Meira um sjálfstraust

Mikilvægt 🙏❤

Ađ sýna þeim pörtum af okkur einnig skilning sem okkur líkar ekki viđ
Endurorđađ: þeim pörtum sem viđ höfum lært ađ hafna af ótta viđ ađ vera hafnađ
Öll þessi neikvæđni sem fær okkur til þess ađ hafna kemur frá stađ verndunar
Verndunar frá því ađ vera ekki samþykkt, ađ fá ekki rými
En viđ teljum verndunina vera sannleika, ađ þessir partar séu vondir, hættulegir okkur sjálfum
Viđ viljum passa inn í þann ramma sem okkur er gefinn og þá veljum viđ ađ hafna því sem passar ekki, samkvæmt einhverjum kvarđa sem kemur ekki frá okkur sjálfum.
Viđ þurfum skilning
Hlýju
Ást
Til alls sem viđ erum
Viđ getum lært ađ vaxa frá því sem veldur meiri sársauka en vellíđan gagnvart okkur sjálfum og öđrum
En þađ gerum viđ ekki međ því ađ útrýma því međ neikvæđni, međ enn meiri sársauka
Viđ gerum þađ međ því ađ leiđbeina
Sýna skilning
Taka utan um
Međ ást og kærleika
Því þetta er allt bara upplifun
Allt partur af okkur
Allt til ađ kenna okkur
Hjálpa okkur
Hér fyrir okkur
Og viđ getum ekki nýtt okkur þađ
Međ því ađ stappa niđur þađ sem er erfitt
Þađ sem er sársaukafullt
Viđ horfumst í augu viđ þađ
Tökum í hendurnar á því
Leiđum okkur í gegn og tökum međ okkur allt sem viđ lærđum í gegnum ferliđ
Viđ gerum þetta saman
Viđ međ sjálfum okkur
Þannig lærum viđ ađ treysta á ađ viđ erum alltaf til stađar sama hvađ, í hvađa ađstæđum sem er, í kringum hvern sem er
Traust er áunniđ
Líka hjá okkur sjálfum til okkar sjálfra
Viđ vinnum þađ inn međ því ađ sýna okkur ađ viđ erum hér alltaf, skilyrđislaust
Líka þegar okkur finnst viđ ekki vera þađ
Finnst viđ hafa brugđist
Þá erum viđ hér

– karen

 

„I used to think confidence was being happy with everything you were. But now I know it’s being accepting of everything you are“.

~ Anna Mathur

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.