi á síđkastiđ en í raun er þađ einnig partur af andlegri heilsu ađ hlúa ađ sjálfum sér og gefa til sjálfrar sín fyrst og fremst, til þess einmitt ađ geta veriđ betur til stađar fyrir ađra.

En þetta blogg skrifađi ég međ þađ í huga ađ gera þađ af fullri einlægni og frá hjartanu og þetta er bara allt partur af ferlinu. Allt minn sannleikur, þađ augnablik sem ég gef þađ frá mér, allt þađ erfiđa og yndislega. Allur pakkinn. Allt međ virđi, allt mikilvægt og allt hefur einhvern tilgang og lærdóm til ađ taka frá því.

Fyrstu mánuđir ársins einkenndust af því ađ vakna í vanlíđan sem varđ verri og verri međ hverjum degi sem leiđ. Ég stóđ frammi fyrir því ađ ég þurfti ađ byggja mig upp á nýtt. Allt í einu gat ég ekki lengur tengt viđ sjálfa mig.

Ég hef áđur sagt frá því ađ í lok seinasta árs opnuđust gömul sár á ný sem ég hafđi veriđ ađ binda hægt og rólega yfir. Þađ helltist yfir mig bylgja af vantrausti í minn eigin garđ, stöđugum efasemdum um sjálfa mig og einfaldlega bara rosalegt niđurbrot sjálfsmyndar.

Ég hélt fast í verkfærin mín en ég var bara ekki lengur ađ tengja viđ þau, en hélt áfram ađ skođa gömul skrif í von um ađ finna þá leiđ sem ég hafđi fariđ þá, því ég vissi ađ ég hafđi hjálpađ mér áđur og ađ ég gæti þađ þá aftur, ég var bara ekki viss hvar ég ætti ađ byrja.

Ég hafđi misst tenginguna og traustiđ til sjálfrar mín og var farin aftur í dómarasætiđ yfir tilfinningum mínum og hugsunum. Ég gat ekki leyft þeim ađ vera því ég taldi þær vera rangar og ég var orđin skíthrædd viđ þær því þeim fylgdi svo gríđarlegur sársauki.

Ég vildi ekki sitja međ þeim sársauka, ég vildi ekki horfast í augu viđ hann og ég reyndi ađ forđast hann eins og ég gat.

Ég vildi fá ađ velja hvađa tilfinningum ég myndi sitja hjá, fara í gegnum og gefa virđi. En þannig virka ekki tilfinningar, ég vissi þađ innst inni og hafđi fundiđ þađ hjá sjálfri mér. En þessi sársauki var eitthvađ annađ, svo yfirþyrmandi ađ hugurinn vildi bara yfirgefa líkamann og þannig sjálfa mig, sem gerđi bara illt í verra því sársaukinn var ekkert ađ fara neitt og var stöđugt ađ gera vart viđ sig.

Ég varđ ađ horfast í augu viđ hann, gangast viđ honum og leyfa honum ađ vera eins og hann er. En þađ mun taka tíma ađ fara í gegnum hann og ég þarf ađ sýna því skilning og leyfa því sem gerist bara ađ gerast á sínum tíma.

Ég reyni stöđugt ađ minna mig á ađ setja fókusinn aftur á líkamann þegar hugurinn vill flýja augnablikiđ og þetta er æfing sem ég þarf ađ gera aftur og aftur.

Þađ er eins og líkaminn sé hræddur viđ ađ slaka á, líkt og eitthvađ hræđilegt gerist ef ég leyfi mér bara ađ vera. En ég hef gert þetta áđur og ég get þađ aftur og þarf ađ gefa líkama, hug, hjarta og sál þađ rými sem þađ þarf til ađ vinna úr þessu.

Í millitíđinni þarf ég ađ minna mig á ađ vera þolinmóđ, sýna þessu skilning og umhyggju, vera hér, hjá mér, segja já viđ öllu sem gerist innra međ og leyfa því ađ vera eins og þađ er.

Fókusinn í líkamann þegar hugurinn týnist í ytra áreiti eđa ađstæđum og jafnvel bara þegar ég vil sýna mínum innra heimi fulla athygli, ást og hlýju, hlusta á líkamann, hvađ hefur hann ađ segja? Hugleiđa, vera hjá mér um stund, bara hér.

Æfa mig ađ taka fókusinn af því sem hefur gerst og því sem ég hef upplifađ og hvernig mér hefur liđiđ og færa hann á þađ sem er ađ gerast núna, hvernig líđur mér núna? Hvađ upplifi ég núna? Akkúrat núna, þetta augnablik, hvađ finn ég? Taka eftir því, gefa því virđi, skilning, athygli, hlýju, rými.

Því þetta augnablik er nóg. Þađ sem er þetta augnablik er nóg,
ég eins og ég er, þetta augnablik er nóg, hvernig mér líđur þetta augnablik er nóg.

Ég ætla ađ bæta viđ þessari setningu sem mamma sagđi mér um daginn.

