Augnablik

Þađ breytist eitthvađ þegar ég hætti ađ horfa á mína líđan hvert augnablik sem óvin, eitthvađ sem ég þarf ađ lagfæra á stundinni međ því ađ hamra þađ í mig ađ mér eigi ekki ađ líđa svona.

Þegar þađ gerist og ég fer ađ reyna ađ stjórna, þá kemst hugurinn í ennþá meira uppnám, því ég er ekki ađ sýna því skilning ađ þetta er bara hugur og hjarta ađ vinna úr því sem þađ hefur upplifađ og munu koma til međ ađ upplifa.

Ađ mér líđi einhvern veginn er ađ segja mér eitthvađ, hvort sem ég sé þađ skýrt eđa bara alls ekki.

Þađ er mitt hlutverk ađ vera til stađar fyrir mig ì allri líđan, til þess ađ halda ró innra međ mèr.
Því ef hugur og hjarta eru vinir og styđja hvort viđ annađ, þá myndast ekki þessi togstreita „mèr líđur svona en mér ætti ađ líđa svona“.

Svo núna þegar einhver tilfinning eđa hugsun kemur upp sem mér líkar kannski ekki viđ, þá segi èg bara skýrt „skilyrđislaust“, því þađ er þađ sem àst er, skilyrđislaus, og ég verđskulda hana ekkert minna þegar ég er í uppnámi.

Í raun þarfnast ég hennar meira þegar ég er í uppnàmi og þess vegna þarf ég ađ vera tilbúin ađ sýna mér þolinmæđi ađ svona líđi mèr kannski bara nùna.

Þetta augnablik, þà þarf ég à mèr ađ halda og êg ætla ađ gefa mèr þađ, án þess ađ hugsa framfyrir mig. Þađ er bara núna og þetta augnablik þarf ég ađ eigna mér allt sem er ađ gerast, horfast í augu viđ þađ, sýna því skilning og vera til stađar.

Núna, þetta augnablik hér.
Sama hvađ gerist eftirá, bara vera hér núna, án þess ađ dæma eđa reyna ađ stjórna eđa breyta eitthverju.

Þetta er bara ferli sem þarf ađ eiga sèr stađ, bylgja sem fer í gegnum okkur ef viđ gefum henni rými til þess ađ gera þađ.

Því allar tilfinningar og hugsanir þjóna sínu hlutverki þó svo ég sjái þađ ekki.
Þær eru þarna fyrir mig.

Ég er bara ađ upplifa heiminn og þarf ađ leyfa mér ađ gera þađ. Allan pakkann. Ég get ekki valiđ og hafnađ tilfinningum, þær verđa ađ fá ađ vera upplifađar, því þær munu alltaf koma. Þær eru orka og orkan mun alltaf fara í gegn, sama þó viđ viljum þađ ekki. Hún mun alltaf koma.

Viđ höfum val um ađ vingast viđ hana eđa horfa á hana sem óvin.

Ég vel á hverjum degi ađ vera minn eigin vinur. Allt sem gerist innra međ mér má fà plàss, því þađ er allt partur af mér og ég vil ekki lengur hafna einhverjum hlutum af mér og þannig mèr eins og ég raunverulega er, því þannig festist ég í sársauka þess ađ vera hafnađ, og þađ af sjálfri mér.

Ég vel ađ sýna því skilning.
Tilfinning kemur, sem auđvelt dæmi pirringur
Ef ég segi viđ mig „ok, hér er pirringur, þađ er líđan mín núna, þannig er þađ, hér er ég núna, leyfi því ađ vera eins og þađ er, sýni mér mildi í öllu sem gerist.

Svona er þetta núna, bara núna, sama hvađ gerist á eftir, svona er þetta augnablik. Ég sýni því athygli, ég er til stađar fyrir mig, àn þess ađ dæma og án þess ađ dæma fyrir ađ dæma“.
Þá tala ég viđ mig á kærleiksríkan hátt, fylgi sjálfri mèr í gegnum tilfinninguna og svo kemur næsta augnablik eins og þađ kemur.

Ef ég hinsvegar byrja ađ dæma mig eđa reyna ađ breyta eitthverju eins og ađ þvinga mig til ađ líđa vel, eđa magna upp pirringinn međ meiri pirring og gremju, þá festist êg í tilfinningunni og tek međ mér leifar frá henni í næstu augnablik.

Neikvæđni ofan á neikvæđni skapar bara togstreitu og vanlìđan.
Barátta ofan á baráttu.
Reipitog viđ þađ sem ég hef ekki stjórn á.

Þađ hefur hjàlpađ mér gríđarlega ađ byrja ađ vingast viđ allt sem gerist.
Um leiđ og tilfinning kemur sem ég á erfitt međ ađ ràđa viđ þá segi ég bara viđ mig „own it“ og leyfi öllu ađ koma, tek eftir öllu. Líka þegar mér líđur virkilega illa, þá reyni ég ekki ađ breyta því og berjast á móti. Ég staldra viđ, sama hversu erfitt þađ er.

Svo líđur þađ bara náttúrulega hjá, um leiđ og ég leyfi því bara ađ vera eins og þađ er og reyni ekki ađ breyta eđa óska eftir því ađ líđa einhvern veginn öđruvísi.

Ég veit þađ líđur hjà, sama hversu lengi mér finnst þađ dvelja. Þađ mun alltaf líđa hjá og ég ætla ađ leyfa tilfinningunni ađ koma í allri sinni dýrđ, sitja hjá henni þar til hún er tilbúin ađ kveđja, þegar ég þarfnast hennar ekki lengur, þegar hún hefur sagt þađ sem hùn þarf ađ segja, þegar upplifunin og skilabodin sýnilegu eđa ósýnilegu hafa veriđ send til mín og móttekin.

Þà get ég bara tekiđ viđ næstu augnablikum, alveg eins og þau eru.
Öll mikilvæg, öll međ sitt hlutverk.

Fullkomlega ófullkomin.

 

– karen

Undanfariđ

Undanfariđ hef ég hruniđ niđur.

Rifiđ var í gömul sár um jólin og ég hvarf meira og meira inn í sjálfa mig, eftir því sem dagarnir liđu.
Líkamlega heilsan versnađi og versnađi og því var þessi samblanda fullkominn vettvangur fyrir gömul varnarviđbrögđ ađ grípa yfirborđiđ.

Sjálfniđurrif fyrir þađ hreinlega ađ vera ekki fullkomin, ófær um ađ gera mistök, og gagnstæđan sem tekur viđ og endurskilgreinir mig fyrir sjálfri mér er ađ ég SÉ mistök.

Skömm. Óheilbrigđ skömm.

Líkt og kviksandur sem ég er ađ drukkna í og hendurnar grípa í tómt.
Þeim hræddari sem ég verđ, þeim hrađar sekk ég.

Hugurinn telur mig eiga skiliđ allt þađ neikvæđa sem hann notar til ađ rífa mig niđur, og ég, eins hrædd og ég er, byrja ađ rífa mig niđur fyrir ađ vera hrædd.

