Ađ sýna tilfinningum skilning

Þegar þú VELUR sjálf/ur ađ horfast í augu viđ og skođa og staldra viđ hjá tilfinningu sem hræđir þig, í stađ þess ađ flýja áđur en þú nærđ raunverulega ađ sjá hana fyrir þađ sem hún raunverulega er. Þá getur þú tekiđ í burtu valdiđ sem hún hafđi yfir þér.

Hún kemur, þú flýrđ ekki heldur velur ađ kynnast henni betur, veitir henni fulla athygli, sýnir henni skilning.

Svo gerir þú þađ aftur og aftur, þar til þú venst henni. Hún er ekki lengur einhvađ ókunnugt afl. Þú þekkir hana. Þú skilur hana. Þú veist ađ hún þjónar mikilvægum tilgangi.

Í stađ þess ađ flýja og hræđast ađ horfast í augu viđ hana, forđast augnsamband, sérđ hana alltaf sem blörrađ ský sem þú þekkir ekki og skilur ekki og hún getur brugđiđ þér, komiđ þér á óvart, tekiđ yfir þig.

Þá getur þú valiđ ađ vingast viđ hana, veriđ til stađar fyrir hana, veriđ til stađar fyrir þig. Því allar tilfinningar eru eđlilegt ferli þess ađ upplifa umhverfiđ.
Hún er bara ađ þjóna hlutverkinu sínu. Hennar hlutverk er ekki ađ meiđa þig, heldur vernda þig, á þann hátt sem hún kann. Svo hún birtist þér þannig og þú upplifir hana sem sársauka (oftast nær) en hún er ekkert annađ en leiđarvísir, sem færir þig annađhvort frá einhverju/m eđa ađ einhverju/m ♡

Vertu vinur hennar, vertu til stađar fyrir hana.
Hún er til stađar fyrir þig, þó þú sjáir þađ ekki ♡

Sýndu henni skilning. Þannig sýnir þú einnig sjálfri/sjálfum þér skilning.

Međ því ađ vera til stađar, í kærleika, í ást.

– karen ♡

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.