Ađ taka djúpan andardrátt

Ef þú ert eins og ég var og átt erfitt međ ađ taka djúpan andardrátt án þess ađ stífna öll/allur upp, þá er þessi færsla fyrir þig.

Í hvert sinn sem einhver sagđi mér ađ taka djúpan andardrátt byrjađi ég strax ađ búa mér til væntingar um þađ hvernig hann ætti ađ vera og hvernig mér ætti ađ líđa.

Ef hvernig mér leiđ og hvernig andardrátturinn fyllti mig af lofti passađi ekki viđ hvernig ég taldi þađ eiga ađ vera, þá stoppađi ég þar, byrjađi ađ dæma mig, byrjađi ađ dæma andardráttinn.

Því fókusinn fór úr því ađ leyfa mér bara ađ anda djúpt yfir í ađ dæma, gagnrýna hvernig maginn fór ekki út, hvernig hann stífnađi allur, hvernig brjóstkassinn stífnađi, hvernig ekkert var afslappađ, en međ því var ég ađ reyna ađ stjórna því međ skipunum, því sem hefđi annars gerst á náttúrulegan hátt.

Þađ sem ég geri núna er ađ ég segi viđ sjálfa mig „ég veit ekki fyrr en ég veit“. Tek í burtu allar væntingar um þađ hvernig upplifunin verđur og hvernig mér mun líđa eftirá, hvernig áhrif þađ mun hafa á mig. Þađ sem gerist, gerist, ég þarf bara ađ leyfa því ađ gerast.

Ef ég finn ađ ég byrja ađ dæma eđa gagnrýna og þar af leiđandi reyna ađ stjórna því sem er ađ gerast, þá segi ég í varkárni viđ sjálfa mig „ég veit ekki fyrr en ég veit“ en ég sýni því samt sem áđur skilning ađ ég tel mig þurfa ađ stjórna.

Þannig gef ég ekki stjórninni fullt vald eđa sannleiksgildi. Þannig sýni ég því einungis skilning ađ ég vilji stjórna en ađ ég þurfi ađ „leyfa því sem er ađ vera“ og færi mig þannig aftur inn í augnablikiđ.

Þegar væntingarnar og dómharkan um þađ hvernig djúpöndun „á“ ađ vera, hvernig manni „á“ ađ líđa og hvernig áhrif hún „á“ ađ hafa á okkur í kjölfariđ eru ekki lengur í fyrsta sæti og međ fullt sannleiksgildi og ađal mikilvægi,

þá gefum viđ skilning á öllu sem er og verđur, færi á ađ taka viđ stýrinu, þar sem viđ stoppum ekki viđ þađ ađ vera fyrirfram búin ađ ákveđa hvernig eitthvađ er og verđur. Viđ sýnum því skilning en leyfum því sem er ađ vera.

Ef ég finn sjálfa mig hugsa „ég er öll stíf og þađ er ekki rými fyrir andardráttinn í maganum, maginn er ekki ađ fara út eins og hann á ađ gera, maginn er ekki ađ fara inn eins og hann á ađ gera, líkaminn er ekki afslappađur eins og hann á ađ vera“, eitthvađ þannig líkt, þá segi ég viđ sjálfa mig

„þađ er allt í lagi ađ líđa eins og þađ sé þannig, en leyfđu því sem ER ađ vera eins og þađ ER“.

Þađ segi ég viđ hverri hugsun, hverri tilfinningu, hverri gagnrýni eđa dómhörku. „Þetta er allt í lagi, leyfđu því ađ vera eins og þađ er“.

Ég sýni öllu sem gerist skilning og kærleika en minni mig á ađ ég veit ekki fyrr en ég raunverulega veit.

Hver upplifun er einstök.

Í stađ þess ađ ákveđa hvernig hún mun verđa og staldra viđ þar,
án þess ađ kynnast henni betur og fyrirfram skilgreina þađ sem mun gerast, búast viđ því og upplifa hana undir stjórn þess sem ég tel mig vita, án þess ađ leyfa henni einfaldlega ađ VERA.

Þá þurfum viđ ađ vera međvituđ um ađ hver reynsla verđur ekki sú sama, þó svo seinustu upplifanir hafi veriđ svipađar, þá hefur hver og ein sína eigin upplifun og viđ getum annađhvort valiđ ađ reyna ađ stýra henni og taka viđ henni eins og viđ búumst viđ henni og álíta þađ sem sannleika,

eđa sýna öllu sem gerist skilning og kærleika, án þess ađ reyna ađ stjórna, samþykja eđa dæma, bara veita athygli, bara fylgjast međ, leyfa því sem er ađ VERA, alveg eins og þađ er.

Án væntinga og án þess ađ dæma (og án þess ađ dæma fyrir ađ dæma).

– karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.