Ađ stýra huga frá því óhjálplega

Þađ er ekki svo einfalt ađ reyna ađ stýra huganum í átt frá því sem heldur okkur föstum í sársauka.
Því þegar viđ erum föst í miklum sársauka þá getur myndast skekkja.

Upprunalega þegar viđ verđum fyrir sársaukanum, þá getur þađ valdiđ svo miklu sjokki ađ þađ mótast trú um ađstæđurnar sem settu okkur í hættu, sem flyst svo yfir á ađstæđur þar sem viđ erum í rauninni ekki í hættu.

Þađ gerist í undirmeđvitund, utan međvitundar.
Þar eru undirliggjandi leiđarvísar ađ verki sem međvitund sér ekki skýrt.
Þeirra hlutverk er ađ vernda okkur, sama hvađ þađ kostar, sama hverju þađ fórnar í kjölfariđ.

Međvitund hefur sína eigin leiđarvísa.
En í stöđugum sársauka tekur undirmeđvitund yfir og smitar frá sér yfir í leiđarvísa međvitundar.
Þađ birtist okkur í ýktum tilfinningalegum viđbrögđum eđa flatneskju í „eđlilegum“ ađstæđum.

En þađ getur einmitt fengiđ okkur til þess ađ forđast „eđlilegar“ ađstæđur, til þess ađ forđast ýktar tilfinningar eđa flatneskju.

Varnarkerfiđ er ađ reyna ađ vernda okkur međ því ađ reyna ađ forđa okkur frá ađstæđum sem þađ telur vera hættulegt.

Um leiđ forđar þađ okkur frá því ađ fara í gegnum nýja reynslu, frá því ađ fá nýtt sjónarmiđ yfir „eđlilegar“ ađstæđur, sem gæti sýnt því ađ þær eru í rauninni ekki hættulegar, eins og varnarkerfiđ heldur fram.

Hugurinn segir okkur ađ heimurinn sé hættulegur, hleđur á okkur sársaukafullum tilfinningum og hugsunum til þess ađ stađfesta þađ.
Til þess ađ halda okkur öruggum.

Svo til þess ađ komast áfram, þá þurfum viđ ađ fara á móti öllu því sem líkami, hugur, hjarta og sál segir okkur, hræđir okkur til þess ađ vernda okkur.

Þađ er mikilvægt ađ vera međvitađur um þađ ađ međvitund er ekki ađ velja þessa vernd.
Þađ eru undirliggjandi þættir sem gera þađ.
Og þessir undirliggjandi þættir reyna stöđugt ađ sannfæra okkur um ađ viđ séum í hættu, međ því ađ rífa okkur niđur og þannig forđa okkur frá því ađ halda áfram.

Og þannig forđa þeir okkur frá því ađ fara í gegn, læra, skilja, vaxa, því þađ felur í sér aukinn sársauka ađ halda áfram. Þađ er vegna þess ađ lífiđ er samsett úr vegum og sársauki og vellíđan eru vegvísar.

En þegar sársauki fer yfir ákveđin mörk, veldur mikilli sorg, sjokki eđa hræđslu.
Þá fer allt vegakerfiđ í uppnám.
Sársauki verđur ekki lengur sársauki, vegvísir, heldur hætta, varúđ, eitthvađ yfirþyrmandi.

Líkaminn vill ekki upplifa meiri sársauka af því tagi.
Sér allan sársauka eins
Og veldur sér sjálfum andlegum sársauka svo eitthvađ utanađkomandi geti ekki gert þađ.
Því þegar viđ stjórnum ekki hvenær sársaukinn kemur, þá kemur hann óvænt, sjokkerandi, og líkaminn vill þađ ekki, af hræđslu viđ ađ upprunalega áfalliđ endurtaki sig.

Líkaminn er stöđugt ađ vernda okkur.
En međvitundin er þađ sem tekur okkur aftur í augnablikiđ, og þađ er hún sem þarf ađ leiđa okkur áfram.
Eins erfitt og ógerlegt þađ virđist vera.

Þegar allur líkaminn öskrar og grætur ađ ég sé í hættu.
Þá þarf ég ađ halda utan um sjálfa mig.

Reyna eins og ég get ađ minna mig á ađ þađ er upplifun sem ég VARĐ fyrir sem veldur því ađ ég er hrædd, ekki upplifun sem ég er ađ VERĐA fyrir.

Reyna ađ vera þakklát líkamanum fyrir þađ mikilvæga starf sem hann þjónar
Sama þó þađ valdi mér sàrsauka
Ađ reyna ađ vera međvituđ um ađ hann er ađ gera þetta af ást, til þess ađ vernda mig.

Þó ég upplifi hann eins og hann sé ađ ráđast á mig.
Þá er þađ gert af ást.
Eins steikt og þađ hljómar.
En hans eina hlutverk er ađ halda mér á lífi, sama hvađ þađ kostar, sama hvernig þađ lætur mér líđa.

Trúin sem ég þarf ađ vinna međ er ađ ég verđskuldi sársaukann.
Ađ hann sé ađ eiga sér stađ þvì þađ segi eitthvađ neikvætt um mig sem manneskju.
Ađ þađ sé eitthvađ „ađ“ mér.
Eins erfitt og þađ er, því allt innra međ mér segir mér ađ þađ sé sannleikurinn.