Ég veit ađ innst innra međ mér eru erfiđar og átakanlegar upptökur ađ spilast, áföll endurupprifjuđ í stöđugri hringrás.
En ég sé þau hvorki né heyri.

Ég finn bara fyrir þeim. Finn sjálfa mig hrópa á hjálp en ađstæđurnar passa ekki viđ þá tilfinningu og ég festist inni og geri ekkert, segi ekkert, gríman tekur viđ, smellir brosi á andlitiđ og lætur sem ekkert sé.

Þvinga mig til ađ láta sem ekkert sé
Innst inni finn ég sjálfa mig molna niđur, græt þađ hvernig ég skildi mig eftir.

Gríman tekur viđ um leiđ og ég get ekki meira.
Hún kemur mér í gegnum augnablikiđ án þess ađ þađ sjáist ađ eitthvađ sé ađ.

Ég veit hún er ađ hjálpa mér, en ég vil ekki fela mig, ég vil ekki hverfa á bakviđ bros sem á bakviđ liggja öll tárin sem aldrei fengu ađ renna, sem ég stoppađi til ađ komast af.

Í áföllum var gríman kölluđ fram, sökum þess ađ ég var brotin niđur.
Í varnarviđbrögđum kalla ég fram grímuna međ því ađ brjóta mig sjálf niđur. Ég viđheld henni međ því ađ taka þátt.

Um leiđ og mér líđur ekki vel þá hef ég 2 valkosti.

Ađ brjóta mig niđur fyrir ađ líđa illa og reyna ađ þvinga mig í ađ líđa betur, reyna ađ breyta eđa laga sjálfa mig, hugsa um hvernig ég gæti orđiđ betri en ég er (stækka mig) eđa verri en ég er (minnka mig).

Hinn valkosturinn er ađ vera til stađar. Þrátt fyrir allt. Skilyrđislaust. Ekki reyna ađ breyta neinu, bara VERA.

Ég hef fundiđ mér ýmis verkfæri sem ég hef veriđ ađ nota þegar mér líđur ekki vel. Ég er þá stöđugt međvituđ, verđ ađ vera þađ því annars taka varnarviđbrögđin viđ og ég skil mig eftir í myrkrinu, haldandi ađ ég eigi ekki skiliđ ađ tilheyra. Ađ taka pláss. Ađ vera elskuđ.

En máliđ er ađ ég fann þessi verkfæri þegar ég var komin á ótrúlega góđan stađ. Sátt.

Ég var búin ađ gleyma erfiđasta brattanum. Þegar ég er alveg ađ gefast upp, ađ gera sjálfa mig ađ engu međ sjálfshatri. Finn hvernig ég byrja ađ þrá ekkert annađ en svefn, of sársaukafullt ađ vera vakandi.

Þađ er erfitt fyrir mig ađ vera til stađar fyrir mig í sársauka, erfiđum tilfinningum yfir daginn, auđveldara þegar mér líđur vel.

En þađ er ólýsanlega erfitt þegar ég er ađ drukkna í honum.
Líkami, hugur, hjarta og sál fara öll í uppnám og mér líđur hreinlega eins og ég geti ekki fariđ í gegnum þađ. Þađ getur orđiđ þađ slæmt ađ ég fer í hugrof. Dofna öll. Allt utan viđ mig er bakgrunnshljóđ. Líkt og ég sé ekki á stađnum.

Þetta er þađ hræđilegasta sem ég hef upplifađ. Finn ekki fyrir líkamanum, tengi ekki viđ umhverfi né sjálfa mig. Er ekkert nema augu. Sem stara. Þrá ađ komast úr þessu. Allt innra međ mér grátbiđur um ađ þetta hætti. En ekkert gerist. Ég bara hverf.

Ég get ekki ímyndađ mér hvernig þađ er fyrir ástvini mína ađ horfa á mig þegar ég verđ svona. Á stađnum en samt ekki. Get stundum ekki komiđ úr mér orđi. Allt hverfur bara.
Þetta er hryllingur og ég óska engum ađ upplifa þetta.

En ég er þrjósk og ég hef alltaf reynt ađ finna lausnir.

Ég hef bara svo oft gengiđ í þá gildru ađ nota þær vitlaust. Jafnvel þó ég kunni ađ útskýra þær rétt, þá samt fara hlutirnir stundum úrskeiđis.

Ég hef ekki veriđ á góđum stađ undanfariđ, og um leiđ og ég reyndi ađ setjast međ tilfinningunum mínum, fara í gegnum þær, þá byrjađi ég ađ finna fyrir mögulegu hugrofi. Þađ er missterkt hvernig þađ kemur.

Líkt og um daginn þegar ég komst alveg í gegnum daginn en hvarf alveg um kvöldiđ.
Líklega því ég upplifđi umhverfiđ öruggt og þá fékk gríman ađ falla og allar tilfinningar hrundu yfir mig og tóku sinn toll
Gat ekki talađ.
Átti erfitt međ ađ gráta.
Þráđi ekkert meira.
Föst.
En máliđ er ađ ég var reiđ og sár út í sjálfa mig fyrir ađ líđa ekki vel.

Ég hafđi náđ svo góđum árangri en hafđi hrundiđ svo snögglega niđur.
Ég var ađ reyna ađ nýta verkfærin mín á þann hátt ađ ég var í rauninni ađ heimta ađ mér myndi líđa betur.

Ef ekkert breyttist um leiđ og ég nýtti þau þá fór ég í ennþá meira niđurrif.
Sá allt í gráu.
Eins og engin von væri eftir fyrir framtíđinni.
Því sársaukinn og þađ ađ hverfa frá sjálfri mér var of erfitt. Of yfirþyrmandi. Þráđi bara ađ þađ myndi hætta.

En máliđ er ađ ég get ekki heimtađ ađ mér líđi öđruvísi. Ég er eins og ég er. Mér líđur eins og mér líđur og þađ er mitt hlutverk ađ vera hér, fyrir mig, alltaf, sama hvađ á bjátar.

Ekki til þess ađ breyta neinu. Bara einfaldlega til þess ađ halda í hendina mína og leiđa mig í gegnum allt þađ sem gerist.

Sitja hjá mér í myrkrinu.
Því þađ er þađ sem ég þarf.
Bara ađ vera til stađar.
Bara þađ.
Skilyrđislaust.
Hér.
Alveg eins og mér líđur, sama hversu mikiđ mig langar ekki ađ líđa þannig.
Þá þarf ég ađ vera til stađar.

Ég get ekki hent sjálfri mér í burtu um leiđ og mér lìđur ekki vel.
Ég á betur skiliđ en þađ ađ elska sjálfa mig međ skilyrđum.

Varnarviđbrögđin eru ómeđvituđ og allt sem þeim fylgja, ég hef ekki stjórn þar.

En ég þarf ađ reyna eins og ég get ađ leyfa mér ađ vera, bara fylgjast međ, bara veita athygli, bara VERA. Hér. Akkúrat núna.

Alveg eins og mér líđur núna. Án þess ađ reyna ađ breyta neinu, búast viđ því ađ eitthvađ breytist eđa ýta á eftir því ađ eitthvađ breytist.

