Undanfariđ

Undanfariđ hef ég hruniđ niđur.

Rifiđ var í gömul sár um jólin og ég hvarf meira og meira inn í sjálfa mig, eftir því sem dagarnir liđu.
Líkamlega heilsan versnađi og versnađi og því var þessi samblanda fullkominn vettvangur fyrir gömul varnarviđbrögđ ađ grípa yfirborđiđ.

Sjálfniđurrif fyrir þađ hreinlega ađ vera ekki fullkomin, ófær um ađ gera mistök, og gagnstæđan sem tekur viđ og endurskilgreinir mig fyrir sjálfri mér er ađ ég SÉ mistök.

Skömm. Óheilbrigđ skömm.

Líkt og kviksandur sem ég er ađ drukkna í og hendurnar grípa í tómt.
Þeim hræddari sem ég verđ, þeim hrađar sekk ég.

Hugurinn telur mig eiga skiliđ allt þađ neikvæđa sem hann notar til ađ rífa mig niđur, og ég, eins hrædd og ég er, byrja ađ rífa mig niđur fyrir ađ vera hrædd.

Ég veit ađ innst innra međ mér eru erfiđar og átakanlegar upptökur ađ spilast, áföll endurupprifjuđ í stöđugri hringrás.
En ég sé þau hvorki né heyri.

Ég finn bara fyrir þeim. Finn sjálfa mig hrópa á hjálp en ađstæđurnar passa ekki viđ þá tilfinningu og ég festist inni og geri ekkert, segi ekkert, gríman tekur viđ, smellir brosi á andlitiđ og lætur sem ekkert sé.

Þvinga mig til ađ láta sem ekkert sé
Innst inni finn ég sjálfa mig molna niđur, græt þađ hvernig ég skildi mig eftir.

Gríman tekur viđ um leiđ og ég get ekki meira.
Hún kemur mér í gegnum augnablikiđ án þess ađ þađ sjáist ađ eitthvađ sé ađ.

Ég veit hún er ađ hjálpa mér, en ég vil ekki fela mig, ég vil ekki hverfa á bakviđ bros sem á bakviđ liggja öll tárin sem aldrei fengu ađ renna, sem ég stoppađi til ađ komast af.

Í áföllum var gríman kölluđ fram, sökum þess ađ ég var brotin niđur.
Í varnarviđbrögđum kalla ég fram grímuna međ því ađ brjóta mig sjálf niđur. Ég viđheld henni međ því ađ taka þátt.

Um leiđ og mér líđur ekki vel þá hef ég 2 valkosti.

Ađ brjóta mig niđur fyrir ađ líđa illa og reyna ađ þvinga mig í ađ líđa betur, reyna ađ breyta eđa laga sjálfa mig, hugsa um hvernig ég gæti orđiđ betri en ég er (stækka mig) eđa verri en ég er (minnka mig).

Hinn valkosturinn er ađ vera til stađar. Þrátt fyrir allt. Skilyrđislaust. Ekki reyna ađ breyta neinu, bara VERA.

Ég hef fundiđ mér ýmis verkfæri sem ég hef veriđ ađ nota þegar mér líđur ekki vel. Ég er þá stöđugt međvituđ, verđ ađ vera þađ því annars taka varnarviđbrögđin viđ og ég skil mig eftir í myrkrinu, haldandi ađ ég eigi ekki skiliđ ađ tilheyra. Ađ taka pláss. Ađ vera elskuđ.

En máliđ er ađ ég fann þessi verkfæri þegar ég var komin á ótrúlega góđan stađ. Sátt.

Ég var búin ađ gleyma erfiđasta brattanum. Þegar ég er alveg ađ gefast upp, ađ gera sjálfa mig ađ engu međ sjálfshatri. Finn hvernig ég byrja ađ þrá ekkert annađ en svefn, of sársaukafullt ađ vera vakandi.

Þađ er erfitt fyrir mig ađ vera til stađar fyrir mig í sársauka, erfiđum tilfinningum yfir daginn, auđveldara þegar mér líđur vel.

En þađ er ólýsanlega erfitt þegar ég er ađ drukkna í honum.
Líkami, hugur, hjarta og sál fara öll í uppnám og mér líđur hreinlega eins og ég geti ekki fariđ í gegnum þađ. Þađ getur orđiđ þađ slæmt ađ ég fer í hugrof. Dofna öll. Allt utan viđ mig er bakgrunnshljóđ. Líkt og ég sé ekki á stađnum.