En þegar ég minni mig á í međvitund ađ þetta er allt ađ gerast til þess ađ vernda mig, ekki því þađ segi eitthvađ um mig
Þá myndast skilningur hjá međvitund og undirmeđvitund.
Því þær eru báđar bara ađ reyna ađ vera til stađar, á eina háttinn sem þær kunna.

Undirmeđvitund segir mér ađ ég megi ekki taka rými, því þađ verđi hvort sem er trađkađ mér úr því
Og þá þarf međvitund ađ sannfæra undirmeđvitund ađ þađ mun ekki gerast og ađ ef þađ er reynt, þá verđi hún til stađar til ađ passa upp á ađ þađ gerist ekki.

Leyfa mér ađ stíga í rýmiđ, án þess ađ búast viđ því ađ þađ verđi trađkađ mér í burtu.
Því ef ég staldra viđ þad sem undirmeđvitund segir mér, þá held ég áfram ađ trađka á sjálfri mér, svo ađrir geti þađ ekki.

Ég þarf ađ sannfæra undirmeđvitund ađ leyfa mér ađ taka rými.
Og þađ er ekki auđvelt.
Þađ tekur tíma
Skref áfram
Skref afturábak
Ótrúlega mikiđ af orku, þolinmæđi, skilning, sorg og hræđslu
Hlýju
Þakklæti
Allan pakkann.. og meira

Ég horfđi á myndband í dag
En þar var einmitt talađ um þađ ađ áföll (stór og smá) eru ekki sett í tímalínu í huganum.
Hugurinn ađskilur ekki þađ sem búiđ er ađ gerast frá því sem er ađ gerast.

Ef hugsun kemur til hugar um minningu sem er liđin, þá tekur hugurinn því eins og þađ sé ađ gerast núna

Ef tilfinning kemur vegna þess ađ eitthvađ vakti upp gömul sár, þá tekur hugurinn því eins og þađ sé ađ gerast núna.

Þess vegna þegar viđ verđum fyrir áföllum þá horfir hugurinn ekki á áfall sem liđinn tíma, heldur stađ á korti í huganum sem viđ getum ennþá fariđ á, sem hugurinn reynir ađ halda okkur frá því ađ fara á.
Áfalliđ er ekki eitthvađ sem er liđiđ, heldur svæđi sem veldur sársauka.

Þess vegna er svo erfitt fyrir undirmeđvitund ađ sleppa tökunum, því þetta svæđi er enn til, og viđ getum enn flækst þangađ í minningum, en hún upplifir þađ sem þađ sem er raunverulega ađ gerast núna.

Þađ eina sem viđ getum gert í međvitund er ađ reyna ađ sýna undirmeđvitund skilning og þegar viđ getum, þá sýnt henni ađ þađ er allt í lagi ađ ganga í átt ađ vegvísunum, ađ þeir eru ekki hættulegir, líkt og hún telur vera sannleika.

Færa hana í augnablikiđ. Međvitađ. Taka eftir því sem hún reynir ađ segja okkur og sýna því skilning. Hún er bara ađ reyna ađ vernda. Þađ er allt í lagi.

Hlúa ađ því sem hún segir eđa reynir ađ kalla fram međ tilfinningum. Þetta er allt í lagi.
Međvitundin þarf ađ reyna ađ halda í hendurnar á undirmeđvitund, þràtt fyrir ađ hún sé ekki sammála. Þá samt ađ sýna hennar hlutverki skilning og sýna henni kærleika.

Nóg-iđ er verkfæri sem ég nota til þess ađ minna undirmeđvitund á ađ ég er ekki í hættu ef ég leyfi mér ađ vera, án þess ađ minnka mig eđa stækka mig.
En þađ verkfæri get ég bara notađ þegar ég er farin ađ treysta međvitund og undirmeđvitund aftur.

Í millitíđinni einblýni ég bara á eina setningu.

„Sýndu þér kærleika, öllu sem gerist, öllu sem þú ert“

Þađ er reipiđ sem ég held í þegar ég finn ađ ég er farin aftur í survival mode.

Máliđ međ survival mode, er einmitt þađ ađ þađ er bara ađ einblýna á ađ lifa af. Grípa hvern andardrátt. Komast af. Hvernig sem er.
Og þá get ég ekki drekkhlađiđ hugann minn af verkfærum og hugsunum.
Þannig fer ég bara í innri baráttu.

Þađ eina sem ég segi viđ mig er ađ sýna mér kærleika.
Jafnvel þegar neikvæđ hugsun tekur yfir mig.
Minna mig á ađ sýna mér kærleika.
Líka þegar hugurinn segir mér ađ ég eigi þađ ekki skiliđ eđa reynir ađ rífa mig niđur.
Sýna mér kærleika.
Skrifa þađ jafnvel niđur.
Þó svo ég nái ekki ađ tengja viđ þađ.

Lesa þađ aftur og aftur.
Hugsa þađ aftur og aftur.
Sýna mér kærleika
Og segja mér þađ í kærleika (ef ég byrja ađ ýta eftir mér eđa heimta eitthvađ eđa skamma mig  međ því ađ segja þessi orđ, þá þarf ég ađ passa mig ađ stoppa ekki þar og reyna ađ sýna því líka skilning og kærleika)

 

– karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.