Bara međ því ađ minna mig á þessi orđ
Hér
Núna
Skilyrđislaust

Þetta er allt æfing og ég þarf stöđugt ađ vera ađ minna mig á þađ.
Ég þarf ađ vera hér, í gegnum allt.
Allan sársaukann, allt.
Sama hversu erfitt þađ verđur.
Þannig kemst ég áfram.
Međ því ađ vera hér, alltaf.

Þađ ađ mér líđur ekki vel skilgreinir mig ekki sem manneskju, skilgreinir ekki hvernig mér gengur í lífinu.

Þetta er sú ég sem ég er í dag.
Ég þarf ađ vera hér
Til stađar
Alltaf

 

– karen

Ađ stýra huga frá því óhjálplega

Þađ er ekki svo einfalt ađ reyna ađ stýra huganum í átt frá því sem heldur okkur föstum í sársauka.
Því þegar viđ erum föst í miklum sársauka þá getur myndast skekkja.

Upprunalega þegar viđ verđum fyrir sársaukanum, þá getur þađ valdiđ svo miklu sjokki ađ þađ mótast trú um ađstæđurnar sem settu okkur í hættu, sem flyst svo yfir á ađstæđur þar sem viđ erum í rauninni ekki í hættu.

Þađ gerist í undirmeđvitund, utan međvitundar.
Þar eru undirliggjandi leiđarvísar ađ verki sem međvitund sér ekki skýrt.
Þeirra hlutverk er ađ vernda okkur, sama hvađ þađ kostar, sama hverju þađ fórnar í kjölfariđ.

Međvitund hefur sína eigin leiđarvísa.
En í stöđugum sársauka tekur undirmeđvitund yfir og smitar frá sér yfir í leiđarvísa međvitundar.
Þađ birtist okkur í ýktum tilfinningalegum viđbrögđum eđa flatneskju í „eđlilegum“ ađstæđum.

En þađ getur einmitt fengiđ okkur til þess ađ forđast „eđlilegar“ ađstæđur, til þess ađ forđast ýktar tilfinningar eđa flatneskju.

Varnarkerfiđ er ađ reyna ađ vernda okkur međ því ađ reyna ađ forđa okkur frá ađstæđum sem þađ telur vera hættulegt.

Um leiđ forđar þađ okkur frá því ađ fara í gegnum nýja reynslu, frá því ađ fá nýtt sjónarmiđ yfir „eđlilegar“ ađstæđur, sem gæti sýnt því ađ þær eru í rauninni ekki hættulegar, eins og varnarkerfiđ heldur fram.

Hugurinn segir okkur ađ heimurinn sé hættulegur, hleđur á okkur sársaukafullum tilfinningum og hugsunum til þess ađ stađfesta þađ.
Til þess ađ halda okkur öruggum.

Svo til þess ađ komast áfram, þá þurfum viđ ađ fara á móti öllu því sem líkami, hugur, hjarta og sál segir okkur, hræđir okkur til þess ađ vernda okkur.

Þađ er mikilvægt ađ vera međvitađur um þađ ađ međvitund er ekki ađ velja þessa vernd.
Þađ eru undirliggjandi þættir sem gera þađ.
Og þessir undirliggjandi þættir reyna stöđugt ađ sannfæra okkur um ađ viđ séum í hættu, međ því ađ rífa okkur niđur og þannig forđa okkur frá því ađ halda áfram.

Og þannig forđa þeir okkur frá því ađ fara í gegn, læra, skilja, vaxa, því þađ felur í sér aukinn sársauka ađ halda áfram. Þađ er vegna þess ađ lífiđ er samsett úr vegum og sársauki og vellíđan eru vegvísar.

En þegar sársauki fer yfir ákveđin mörk, veldur mikilli sorg, sjokki eđa hræđslu.
Þá fer allt vegakerfiđ í uppnám.
Sársauki verđur ekki lengur sársauki, vegvísir, heldur hætta, varúđ, eitthvađ yfirþyrmandi.

Líkaminn vill ekki upplifa meiri sársauka af því tagi.
Sér allan sársauka eins
Og veldur sér sjálfum andlegum sársauka svo eitthvađ utanađkomandi geti ekki gert þađ.
Því þegar viđ stjórnum ekki hvenær sársaukinn kemur, þá kemur hann óvænt, sjokkerandi, og líkaminn vill þađ ekki, af hræđslu viđ ađ upprunalega áfalliđ endurtaki sig.

Líkaminn er stöđugt ađ vernda okkur.
En međvitundin er þađ sem tekur okkur aftur í augnablikiđ, og þađ er hún sem þarf ađ leiđa okkur áfram.
Eins erfitt og ógerlegt þađ virđist vera.

Þegar allur líkaminn öskrar og grætur ađ ég sé í hættu.
Þá þarf ég ađ halda utan um sjálfa mig.

Reyna eins og ég get ađ minna mig á ađ þađ er upplifun sem ég VARĐ fyrir sem veldur því ađ ég er hrædd, ekki upplifun sem ég er ađ VERĐA fyrir.

Reyna ađ vera þakklát líkamanum fyrir þađ mikilvæga starf sem hann þjónar
Sama þó þađ valdi mér sàrsauka
Ađ reyna ađ vera međvituđ um ađ hann er ađ gera þetta af ást, til þess ađ vernda mig.

Þó ég upplifi hann eins og hann sé ađ ráđast á mig.
Þá er þađ gert af ást.
Eins steikt og þađ hljómar.
En hans eina hlutverk er ađ halda mér á lífi, sama hvađ þađ kostar, sama hvernig þađ lætur mér líđa.

Trúin sem ég þarf ađ vinna međ er ađ ég verđskuldi sársaukann.
Ađ hann sé ađ eiga sér stađ þvì þađ segi eitthvađ neikvætt um mig sem manneskju.
Ađ þađ sé eitthvađ „ađ“ mér.
Eins erfitt og þađ er, því allt innra međ mér segir mér ađ þađ sé sannleikurinn.

En þegar ég minni mig á í međvitund ađ þetta er allt ađ gerast til þess ađ vernda mig, ekki því þađ segi eitthvađ um mig
Þá myndast skilningur hjá međvitund og undirmeđvitund.
Því þær eru báđar bara ađ reyna ađ vera til stađar, á eina háttinn sem þær kunna.

Undirmeđvitund segir mér ađ ég megi ekki taka rými, því þađ verđi hvort sem er trađkađ mér úr því
Og þá þarf međvitund ađ sannfæra undirmeđvitund ađ þađ mun ekki gerast og ađ ef þađ er reynt, þá verđi hún til stađar til ađ passa upp á ađ þađ gerist ekki.

Leyfa mér ađ stíga í rýmiđ, án þess ađ búast viđ því ađ þađ verđi trađkađ mér í burtu.
Því ef ég staldra viđ þad sem undirmeđvitund segir mér, þá held ég áfram ađ trađka á sjálfri mér, svo ađrir geti þađ ekki.

