Athyglissýki?

„Hann/hún vill bara athygli“
„Þetta er bara athyglissýki“

Þetta er almennt neikvætt
Ađ þurfa aukna athygli
En mig langar ađ skođa þađ ađeins

Hverjir þurfa aukna athygli?
Hvers vegna þarf einhver aukna athygli?

Ef viđ finnum hjá okkur sjálfum ađ viđ erum elskuđ, ađ þađ er hlustađ á okkur, ađ viđ erum séđ, ađ viđ skiptum máli, ađ viđ erum einhvers virđi
Þurfum viđ þá aukna athygli?
Athygli í sjálfu sér er bara ađ finna ađ viđ tilheyrum
Þörf á aukinni athygli hlýtur þá ađ vera leiđ viđkomandi til þess ađ finnast hann mega tilheyra, skipta máli

Litla hjartađ ađ kalla upp ađ þađ þarfnast þess ađ vita ađ þađ má taka pláss

Ađ vanta athygli, hvers vegna er þađ neikvætt um viđkomandi
Mér þykir þađ meira dapurt og sorglegt og ég finn meira til međ viđkomandi því hann þarf bara ađ vita ađ hann skipti máli, sama hvađa leiđ hann notar

Þegar einhverjum vantar athygli, virđist kalla á aukna athygli frá öđrum, þá er þađ tækifæri til þess ađ sýna kærleika og skilning. Þađ er þađ sem viđkomandi þarf á ađ halda.

Ađ vita ađ þađ er í lagi ađ vera mannlegur, ađ þađ er í lagi ađ fara í gegnum allar tilfinningarnar og hugsanirnar sem koma upp.

Ađ þurfa meiri athygli kemur frá því ađ þurfa samþykki, ađ vita ađ þađ er allt í lagi, ađ mađur verđi ekki yfirgefinn ef mađur er ekki „fullkominn“ ađ þađ er einhver til stađar, ađ vita þađ.

Viđ erum ekki ein, viđ erum elskuđ og stundum þá gleymum viđ því og þá þörfnumst viđ ađ finna þađ aftur, einmitt í gegnum þađ ađ kalla eftir meiri athygli.

Ađ þarfnast meiri athygli kemur frá skort af athygli, eđa einungis athygli á ákveđna parta og engin á ađra, höfnun á ađra, höfnun á erfiđu tilfinningarnar, ađ setja mörk, standa međ sjálfum sér, sjálfstæđa hugsun sem dæmi.

Knúsum þá sem þurfa meiri athygli.
Međ orđum.
Međ augum
Međ eyrum.
Međ höndum.
Međ hjörtum.

Verum til stađar

Ađ þarfnast aukinnar athygli getur veriđ hljóđlátt eđa hávært kall à hjálp, ást, virđi, skilning og umhyggju, jafnvel þó viđ skiljum ekki formiđ sem þađ birtist í.

Reynum ađ sýna náunganum og okkur sjálfum meiri skilning og kærleika og afskrifum ekki þörf á athygli sem eitthvađ neikvætt eđa ljótt.

Þađ er tækifæri til þess ađ hlúa ađ einhverju sem þarfnast þess ađ fá pláss.

 

– karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.