„Alheimurinn gefur okkur orku fyrir hvern dag, orkan sem þú færđ í dag er fyrir daginn í dag, orkan sem þú færđ á morgun er fyrir morgundaginn, viđ tökum þetta bara einn dag í einu“.

Orkan sem ég fæ þetta augnablik, er orkan sem ég fæ fyrir þetta augnablik og þađ er nóg.

Ég er nóg, akkúrat núna, alveg eins og ég er, þar sem ég er og hvernig mér líđur.
Ég er nóg.

Ég þarf ađ æfa mig ađ sýna mér þađ aftur og aftur og aftur. Međ því ađ gefa öllu sem ég er rými, öllu sem ég er virđi, athygli, umhyggju, skilning, ást.

Þannig sýni ég mér ađ ég sé nóg, međ því ađ taka á móti öllu sem ég er í stađ þess ađ hafna pörtum af mér. Ég einfaldlega leyfi þeim öllum ađ vera.

Allir skipta máli, allir hafa virđi, hlutverk, skilabođ, lærdóm.

Allir partarnir eru nóg, enginn partur af mér hvert augnablik er mikilvægari en annar, því þeir þurfa allir ađ fá ađ vera, öđruvísi kemst ég ekki áfram, öđruvísi fer ég ekki í gegnum orkuna sem þeir gefa frá sér, öđruvísi heldur hún mér fastri og mun stöđugt minna á sig, því þađ er þađ eina sem hún vill, ađ hún sé séđ, viđurkennd og upplifuđ, eins og hún er.

Ég get gefiđ henni þađ, veriđ hjá henni, séđ hana eins og hún er, hlustađ á hana, leyft henni ađ vera, bara taka eftir. Ég geri þađ aftur og aftur, kynnist henni betur, leyfi henni ađ segja þađ sem hún þarf ađ segja og svo kveđjumst viđ þegar hún er sjálf tilbúin ađ sleppa, þegar ég hef veitt henni öryggi til ađ fara  í gegn.

Sama hvađ gerist, þá reyni ég ađ minna mig á ađ vera hér, bara hér, hjá mér, þetta augnablik, alveg eins og þađ er, alveg eins og ég er.

 

– karen

Allt sem ég þurfti ađ heyra

Skrifađ upprunalega frá mér til mín.

Ég var búin ađ átta mig á því ađ upptökurnar sem voru ađ spilast aftast í undirmeđvitundinni voru ađ meirihluta sársaukafullar neikvæđar stađhæfingar. Ég hef því lært ađ ég þarf í raun ađ drekkja þeim í jákvæđum stađhæfingum til þess ađ breyta því ađ lifa lífinu drifin af ótta og skömm, í þađ ađ lifa drifin af ást. Tærri og skilyrđislausri ást.

Ég þarf ađ gefa mér þessa ást, umvefja mig henni, þađ er enginn annar sem getur gert þađ. Alveg sama hversu oft fólkiđ sem elskar mig segir mér ađ þađ elski mig þá mun þađ aldrei vera nóg fyrr en ég geri þađ sjálf ađ fullu.

Því undirbjó ég þennan lista međ umhyggju og ást til sjálfrar mín ađ leiđarljósi.

Þessar stađhæfingar þarf ađ endurtaka aftur og aftur og best er ađ ímynda sér ađ í kringum okkur sé hár bjartur hjúpur fullur af ást og þessi orđ bergmáli þađan niđur til okkar sjálfra. Hjúpur sem kemur frá okkar eigin dýpstu hjartarótum. Fallega ljósiđ innra međ okkur sýnilegt okkur sjálfum, umvefur okkur í ást.

Þađ hljómar kannski skringilega en þetta hefur virkilega hjálpađ mér, ađ finna fyrir hlýjunni innra međ mér umvefja mig ađ utanverđu.

Svo segi ég þessi orđ, aftur og aftur. Hægt væri jafnvel ađ taka sig upp segja þau til sín, þađ gerđi ég. Hlýjan í hjúpnum kallar þessi orđ fram og tekur utan um mig, fyllir mig af öryggi. Hjúpurinn er stór og ég er smá. Hann er bjartur og hlýr. Hann kemur frá mér, undirmeđvitađ, utan međvitundar, svo þetta er ekki ég sem ég þekki međvitađ, heldur litla barniđ innra međ, litla hjartađ sem var alveg nóg þegar þađ fæddist í þennan heim. Áđur en ég lærđi ađ dæma. Eina sem þađ kann er ađ vera. Ađ lifa. Ađ halda mér á lífi. Ađ elska. Ađ vernda. Ađ upplifa. Alveg nóg. Tær, falleg, ófullkomin, björt hlýja.

Barniđ hefur ekki breyst, þađ hefur veriđ áhorfandi allan tíman, ađ fylgjast međ mér fara í gegnum lífiđ. Ađ fylgjast međ mér læra og upplifa nýja hluti, erfiđa og sársaukafulla sem og auđvelda og yndislega og allt þar á milli. Hlutverk barnsins er alltaf þađ sama. Skilyrđislaus ást.