Ég þarf ađ sannfæra undirmeđvitund ađ leyfa mér ađ taka rými.
Og þađ er ekki auđvelt.
Þađ tekur tíma
Skref áfram
Skref afturábak
Ótrúlega mikiđ af orku, þolinmæđi, skilning, sorg og hræđslu
Hlýju
Þakklæti
Allan pakkann.. og meira

Ég horfđi á myndband í dag
En þar var einmitt talađ um þađ ađ áföll (stór og smá) eru ekki sett í tímalínu í huganum.
Hugurinn ađskilur ekki þađ sem búiđ er ađ gerast frá því sem er ađ gerast.

Ef hugsun kemur til hugar um minningu sem er liđin, þá tekur hugurinn því eins og þađ sé ađ gerast núna

Ef tilfinning kemur vegna þess ađ eitthvađ vakti upp gömul sár, þá tekur hugurinn því eins og þađ sé ađ gerast núna.

Þess vegna þegar viđ verđum fyrir áföllum þá horfir hugurinn ekki á áfall sem liđinn tíma, heldur stađ á korti í huganum sem viđ getum ennþá fariđ á, sem hugurinn reynir ađ halda okkur frá því ađ fara á.
Áfalliđ er ekki eitthvađ sem er liđiđ, heldur svæđi sem veldur sársauka.

Þess vegna er svo erfitt fyrir undirmeđvitund ađ sleppa tökunum, því þetta svæđi er enn til, og viđ getum enn flækst þangađ í minningum, en hún upplifir þađ sem þađ sem er raunverulega ađ gerast núna.

Þađ eina sem viđ getum gert í međvitund er ađ reyna ađ sýna undirmeđvitund skilning og þegar viđ getum, þá sýnt henni ađ þađ er allt í lagi ađ ganga í átt ađ vegvísunum, ađ þeir eru ekki hættulegir, líkt og hún telur vera sannleika.

Færa hana í augnablikiđ. Međvitađ. Taka eftir því sem hún reynir ađ segja okkur og sýna því skilning. Hún er bara ađ reyna ađ vernda. Þađ er allt í lagi.

Hlúa ađ því sem hún segir eđa reynir ađ kalla fram međ tilfinningum. Þetta er allt í lagi.
Međvitundin þarf ađ reyna ađ halda í hendurnar á undirmeđvitund, þràtt fyrir ađ hún sé ekki sammála. Þá samt ađ sýna hennar hlutverki skilning og sýna henni kærleika.

Nóg-iđ er verkfæri sem ég nota til þess ađ minna undirmeđvitund á ađ ég er ekki í hættu ef ég leyfi mér ađ vera, án þess ađ minnka mig eđa stækka mig.
En þađ verkfæri get ég bara notađ þegar ég er farin ađ treysta međvitund og undirmeđvitund aftur.

Í millitíđinni einblýni ég bara á eina setningu.

„Sýndu þér kærleika, öllu sem gerist, öllu sem þú ert“

Þađ er reipiđ sem ég held í þegar ég finn ađ ég er farin aftur í survival mode.

Máliđ međ survival mode, er einmitt þađ ađ þađ er bara ađ einblýna á ađ lifa af. Grípa hvern andardrátt. Komast af. Hvernig sem er.
Og þá get ég ekki drekkhlađiđ hugann minn af verkfærum og hugsunum.
Þannig fer ég bara í innri baráttu.

Þađ eina sem ég segi viđ mig er ađ sýna mér kærleika.
Jafnvel þegar neikvæđ hugsun tekur yfir mig.
Minna mig á ađ sýna mér kærleika.
Líka þegar hugurinn segir mér ađ ég eigi þađ ekki skiliđ eđa reynir ađ rífa mig niđur.
Sýna mér kærleika.
Skrifa þađ jafnvel niđur.
Þó svo ég nái ekki ađ tengja viđ þađ.

Lesa þađ aftur og aftur.
Hugsa þađ aftur og aftur.
Sýna mér kærleika
Og segja mér þađ í kærleika (ef ég byrja ađ ýta eftir mér eđa heimta eitthvađ eđa skamma mig  međ því ađ segja þessi orđ, þá þarf ég ađ passa mig ađ stoppa ekki þar og reyna ađ sýna því líka skilning og kærleika)

 

– karen

Lítiđ ljóđ um andlegt ofbeldi

 

Þetta litla ljóđ kom til mín í dag og ég vildi deila því hér.

 

Mentally abusive person

You took my heart
All my selfworth
Disguised yourself as it
And let me believe
I had to work for it
At my own cost
To make you happy
When you chose not to be

To earn it back again
When it was mine in the first place

(Karen Lind Harđardóttir)

 

Þegar þú vilt alltaf trúa því ađ ađrir meini vel
Þá getur þađ valdiđ því ađ þú verđir fyrir sársauka
Þegar þú elskar einhvern svo sterkt ađ þú velur fremur ađ trúa þeirra veruleika yfir þínum eigin,
Vegna þess ađ í huga þínum sé þađ minna sársaukafullt ađ kenna sjálfri/sjálfum þér um heldur en ađ horfast í augu viđ þá stađreynd ađ viđkomandi hefur sært þig
Og þú velur ađ særa sjálfa/n þig fremur en ađ stofna því í hættu hvernig þér líđur gagnvart viđkomandi
Þađ er þá sem þú fórnar sjálfri/sjálfum þér fyrir ást annarar mannesku
Og þetta er hægt ađ nota gegn þér.
Þar sem sökinni, skömminni og sársaukanum er varpađ yfir á þig
Þegar hann á ekki heima þar
En trúin ađ þetta hljóti ađ vera á þér er svo sterk ađ þú sérđ hlutina ekki eins og þeir raunverulega eru.
Þegar þetta er gert aftur og aftur
Þá byrjar þađ ađ breyta skynjun þinni á því hver þú ert, þínu eigin sjálfvirđi og þínum eigin veruleika.

Leiđin til baka er ađ brjóta þessa hringrás. Þitt virđi byggist ekki á hamingju annarar manneskju.
Nei.
Þú hefur virđi, alveg eins og þú ert
Þú þarft ekki ađ minnka þig til ađ gefa hinni manneskjunni pláss til ađ stækka sig til þess ađ finna virđi.
Þú ert. Þú einfaldlega ert.
Þú þarft ađ trúa því.
Finna leiđina til baka ađ því.
Þú þarft ekki ađ sanna þig til þess ađ mega taka pláss á þessari plánetu.
Þađ er þinn fæđingarréttur ađ taka pláss.
Þú fæddist nóg
Hjarta þitt, hugur, sál og líkami vita ađ þú ert nóg.
Ef ekki þá myndu þau ekki sinna starfinu sínu, ađ halda þér á lífi, vernda þig frá sársauka.
Búa til varnarveggi.
Þú þarft bara ađ leita inn á viđ.
Leyfa þér ađ vera.
Bara vera.
Sama hvađa tilfinningar koma
Sama hvađa hugsanir koma
Bara vera.
Allt sem þú ERT er nóg.
Þú hefur ekkert ađ sanna.

