Alltaf?

Ég væri ekki fullkomlega einlæg ef ég talađi einungis um verkfærin mín à þann hátt ađ þau haldi mér alltaf, hvert augnablik á þeirri braut sem er best fyrir mig. Ég fer afvegaleiđir hvern dag. Þær staldra styttra en áđur, en þær eru þarna.

Máliđ er ađ þegar viđ erum börn og viđ okkur taka miklir erfiđleikar, ringulreiđ eđa sàrsauki þá upplifum viđ ákveđiđ stjórnleysi utan okkar sjálfra. Stjórnleysiđ hræđir okkur, ađ geta ekkert viđ hlutunum gert.

Þá getur þađ undirmeđvitađ gerst ađ viđ búum til stjórn, međ því ađ finna orsökina.

„Ef orsökin er ég, þá get ég stýrt ferđinni. En ef orsökin er ég, þá hlítur eitthvađ ađ vera ađ mér og ef eitthvađ er ađ mér, þá þarf ég bara ađ laga mig og þá get ég lagađ ađstæđurnar“.

Þannig getum viđ ómeđvitađ hafnađ okkur sjàlfum, tekiđ á okkur ákveđna skömm ađ geta ekki bara veriđ betri, geta ekki bara lagađ hlutina međ því ađ laga okkur sjálf.

Ég hef veriđ föst í þessu mynstri, ađ geta ekki bara lagađ mig sjálf, ađ geta ekki bara veriđ nóg, en ég veit ađ þetta er bara trú og vandamáliđ er ekki ég sjálf heldur trúin ađ þetta sé ég sjálf. Ranghugmyndirnar, sjálfvitundarskekkjan, brotna sjálfstraustiđ.

Máliđ er ađ tilfinningalegir erfiđleikar koma ekki inn í líf okkar međ þann tilgang ađ vinna okkur mein, þó svo viđ tökum því oft þannig.

Þeir koma til ađ leiđa okkur ađ einhverju eđa frá einhverju, en þađ lærist bara međ því ađ fara í gegn, án þess ađ ýta á eftir því eđa búast viđ einhverri ákveđinni niđurstöđu, leyfa þvì sem kemur ađ koma alveg eins og þađ kemur.

Í því sem veldur okkur tilfinningalegum sársauka leynist vöxtur, ef viđ sýnum því skilning, kynnumst því betur, leiđum okkur í gegn í kærleika.

Í raun eru erfiđleikar ákveđiđ tækifæri, tækifæri til ađ öđlast visku og vöxt, til þess ađ skilja betur heiminn í kringum okkur, þó þađ sé erfitt ađ sjá og skilja þegar þeir koma fyrir.

En flest okkar eru sammála því ađ viđ kynnumst okkur sjàlfum á nýjan hátt þegar viđ förum í gegnum erfiđleika.

En til þess þarf ađ vinna međ trúnna ađ erfiđleikar segi eitthvađ um okkar virđi sem einstaklingar. Þeir segja okkur eitthvađ um gjörđir og þađ sem gerist í kringum okkur.

Okkar virđi sem einstaklingar er án skilyrđa. Viđ erum nóg eins og viđ erum, en þađ er allt annar handleggur hvađ viđ gerum. Allt sem viđ gerum getur kennt okkur eitthvađ, allt sem viđ erum einfaldlega er.

Þetta er ég hægt ađ læra og minna mig á. Taka eftir því þegar ég fer ađ dæma mig í erfiđleikum, færa stjórnina yfir á mig, þegar ég hef enga stjórn.

Því þegar ég geri þađ þà bindi ég ómeđvitađ fyrir augun mín og sé ekki hlutina eins og þeir eru, sé ekki hvađ ég get lært af þeim, því ég færi fòkusinn yfir á sjàlfa mig.

Þađ besta sem ég get gert í erfiđleikum er ađ fagna þeim sem einhverju sem mun kenna mér eitthvađ ef ég bara leyfi því bara ađ gerast, bara vera eins og þađ er og fylgi sjálfri mér í gegnum þađ án þess ađ fara í baráttu viđ sjálfa mig, því í baráttunni tek ég inn á mig skömm, skömm sem tilheyrir mér ekki.

Ef mér tekst ađ gera þađ, fylgja straumnum eins og hann liggur, án þess ađ dæma eđa vænta þess ađ hann sé öđruvísi, án þess ađ dæma mig eđa heimta ađ ég sé öđruvísi, þá get ég séđ þađ sem ég þarf ađ sjá til þess ađ læra, til þess ađ vaxa.

Svo ég reyni nùna ađ taka eftir því þegar þađ gerist, án þess ađ reyna ađ breyta neinu, án þess ađ telja mig vita hvađ mun gerast í framhaldinu. Bara vera međvituđ.

En eins og ég segi þá er þetta stöđug endurtekning, stöđug æfing og ég þarf ađ gera þetta aftur og aftur og aftur. Ég tek ekki í burtu sàrsaukann sem ég ómeđvitađ olli sjàlfri mér á einum degi. Þađ tekur allt tíma og ég þarf ađ sýna því þolinmæđi.

Ég get viđurkennt þađ ađ stundum missi èg sjónar af því hver ég er, en međ æfingunni staldra ég ekki lengur lengi viđ þar.

Þetta er stöđugt ferli, hlykkjóttur vegur en ef ég bara treysti því ađ þetta er allt lærdómur sem ég get tekiđ međ mér í allt lífiđ, þá verđur hann ekki eins óhugnarlegur, því ég veit ađ mér er ekki ætlađ ađ festast í sàrsauka, mér er ætlađ ađ fara í gegnum hann.

Ég get hjálpađ mér í gegnum hann međ því ađ veita honum athygli og þannig virđi, reyni ađ kynnast honum betur og sjá hann eins og hann er, ekkert nema leiđarvísir, fyrir mig.

Hér, fyrir mig ef ég bara leyfi honum ađ vera þađ og svo kveđjumst viđ þegar skilabođin eru móttekin til mín, þar til hann hefur eitthvađ meira ađ segja mér.

 

– karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.