Reiđi, hræđsla og sorg

Hjá sjálfri mér tel ég mig hafa fundiđ ákveđna hringrás innra međ mér.

Óunnin sorg og sársauki sem hefur ekki fengiđ rými verđur ađ hræđslu viđ sársaukann, ótti viđ ađ vera hafnađ fyrir hann.

Óunninn ótti viđ sársauka verđur ađ reiđi gagnvart óttanum og undirliggjandi sorg.

Reiđin felur í sér ađ hún reynir ađ finna orsòkina og beinir kröftum sínum ađ henni.

Ef ekki er unniđ međ hana inn â viđ getur hún beinst út á viđ.
Inn á viđ beinist hún ađ mér sjàlfri, ađ sorginni og hræđslunni sem býr til orkuna sem ekki hefur veriđ gengist viđ og fariđ í gegnum.

Sársauki ofan á sàrsauka ofan á sàrsauka. Allt beinist aftur ađ sársauka, í mismunandi formi en allt frá sama stađ. Þađ er eins og hann stökkbreytist þegar hann fær ekki rými. Stækkar og ýkist.

Ef ég bregst viđ öllum þessum sàrsauka međ því ađ hafna, afneita, deifa eđa frávarpa, þá verđur bara til enn meiri sársauki.

Êg þarf ađ fara í gegn.

Komast til baka ađ upprunalega sársaukanum, horfast í augu viđ hann, taka öll lögin í burtu og tala viđ hann, vera til stađar, hlúa ađ honum og gefa honum rými.

Þá getur hann fengiđ ađ segja og sýna þađ sem hann þarfnast ađ segja og sýna.

Ég þarf ađ stíga inn í þađ, fara í gegnum orkuna sem hann er ađ búa til, leyfa henni ađ koma og vera eins og hún er.

Þegar hùn hefur fengiđ ađ vita ađ hún er séđ og þađ sê hlustađ á hana, þá mun hún kveđja, því hún fékk rými til þess ađ fara í gegn.

 

– karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.