Þú ert mannVERA
Ekki mannGERA

(Hljómar mun betur á ensku)

Settu sjálfa/n þig fyrst og vertu góđ/ur viđ þig. Sama hvađ ♡

 

– karen

Ađ taka djúpan andardrátt

Ef þú ert eins og ég var og átt erfitt međ ađ taka djúpan andardrátt án þess ađ stífna öll/allur upp, þá er þessi færsla fyrir þig.

Í hvert sinn sem einhver sagđi mér ađ taka djúpan andardrátt byrjađi ég strax ađ búa mér til væntingar um þađ hvernig hann ætti ađ vera og hvernig mér ætti ađ líđa.

Ef hvernig mér leiđ og hvernig andardrátturinn fyllti mig af lofti passađi ekki viđ hvernig ég taldi þađ eiga ađ vera, þá stoppađi ég þar, byrjađi ađ dæma mig, byrjađi ađ dæma andardráttinn.

Því fókusinn fór úr því ađ leyfa mér bara ađ anda djúpt yfir í ađ dæma, gagnrýna hvernig maginn fór ekki út, hvernig hann stífnađi allur, hvernig brjóstkassinn stífnađi, hvernig ekkert var afslappađ, en međ því var ég ađ reyna ađ stjórna því međ skipunum, því sem hefđi annars gerst á náttúrulegan hátt.

Þađ sem ég geri núna er ađ ég segi viđ sjálfa mig „ég veit ekki fyrr en ég veit“. Tek í burtu allar væntingar um þađ hvernig upplifunin verđur og hvernig mér mun líđa eftirá, hvernig áhrif þađ mun hafa á mig. Þađ sem gerist, gerist, ég þarf bara ađ leyfa því ađ gerast.

Ef ég finn ađ ég byrja ađ dæma eđa gagnrýna og þar af leiđandi reyna ađ stjórna því sem er ađ gerast, þá segi ég í varkárni viđ sjálfa mig „ég veit ekki fyrr en ég veit“ en ég sýni því samt sem áđur skilning ađ ég tel mig þurfa ađ stjórna.

Þannig gef ég ekki stjórninni fullt vald eđa sannleiksgildi. Þannig sýni ég því einungis skilning ađ ég vilji stjórna en ađ ég þurfi ađ „leyfa því sem er ađ vera“ og færi mig þannig aftur inn í augnablikiđ.

Þegar væntingarnar og dómharkan um þađ hvernig djúpöndun „á“ ađ vera, hvernig manni „á“ ađ líđa og hvernig áhrif hún „á“ ađ hafa á okkur í kjölfariđ eru ekki lengur í fyrsta sæti og međ fullt sannleiksgildi og ađal mikilvægi,

þá gefum viđ skilning á öllu sem er og verđur, færi á ađ taka viđ stýrinu, þar sem viđ stoppum ekki viđ þađ ađ vera fyrirfram búin ađ ákveđa hvernig eitthvađ er og verđur. Viđ sýnum því skilning en leyfum því sem er ađ vera.

Ef ég finn sjálfa mig hugsa „ég er öll stíf og þađ er ekki rými fyrir andardráttinn í maganum, maginn er ekki ađ fara út eins og hann á ađ gera, maginn er ekki ađ fara inn eins og hann á ađ gera, líkaminn er ekki afslappađur eins og hann á ađ vera“, eitthvađ þannig líkt, þá segi ég viđ sjálfa mig

„þađ er allt í lagi ađ líđa eins og þađ sé þannig, en leyfđu því sem ER ađ vera eins og þađ ER“.

Þađ segi ég viđ hverri hugsun, hverri tilfinningu, hverri gagnrýni eđa dómhörku. „Þetta er allt í lagi, leyfđu því ađ vera eins og þađ er“.

Ég sýni öllu sem gerist skilning og kærleika en minni mig á ađ ég veit ekki fyrr en ég raunverulega veit.

Hver upplifun er einstök.

Í stađ þess ađ ákveđa hvernig hún mun verđa og staldra viđ þar,
án þess ađ kynnast henni betur og fyrirfram skilgreina þađ sem mun gerast, búast viđ því og upplifa hana undir stjórn þess sem ég tel mig vita, án þess ađ leyfa henni einfaldlega ađ VERA.

Þá þurfum viđ ađ vera međvituđ um ađ hver reynsla verđur ekki sú sama, þó svo seinustu upplifanir hafi veriđ svipađar, þá hefur hver og ein sína eigin upplifun og viđ getum annađhvort valiđ ađ reyna ađ stýra henni og taka viđ henni eins og viđ búumst viđ henni og álíta þađ sem sannleika,

eđa sýna öllu sem gerist skilning og kærleika, án þess ađ reyna ađ stjórna, samþykja eđa dæma, bara veita athygli, bara fylgjast međ, leyfa því sem er ađ VERA, alveg eins og þađ er.

Án væntinga og án þess ađ dæma (og án þess ađ dæma fyrir ađ dæma).

– karen

Ađ sýna tilfinningum skilning

Þegar þú VELUR sjálf/ur ađ horfast í augu viđ og skođa og staldra viđ hjá tilfinningu sem hræđir þig, í stađ þess ađ flýja áđur en þú nærđ raunverulega ađ sjá hana fyrir þađ sem hún raunverulega er. Þá getur þú tekiđ í burtu valdiđ sem hún hafđi yfir þér.

Hún kemur, þú flýrđ ekki heldur velur ađ kynnast henni betur, veitir henni fulla athygli, sýnir henni skilning.

Svo gerir þú þađ aftur og aftur, þar til þú venst henni. Hún er ekki lengur einhvađ ókunnugt afl. Þú þekkir hana. Þú skilur hana. Þú veist ađ hún þjónar mikilvægum tilgangi.

Í stađ þess ađ flýja og hræđast ađ horfast í augu viđ hana, forđast augnsamband, sérđ hana alltaf sem blörrađ ský sem þú þekkir ekki og skilur ekki og hún getur brugđiđ þér, komiđ þér á óvart, tekiđ yfir þig.

Þá getur þú valiđ ađ vingast viđ hana, veriđ til stađar fyrir hana, veriđ til stađar fyrir þig. Því allar tilfinningar eru eđlilegt ferli þess ađ upplifa umhverfiđ.
Hún er bara ađ þjóna hlutverkinu sínu. Hennar hlutverk er ekki ađ meiđa þig, heldur vernda þig, á þann hátt sem hún kann. Svo hún birtist þér þannig og þú upplifir hana sem sársauka (oftast nær) en hún er ekkert annađ en leiđarvísir, sem færir þig annađhvort frá einhverju/m eđa ađ einhverju/m ♡

Vertu vinur hennar, vertu til stađar fyrir hana.
Hún er til stađar fyrir þig, þó þú sjáir þađ ekki ♡

Sýndu henni skilning. Þannig sýnir þú einnig sjálfri/sjálfum þér skilning.

Međ því ađ vera til stađar, í kærleika, í ást.

