Augnablik

Þađ breytist eitthvađ þegar ég hætti ađ horfa á mína líđan hvert augnablik sem óvin, eitthvađ sem ég þarf ađ lagfæra á stundinni međ því ađ hamra þađ í mig ađ mér eigi ekki ađ líđa svona.

Þegar þađ gerist og ég fer ađ reyna ađ stjórna, þá kemst hugurinn í ennþá meira uppnám, því ég er ekki ađ sýna því skilning ađ þetta er bara hugur og hjarta ađ vinna úr því sem þađ hefur upplifađ og munu koma til međ ađ upplifa.

Ađ mér líđi einhvern veginn er ađ segja mér eitthvađ, hvort sem ég sé þađ skýrt eđa bara alls ekki.

Þađ er mitt hlutverk ađ vera til stađar fyrir mig ì allri líđan, til þess ađ halda ró innra međ mèr.
Því ef hugur og hjarta eru vinir og styđja hvort viđ annađ, þá myndast ekki þessi togstreita „mèr líđur svona en mér ætti ađ líđa svona“.

Svo núna þegar einhver tilfinning eđa hugsun kemur upp sem mér líkar kannski ekki viđ, þá segi èg bara skýrt „skilyrđislaust“, því þađ er þađ sem àst er, skilyrđislaus, og ég verđskulda hana ekkert minna þegar ég er í uppnámi.

Í raun þarfnast ég hennar meira þegar ég er í uppnàmi og þess vegna þarf ég ađ vera tilbúin ađ sýna mér þolinmæđi ađ svona líđi mèr kannski bara nùna.

Þetta augnablik, þà þarf ég à mèr ađ halda og êg ætla ađ gefa mèr þađ, án þess ađ hugsa framfyrir mig. Þađ er bara núna og þetta augnablik þarf ég ađ eigna mér allt sem er ađ gerast, horfast í augu viđ þađ, sýna því skilning og vera til stađar.

Núna, þetta augnablik hér.
Sama hvađ gerist eftirá, bara vera hér núna, án þess ađ dæma eđa reyna ađ stjórna eđa breyta eitthverju.

Þetta er bara ferli sem þarf ađ eiga sèr stađ, bylgja sem fer í gegnum okkur ef viđ gefum henni rými til þess ađ gera þađ.

Því allar tilfinningar og hugsanir þjóna sínu hlutverki þó svo ég sjái þađ ekki.
Þær eru þarna fyrir mig.

Ég er bara ađ upplifa heiminn og þarf ađ leyfa mér ađ gera þađ. Allan pakkann. Ég get ekki valiđ og hafnađ tilfinningum, þær verđa ađ fá ađ vera upplifađar, því þær munu alltaf koma. Þær eru orka og orkan mun alltaf fara í gegn, sama þó viđ viljum þađ ekki. Hún mun alltaf koma.

Viđ höfum val um ađ vingast viđ hana eđa horfa á hana sem óvin.

Ég vel á hverjum degi ađ vera minn eigin vinur. Allt sem gerist innra međ mér má fà plàss, því þađ er allt partur af mér og ég vil ekki lengur hafna einhverjum hlutum af mér og þannig mèr eins og ég raunverulega er, því þannig festist ég í sársauka þess ađ vera hafnađ, og þađ af sjálfri mér.

Ég vel ađ sýna því skilning.
Tilfinning kemur, sem auđvelt dæmi pirringur
Ef ég segi viđ mig „ok, hér er pirringur, þađ er líđan mín núna, þannig er þađ, hér er ég núna, leyfi því ađ vera eins og þađ er, sýni mér mildi í öllu sem gerist.

Svona er þetta núna, bara núna, sama hvađ gerist á eftir, svona er þetta augnablik. Ég sýni því athygli, ég er til stađar fyrir mig, àn þess ađ dæma og án þess ađ dæma fyrir ađ dæma“.
Þá tala ég viđ mig á kærleiksríkan hátt, fylgi sjálfri mèr í gegnum tilfinninguna og svo kemur næsta augnablik eins og þađ kemur.

Ef ég hinsvegar byrja ađ dæma mig eđa reyna ađ breyta eitthverju eins og ađ þvinga mig til ađ líđa vel, eđa magna upp pirringinn međ meiri pirring og gremju, þá festist êg í tilfinningunni og tek međ mér leifar frá henni í næstu augnablik.

Neikvæđni ofan á neikvæđni skapar bara togstreitu og vanlìđan.
Barátta ofan á baráttu.
Reipitog viđ þađ sem ég hef ekki stjórn á.

Þađ hefur hjàlpađ mér gríđarlega ađ byrja ađ vingast viđ allt sem gerist.
Um leiđ og tilfinning kemur sem ég á erfitt međ ađ ràđa viđ þá segi ég bara viđ mig „own it“ og leyfi öllu ađ koma, tek eftir öllu. Líka þegar mér líđur virkilega illa, þá reyni ég ekki ađ breyta því og berjast á móti. Ég staldra viđ, sama hversu erfitt þađ er.

Svo líđur þađ bara náttúrulega hjá, um leiđ og ég leyfi því bara ađ vera eins og þađ er og reyni ekki ađ breyta eđa óska eftir því ađ líđa einhvern veginn öđruvísi.

Ég veit þađ líđur hjà, sama hversu lengi mér finnst þađ dvelja. Þađ mun alltaf líđa hjá og ég ætla ađ leyfa tilfinningunni ađ koma í allri sinni dýrđ, sitja hjá henni þar til hún er tilbúin ađ kveđja, þegar ég þarfnast hennar ekki lengur, þegar hún hefur sagt þađ sem hùn þarf ađ segja, þegar upplifunin og skilabodin sýnilegu eđa ósýnilegu hafa veriđ send til mín og móttekin.

Þà get ég bara tekiđ viđ næstu augnablikum, alveg eins og þau eru.
Öll mikilvæg, öll međ sitt hlutverk.

Fullkomlega ófullkomin.

 

– karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.