Hér koma stađhæfingarnar frá mér til mín. Allt þađ sem ég þarf ađ heyra. Allt þađ sem ég hef þurft ađ heyra. Frá mér.

Þú eins og þú ert, ert alveg nóg

Þú mátt taka allt þađ pláss sem þú þarfnast, hvort sem þađ er hvernig þú talar, tjáir þig, hreyfir þig, andar, upplifir, hugsar. Allt er í lagi

Sama hvađ gerist þá er ég alltaf hér til ađ grípa þig

Ég elska þig alveg eins og þú ert

Ég vil ađ þú standir fyrst og fremst međ þér, þú mátt standa fyrst og fremst međ þér

Ég veit ađ þú getur þađ

Ég vil ađ þú hugsir fyrst og fremst um þig, þú mátt hugsa fyrst og fremst um þig

Ég veit ađ þú getur þađ

Ég vil ađ þú gefir öllum tilfinningum þínum rými, þú mátt gefa öllum tilfinningum þínum rými

Ég veit þú getur þađ

Ég vil ađ þú leyfir þér ađ vera þú sjálf, þú mátt vera þú sjálf

Ég veit þú getur þađ

Þađ eina sem ég þarfnast frá þér er ađ þú sért alveg eins og þú ert, alveg eins og þú ert óháđ því hvađ öđrum finnst

Ég veit þú getur þađ

Hlúđu ađ sjálfri þér, ađrir hlúa ađ sér, þú mátt hlúa ađ sjálfri þér

Ég er alltaf hér og ég mun alltaf elska þig

Ég passa ađ þú sért örugg, ég er alltaf hér

Ég er svo stolt af þeirri manneskju sem þú ert

Þú mátt hafa þínar skođanir, alveg sama þó viđ séum ósammála, þađ er allt í lagi

Þú mátt setja mörk, passa upp á þig ef einhver veldur þér sársauka, þađ er í lagi

Ég mun alltaf elska þig, alveg eins og þú ert

Tilfinningar eru eđlilegar, allar saman, allar hafa hlutverk, allir upplifa þær. Þær hafa allar tilgang, sama hversu sársaukafullar þær geta veriđ.

Tilfinningar segja ekkert um þig, þađ eina sem þær gera er ađ vinna úr umhverfinu, öllu því sem viđ upplifum, sjáum, heyrum, hugsum og skynjum. Orka sem viđ þurfum ađ fara í gegnum og hjálpar okkur međvitađ eđa ómeđvitađ ađ skilja heiminn og okkur sjálf betur, ef viđ leyfum henni ađ fara í gegn.

Þú mátt finna fyrir leiđi, finna fyrir reiđi, finna fyrir öllum tilfinningum sem þú upplifir. Sama hvernig þér líđur þá er ég alltaf hér

Viđ erum öll alltaf ađ æfa okkur og viđ lærum ekkert nema viđ gerum mistök.

Þú mátt gera mistök. Þađ eina sem viđ þurfum ađ gera þegar viđ gerum mistök er ađ gangast viđ þeim, læra af þeim og æfa okkur ađ breyta öđruvísi næst.

Mistök segja ekkert annađ um þig en ađ þú sért ennþá ađ læra, ennþá ađ æfa þig

Haltu bara áfram ađ æfa þig, leyfđu þér ađ gera mistök til þess ađ læra af þeim

Þetta er allt æfing og þađ er allt í lagi. Viđ erum öll stöđugt ađ æfa okkur

Leyfđu þér ađ setja mörk, þú mátt setja mörk, þú mátt passa upp á þig.

Ég veit þú getur þađ

Þú getur allt sem þú ætlar þér. Međ æfingu og mistökum þá lærum viđ. Þannig getum viđ gert þađ sem viđ ætlum okkur.

Þađ vantar ekkert innra međ þér, þú þarft ekki ađ minnka þig eđa stækka þig til ađ vera nóg, þú ert alveg nóg, alveg eins og þú ert.

Þú hefur alltaf veriđ nóg, alveg síđan þú varst til. Þú varst alltaf nóg.

Þú ert einstök og hefur þína styrkleika, alveg eins og allir ađrir

Þađ sem gerir okkur mismunandi gerir okkur einstök.

Þú getur stađiđ međ sjálfri þér og elt þađ sem þú vilt, þú mátt standa međ sjálfri þér og elta þađ sem þú vilt.

Ég veit þú getur þađ.

Ég verđ alltaf hér og mun alltaf styđja viđ bakiđ á þér.

Þú ert blíđ og góđ og fullkomlega ófullkomin og ég elska þig alveg nákvæmlega eins og þú ert, alltaf

Ég elska þig eins mikiđ og ég get, ekkert sem þú gætir gert gæti fengiđ mig til ađ elska þig meira eđa minna.

Ég er hér, alltaf

 

– karen