Ađ REYNA ađ vera mađur sjálfur

Ég sá stutt myndband frá Öldu Karen í dag um þađ ađ viđ erum stöđugt ađ REYNA ađ vera viđ sjálf í samskiptum viđ ađra og hvernig viđ tökum okkur þannig í burtu frá því ađ VERA viđ sjálf.

Ég skrifađi í framhaldinu þennan litla texta, en ég mæli líka međ ađ skođa myndböndin hjá Öldu, þau eru mjög fróđleg og hjálpleg.

Ađ REYNA ađ vera viđ sjalf í samskiptum viđ ađra er ađ REYNA ađ vera einu skrefi stöđugt á undan okkur sjálfum til þess ađ gefa „rétta“ mynd af okkur sjálfum í samskiptum viđ ađra.

Ađ VERA viđ sjálf í samskiptum er einfaldlega ađ vera til stađar fyrir okkur sjálf á sama tíma og viđ erum í samskiptum viđ ađra. Ađ festast ekki í sjálfgagnrýnishringrás og dæma okkur fyrir hugsanir okkar. Heldur einungis taka eftir sjálfgagnrýninni í kærleika, sýna því skilning, sitja hjá því og færa svo fókusinn aftur í samtaliđ.

Vera einlæg og æfa okkur ađ segja þađ sem okkur liggur á hjarta, án væntinga og án þess ađ dæma og á sama tíma æfa okkur ađ hlusta betur. Viđ getum lært jafn mikiđ frá viđkomandi og viđkomandi getur lært af okkur. Allt kennir okkur eitthvađ í lífinu, hvort sem þađ er neikvætt eđa jákvætt. Allt færir okkur einhverjar upplýsingar til þess ađ læra af.

Best er ađ leyfa hlutunum bara ađ gerast eins og þeir gerast, án þess ađ dæma og án þess ađ vænta neins af þeim.

Ef viđ finnum okkur hverfa frá samtalinu í ađ dæma eđa gagnrýna eđa hugsa um hluti sem gætu gert augnablikiđ verra eđa betra, ađ þá taka eftir því, sýna því skilning, sýna því kærleika, jafnvel þó viđ byrjum ađ dæma og gagnrýna, stækka og minnka, sýna því líka skilning, veita því líka athygli og međ því færum viđ okkur aftur í augnablikiđ, í kærleika.

Svo gerist bara þađ sem gerist. Vertu hér, hjá þér. Þannig getur þú líka veriđ til stađar fyrir ađra. En þú verđur ađ byrja á þér. Þađ er nefninlega þađ sem gleymist oft, og þađ er þađ sem færir okkur úr augnablikinu. Því viđ erum utan viđ okkur. Ađ reyna ađ fá samþykki þađan, međ því ađ REYNA ađ vera viđ sjálf, REYNA ađ gefa „rétta“ mynd af okkur, REYNA ađ vera til stađar fyrir okkur sjálf og ađra.

Í stađ þess ađ einfaldlega VERA, hér og nú, hjá okkur sjálfum, til stađar fyrir okkur sjálf, sama hvađ gerist, hvernig okkur líđur eđa hvađ viđ hugsum. Þannig getum viđ í framhaldinu einnig veriđ til stađar fyrir ađra.

Vertu til stađar fyrir þig, fyrir þig.
Akkúrat núna, akkúrat þetta augnablik, alveg eins og þađ er, án þess ađ stækka þađ eđa minnka þađ.
Bara alveg eins og þađ er, án þess ađ dæma þađ og án þess ađ dæma þig fyrir ađ dæma þađ (og án þess ađ dæma þig fyrir ađ dæma þađ fyrir ađ dæma þađ fyrir ađ dæma þađ…)

Bara alveg eins og þađ er, akkúrat núna.

– Karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.