– karen ♡

Ađ REYNA ađ vera mađur sjálfur

Ég sá stutt myndband frá Öldu Karen í dag um þađ ađ viđ erum stöđugt ađ REYNA ađ vera viđ sjálf í samskiptum viđ ađra og hvernig viđ tökum okkur þannig í burtu frá því ađ VERA viđ sjálf.

Ég skrifađi í framhaldinu þennan litla texta, en ég mæli líka međ ađ skođa myndböndin hjá Öldu, þau eru mjög fróđleg og hjálpleg.

Ađ REYNA ađ vera viđ sjalf í samskiptum viđ ađra er ađ REYNA ađ vera einu skrefi stöđugt á undan okkur sjálfum til þess ađ gefa „rétta“ mynd af okkur sjálfum í samskiptum viđ ađra.

Ađ VERA viđ sjálf í samskiptum er einfaldlega ađ vera til stađar fyrir okkur sjálf á sama tíma og viđ erum í samskiptum viđ ađra. Ađ festast ekki í sjálfgagnrýnishringrás og dæma okkur fyrir hugsanir okkar. Heldur einungis taka eftir sjálfgagnrýninni í kærleika, sýna því skilning, sitja hjá því og færa svo fókusinn aftur í samtaliđ.

Vera einlæg og æfa okkur ađ segja þađ sem okkur liggur á hjarta, án væntinga og án þess ađ dæma og á sama tíma æfa okkur ađ hlusta betur. Viđ getum lært jafn mikiđ frá viđkomandi og viđkomandi getur lært af okkur. Allt kennir okkur eitthvađ í lífinu, hvort sem þađ er neikvætt eđa jákvætt. Allt færir okkur einhverjar upplýsingar til þess ađ læra af.

Best er ađ leyfa hlutunum bara ađ gerast eins og þeir gerast, án þess ađ dæma og án þess ađ vænta neins af þeim.

Ef viđ finnum okkur hverfa frá samtalinu í ađ dæma eđa gagnrýna eđa hugsa um hluti sem gætu gert augnablikiđ verra eđa betra, ađ þá taka eftir því, sýna því skilning, sýna því kærleika, jafnvel þó viđ byrjum ađ dæma og gagnrýna, stækka og minnka, sýna því líka skilning, veita því líka athygli og međ því færum viđ okkur aftur í augnablikiđ, í kærleika.

Svo gerist bara þađ sem gerist. Vertu hér, hjá þér. Þannig getur þú líka veriđ til stađar fyrir ađra. En þú verđur ađ byrja á þér. Þađ er nefninlega þađ sem gleymist oft, og þađ er þađ sem færir okkur úr augnablikinu. Því viđ erum utan viđ okkur. Ađ reyna ađ fá samþykki þađan, međ því ađ REYNA ađ vera viđ sjálf, REYNA ađ gefa „rétta“ mynd af okkur, REYNA ađ vera til stađar fyrir okkur sjálf og ađra.

Í stađ þess ađ einfaldlega VERA, hér og nú, hjá okkur sjálfum, til stađar fyrir okkur sjálf, sama hvađ gerist, hvernig okkur líđur eđa hvađ viđ hugsum. Þannig getum viđ í framhaldinu einnig veriđ til stađar fyrir ađra.

Vertu til stađar fyrir þig, fyrir þig.
Akkúrat núna, akkúrat þetta augnablik, alveg eins og þađ er, án þess ađ stækka þađ eđa minnka þađ.
Bara alveg eins og þađ er, án þess ađ dæma þađ og án þess ađ dæma þig fyrir ađ dæma þađ (og án þess ađ dæma þig fyrir ađ dæma þađ fyrir ađ dæma þađ fyrir ađ dæma þađ…)

Bara alveg eins og þađ er, akkúrat núna.

– Karen

Ađ passa inn í rammann

Þegar viđ fáum skilabođ frá umhverfinu um ađ eitthver partur af okkur valdi því ađ okkur sé hafnađ, þá reynum viđ ađ berjast viđ eđa útrýma þeim parti. Til þess ađ passa, til þess ađ vera samþykkt, til þess ađ líđa eins og viđ séum nóg.

En máliđ er ađ þegar viđ gerum þađ þá höfnum viđ því hver viđ raunverulega erum og týnumst í vítahring þess ađ reyna ađ bæta upp fyrir þá parta sem viđ höfnuđum.

Ef skilabođ frá samfélaginu eđa okkar nærumhverfi segja okkur ađ eitthver partur af okkur geri okkur „gölluđ“, ađ viđ pössum ekki inn í þá mynd sem reynt er ađ halda uppi og tyggja ofan í alla, þá líđur okkur eins og sá partur sé ógn viđ ađ vera samþykkt, ađ vera mikilvæg, ađ hafa eitthvađ virđi.

Svo þegar viđ berum kennsl á þađ sem viđ teljum vera ógn. Þá reynum viđ ađ eyđileggja þađ, fjarlægja þađ, kæfa þađ niđur međ neikvæđu sjálfstali.

Þađ er einmitt þađ sem viđ gerum þegar viđ höfnum tilfinningunum okkar

Þegar viđ höfnum hugsunum okkar

Þegar viđ höfnum líkama okkar,

Öllu sem viđ raunverulega erum (Ekki þađ sem viđ gerum, því viđ erum ekki gjörđir okkar).

Bindum ómeđvitađ fyrir augun okkar fyrir okkar eigin sjálfvirđi og skiljum í leiđinni eftir, þađ ađ raunverulega vera nóg. Alveg eins og viđ erum.

Því kjarninn okkar elskar okkur eins og viđ erum. Allt þetta neikvæđa er eitthvađ sem viđ höfum lært, til þess ađ lifa af, til þess ađ finnast viđ vera nóg.

En missum á sama tíma sjónar af því ađ viđ erum fullkomlega ófullkomlega nóg.

Teljum okkur mega vera elskuđ bara ef x

X-iđ gætiđ svo snúiđ ađ hverju sem er

En þetta ef, er þađ sem tekur okkur í burtu frá okkur sjálfum. Í ađ vera elskuđ eins og viđ erum, ekki bara ef x.

Þađ er allt annar handleggur ađ finna ađ þú ert nóg og velja, fyrir þig sjálfa/n, ađ halda áfram ađ læra, breyta eđa bæta viđ einhverju til þess ađ halda áfram ađ vaxa og dafna. Í kærleika.

Þađ er allt annađ en ađ finnast þù bara vera nóg ef þú lærir, breytir eđa bætir viđ einhverju til þess ađ passa í einhverja mynd, til þess ađ vera samþykkt/ur, talar niđur til þín eđa hafnar þér ef þú gerir þađ ekki. Sjálfniđurrif, ekki í kærleika.

Því gjörđir okkar eru ekki þađ sem gera okkur nóg.
Viđ erum nóg.
Svo getum viđ framkvæmt gjörđir eftir vilja og getu, ekki til þess ađ gera okkur nóg, einungis til þess ađ halda áfram ađ æfa okkur, gera mistök, læra af þeim og reyna aftur, gera betur næst.

