Horft til baka

Ég samdi þetta lag 2016 og deildi því á facebook sama ár

https://m.facebook.com/story.php?story_fbid=10209121158680454&id=1063841159

Ég hafđi veriđ ađ berjast viđ áfallastreituröskun til margra ára, gat ekki lengur tekiđ djúpan andardrátt, alltaf á varđbergi, hrædd viđ ađ gera mistök, alltaf ađ reyna ađ þóknast öllum. Allt sem ég gat gefiđ, þađ gaf ég öđrum. Skildi sjálfa mig eftir..

Sá ekkert annađ en hræđslu

Áfallaviđbrögđin 4 sem taka yfir okkur í hættuađstæđum eru:

Fight (berjast, til ađ lifa af)
Flight (flýja, til ađ lifa af)
Freeze (frjósa, til ađ lifa af
Fawn (þóknast, til ađ lifa af)

Sjokk og ótti

Síendurtekiđ, þá getum viđ fest í þessum viđbrögđum. Líkaminn þorir ekki ađ sleppa taki á þeim, leyfa okkur ađ hvílast, af ótta viđ næsta áfall um leiđ og viđ erum berskjölduđ.

Sérstaklega ef umhverfiđ reynir ađ sannfæra okkur um ađ þađ sem gerđist og hvernig áhrif þađ hafđi, skipti ekki máli eđa reynir ađ gera lítiđ úr því.

Þá geta áfallaviđbrögđin komiđ upp í „eđlilegum“ ađstæđum og tekiđ yfir. Tilfinningaleg viđbrögđ byrja ađ ýkjast.

Þannig lifđi ég lengi, þar til ég braut mynstriđ

Þegar ég sendi frá mér þetta myndband, þá átti ég langt eftir, komin lengra en áđur samt sem áđur, því lengi vel gat ég lítiđ annađ en hvíslađ röddina mína frá mér, of hrædd viđ ađ heyra í sjálfri mér

Hrundi niđur stuttu eftir ađ ég setti þetta á facebook..

Hafđi týnt öllu mínu sjálfvirđi, vissi ekki lengur hver ég væri (veit hversu klisjukennt þađ er ađ segja þađ, en þađ var þannig)

Festist í þráhyggju. Taldi sjálfa mig vera ábyrga fyrir hlutum sem ég átti enga ábyrgđ á.

Stöđugt ađ reyna ađ finna svör

Vissi ađ eitthvađ hefđi gerst en vissi ekki hvađ. Gat ekki fest fingur á þađ.

Afhverju gat ég ekki sungiđ lengur? Afhverju grét ég af ótta viđ ađ syngja? Hvađ kom fyrir?

Andlegt ofbeldi er ekki alltaf auđsýnilegt. Þađ getur líka veriđ lúmskt. Getur komiđ dulbúiđ sem góđmennska og umhyggja.

Svo allt í einu er kippt undan fótunum þínum og þú skilur ekki hvađ gerđist. Ferđ ađ snúast gegn sjálfum/sjálfri þér, sem leiđ til ađ skilja, sem leiđ til ađ þađ meiki sens. Fórnar sjálfri/sjálfum þér í leiđinni.

Oftast, ađ mér skilst, eru þeir sem beita andlegu ofbeldi, einhverjir sem hafa orđiđ fyrir því sjálfir.
Þađ tekur ekki í burtu ábyrgđina, en þađ veitir okkur skilning og betri heildarsýn ađ vera međvituđ um þađ.

Innst innra međ, hjá þeim sem beitir ađra andlegu ofbeldi er mikill sársauki (skömm í ađalhlutverki) þarna á bakviđ, sem er kastađ frá sér á ađra, því þađ er of sársaukafullt ađ horfast í augu viđ hann.

Viđ höfum allan rétt á ađ setja mörk. Fjarlægja okkur. Setja okkar hag í fyrsta sæti. Þađ er ekki á okkar ábyrgđ hvernig því er tekiđ, hvernig viđ bregđumst viđ ofbeldinu. Ábyrgđin liggur hjá þeim sem beitir því.

Ég var of hrædd til ađ fara út úr húsi, tala viđ fólk. Því ég hélt ađ tilvera mín hefđi ekkert annađ en vond áhrif á ađra. Á međan hjartađ mitt grét og öskrađi á mig ađ þađ væri ekki þannig.

En þráhyggjan hélt áfram og henni á ég allt ađ þakka. Ég var ekki þessi manneskja sem ég trúđi ađ ég væri. Sú rödd braust alltaf í gegn og þess vegna tapađi ég aldrei voninni.

