Ađ passa inn í rammann

Þegar viđ fáum skilabođ frá umhverfinu um ađ eitthver partur af okkur valdi því ađ okkur sé hafnađ, þá reynum viđ ađ berjast viđ eđa útrýma þeim parti. Til þess ađ passa, til þess ađ vera samþykkt, til þess ađ líđa eins og viđ séum nóg.

En máliđ er ađ þegar viđ gerum þađ þá höfnum viđ því hver viđ raunverulega erum og týnumst í vítahring þess ađ reyna ađ bæta upp fyrir þá parta sem viđ höfnuđum.

Ef skilabođ frá samfélaginu eđa okkar nærumhverfi segja okkur ađ eitthver partur af okkur geri okkur „gölluđ“, ađ viđ pössum ekki inn í þá mynd sem reynt er ađ halda uppi og tyggja ofan í alla, þá líđur okkur eins og sá partur sé ógn viđ ađ vera samþykkt, ađ vera mikilvæg, ađ hafa eitthvađ virđi.

Svo þegar viđ berum kennsl á þađ sem viđ teljum vera ógn. Þá reynum viđ ađ eyđileggja þađ, fjarlægja þađ, kæfa þađ niđur međ neikvæđu sjálfstali.

Þađ er einmitt þađ sem viđ gerum þegar viđ höfnum tilfinningunum okkar

Þegar viđ höfnum hugsunum okkar

Þegar viđ höfnum líkama okkar,

Öllu sem viđ raunverulega erum (Ekki þađ sem viđ gerum, því viđ erum ekki gjörđir okkar).

Bindum ómeđvitađ fyrir augun okkar fyrir okkar eigin sjálfvirđi og skiljum í leiđinni eftir, þađ ađ raunverulega vera nóg. Alveg eins og viđ erum.

Því kjarninn okkar elskar okkur eins og viđ erum. Allt þetta neikvæđa er eitthvađ sem viđ höfum lært, til þess ađ lifa af, til þess ađ finnast viđ vera nóg.

En missum á sama tíma sjónar af því ađ viđ erum fullkomlega ófullkomlega nóg.

Teljum okkur mega vera elskuđ bara ef x

X-iđ gætiđ svo snúiđ ađ hverju sem er

En þetta ef, er þađ sem tekur okkur í burtu frá okkur sjálfum. Í ađ vera elskuđ eins og viđ erum, ekki bara ef x.

Þađ er allt annar handleggur ađ finna ađ þú ert nóg og velja, fyrir þig sjálfa/n, ađ halda áfram ađ læra, breyta eđa bæta viđ einhverju til þess ađ halda áfram ađ vaxa og dafna. Í kærleika.

Þađ er allt annađ en ađ finnast þù bara vera nóg ef þú lærir, breytir eđa bætir viđ einhverju til þess ađ passa í einhverja mynd, til þess ađ vera samþykkt/ur, talar niđur til þín eđa hafnar þér ef þú gerir þađ ekki. Sjálfniđurrif, ekki í kærleika.

Því gjörđir okkar eru ekki þađ sem gera okkur nóg.
Viđ erum nóg.
Svo getum viđ framkvæmt gjörđir eftir vilja og getu, ekki til þess ađ gera okkur nóg, einungis til þess ađ halda áfram ađ æfa okkur, gera mistök, læra af þeim og reyna aftur, gera betur næst.

Þađ er ekkert ađ því ađ vilja laga, bæta eđa breyta eitthverju hjà okkur sjálfum.
En til þess ađ viđ séum til stađar fyrir okkur sjálf, þá þarf þađ fyrst og fremst ađ vera fyrir okkur sjálf og ekki sem skilyrđi til þess
ađ elska okkur sjálf.

Elskađu sjálfa/n þig án skilyrđa, fyrir allt sem þú ert, utan gjörđa.

Þú ert nóg. Þú hefur alltaf veriđ nóg.
Vertu til stađar fyrir sjálfa/n þig á kærleiksríkan hátt, alltaf.

Haltu svo áfram ađ læra, ađ vaxa, ađ lifa því lífi sem þú velur ađ skapa fyrir þig, en hafđu alltaf í huga, ađ þađ er ekki þađ sem gerir þig nóg.

Þú, hér og nú, alveg eins og þú ert, ert nóg.

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.