Þađ er ekkert ađ því ađ vilja laga, bæta eđa breyta eitthverju hjà okkur sjálfum.
En til þess ađ viđ séum til stađar fyrir okkur sjálf, þá þarf þađ fyrst og fremst ađ vera fyrir okkur sjálf og ekki sem skilyrđi til þess
ađ elska okkur sjálf.

Elskađu sjálfa/n þig án skilyrđa, fyrir allt sem þú ert, utan gjörđa.

Þú ert nóg. Þú hefur alltaf veriđ nóg.
Vertu til stađar fyrir sjálfa/n þig á kærleiksríkan hátt, alltaf.

Haltu svo áfram ađ læra, ađ vaxa, ađ lifa því lífi sem þú velur ađ skapa fyrir þig, en hafđu alltaf í huga, ađ þađ er ekki þađ sem gerir þig nóg.

Þú, hér og nú, alveg eins og þú ert, ert nóg.

Litlir póstar, lítil ráđ

1. Smá áminning:

Viđ eigum öll okkar „slæmu“ daga. Þeir þurfa ađ koma. Viđ þurfum á þeim ađ halda til þess ađ halda áfram ađ vaxa og dafna. Leiđin áfram er ekkert alltaf bein og greiđ. Viđ þurfum oft ađ fara yfir hóla og hæđir, en þannig á hún líka ađ vera. Fullkomlega ófullkomin. Hrá og ekki fínpússuđ. Þađ er þađ sem gerir ferđalagiđ okkar einstakt. Engin leiđ er eins.

Taktu „slæmu“ dögunum međ kærleika, skilning og umhyggju. Þeir segja ekkert slæmt um þig. Einungis orka eđa upplifun sem þú þarft ađ fara í gegnum. Þađ er ástæđa fyrir öllu, þó svo viđ sjáum hana ekki né skiljum. Allt er eins og þađ á ađ vera. Treystu því.

Vertu til stađar fyrir þig, fyrir þig, sama hvađ ♡

2.

Viđ megum ekki gleyma ađ horfa til baka og þakka fyrir alla litlu sigrana ♡

Hvern dag, taktu eftir því

Hvort sem þú náđir ađ vakna
Fara úr rúminu
Fara í sturtu
Klæđa þig
Tannbursta þig
Drekka nóg af vatni
Muna eftir því ađ næra þig

Allt sem þér dettur í hug
Þetta eru allt sigrar
Sama hversu litlir þeir virđast vera, og ef þér tókst ekki ađ gera neitt af þessu í dag, þá getur þú alltaf reynt aftur á morgun.

Kannski þurfti líkami, hugur, hjarta og sál ađ hvílast betur í dag.
Talađu viđ sjálfa/n þig í kærleika og skilning.
Þetta er sá/sú þú sem þú hefur í dag.
Vertu til stađar fyrir hann/hana
Án þess ađ dæma og án þess ađ dæma fyrir ađ dæma ♡

3.

Þú þarft ekki ađ gera þig stærri eđa smærri til þess ađ vera nóg.

Međ því ađ horfa niđur á ađra, þá stækkaru sjálfa/n þig og minnkar ađra.
Međ því ađ horfa niđur á þig, þá minnkaru sjálfa/n þig og stækkar ađra.

Finndu međalveginn.
Leyfđu því ađ vera nóg.

4.

Ekki búast viđ því ađ neikvæđ hugsun eđa tilfinning segi eitthvađ neikvætt um þig. Neikvæđni er til, til þess ađ halda okkur frá sársauka, frá því sem særir okkur. Neikvæđni særir þig til þess ađ halda þér öruggri/öruggum, jafnvel þó hún sé í rauninni ađ gera hlutina verri fyrir þig. Þađ eina sem skiptir máli fyrir neikvæđni er ađ þú sért örugg/ur. Leyfđu henni ađ gera þađ sem henni er ætlađ ađ gera, međ því ađ vera til stađar fyrir sjálfa/n þig.
Međ því ađ vera til stađar fyrir þig, þá leyfir þú þér ađ sjá ađ þú ert í raun örugg/ur, ađ þađ er í rauninni ekki þörf fyrir neikvæđni, þetta augnablik, akkúrat núna.
Sýndu sjálfri/sjálfum þér kærleika, sama hvernig þér líđur eđa hvađ þú hugsar, alltaf.

5.

Ef þú ert stöđugt ađ leita ađ því sem mun fylla í tómiđ, því sem mun gera þig nóg.
Þá ert þađ þú.
Þú þarft bara ađ leita inn á viđ, aftur til þín.
Alveg eins og þú raunverulega ert, alveg inn ađ kjarna. Allar tilfinningar, allar hugsanir, allt sem er partur af þér. Allt, í lagi. Allt samþykkt. Allt međ virđi. Allt nóg. Þú þarft bara ađ finna þađ.

Leiđin er aftur til þín ♡

6.

Ef þú býst viđ því ađ heimurinn sé erfiđur. Þá mun hann birtast þér sem erfiđur.
Ef þú býst viđ því ađ heimurinn sé ógnvekjandi. Þá mun hann birtast þér sem ógnvekjandi.
Og áfram má halda.

Leyfđu honum ađ vera eins og hann er. Ekki eins og þú telur hann vera.
Slepptu væntingum. Leyfđu því ađ vera, sem er.
Heimurinn er utan þinnar stjórnar, án gjörđa.
Hann er eins og hann er, akkúrat núna.

Ef þú vilt breyta heiminum.
Byrjađu á þér.

7.

Ađ vera tilbúin/nn ađ horfa inn á viđ og viđurkenna ađ viđ höfum rangt fyrir okkur, er merki um ađ viđ erum ađ vaxa.
Ađ viđurkenna ađ viđ höfum ekki alltaf svörin og getum í auđmýkt leitađ annars stađar ađ svörum, er merki um ađ viđ erum ađ vaxa.
Viđ vitum ekki fyrr en viđ vitum. Og þađ sem viđ vitum núna er þađ sem viđ vitum núna. Ađ vera opin fyrir valmöguleikanum ađ breyta til, ađ hlutir geti breyst. Þar er vöxtur.

8.

Hver einasta hindrun sem verđur á vegi okkar í lífinu, hefur eitthvađ til þess ađ kenna okkur.
Viđ höfum val, ađ læra af því, núna, eđa bíđa eftir því ađ lærdómurinn birtist okkur seinna, einhvern tíman í framtíđinni.
Vertu alltaf opin/nn fyrir því ađ læra eins og hlutirnir birtast þér. Vertu alltaf opin/nn fyrir því ađ nýta hvert tækifæri til þess ađ halda áfram ađ vaxa og dafna.

9.

Ekki dæma þínar eigin tilfinningar og hugsanir (og ekki dæma þig fyrir ađ dæma). Þær eru einungis þú ađ upplifa og reyna ađ skilja heiminn. Orkan sem þú finnur er leiđin til þess ađ vinna úr því sem er ytra viđ þig, innra međ þér. Þađ er eđlilegt. Ekki dæma þig fyrir þađ. Þannig ertu einungis ađ tefja ferliđ og valda sársauka innra međ þér á sama tíma.
Leyfđu því ađ vera.