Þetta er þađ hræđilegasta sem ég hef upplifađ. Finn ekki fyrir líkamanum, tengi ekki viđ umhverfi né sjálfa mig. Er ekkert nema augu. Sem stara. Þrá ađ komast úr þessu. Allt innra međ mér grátbiđur um ađ þetta hætti. En ekkert gerist. Ég bara hverf.

Ég get ekki ímyndađ mér hvernig þađ er fyrir ástvini mína ađ horfa á mig þegar ég verđ svona. Á stađnum en samt ekki. Get stundum ekki komiđ úr mér orđi. Allt hverfur bara.
Þetta er hryllingur og ég óska engum ađ upplifa þetta.

En ég er þrjósk og ég hef alltaf reynt ađ finna lausnir.

Ég hef bara svo oft gengiđ í þá gildru ađ nota þær vitlaust. Jafnvel þó ég kunni ađ útskýra þær rétt, þá samt fara hlutirnir stundum úrskeiđis.

Ég hef ekki veriđ á góđum stađ undanfariđ, og um leiđ og ég reyndi ađ setjast međ tilfinningunum mínum, fara í gegnum þær, þá byrjađi ég ađ finna fyrir mögulegu hugrofi. Þađ er missterkt hvernig þađ kemur.

Líkt og um daginn þegar ég komst alveg í gegnum daginn en hvarf alveg um kvöldiđ.
Líklega því ég upplifđi umhverfiđ öruggt og þá fékk gríman ađ falla og allar tilfinningar hrundu yfir mig og tóku sinn toll
Gat ekki talađ.
Átti erfitt međ ađ gráta.
Þráđi ekkert meira.
Föst.
En máliđ er ađ ég var reiđ og sár út í sjálfa mig fyrir ađ líđa ekki vel.

Ég hafđi náđ svo góđum árangri en hafđi hrundiđ svo snögglega niđur.
Ég var ađ reyna ađ nýta verkfærin mín á þann hátt ađ ég var í rauninni ađ heimta ađ mér myndi líđa betur.

Ef ekkert breyttist um leiđ og ég nýtti þau þá fór ég í ennþá meira niđurrif.
Sá allt í gráu.
Eins og engin von væri eftir fyrir framtíđinni.
Því sársaukinn og þađ ađ hverfa frá sjálfri mér var of erfitt. Of yfirþyrmandi. Þráđi bara ađ þađ myndi hætta.

En máliđ er ađ ég get ekki heimtađ ađ mér líđi öđruvísi. Ég er eins og ég er. Mér líđur eins og mér líđur og þađ er mitt hlutverk ađ vera hér, fyrir mig, alltaf, sama hvađ á bjátar.

Ekki til þess ađ breyta neinu. Bara einfaldlega til þess ađ halda í hendina mína og leiđa mig í gegnum allt þađ sem gerist.

Sitja hjá mér í myrkrinu.
Því þađ er þađ sem ég þarf.
Bara ađ vera til stađar.
Bara þađ.
Skilyrđislaust.
Hér.
Alveg eins og mér líđur, sama hversu mikiđ mig langar ekki ađ líđa þannig.
Þá þarf ég ađ vera til stađar.

Ég get ekki hent sjálfri mér í burtu um leiđ og mér lìđur ekki vel.
Ég á betur skiliđ en þađ ađ elska sjálfa mig međ skilyrđum.

Varnarviđbrögđin eru ómeđvituđ og allt sem þeim fylgja, ég hef ekki stjórn þar.

En ég þarf ađ reyna eins og ég get ađ leyfa mér ađ vera, bara fylgjast međ, bara veita athygli, bara VERA. Hér. Akkúrat núna.

Alveg eins og mér líđur núna. Án þess ađ reyna ađ breyta neinu, búast viđ því ađ eitthvađ breytist eđa ýta á eftir því ađ eitthvađ breytist.

Bara međ því ađ minna mig á þessi orđ
Hér
Núna
Skilyrđislaust

Þetta er allt æfing og ég þarf stöđugt ađ vera ađ minna mig á þađ.
Ég þarf ađ vera hér, í gegnum allt.
Allan sársaukann, allt.
Sama hversu erfitt þađ verđur.
Þannig kemst ég áfram.
Međ því ađ vera hér, alltaf.

Þađ ađ mér líđur ekki vel skilgreinir mig ekki sem manneskju, skilgreinir ekki hvernig mér gengur í lífinu.

Þetta er sú ég sem ég er í dag.
Ég þarf ađ vera hér
Til stađar
Alltaf

 

– karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.