Andlegt ofbeldi getur rifiđ einstakling í sundur. Ég hélt ég væri ađ missa vitiđ. Þeim meira sem ég las, þeim meira vissi ég ađ ég varđ ađ finna lausn.

Ég varđ ađ læra ađ elska sjálfa mig, finna sjálfvirđi hjá mér. Annars ætti ég alltaf í hættu ađ lenda aftur í sömu hringrás. Því mitt virđi kom ekki á þeim tíma, frá mér.

Þar byrjađi þađ allt.
Leiđin aftur til mín.
Leiđin sem var aldrei horfin, en ég sá hana ekki.

Leiđin sem leiddi mig áfram í ađ gefa sjálfri mér rými, setja fókusinn á mig, vera til stađar fyrir mig.

Međ því ađ æfa mig ađ leyfa öllum hugsunum og tilfinningum mínum ađ fá pláss.

Međ því ađ æfa mig ađ hætta ađ dæma mig og skođa hvađan dómharkan kom, á skilningsríkan og kærleiksríkan hátt.

Međ því ađ æfa mig ađ taka í burtu væntingar, hætta ađ bùast viđ því versta, bara međ þvì ađ taka eftir því og leiđa mig til baka í augnablikiđ „núna“.

Međ því ađ æfa mig ađ taka eftir því hvar ég var ađ minnka mig, til ađ forđast ađstæđur, og hvar ég var ađ stækka ađra, því ég upplifđi mig minna virđi en alla ađra.

Ég hafđi reynt ađ gera hiđ ógeranlega, ađ vera fullkomin, ađ þóknast öllum, gefa meira en ég gat gefiđ, þrá samþykki frá öllum, svo allt of lengi

Svo dæmdi ég mig fyrir þađ á sama tíma

Ég þurfti ađ finna virđi hjá sjálfri mér. Finna ađ ég er nóg, alveg eins og ég er, núna.

Ég þurfti ađ fara inn á viđ, ekki út á viđ, líkt og ég var ađ gera. Ég var sú eina sem gat gefiđ mér þađ virđi sem ég þráđi og þarfnađist. Svo ég gaf mér þađ, hægt og rólega.

Međ því ađ
Leyfa mér ađ vera.
Gefa öllum tilfinningum mínum rými.
Gefa öllum hugsunum mínum rými.

Veita mér athygli. Leyfa mér ađ skipta mig máli.

Litla hjartađ beiđ og beiđ eftir ađ ég kæmi til baka. Litla barniđ í mér, sem þráđi ekkert heitar en ađ ég elskađi þađ, væri til stađar fyrir þađ.

Litla hjartađ sem er ekkert annađ og hefur aldrei veriđ neitt annađ en skilyrđislaus ást. Sem þráir umhverfi sem endurspeglar þađ.

En þegar viđ höfnum litla hjartanu og leitum utan þess ađ ást, þá getum viđ misst sjónar af því hvernig skilyrđislaus ást er. Sættum okkur viđ þađ sem minnir okkur á hana.

Því þá upplifum viđ eitthverja útgáfu af því ađ líđa eins og viđ séum heil aftur, sjáum ekki skađann sem þađ veldur okkur sjálfum, í leiđinni.

Ef þú tengir viđ þetta, kæra sál, þá vona ég ađ ég hafi veitt þér eitthverja hugarró.

Þetta er ótrúlega erfitt ferli og afskaplega ruglingslegt.

En ég fann leiđ til baka,
Þú getur þađ líka, međ réttu verkfærin ađ vopni. Ég vona ađ ég hafi getađ gefiđ þér eitthvađ því líkt, međ skrifunum mínum

Ég lofa ađ þađ eru ljósglætur
Ég lofa
Viđ þurfum bara ađ opna augun fyrir þeim.

Ég mun aldrei getađ útskýrt almennilega međ orđum á hvađa myrkrađa stađ ég var

Ég fæ tár í augun viđ ađ hugsa til baka

Þess vegna skrifa ég. Því munurinn er svo ótrúlegur. Þarf ađ passa mig samt, uppá orkuna sem ég hef, hvern dag, en ég gef þađ sem ég get. Í von um ađ þađ hjálpi þeim sem eru í þessum sporum.

Allt sem ég hef lært er nefninlega svo einfalt í orđum, erfiđasti parturinn er ađ nýta þađ. En þađ ađ ég geti gefiđ frá mér orđin sem hafa hjálpađ mér í mínum bata. Fyrir mér er þađ nóg ❤

Þađ er alltaf von
Aldrei gleyma því ❤

– Karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.