10.

Ekki tapa sjálfri/sjálfum þér viđ ađ reyna ađ hrífa alla ađra ♡

Þeir réttu fyrir þig munu standa þér viđ hliđ, fyrir þá/þann þig sem ert þú ♡

Þeir sem gera þađ ekki, eru þá ekki fyrir þig, og þađ er allt í lagi ♡

Vertu sá/sú sem þú ert, utan samþykkis annara ♡

Do: Express
Don’t: impress

11.

Þegar viđ höfum spurt okkur hvernig okkur líđur og okkur líđur kannski ekki vel. Þá getum viđ spurt okkur: get ég gert eitthvađ í því núna?
Og ef svariđ er já, þá: hvađ get ég gert í því núna? Hvađa litlu skref get ég tekiđ? Og reynt á þínum hrađa ađ færa þig nær þeim skrefum. Án þess ađ ýta á eftir því eđa óska eftir því ađ þađ gerist öđruvísi en þađ er ađ gerast. Leyfa því ađ gerast eins og þađ gerist.
Ef svariđ er nei. Þá er þađ eina sem þú getur gert, er þađ ađ vera til stađar fyrir þig. Án þess ađ dæma og án þess ađ dæma fyrir ađ dæma. Án væntinga. Leyfa því ađ vera, sem er ♡

12.

Leyfđu þér ađ skipta þig máli
Ađ vera númer eitt hjá þér
Vertu til stađar fyrir þig
Þannig getur þú einnig, ađ auki, betur veriđ til stađar fyrir ađra.
Aldrei gleyma þér inni í myndinni
Þú, eins og þú ert, utan samþykkis annara, ert nóg.
Skilyrđislaust, þú ert nóg.

13.

Hlúđu ađ sjálfri/sjálfum þér fyrst og fremst ♡

Ađ segja ekkert þegar einhver veldur þér sársauka sem fer yfir mörk, til þess ađ viđhalda samþykki viđkomandi á þér.

Þá gengur þú í burtu frá sjálfri/sjálfum þér, fyrir hálfu viđkomandi.

Samþykkiđ fyrir því ađ mega taka pláss, mega taka rými, mega finna virđi, mega skipta máli.
Þađ kemur allt frá þér. Þú þarft ekki samþykki annara fyrir því ađ mega VERA. Þú einfaldlega ERT, og þađ er nóg. Þú ert nóg.

Þú í fyrsta sæti hjá þér, alltaf ♡

 

– karen

Fake it till you make it?

Fake it till you make it

Frasi sem fer smá illa í mig.
Því hann snýr svo auđveldlega ađ því ađ búa til falska mynd af sér sjálfum til þess ađ vera samþykktur.

Sú skilabođ ađ einhver þurfi ađ vera „feik“ til þess ađ komast í gegnum hluti í lífinu.

Þađ er bara orđalagiđ sem truflar mig, ekki hvernig fólk hefur notađ þađ.
Margir hafa t.d. byrjađ ađ skapa sér nýjar jákvæđar venjur og byrjađ ađ æfa sig í ađ koma þeim hægt og rólega inn í líf sitt og reynt ađ tileinka sér þær.
En þá er viđkomandi ekki ađ „feika“ neitt.
Þá er viđkomandi raunverulega ađ gera eitthvađ.
Ef frasinn ætti raunverulega ađ passa viđ, þá væri viđkomandi ađ „þykjast“ skapa sér nýjar venjur, ađ „þykjast“ æfa sig í ađ koma þeim inn í líf sitt, ađ „þykjast“ reyna ađ tileinka sér þær.
En þarna eru raunverulegar gjörđir og þađ er ekkert feik viđ þær.

Ađ halda í bjartsýnina þegar lífiđ er átakanlegt og erfitt. Þađ er heldur ekkert feik viđ þađ. Ađ međvitađ velja ađ leita eftir ljósglætunum.

Ađ feika hver þú ert til þess ađ vera samþykktur snýr fremur ađ

Falskri mynd sem byggist á því ađ því ađ þykjast líđa einhvern veginn sem þér líđur ekki, þykjast kunna eitthvađ sem þú kannt ekki, til þess ađ fá samþykki.

Þá ertu fastur/föst undir grímu, og þegar viđ erum međ grímu, þá getum viđ ekki tekiđ hana af ef samþykki utan okkar er þađ sem viđ einblínum á.

Þegar viđ getum ekki tekiđ hana af, þá getum viđ ekki viđurkennt hvernig okkur raunverulega líđur og hvar okkur skortir færni, því þađ stangast á viđ þá mynd sem viđ höfum nú þegar gefiđ af okkur.

Ađ geta viđurkennt mistök.
Ađ geta beđiđ um hjálp.

Þađ getur hreinlega veriđ hættulegt okkur sjálfum og jafnvel öđrum ađ biđja ekki um hjálp þegar þess þarf, bara því þađ skerst á viđ myndina sem viđ erum ađ halda uppi af okkur sjálfum.

Enn fremur, þegar viđ teljum okkur þurfa ađ búa til einhverja ađra útgáfu af okkur sjálfum til þess ađ finnast viđ vera samþykkt, þá göngum viđ í burtu frá okkur sjálfum.

Ef viđ þykjumst bara vita hlutina án þess ađ biđja um hjálp, þykjumst kunna þađ sem viđ kunnum ekki og tökum ekki skref í átt ađ leiđum til þess ađ kunna þađ, međ því ađ viđurkenna mistök og biđja um hjálp, þá lærum viđ ekkert annađ en ađ þessi útgáfa af okkur sjálfum sé samþykkt, og þađ tekur frá því hvernig viđ raunverulega erum, í auđmýkt og einlægni.

Þá höfnum viđ okkur sjálfum.
Fyrir einhverja falska mynd sem viđ höfum búiđ til, til þess ađ finnast viđ vera nóg.

En þá er gott ađ spyrja sig: er samþykki annara meira virđi en ađ vera einlægur sjálfum sér?
Er þađ ekki mikilvægara ađ vera til stađar fyrir sjálfan sig?

Þú þarft ekki ađ stækka þig eđa minnka þig til þess ađ vera nóg. Þú ert nóg, alveg eins og þú ert.

Ég myndi breyta frasanum yfir í:
Gerđu þađ besta sem þú getur gert fyrir þig í dag. Vertu til stađar fyrir þig sama hvernig þér líđur og sama hvernig gengur. Sýndu því skilning og hlúđu ađ þér í kærleika.
Vertu alltaf tilbúin/nn ađ biđja um hjálp ef þú getur og mundu ađ mistök eru til þess ađ læra af þeim. Þađ er vöxtur í því ađ halda alltaf áfram ađ reyna og leita nýrra leiđa og lausna í því.
Sama hversu lítiđ skref þú tekur í átt ađ markmiđinu, þá er þađ alltaf skref, þá er þađ alltaf áfram.

Vertu trú/r sjálfri/sjálfum þér og ekki vera hrædd/ur viđ breytingar, þær færa þig úr stađ. Leiđin er áfram.

 

– Karen